Morgunblaðið - 16.12.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.12.1988, Blaðsíða 37
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1988 I JK*1T01 Útgefandi tnfltfftfeffe Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson, Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúarritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Auglýsingastjóri BaldvinJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Skattahækkanir Mesta vandamálið í ríkis- fjármálum er sú staðreynd, að hverri ríkisstjóm á fætur annarri virðist ókleift að ganga til þess verks að skera niður útgjöld hins opinbera. Arum saman hefur það legið ljóst fyr- ir, að óhjákvæmilegt væri að takast á við vanda ríkisfjármála með umtalsverðum niðurskurði. Hver fjármálaráðherrann á fæt- ur öðrum gefst upp við þetta verkefni. Núverandi ríkisstjóm og núverandi fjármálaráðherra em engin undantekning. Þótt samdráttur í efnahagslífi blasi við og minnkandi tekjur skatt- greiðenda, sér ríkisstjómin ekki aðra leið en þá að hækka skatta. Þessi kækur er að verða þjóðinni býsna þungbær. Hvað veldur því, að allir stjómmálaflokkar gefast upp við að taka á ríkisfjármálum með niðurskurði? Er ástæðan sú, að alþingismenn líta ekki á sig, sem umboðsmenn skattgreiðenda, og hafa þar af leiðandi ekki það megin markmið í huga að halda útgjöldum í skefjum, heldur líti þeir á það sem sitt hlutverk að tryggja fjárframlögtil kjördæma sinna? Hver sem ástæðan er, verður niðurstaðan jafnan sú, að skattgreiðendum er gert að borga meira. í fyrradag var lagt fram fram- varp til nýrra fjárlaga í Dan- mörku. Þar er gert ráð fyrir samdrætti í ríkisútgjöldum, sem nemur 67 milljörðum íslenzkra króna og kemur sá niðurskurður aðallega fram í heilbrigðismálum og félagsmálum. Slík fjárlaga- framvörp era ekki lögð fram á Islandi. Hér hefur engin raun- veraleg tilraun verið gerð áram saman til þess að hemja ríkisút- gjöld. Niðurstaðan er sú að skattar hækka stöðugt. í framvarpi því til skatta- hækkunar, sem núverandi ríkis- stjóm hefur lagt fram á Al- þingi, er m.a. lagt til að herða mjög að fyrirtækjum og hækka skatta á þeim. Hvaða vit er í svona aðgerðum á þessum tímum? Nær daglega berast fréttir um gjaldþrot fyrirtækja. Vitað er, að önnur fyrirtæki eru komin í vandræði vegna þessara gjaldþrota. Það era alltaf ein- hveijir sem tapa á gjaldþrotum. Sjávarútvegurinn í heild sinni er örmagna og verulegur hluti af eigin fé þeirra fyrirtækja hefur étist upp á þessu ári. Menn sjá fram á umtalsvert atvinnuleysi á næsta ári, þótt það sé ekki skollið á enn. Við slíkar aðstæður er auðvit- að fráleitt að herða enn að at- vinnufyrirtækjum með nýjum skattaálögum. Það era ekki mörg ár síðan fyrirtækjasköttum var breytt á þann veg, að eitt- hvert vit komst í þá. Nú á að stíga skref til baka. Að mati sérfróðra manna verða þau fyrir- tæki verst úti, sem bezt hafa verið rekin. Auðvitað era einhver atriði í skattlagningu fyrirtækja, sem sjálfsagt er að lagfæra. I viðskiptablaði Morgunblaðsins sagði t.d. í gær: „Endurskoðend- ur, sem Morgunblaðið ræddi við, vora sammála um, að þau ákvæði tillagnanna, sem lytu að skerðingu á frádrætti vegna einkaneyzlu eigenda fyrirtækja, væra í takt við breytingar á skattkerfum í nágrannalöndum okkar.