Morgunblaðið - 16.12.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.12.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1988 43 Fordómar og vanþekking blinda efhahagsumræðuna eftirBjarna Sigtryggsson Eitt sinn var sagt að sameiginleg greind mannkyns væri föst stærð, en því miður færi mannkyninu ört fjölgandi. Þessu lögmáli hefur síðan mátt beita á sitthvað í daglegu lífi, og oft verður mér hugsað til þess að því fleiri sem tjá sig opinberlega um efnahagsmál, þeim mun meiri ruglanda gæti í umræðunni. En þar sem sá réttur er heilagur og sem betur fer víðast hvar virtur að allir fái að tjá hug sinn opinber- lega, þá verðum við enn um sinn of oft að eltast við þá skyldu að leið- rétta það þegar pennavíkingar halla réttu máli. Einn þeirra sem lagt hefur lóð sín á vogarskál magnsins er sá Sigurður Þórðarson, stýrimaður, sem ritaði grein í Morgunblaðið þriðjudaginn 6. desember. Þar sem allar niðurstöð- ur í grein hans byggjast á ofur ein- földum misskilningi, tel ég rétt að leiðrétta hann. Rót hvaða vanda? Stýrimaðurinn segir nefnilega, þegar hann útskýrir rót efnahags- vandans (sem hann telur vera fjár- öflun og útþenslu ríkisins), að þar hafi mestu munað um matarskatt- inn annars vegar og hins vegar að upptaka virðisaukaskatts sé dýrt uppátæki og einungis gert til „að apa upp eftir tugmilljóna þjóðfélög- um“. Látum nú liggja milli hluta hvort sá vandi sé meiri sem hlotist hefur af því að halda hér uppi félagslegri velferð og dýrri byggðastefnu, eða hinn sem hlotist hefur af því að einkaneysla hefur farið úr böndun- um og spamaðartilraunir að nokkru leyti brugðist. En þegar röksnilling- ar semja síðan heillar síðu grein út frá álíka greindarlegum forsend- um og að ofan greinir verður ekki hjá því komist að leiðrétta að minnsta kosti forsendurnar. Les- endur geta þá sjálfir ráðið í niður- stöðurnar. Það virðist í fyrsta lagi hafa far- ið fram hjá höfundinum, að sölu- skattur á matvörur varð ekki til þess að hækkamatarútgjöld heimil- anna, því að á móti komu tollalækk- anir, lækkun og afnám vörugalds, niðurgreiðslur og hækkun fjöl- skyldubóta, sem samanlagt gerðu meira en vega upp söluskatts- hækkunina. Hugtakið „matarskatt- ur“ er því ekki til nema sem rang- túlkun. Réttlát breyting- og kostnaðarlítil Þessi skattbreyting varð hins vegar til þess að auðvelda inn- heimtu söluskatts hjá þeim verslun- um sem fram að því höfðu haft blandaða veltu söluskattsskyldrar og óskyldrar vöru. Þar með var ekki verið að skattleggja heimilin, heldur þá sem fram að þessu höfðu svikið undan söluskatti, og þar með haft fé af heimilunum, en öll þurfum við að greiða samneyslunni sitt. Þá er það ranghugmyndin um virðisaukaskattinn. Innheimta hans er ekki dýrari í framkvæmd en sölu- skattur. Það er hulin ráðgáta hvað- an stýrimaðurinn hefur fengið slíkar hugmyndir, en segir kannski meira um ágæti og áreiðanleik skrifa eins og þeirra sem hann ber á borð. Vegna þess að svo til allt bókhald í fyrirtækjum landsins er nú unnið í tölvum er fyrirhöfn við virðisaukaskatt engin umfram sölu- skatt. Þvert á móti auðveldar upp- Bjarni Sigtryggsson „Söluskattur á matvöru varð ekki til þess að hækka matarútgjöld heimilanna, því að á móti komu tollalækkanir, lækkun o g afhám vöru- gjalds, niðurgreiðslur og hækkun Qölskyldubóta, sem samanlagt gerðu meira en vega upp sölu- skattshækkunina.