Morgunblaðið - 16.12.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.12.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1988 49 Ingibjörg S. Sigurðar- dóttir - Minningarorð Fædd 12. febrúar 1897 Dáin 11. desember 1988 Hún amma mín er dáin. Mig langar til að minnast hennar með örfáum orðum. Hún hefði ekki viljað að haldnar væru um sig langar lof- ræður. En ég og aðrir eigum ekki eftir að njóta gestrisni hennar og rausnarskapar lengur. Hún var af þeirri kynslóð sem óðum er að hverfa til feðra sinna og mátti muna tímana tvenna. Það var þó með ólíkindum hve vel amma fylgd- ist með öllum atburðum í þjóðlífinu enda hlustaði hún alltaf vel á frétt- imar. Sjónin hafði daprast síðustu árin og gat hún því ekki lesið sér til gagns og gamans. En hún spurði líka frétta og vildi vita hvemig fólk hafði það. Ingibjörg Sumarlína Sigurðar- dóttir var dóttir hjónanna Sigurðar Sigurðssonar og Guðríðar Bjarna- dóttur. Hún fæddist hinn 12. febrú- ar árið 1897 í Akrakoti við Akranes og ólst upp í stómm hópi systkina. Þau em öll látin á undan henni. Hún hafði mjög gott samband við systur sínar meðan þær lifðu þó að þær byggju í Reykjavík en hún á Akranesi. Amma eignaðist tvo syni þá Guð- mund Óskar og Jósef og ól þá upp ein af miklum dugnaði. Hún þurfti oft að vinna hörðum höndum og oftast var það í alls konar fiskvinnu á Akranesi. Þar bjó hún öll sín full- orðinsár. Síðustu árin vildi hún helst ekki fara mikið að heiman vegna slæmrar sjónar. Þess vegna hafði hún þess mun meira gaman af því að fá gesti og var afar gestrisin. Ég naut þess frá því ég var smá- stelpa að fá koma til hennar og dvelja hjá henni öðm hvom um tíma. Amma stjanaði við mig eins og ömmum er lagið og vildi helst alltaf elda fyrir mig einhvern uppá- haldsmat. Það var helst að ég gæti launað henni dálætið með því að skreppa í sendiferðir líkt og litli langömmusonurinn Guðmundur Óskar hefur gert undanfarið. Amma var einnig mjög gjafmild og naut ég þess líka í ríkum mæli eins vildi umfram allt vera talin íslend- ingur. Britt er nú horfin sjónum okkar, komin inn í nýja veröld. Þar hafa fagnað henni vinir í varpa. Góðar óskir og kveðjur fylgja henni til nýju heimkynnanna. Við þökkum henni samfylgdina og góða og heila vináttu. Blessuð sé minning hennar. Systa og Día og svo margir aðrir. Alltaf var jafn spennandi að kíkja í jólapakkana ofan af Akranesi og var ég vön að geyma pakkann frá emmu þar til síðast, þegar ég var lítil. Amma var guðhrædd kona og kenndi mér ung að signa mig og fara með Faðir vorið. í minningu hennar læt ég eftirfarandi sálm fylgja hér með. Vertu Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Höndin þín, Drottinn hlífi mér, þá heims ég aðstoð missi, en nær sem þú mig hirtir hér, hönd þína ég glaður kyssi. Dauðans stríð af þín heilög hönd hjálpi mér vel að þreyja, meðtak þá faðir mína önd, mun ég svo glaður deyja. Minn Jesús, andlátsorðið þitt í mínu hjarta ég geymi, sé það líka síðast mitt, þá sofna ég burt úr heimi. (H. Pétursson.) Ég sendi hinum barnabörnunum og sonunum tveimur samúðarkveðj- ur og þá sérstaklega Guðmundi Óskari, sem alltaf lét sér mjög annt um móður