“ En meginlínan í þessum skattkerfísbreytingum er sú, að draga úr þeim umbótum í skatta» málum fyrirtækja, sem komið var á fyrir nokkram áram. A sl. áratug hafa orðið miklar umbætur í skattamálum og §ár- málum. Þótt margt sé ógert hef- ur þó ótrúlega margt verið gert til þess að skapa íslenzkum at- vinnurekstri svipuð starfsskil- yrði og tíðkast í nágrannalönd- um. Þetta skiptir auðvitað vera- legu máli vegna þess, að íslenzk fyrirtæki geta ekki keppt við fyrirtæki í öðram löndum, hvorki á mörkuðum þar eða hér, ef þau njóta ekki áþekkra réttinda. Það er því skemmdarstarfsemi af versta tagi, ef nú á að afnema þessar umbætur eða draga úr þeim. Staðgreiðslukerfi skatta býð- ur upp á einfalda aðferð stjóm- valda til þess að hækka eða lækka skatta á einstaklinga. Nú leggur fjármálaráðherra til að hækka skattaprósentuna. Það liggur í augum uppi, að íjármála- ráðherra getur beitt skatta- hækkun af þessu tagi m.a. til þess að slá á ofþenslu í efnahag- skerfínu, þegar fólk hefur svo mikla peninga handa á milli, að það veldur of mikilli eftirspum. En nú er engu slíku til að dreifa. Við stefnum inn í samdráttar- skeið. Tekjur fólks minnka, yfír- vinna minnkar, minna er um atvinnu. Kjaraskerðing blasir við. Á tímum sem þessum á ein- mitt ekki að beita hækkun tekju- skatts í efnahagsmálum. Enda er ástæðan fyrir tekju- skattshækkun á einstaklinga og fyrirtæki nú sú, að ríkisstjóm og Alþingi hafa gefízt upp við að ráða við ríkisútgjöldin. Al- menningur hlýtur að gera kröfu til þess með vaxandi þunga, að þingmenn sinni skyldum sínum, sem umboðsmenn skattgreið- enda og taki til hendi við að ráðast að þeirri ofþenslu, sem orðið hefur í ríkisútgjöldum. Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra: Húsbréfakerfi verði samþykkt á þessu þingi Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, segist stefiia að þvi að leggja frumvarp um breytingar á húsnæðislánakerfínu fram á Alþingi eftir jólaleyfi þingmanna og telur útilokað annað en að það verði sam- þykkt á þessu þingi. Jóhanna segist vera sammála áliti meirihluta nefiid- ar um húsnæðislánakerfið, en þar er lagt til að stofiiuð verði sérstök húsbréfadeild við Byggingarsjóð ríkisins, sem starfræki skuldabréfavið- skipti, eða svokallað húsbréfakerfí, samhliða gildandi húsnæðislána- kerfi. Fulltrúi Framsóknarfiokks og forseti ASÍ skiluðu séráliti í nefiid- inni þar sem húsbréfum er hafiiað. Biðtími eftir láni frá Húsnæðisstofii- un verður á næsta ári um 36 mánuðir, en um 8.000 óafgreiddar umsókn- ir liggja nú hjá stofnuninni og myndi kosta 23 milljarða króna að af- greiða þær, að sögn félagsmálaráðherra. lagi telja þau húsbréfakerfið einfald- ara kerfi, þar sem lánsafgreiðsla er Jóhanna kynnti skýrslu nefndarinnar á ríkisstjómarfundi í gærmorgun og var þar ákveðið að skipa þriggja manna ráðherranefnd til að leita samstöðu um leiðir til að bæta hús- næðislánakerfíð. í henni eiga sæti Jóhanna og Guðmundur Bjamason, heilbrigðismálaráðherra, en Alþýðu- bandalagið á eftir að tilnefna sinn ráðherra. Einfaldara kerfi og minni miðstýring Álitsgerð meirihluta nefndarinnar er undirrituð af Kjartani Jóhanns- sjmi, Júlíusi Sólnes, Kristínu Ást- gíirsdóttur, Maríu E. Ingvadóttur, lafi Davíðssyni og