“ taka virðisaukaskatts allt innra eft- irlit í bókhaldi fyrirtækjanna og ekki síður möguíeika skattayfir- valda til að krossprófa greiðslur fyrirtækja. Með upptöku virðis- aukaskatts er þar að auki komið í veg fyrir margháttaða tvísköttun, og því kemur breytingin til dæmis útflutningsatvinnuvegunum þannig til góða. Þær breytingar á tekjuöflun ríkisins og skattauppgjöri, sem Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum fjár- málaráðherra, kom á og sú breyting sem verður að ári liðnu þegar virðis- aukaskattur kemur í stað sölu- skatts, miða allar að því að gera skattheimtuna réttlátari fyrir al- menning og skilvirkari fyrir sam- neysluna — um leið og þær og að búa íslenskt efnahagslíf undir nán- ara samband við hagkerfi viðskipta- ríkja okkar. Virðing fyrir tjáningarfrelsinu Verkefnin sem framundan eru hjá þjóðinni eru vandasöm og krefj- ast samstarfs stjórnvalda, hags- munasamtaka og alls almennings. Þess vegna er mikilvægt að þeir sem um efnahagsmál fjalla geri það af þekkingu og að minnsta kosti af skilningi, en komi ekki upp um vanþekkingu sína og fordóma, tján- ingarfrelsinu til vanvirðu. HöHwdur er upplýsingafulltrúi i fjármálaráðuneytinu. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar | fúndj? — mannfagnaðir | Matsveinafélag Islands - Aðalfundur Aðalfundur Matsveinafélags íslands verður haldinn í Goðheimum í Sigtúni 3 mánudaginn 19. desember k. 16.00. Aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin. húsnæði óskast Félagasamtök - traustar greiðslur Traust og góð félagasamtök í Reykjavík óska eftirtveimur 3ja-4ra herbergja íbúðum á leigu til eins árs. Leigjendur eru reglusamir íþrótta- menn. Upplýsingar í símum 623730 og 985-27858 á daginn og 621404 eftir kl. 19.00 á kvöldin. | ýmislegt \ Lóðaúthlutun Til úthlutunar eru 34 lóðir fyrir einbýlishús við Austurfold og Vesturfold og 14 lóðir fyr- ir raðhús við Fannafold á svæði, sem nefnt er Fagrabrekka, norðan Foldahverfis í Grafar- vogi. Gert er ráð fyrir að lóðirnar verði bygg- ingarhaefar sumarið 1989. Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, sími 18000. Þar fást einnig afhent umsóknar- eyðublöð og skipulagsskilmálar. Tekið verður við lóðarumsóknum frá og með 19. desember 1988 á skrifstofu borgarverk- fræðings. Athygli er vakin á því að end- urnýja þarf eldri lóðarumsóknir. Borgarstjórinn í Reykjavík. Kvóti Óskum eftir að kaupa þorskkvóta fyrir togar- ana okkar Arnar og Örvar. Upplýsingar í símum 95-4690, 95-4620 og 95-4761. Skagstrendmgur hf., Jóladansleikur Jólaknall félaga ungra sjálfstaeðismanna á höfuðborgarsvæðinu verð- ur haldið laugardagskvöldið 17. desember. Staður: Vetrarbrautin 3. hæð í Þórscafé. Húsið opnað kl. 22.00. Skemmtiatriði og lóttar veitingar. Dansað fram eftir nóttu. Leynigestur og undarlegar uppákomur. Ætlunin er að þetta verði eftirminnilegasta ball ársins. Mætum öll. Stjórnirnar Peysur frá 990,- . Barnaúlpur frá l .000,- Skíóasamfestingar l .800,- 5.400,- Gallabuxur frá 890,- Kuldajakkar (loðfóðr.) 1.900,- Jafnt á börn sem fulloróna og unglinga Opið: Virkadaga 12-19 17. des. 10-22 23. des. 10-? íþróttavörur Sængur, koddar, sængurverasett Gjafavörur í úrvali Postulín Matar- og kaffistell f. 8 manns kr. 3.900,- Pottasett kr. 3.500,- Snyrtivörur — Skartgripir Kerti 10 í pk. kr. 99,- Stór sprittkerti 4 í pk. 79,- Lítil sprittkerti 10 í pk. 49,- Jólatrésseríur frá kr. 290,- Gervijólatré frá kr. 736,- Jólapappír Merkimiðar Pakkabönd. Kertastjakar Jólavörur í úrvali Skreytingarefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.