Morgunblaðið - 16.12.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.12.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1988 ^ _________ Island — Pólland — óskalandið? Athugasemd vegna leiðara Morgun- blaðsins í gær Leiðarahöfundur Morgunblaðs- ins virðist ekki átta sig á því að fulltrúar BSRB líta bráðabirgða- lög, sem takmarka samnings- og verkfallsrétt mjög alvarlegum aug- um. Þess vegna ályktum við um mannréttindabrot. Morgunblaðið getur vitaskuld haft það í flimtingum þegar for- sætisráðherra lýsir því yfir með afdráttarlausum hætti að hann vilji nema úr gildi þau lög sem tak- marka sjálfsögð réttindi launa- manna, og viðurkennir með yfirlýs- ingum sínum, að hann telur það ósamrýmanlegt lýðræðislegum hefðum að gera slíka undantekn- ingu að reglu. Stráksskapur á síst við þegar alvarlegir hlutir gerast. Það er í þessu tilviki veikleiki Morgunblaðsins að mínu áliti. Einhveijum kann að finnast það heppilegt að skipa kjarasamning- um með lögum — að iíta á réttinda- baráttu sem tæknivinnu. Ég hafna slíkri hugmynd. Á tæknimáli kann það að vera einfalt að ná efnahags- legum markmiðum, en þegar það felur í sér afnám réttinda fólksins í landinu, þá eru tæknimenn komn- ir út á hálan ís. Það gildir um ís- land og t.a.m. Pólland. Félagsmenn í BSRB eru að beij- ast fyrir borgaralegum réttindum sínum. Við höfum unnið áfangasig- ur á því sviði með yfírlýsingu for- sætisráðherra f.h. ríkisstjómar. Burtséð frá því hvaða ríkisstjóm situr við völd er ósmekklegt að hafa slíkt í flimtingum og Morgun- blaðinu til minnkunar. Eftir stend- ur krafa BSRB að samningsréttur Jón Steinar lögmaður Magnúsar Magnús Thoroddsen hefiir ráðið Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmann, til að fara með mál sitt fyrir Borgardómi. Magnús sagði af sér stöðu for- seta Hæstaréttar eftir að uppvíst varð um áfengiskaup hans sem handhafa forsetavalds. Hann var síðar sviptur embætti hæstaréttar- dómara um stundarsakir á meðan mál hans er fyrir dómstólum. Að sögn Jóns Steinars hefur mál á hendur Magnúsi ekki verið höfðað enn og bjóst lögmaðurinn ekki við að svo yrði fyrr en eftir áramót. verði vjrtur að fullu þegar í stað. Ogmundur Jónasson, formaður BSRB. Aths. ritstj.: Barátta fyrir mannréttindum hlýtur að snúast um aðalatriði. Þrátt fyrir yfirlýs- ingar forsætisráðherra og breyt- ingar á bráðabirgðalögunum stendur efni laganna um afnám samningsréttar óhaggað, eins og segir m.a. í ályktun Alþýðusam- bands íslands. Á þetta var bent í leiðara Morgunblaðsins og er hreinn óþarfi að kenna það við stráksskap. 0 INNLENT Ríkisendurskoðun: Skálholtskirkja Helgileíkur og aðventu- tónleikar í Skálholti Skálholti. Helgileikurinn sem fluttur hefúr verið í Skálholtskirkju í aldar- fjórðung á jólaföstu verður fluttur þar laugardaginn 17. desem- ber. Það eru böm úr Biskupstung- um sem flytja hann með aðstoð hljóðfæraleikara. Bömin verða að þessu sinni nokkuð á sjötta tug. Aðventutónleikar hefjast í kirkj- unni klukkan 14.30 og verður þar flutt barokktónlist. Flytjendur verða: Rut Ingólfsdóttir, Inga Rós Ingólfsdóttir, Kolbeinn Bjamason, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Helga Ingólfsdóttir. Helgileikkurinn hefst kl. 16 og eftir hann verður tónleikunum fram haldið í hálfa stund., Björn Loðnuveiðar: Ellefu skip með 5.400 tonna afla VEÐUR lægði á loðnumiðunum í gærmorgun og síðdegis í gær höfðu ellefú skip tilkynnt um samtals 5.430 tonna afla. Síðdegis í gær, fimmtudag, höfðu þessi skip tilkynnt um afla: Keflvíkingur 350 tonn til Raufar- hafnar, Albert 600 til Grindavíkur, Svanur 470 til Raufarhafnar, Guð- rún Þorkelsdóttir 600 til Eskifjarð- ar, Helga II 800 til Seyðisfjarðar, Fífill 400 til Seyðisfjarðar, Dagfari 400 til Raufarhafnar, Sunnuberg 480 til Grindavíkur Sjávarborg 500 til Neskaupstaðar, Guðmundur Ólafur 380 til Þórshafnar og Hug- inn 450 til Þórshafnar. Síðdegis á miðvikudag tilkynnti Höfmngur um 600 tonn til Raufar- hafnar og Harpa 400 tonn til Seyð- isfjarðar. Gögn heilsugæslustöðva á sex stöðum rannsökuð GÖGN nokkurra heilsugæslulækna hafa undanfarna mánuði verið til rannsóknar hjá rikisendurskoðun. Könnun þessi nær m.a. til þess hvort læknamir hafi dregið sér fé með útgáfú reikninga fyrir óunnin verk. í gær var úrskurðað hjá embætti bæjarfógetans í Keflavik að heilsu- gæslulæknirinn i