Steingrími J. Sigfússyni. Þau leggja til að stofnuð verði sérsök deild við Byggingarsjóð ríkisins sem annist húsbréfakerfi. Tilganginn með þvl segja þau fjór- þættan. í fyrsta lagi er stuðlað að aukinni „innri flármögnun fasteigna- viðskipta", í öðru lagi er dregið úr miðstýringu sem verið hefur í hús- næðislánamálum, í þriðja lagi myndi aukið jafnvægi skapast í húsnæði- skerfinu, þar sem framboð og eftir- spum á húsbréfum hefðu áhrif á gengi þeirra og vexti, og í fjórða tengd fasteignaviðskiptum. I húsbréfakerfi felst að í stað beinna lána frá Byggingarsjóði ríkis- ins kaupir húsbréfadeildin fasteigna- veðbréf, sem gefín em út við fast- eignaviðskipti með veði í viðkomandi eign. Sjóðurinn borgar þessi fast- eignaveðbréf aftur með svokölluðum húsbréfum, sem eru ríkistryggð og markaðshæf. Byggingarsjóður og Seðlabankinn tryggja að þessi hús- bréf séu alltaf seljanleg. Húsbréfa- deildin kaupir húsbréf að hámarki 65% af mati viðkomandi eignar og tekur auk þess tillit til greiðslugetu útgefenda fasteignaveðbréfsins. Niðurgreiðslu á vöxtum verði hætt Meirihluti nefndarinnar leggur til að vextir á útlánum Byggingarsjóðs- ins verði ekki niðurgreiddir eins og nú er, heldur færðir að markaðsvöxt- um til að tryggja jafnstöðu húsbréfa- kerfisins og almenna lánakerfisins. Minnihlutinn er sammála þessu, en einstakir nefndarmenn gera þó fyrir- vara við þetta sjónarmið. Í stað húsnæðisbóta eiga að koma svonefndar vaxtabætur. Þetta á að tryggja að niðurgreiðsla hins opin- bera skili sér til hópa sem mest þurfa hennar við. Vaxtabætur eiga að skerðast eftir hækkandi tekjum og eignum umfram ákveðin mörk. Mis- munandi þak verður sett á vaxtabæ- tumar eftir því hvort í hlut eiga ein- stakljngar, hjón eða einstæðir for- eldrar. Meirihlutinn leggur til að breyt- ingar verði gerðar á útlánareglum Byggingarsjóðs, sem taki mið af sjónarmiðum Ásmundar Stefánsson- ar. Þannig verði lán til einstæðra foreldra jafnt og til hjóna, en lán til einstaklinga 67% af láni til hjóna. Heimilt verði að skerða lán eða breyta lánskjörum þeirra sem eiga eignir sem samsvara fullnægjandi íbúðarhúsnæði. Sérálit Ásmundar og fulltrúa Framsóknar Ásmundur Stefánsson, forseti Al- þýðusambands íslands, og Guð- mundur G. Guðmundsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni ski- luðu séráliti. Þeir eru andvígir því að breyta núverandi húsnæðislána- kerfi í aðalatriðum, en leggja til ýmsar breytingar til að stytta biðtíma eftir lánum og ná jafnvægi. Þeir leggja til að framlag ríkissjóðs verði aukið, þannig að það verði það sama að raungildi og það var 1985 og '86. Þetta þýði um tvo milljarða króna í viðbótarframlög fyrir árin 1987 og ’88. Tveggja milljarða króna verði aflað á hveiju ári næstu árin með þvi að Húsnæðisstofnun fái heimild til skuldabréfaútboðs. Þá vilja þeir að endurgreiðsla lána verði tekju- tengd og aukagreiðsla nemi 3,5% af tekjum umfram skattleysismörk. „Gæti verið framtíðarlausn,“ segir Jóhanna Jóhanna Sigurðardóttir sagði að Ásmundur og Guðmundur teldu að biðtíminn eftir lánum gæti minnkað niður í tvö ár samkvæmt tillögum þeirra, en hún teldi það ekki viðun- andi árangur. Ekki væri heldur sjá- anlegt að við aðstæður eins og nú væri hægft að veita nokkrum milljörð- um króna