sína. Blessuð sé minning Ingibjargar Sigurðardóttur. Harpa Jósefsdóttir Amin Krossar á leiði Smíða krossa áleiði. Upplýsingar í síma 73513. Britt Stemdors- son — Minningarorð Hinn 9. þ.m. lézt í Landakotsspít- ala í Reykjavík frú Britt Steindórs- son á 85. aldursári. Britt var komin af sterku, norsku bændakyni, fædd í Dalsaura í Sogni í Noregi 31. maí 1904. Foreldrar hennar voru hjónin Martinus Have- land, bóndi þar, og Ragnhildur Haveland, fædd Tveit. Britt átti 6 systkini, 2 eru látin, en á lífi eru 4 systur, þær Helga, Ingrid, Kari og Gudrun, allar búsettar í Noregi. Árið 1932 lagði Britt upp_ í lang- ferð. Ferðinni var heitið til íslands. Það hefur eflaust verið óvenjulegt um ungar, norskar stúlkur í þá daga. Réðst hún í vist í Reykjavík. Arið 1937 giftist Britt Steini K. Steindórssyni, sem lengst af var starfsmaður Sjúkrasamlags Reykjavíkur. Eftir 10 ára sambúð skildu leiðir þeirra. Britt flutti aftur út til Noregs og var við verzlunar- og skrifstofustörf, en Steinn kvænt- ist danskri konu, Ellen að nafni, og eignaðist með henni tvo syni, þá Sturlu og Stein Einar. Þetta síðara hjónaband Steins varð skammvinnt, því að Ellen tók ban- vænan sjúkdóm, sem dró hana til dauða í blóma lífsins. Nú voru góð ráð dýr. Steinn stóð einn uppi úti í Kaupmannahöfn með barnunga synina. Þá er það Britt, sem kemur til hans aftur og bjargar málunum, hjálpar honum að pakka saman og flytja heim til íslands. Það var mik- ið og fórnfúst starf, sem beið Britt, því að um þessar mundir hafði Steinn einnig fengið alvarlegan sjúkdóm, sem stöðugt ágerðist. Britt bjó manni sínum og fósturson- um fagurt heimili. Britt lagði alla tíð mikla rækt við heimili sitt og helgaði því alla sína starfskrafta. Allt bar vitni um næmt fegurðar- skyn hennar. Eftir lát manns henn- ar 1976 verður Britt nokkrum árum síðar og fyrir þeirri sáru sorg að missa annan fósturson sinn 26 ára að aldri. Þótt líf Britt hér á landi hafi ekki verið neinn dans á rósum, var hún alla tíð mikill íslandsvinur og Lokað í dag 16. desember vegna jarðarfarar PÉTURS STEFÁNSSONAR, framkvæmdastjóra. Lakkrísgerðin Krummi, Skeifunni 3F, Reykjavík. Lokað í dag 16. desember vegna jarðarfarar PÉTURS STEFÁNSSONAR, framkvæmdastjóra. Sælgætisgerðin Drift sf., Dalshrauni 10, Hafnarfirði. Kiötmiðstöðin Laugalæk 2 var, er og verður með jólamatinn fyrir þig Vcrð og gæði í fyrirrúmi. JOLASVINAKJOT Hamborgarhryggur.............kr. 878.- kg Læri - reykt m/beini.........kr. 644.- kg Hnakki - reyktur.............kr. 980.- kg Bógur - reyktur..............kr. 620.-kg Læri-nýtt....................kr. 522.-kg Hryggur-nýr..................kr. 973.-kg Bógur-nýr....................kr. 504.-kg 5 kg og meira NAUTAKJÖT Nautaroast beef.kr. 990.- kg Nautabógsteik..kr. 390.- kg Nautagrillsteik.kr. 390.-kg Nautahakk aðeins . kr. 350,- kg Kynningareldhúsið okkar er í fiillum gangi Við kynnum jólamatinn á hverjum degi til jóla. Jólahangikjöt frá: KEA Sambandinu Kjötmiðstöðinni Tilboðsverð á kjúklingum Opið: Föstudag frá kl. 7-20 Laugardag frá kl. 7-22 KJÖTMIÐSTðÐIN LAUGALÆK 2, SIMI 686511
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.