Grindavík skyldi veita ríkisendurskoðun aðgang að gögnum heilsugæslustöðvarinnar þar, en hann hafði neitað því. Samkvæmt upplýsingum Halldórs V. Sigurðssonar, ríkisendurskoð- anda, náði fyrsta könnunin til heilsu- gæslustöðva á Hellu, í Ólafsvík og í Arbæ. Þegar hefur verið ákært í tveimur málum, máli læknis á Hellu og í Ólafsvík. Mál læknis í Árbæ er til afgreiðslu hjá rfkissaksóknara. Þangað kom málið frá rannsóknar- lögreglu ríkisins, en ekki ríkisendur- skoðun, þar sem læknar heilsugæslu- stöðvarinnar í Árbæ höfðu neitað ríkisendurskoðun un? aðgang að gögnum. Ríkisendurskoðun benti þá ríkissaksóknara á að kanna mál heil- sugæslustöðvarinnar og var það gert. í framhaldi af þessu var lögum um ríkisendurskoðun breytt, til að tryggja að hún hefði aðgang að gögnum heilsugæslustöðvanna. Aður en lögunum var breytt hafði ríkisendurskoðun farið fram á að fá að skoða gögn heilsugæslustöðvar- innar í Keflavík, en verið synjað. Eftir breytinguna var hins vegar ekkert þvi til fyrirstöðu og stendur rannsókn nú yfir hjá ríkisendurskoð- un. Hins vegar var ríkisendurskoðun neitað fyrir skömmu um aðgang að gögnum heilsugæslustöðvarinnar í Grindavík og var málinu skotið til bæjarfógetans í Keflavík. Þar var kveðinn upp sá úrskurður í gær, að lækninum væri skylt að veita ríkis- endurskoðun beinan aðgang að sjúkraskýrslum þeirra sjúklinga, sem leituðu til Heilsugæslu Suðumesja í Grindavík mánuðina mars, apríl og maí 1988. Auk þessara mála hafa gögn frá heilsugæslustöð á Akureyri verið könnuð. Þegar hefur einn læknir þar hlotið skilorðsbundinn dóm og annað mál er til afgreiðslu hjá ríkissaksókn- ara. Áritun á nýj- ar útgáfii- bækur Menn- ingarsjóðs Á morgun, laugardaginn 17. desember, kl. 14—16, munu dr. Jón Jónsson, fyrrverandi forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, og Vilhjálm- ur Hjálmarsson, fyrrverandi ráð- herra, árita bækur sínar, Hafrann- sóknir við Island og Mjófirðinga- sögur II, hjá Bókaútgáfu Menning- arsjóðs, Skálholtsstíg 7. Þá árita rithöfundamir Agnar Þórðarson og Jón Óskar bækur sínar, Sáð í sandinn og Ljóðastund á Signubökkum, hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs kl. 16—18 á morg- un, laugardag. Dreifing krabbameina á Norðurlöndunum: Magakrabbamein al- gengast hér á landi NORRÆNA krabbameinssam- bandið hefúr gefið út bók um dreifingu krabbameina á Norður- löndunum. í henni kemur m.a. fram að magakrabbamein er al- gengast hér á landi af öllum Norð- urlöndunum. Það er tvöfalt al- gengara hér en í Danmörku og Svíþjóð. Byggt er á upplýsingum úr krabbameinsskrám í hveiju landi fyrir sig á árunum 1970 til 1979. Norðurlöndunum var skipt í 72 ENGIN JOL AN MÖMMUSULTU! Það er ekki sama hvaða sultu þú berð á borð með jólamatnum. Þess vegna skaltu velja jólasultuna vandlega, þegar þú kaupir inn. Láttu ekki lélega sultu eyðileggja fyrir þér jólasteikina. Fáðu þér Mömmusultu - og nóg af henni! Mömmusulta er vægast sagt frábær bæði með hátíðamatnum, í baksturinn í pönnukökurnar eða beint á brauðsneiðina. Þú getur valið um Mömmu Rabarbarasultu, Mömmu Jarðarberjasultu - og svo má ekki gleyma hinu vinsæla Mömmu Appelsínumarmelaði. tl landssvæði og fundið meðalnýgengi krabbameina á fyrrgreindu tímabili. Með nýgengi er átt við fjölda skil- greindra tilfella á ári í skilgreindum hópi fólks miðað við 100.000 íbúa. íslandi var skipt í tvö svæði, Reykjavík og Reykjanes annarsveg- ar og aðra hluta landsins hinsvegar. Nýgengi krabbameina í heild með- al íslenskra karla var svipað og í Noregi og Svíþjóð en lægra en í Danmörku og Finnlandi. Nýgengi krabbameina hjá körlum utan Reylq'avíkur og Reykjaness var með því lægsta á Norðurlöndunum. Krabbamein hjá konum voru álíka algeng á íslandi og í Svíþjóð og Danmörku en aftur á móti var ný- gengi nokkru lægra í Noregi og mun lægra í Finnlandi. Nýgengið meðal kvenna í Reykjavík og Reykjanesi var með því hæsta á Norðurlöndun- um á fyrrgreindu tímabili. Auk magakrabbameins voru nokkur önnur krabbamein töluvert algengari hérlendis en á hinum Norðurlöndunum. Skjaldkirtil- skrabbamein, nýrnakrabbamein og heilaæxli hjá báðum kynjum voru algengust hér á landi og æxli upp- runnin í tengivef svo sem sinum og vöðvum. Þá er Hodkinssjúkdómur algengari meðal íslendinga en ann- ara Norðurlandabúa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.