inn í núverandi kerfi til að stytta eða eyða biðröðinni eftir lánum. Hún tók undir með Kjartani Jóhannssyni að niðurgreiðsla á vöxt- um hefði búið til óeðlilega langa bið- röð eftir lánum, en húsbréfakerfið samhliða núverandi kerfi gæti stytt þessa biðröð verulega. „Hér gæti verið um framtíðarlausn á húsnæði- skerfinu að ræða,“ sagði Jóhanna. Yngvi Öm Kristinsson, hagfræð- ingur, sagði að veltan í húsnæðis- kerfinu á þessu ári væri um 16 millj- arðar króna. Af því gætu um 9-10 milljarðar farið í gegn um húsbréfa- kerfið, en það yrði mun minna í reynd, að minnsta kosti til að byija með, eða kannski um 1-2 milljarðar. Sérstöku vörugjaldi á gos og sælgæti mótmælt: Beinist gegn nokkrum framleiðslu- fyrirtækjum og starfsfólki þeirra - sagði Kristinn Björnsson forstjóri Nóa-Síríuss á fundi starfsfólks fyrirtækjanna Um 600 manns sóttu fund fyrirtækja í sælgætis-, drykkjarvöru-, og kexiðnaði, starfsfólk og stjórnendur. Fundurinn samþykkti harðorða ályktun þar sem skorað er á Alþingismenn og -konur að fella frum- varp um sérstakt vörugjald á framleiðsluvörur fyrirtækjanna. „ÞESSU sérstaka vörugjaldi sem nú er fyrirhugað að leggja á og nemi 25% er fyrst og fremst stefht gegn nokkrum einstökum íslensk- um framleiðslufyrirtækjum og star&fólkinu sem vinnur i þeim.“ Þannig mælti Kristinn Björnsson forstjóri Nóa Síríuss á sameigin- legum fundi starfsfólks og fyrir- tækja í sælgætis-, drykkjarvöru- og kexiðnaði, sem haldinn var í Bíóborginni i gær. Um 600 starfs- menn fyrirtækjanna sóttu fiind- inn. Samþykkt var áskorun á Al- þingismenn um að þeir felli frum- varp um þetta sérstaka vörugjald. Kristinn sagði engin rök vera færð fyrir þessu vörugjaldi, nema að sykurmagn í þessum vörum væri mikið og þær þvi óhollar. Hann spurði hvers vegna ekki ætti að leggja það á allan sykur og allar sætar vörur eins og kök- ur, brauð, jógúrt og kókómjólk. Guðmundur Þ. Jónsson formaður Iðju var fundarstjóri. f ávarpi í fund- arbyijun lýsti hann áhyggjum af at- vinnuástandinu. Hann sagði að fyrr á árinu hefðu að jafnaði verið fímm til átta manns á atvinnuleysisskrá hjá Iðju. Það hefði verið fólk sem ekki var lengi í senn á skránni. Nú væru tugir manna á atvinnuleysis- skrá og fleiri tugir sem ynnu á upp- sagnarfresti. Kristinn Bjömsson flutti framsögu og sagði stjómmálamenn gera upp á milli atvinugreina. „Þannig er það óumdeilanlega fínast að vinna við landbúnað og sjávarútveg en mun sfðra að vinna við iðnað," sagði Krist- inn. Hann sagði engin rök vera færð fyrir því að leggja hið sérstaka vöru- gjald á, en nefnt væri að vöruraar væru óhollar, einkum vegna mikils sykurs í þeim. Hann nefndi aðrar framleiðslu- greinar sem nota umtalsverðan sykur í vömr sínar. „Ég nefni sem dæmi bakarí og bakarísvörur. Mörg þess- ara bakaría eru í dag hinar glæsile- gustu verksmiðjur og framleiða lost- ætar kökur og sælgæti. Takið eftir því, sælgæti. Enda auglýsa fyrirtæk- in það hispurslaust að þau bjóði til sölu sælgæti. Allt er þetta án vöm- gjalda. Mjólkurvömr ýmiss konar. Gera menn sér grein fyrir hvað mik- ið er af sykri í kakómjólk, eða jógúrt- dós? Ótrúlega mikill. Allt án vöm- gjalda. Kannski em sumar slíkar vömr niðurgreiddar, hver veit.