Morgunblaðið - 16.12.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.12.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1988 brother TÖLVUPRENTARAR Prentari fyrir heimilistölvuna. Hágæða nálaprentari. Allir Brother prentararnir eru með serial og paralleltengi. Laserprentari Prentari fyrir bókhaldstölvuna. VISA vildarkjör - Engin útborgun. Eitt mesta úrval af tölvuprenturum á landinu. SKIPHOLTI 9, © 622455 & 24255 Afmælisrit Bókmenntir Erlendur Jónsson INDRIÐABÓK. 234 bls. Sögu- steinn. Reykjavík, 1988. Bók þessi er gefin út vegna átt- ræðisafmælis Indriða Indriðasonar rithöfundar sem var snemma á þessu ári. Mest eru þetta þættir sem Indriði hefur sjálfur samið og birst hafa í blöðum og tímaritum á und- anfömum áratugum. Einnig er þama grein um Indriða eftir Andrés Kristjánsson. Indriði hóf ritstörf sem smásagnahöfundur og segir Andrés svo frá því: »Á heimkomu- ári frá Vesturheimi 1930 fór Indr- iði til Reykjavíkur í atvinnuleit. Meðan beðið var vinnu, ritaði hann sex smásögur á nokkmm dögum, fór með handritið í prentsmiðju og fékk það útgefíð undir nafninu Ör- lög það ár.« Skemmst er frá að segja að með / NOTIÐ TÆKIFÆRIÐ! KAPGSALAN BORGARTÚNI 22 SÍM! 23509 Næg bílastæði 3 Indríði Indriðason útkomu þessara sagna lagði Indriði skáldskapinn að mestu leyti á hill- una en hefur síðan sinnt fræðistörf- um, einkum ættfræði. Því hefur verið hljótt um nafn hans þar eð ættfræði er sjaldan í hávegum höfð í íjölmiðlum þótt áhugi á henni sé líkast til almennari en margur hyggur. Sama máli gegnir um félagsstörf Indriða; ekki hefur heldur verið lát- ið mikið með hann þeirra vegna. Þó hefur hann verið liðtækur á því sviðinu; reyndar unnið þar mikið starf og óeigingjarnt. Hann hefur t.d. lengi sinnt bindindismálum; svo og málefnum rithöfunda. En Indr- iðabók ber þess lítil merki. Fæstir þáttanna fjalla beinlínis um áhuga- mál hans. Þetta eru mest hugvekjur og manna minni. Meðal annars eru birtir þættir sem Indriði skrifaði fyrr á árum um vini sína og félaga í hópi rithöfunda, menn sem nú eru allir látnir: Guðmund G. Hagalín, Kristmann Guðmundsson og Jakob Thorarensen. Einnig er þama minn- ingargrein um Sigurjón Friðjóns- son, sýslunga Indriða. Allir em þættir þessir stuttir, enda færðir í letur vegna afmælis eða fráfalls og ekki ætlað að vera neins konar rit- skýring né úttekt á skáldskap við- komandi heldur aðeins kveðja eða þökk fyrir unnin störf og samfylgd á lífsleiðinni. Líka em þama ávörp sem Indriði hefur flutt á samkomum og fleira smálegt. Fremst í Indriðabók er birt tab- ula gratulatoria sem sýnir svo ekki verður um villst að margur hefur metið félags- og fræðistörf Indriða þó þau hafí mest verið unnin í kyrr- þey en hvorki til lofs né frægðar honum sjálfum. - VESTUR WSK RAFTÆKI VÖNDUÐ OG VARANICG E* EKKERT ELDHUS AN EMIDE ÓA SÍMI {91)24420 ^áuggshní, KAFFIVÉLAR 5 GERÐIR hradsuowauar JKAUO- VÖFFLUJARN dósahnJfarogbrýn, EGGJASJODARAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.