“ Kristinn sagði að vörugjaldið muni hækka vömverðið um 11% ti! 12%, ef það verður lagt á og að þá verði íslensk framleiðsla ekki lengur sam- keppnishæf við inrifluttar vömr og það geti ekki þýtt annað en sam- drátt f rekstri framleiðslufyrirtækj- anna. Lýður Friðjónsson framkvæmda- stjóri VífilfeUs rakti f ræðu sinni fyrri samdráttartímabil í þessum fram- leiðslugreinum. Hann sagði þau hafa ýmist verið af utanaðkomandi orsök- um, það er almennum samdrætti í þjóðfélaginu, eða vegna sérstakra gjalda á framleiðsluvömmar. Hann nefndi dæmi frá 1981 þegar sérstakt vömgjald var lagt á þessar vömr, þá hafi orðið mikill samdráttur og fyöldi fólks misst vinnu sína af þeim sökum. „Það em 700 til 800 manns sem eiga lífsafkomu sína undir þess- um iðngreinum." Hann sagði ríkis- valdið nú þegar taka til sín milli 30 og 40% af söluverði varanna og væri ekki á bætandi. Hann sagði að hækkun vömgjaldsins hefði einnig víðtækari áhrif, þar á meðal á al- mennt verðlag og vísitölur. Til dæm- is mundi tveggja milljóna króna hús- næðislán hækka um 30 þúsund krón- ur vegna þessa gjalds eins. Hann hvatti að lokum fundarmenn til að samþykkja kröftug mótmæli við fyr- irhuguðu vömgjaldi. í fundarlok var samþykkt áskomn til Alþingismanna og -kvenna frá starfsfólki þeirra 14 fyrirtækja sem hlut eiga að máli, um að fella fmm- varpið um vömgjaldið. Þar segir meðal annars: „Samkvæmt A hluta þessa fmmvarps skal greiða 25% vömgjald af framleiðsluvömm ofan- greindra fyrirtækja f stað 14% áður. Þetta fmmvarp er sett fram án rök- stuðnings. Þó virðist liggja ljóst fyrir að helsta von fjármálaráðherra til að fá þennan hluta fmmvarpsins samþykktan, sé að það verði gert vegna hollustu- og manneldissjónar- miða. Fundurinn vísar þeim sjónarmið- um á bug og lýsir yfir furðu sinni á slíkri skinhelgi. Ofangreindar iðn- greinar nota nú aðeins um 25%-30% af innfluttum sykri. Em þá ótaldir fíölmargir vömflokkar sem fluttir em til landsins með miklu sykurinni- haldi án þess að vömgjald sé á þá lagt." Þá er minnt á að mismunun á milli fyrirtækja felist í fmmvarpinu og störfum 700 til 800 manna sé stefnt í hættu. „Ljóst er að verði frumvarp þeta að lögum er atvinnu þessa fólks stefnt í vemlega hættu," segir þar. Áskomn fundarins verður send öllum Alþingismönnum. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1988 37 AF INNLENDUM VETTVANGI eftir GUÐMUND SV. HERMANNSSON Ruglingslegar umræð- ur um bráðabirgðalög UMRÆÐUR á Alþingi, um bráðabirgðalög ríkisstjórna Þor- steins Pálssonar og Steingríms Hermannssonar, hafa verið talsvert ruglingslegar síðustu daga. Þetta er að vonum, þar sem einn flokkur ríkisstjórnarinnar er að fjalla um Iög sem hann var andsnúinn þegar þau var sett, og einnig er einn stjórnarandstöðuflokkur að Qalla um lög sem hann hafði for- ustu um að yrðu sett. Að auki bætti forsætisráðherra kryddi í blönduna með því að fallast á breytingartillögu firá stjórnar- andstöðunni, sem síðan er haldið fram að sé merkingarlaus. Hér á eftir verður ferill þessara bráðabirgðalaga rakinn, til að freista þess að bregða Ijósi á atburðarásina. Ríkisstjóm Þorsteins Pálsson- ar, sem að stóðu Sjálfstæðisflokk- ur, Alþýðuflokkur og Framsókn- arflokkur, setti bráðabirgðalög 20. maí sl. um aðgerðir í efna- hagsmálum, til að tryggja að gengisbreyting krónunnar bæri tilætlaðan árangur, eins og það var orðað. Samkvæmt þeim voru allir kjarasamningar framlengdir til 10. apríl á næsta ári, eins og flestir nýgerðir samningar gerðu þá ráð fyrir. Þó renna kjarasamn- ingar stórra hópa, eins og ríkis- starfsmanna, út um áramótin. Einnig var með þessu komið í veg fyrir að þeir hópar sem ekki höfðu þegar samið, gætu gert samninga um meiri launahækkanir en voru í öðrum samningum, og þannig haft áhrif á launaþróunina. í lögunum voru ákveðnar lág- marks launahækkanir þann 1. september um 2,5%, 1. desember um 1,5% og 1. mars 1989 um 1,25%, eins og til dæmis kjara- samningar Verkamannsambands íslands gerðu ráð fyrir. Hins veg- ar voru kjarasamningar, sem gerðu ráð fyrir meiri launahækk- unum en kveðið var á um í lögun- um, ekki felldir úr gildi. . Sú grein laganna sem mesta andstöðu vakti var sú fjórða, sem er svohljóðandi: „Með þeim breytingum á kaup- gjaldákvæðum kjarasamninga sem kveðið er á um í lögum þess- um, framlengjast allir gildandi og síðast gildandi kjarasamning- ar til 10. aprfl 1989. Verkbönn, verkföll, þar með taldar samúðarvinnustöðvanir, eða aðrar aðgerðir sem ætlað er að knýja fram aðra skipun kjara- mála en lög þessi mæla fyrir um eru óheimilar." Alþýðusamband íslands mót- mælti strax þessari grein lag- anna, á þeirri forsendu að hún væri ósvífín árás á samningsrétt verkalýðsfélaganna. Send var kæra til Alþjóðavinnumálstofnun- arinnar, þar sem talið var að með bráðabirgðalögunum væri verið að afnema réttinn til ftjálsrar samningsgerðar á sviði kjara- mála. Jafnframt hefðu verið ógilt ákvæði í gildandi kjarasamning- um' um endurskoðun launaliða, ef verðlag færi úr böndunum og ef aðrir hópar hækkuðu í launum umfram þá kjarasamninga sem þegar höfðu verið gerðir. Ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar setti aftur bráðabirgðalög 26. ágúst, þar sem launahækkunum og búvöruverðhækkunum, sem áttu að taka gildi 1. september samkvæmt fyrri bráðabirgðalög- unum var frestað, og jafnframt var sett á verðstöðvun út septem- ber. Var ríkisstjómin með þessu að vinna sér tíma til að undirbúa efnahagsaðgerðir en þegar til kom náði hún ekki um þær sam- komulagi og fór frá. Ríkisstjóm Steingríms Her- mannssonar tók við í september- lok, en að henni standa Fram- sóknarflokkur, Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur. í stjómar- myndunarviðræðunum var eitt lykilatriðið að sett yrði á verð- stöðvun fram á næsta ár, og einn- ig að laun yrðu fryst. Tekist var á um hvað lengi launafrystingin ætti að standa, og varð niðurstað- an 15. febrúar. Ný bráðabirgðalög sett í september Sett voru ný bráðabirgðalög 27. sepbember. Þessi lög voru í mörgum köflum, þar á meðal um Atvinnutryggingasjóð útflutn- ingsgreinanna, en einn kafli þeirra fíallaði um breytingar á bráðabirgðalögunum frá 20. maí. Þar var frysting kjarasamninga færð fram til 15. febrúar, og ákvæði um launahækkanir breytt þannig að aðeins kom ein hækk- un, 1,25%, þann 1. febrúar í stað launahækkana í september, des- ember og mars. Hinni umdeildu 4. grein bráða- birgðalaganna var breytt í sam- ræmi við þetta, og hljóðaði þá svo: „Með þeim breytingum á kaup- gjaldsákvæðum kjarasamninga, sem kveðið er á um í lögum þess- um, framlengjast allir gildandi og síðast gildandi kjarasamning- ar til 15. febrúar 1989. Heimilt skal að segja upp kjarasamning- um frá 15. febrúar 1989 með þeim uppsagnarfresti sem um þá gildir. Verkbönn, verkföll, þar með taldar samúðarvinnustöðvanir, eða aðrar aðgerðir sem ætlað er að knýja fram aðra skipan kjara- mála en lög þessi mæla fyrir um, era óheimilar." Þegar Alþingi kom saman í október lagði ríkisstjómin fram staðfestingarfrumvarp vegna beggja þessara bráðabirgðalaga, þótt þau fyrri hefðu verið sett í tíð fyrri ríkisstjómar. Framvörpin voru fyrst lögð fram í efri deild, þar sem ríkisstjómin hafði meiri- hluta, 11 á móti 10. Nokkrar breytingatillögur komu fram við frumvörpin, en Sjálfstæðisflokkurinn stóð ekki að neinum breytingatillögum við bráðabirgðalögin sem flokkurinn átti þátt í að setja 20. maí, þrátt fyrir síðari breytingar. En frá hinum stjómarandstöðuflokkun- um, Borgaraflokki og Kvenna- lista, komu fram nokkrar breyt- ingatillögur, m.a. við 4. greinina. Flokkamir lögðu þar báðir til, að í fyrri málsgreinin hljóðaði svo: „Með þeim breytingum á kaup- gjaldsákvæðum kjarasamninga, sem kveðið er á um í lögum þess- um, framlengjast allir gildandi, og síðast gildandi kjarasamning- ar fram til gildistöku þessara laga. Frá því er lög þessi taka gildi er heimilt að segja upp kjara- samningum með þeim uppsagnar- fresti sem um þá gildir." Borgara- flokkurinn lagði síðan til að seinni málsgreinin félli brott. Þetta þýð- ir m.ö.o. að um leið og bráða- birgðalögin hljóti staðfestingu Alþingis, sé þeim félögum sem þá eiga lausa kjarasamninga fijálst að semja. í umræðum um bráðabigðalög- in í efri deild, sl. þriðjudag, lýsti Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra því yfir, að ríkis- stjómin hefði fjallað um breyting- artillögu varðandi 4. grein lag- anna frá 20. maí. „í viðræðum við fulltrúa laun- þega og athugun á stöðu atvinn- ulífsins upp á síðkastið, hefur sú hugmynd komið fram að rétt væri að fella niður 2. málsgrein 4. greinar frumvarpsins, þ.e. að endurreisa rétt til samninga frá t.d. næstu áramótum. Þetta var rætt í ríkisstjóminni í morgun og menn á einu máli um að þetta bæri að gera. Hins vegar liggja þegar fyrir breytingartillögur við þessa grein frá stjómarandstöð- unni og ég sé því ekki ástæðu til að vera að flytja enn aðra breyt- ingartillögu, en taldi rétt að láta það koma fram hér þegar, að ríkisstjómin telur skynsamlegast að fella niður 2. málsgrein 4. greinar framvarpsins." sagði Steingrímur á Alþingi. Steingrímur skýrði þessa af- stöðu síðar, m.a. með því að verkalýðshreyfingin hefði sakað stjómvöld um mannréttindabrot, með því að afnema verkfallsrétt- inn tímabundið, og í viðtali á Stöð 2 síðar um kvöldið kom í ljós, að Steingrímur lagði þann skilning í þessa breytingartillögu að verkalýðsfélögum, með lausa samninga fyrir 15. febrúar, væri ftjálst að ganga til samninga, og þess vegna notast við verkföll til að knýja þá fram, en þeir samn- ingar tækju ekki gildi fyrr en eftir 15. febrúar. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ, benti hins vegar á, að sam- kvæmt vinnulögum væri óheimilt að fara í verkföll meðan samning- ar væru í gildi, og á meðan fyrri málsgrein 4. greinar væri í gildi, væra allir samningar í gildi, að minnsta kosti til 15. febrúar, og þar með mætti hvort eð væri ekki fara í verkföll fyrir þann tíma. í umræðum á Alþingi sl. mið- vikudag kom fram hjá Halldóri Blöndal þingmanni Sjálfstæðis- flokksins, að seinni málsgrein 4. greinar bráðabirgðalagannahefði eingöngu verið sett til frekari áréttingar á fyrri málsgreinininni en engu breytti um efni þeirra þótt hún félli brott. Á þingflokksfundi á miðviku- dagskvöld ákvað Sjálfstæðis- flokkurinn síðan að styðja breyt- ingartillögur Borgaraflokks og Kvennalista við 4. grein stað- festingarfrumvarpsins, þótt flokkurinn væri þar með í raun, að greiða atkvæði gegn lögum sem hann stóð að því að setja. Einnig var ákveðið að greiða at- kvæði gegn staðfestingarfram- varpinu í heild. Frumvarpið var síðan staðfest í efri deild, með 11 atkvæðum stjómarþingmanna, en 10 stjóm- arandstæðingar voru á móti. Allir viðstaddir þingmenn greiddu at- kvæði með tillögunni um að fella seinni málsgrein 4. greinar frum- varpins niður, en breytingartillag- an við fyrri málsgreinina var felld með atkvæðum stjórnarliða. Breyttar forsendur og nauðsynlegt að eyða óvissu Þegar Morgunblaðið spurði Þorsteinn Pálsson formaður Sjálf- stæðisflokksins hvort það væri eðlilegt að flokkurinn stæði á þennan hátt gegn lögum sem hann hefði sjálfur sett, sagði hann að forsætisráðherra og ríkis- stjómin hefði staðið þannig að málum varðandi frumvarpið, að komið hefði upp veraleg óvissa, og henni hefði ekki verið hægt að eyða, með öðra móti en taka þessa afstöðu. Og fyrst stjómar- flokkamir hefðu ekki getað fallist á hana í efri deild væri sú óvissa enn ríkjandi í neðri deild. „Önnur ástæða fyrir þessari afstöðu er sú, að aðstæður era allar breyttar. Þetta ákvæði var sett sem þáttur af hliðarráðstöf- unum með gengisbreytingu í þágu sjávarútvegsins og útflut- ingsiðnaðarins. Nú hefur þessi ríkisstjóm lýst því yfir, gagn- stætt því sem var stefna fyrri stjómar, að hún ætli ekki að gera neinar ráðstafanir til að bæta stöðu þessara greina, og alls ekki að breyta gengi, og þess vegna eru ekki sömu forsendur fyrir hliðarráðstöfunum og þegar lögin voru sett. Þessar tvær ástæður liggja til grundvallar okkar af- stöðu nú,“ sagði Þorsteinn Páls- son. Staðfestingarfrumvörpin um bráðabirgðalögin fara nú til neðri deildar, þar sem stjóm og stjóm- arandstaða hafa jafnmarga þing- menn, eða 21 hvor. Framvörpin falla á jöfnum atkvæðum og hef- ur Steingrímur Hermannsson lýst því yfir, að stjómin muni segja af sér ef það gerist. Fulltrúar stjómarandstöðunnar segja það liggja í augum uppi, að stjómin verði að ganga til móts við sjónar- mið stjómarandstæðinga um samningsréttinn, sem tekist var á um í efri deild, vilji hún ekki eiga það á hættu að frumvarpið falli. Stjómarandstaðan hefur einn- ig sameinast um breytingartillögu við bráðabirgðalögin frá 27. sept- ember, um Atvinnutryggingasjóð, þar sem gert er ráð fyrir að hann verði deild í Byggðastofnun en ekki sjálfstæður sjóður. Fulltrúar stjómarandstöðunnar telur einnig að ríkisstjómin verði að fallast á þessa breytingu, ætli hún að koma í veg fyrir að stjómarand- staðan greiði atkvæði gegn frum- varpinu í heild og felli þannig stjómina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.