Morgunblaðið - 16.12.1988, Side 50

Morgunblaðið - 16.12.1988, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1988 Bara Valgeir Guðjónsson Valgeir GuAjónsson á sér að baki langa sögu í íslenskri popp- tónlist, þá lengst af sem meölim- ? ur Stuðmanna. Hann hefur þó líka farið sínar eigin leiðir, sent frá sér eina sólóplötu og aðra sem hann vann í samvinnu við Sigurð Bjólu. Nú hefur Valgeir stigið skrefið til fulls og sent frá sér sólóplötu með frumsömdum lög- um og textum. Platan, sem ber heitið Góðir islendingar, kom út 1. des og útgáfutónleikar voru 4. desember í íslensku óperunni með aðstoð hljómsveitarinnar Aukins þrýstings. Stuttu eftir óperutónleikana tók I- Rokksíðan hús á Valgeiri vestur í bæ og ræddi þar við hann um hið nýja hlutverk hans, Góða íslend- inga og tónlistina almennt. Tókust tónleikarnir vel að þínu mati? Já, ég er mjö sáttur við þá. Það er alltaf kvíða og angistarblandin eftirvænting sem fylgir því að fara upp á svið með nýtt efni og nýja hljómsveit, en hljómsveitin var mjög góð og áheyrendur voru vel með á nótunum. Þetta er í fyrsta skipti sem ég held tónleika á þennan hátt, þó ég hafi vitanlega spilað ótal sinn- um, bæði einn og með hljómsveit. Það er nú svo að þegar þú sjálfur og þín verk eru í brennidepli er meiri pressa en ella, en ég held að hún sé bara af hinu góða. Tónleikarnir voru tviskiptir; fyr- ir hlé varst þú einn með gítarinn og eftir hlé varst þú með fullskip- aða hljómsveit á bak við þig. Hvort var nú þægilegra? Þetta er tvennt ólíkt. Þegar ég er éinn ræð ég ferðinni alfarið og finnst oft að ég nái nánara sam- bandi við áheyrendur. Um leið og hljóðstyrkurinn hækkar kemur eins konar hljóðmúr á milli þín og áheyr- enda, en hann þarf ekki endilega að vera slæmur. Það var þó óskap- lega gaman að spila með hljóm- sveitinni og erfitt að bera þetta saman. Bæði formin eru mér jafn kær. Snúum okkur að plötunni. Þeg- ar maður hlustar á lögin vakna spurningar um hvert þú sért að fara i textunum. Hvernig semur þú textana? Það er upp og ofan. Ég hallast samt meira að því eftir því sem tíminn líður að hugmyndin sé 50% að minnsta kosti og jafnvel miklu meira. Þegar þú er kominn með hugmynd að lagi eða hverju sem er þá ert þú kominn vel af stað. Eins og ég lít á mína texta, eru þeir hluti af heild og ekki ætlaðir til þess að fólk setjist niður og lesi þá eina sér. Þeir eru stór hluti af hverju lagi, misjafnlega alvöru- gefnir sem slíkir og hvert lag er lítill heimur út af fyrir sig. Suma texta legg ég mikla vinnu í en aðrir eru þægilegt hjal. Þannig eiga rokktextar að vera, held ég, hæfileg blanda af ábyrgðarlausum vangaveltum um lífið og tilveruna og svo einhverju sem kemur meira frá hjartanu. Á tónleikunum heyrði maður að þú varst að syngja létta texta og fólk hló að þeim, en svo þegar þú varst að syngja texta sem meiri alvara fólst í, eins og Al- askavíðirinn og Hvað get ég gert, hló fólk líka. Þetta eru viðbrögð sem skapast í stemmningu augnabliksins og fólk hlær sem betur fer ekki að öllu sem ég segi. Hinsvegar líður mér vel ef mér tekst að koma fólki til að hlæja. Ég segi segi ekki til- búna brandara en spinn á staðnum og reyni að skoða tilveruna með öðruvísi vasaljósi. Sárnar þér þegar fólk hlær að þér þegar þú ert að vera alvarleg- ur? Auðvitað getur mér sárnað ef fólk hlær þegar ég er alvarlegur, en þó aldrei svo að ég geti ekki tekið undir sjálfur. Hver er gesturinn í Alaskaví- ðirínn? Það geta verið margir. Það get- ur verið hvað sem er eftir því hvar við viljum staðsetja textann í okkar lífi. Höfundur má ekki útskýra texta nema að takmörkuðu leyti, því ímyndunaraflið er okkar besti mið- ill og það á að fá að ráða ferðinni þegar við lesum bækur eða hlust- um á tónlist. Listasafn Einars Jónssonar hefur látið gera afsteypur af lágmynd Einars Jónssonar, Morgunroðinn, sem hann gerði árið 1911. Myndin verður til sölu í Listasafni Einars Jóns- sonar frá og með fimmtudeginum 15. des. til og með laugardeginum 17. des. kl. 16-19. Inngangur frá Freyjugötu. Nánari upplýsingar í síma 13797. Listasafn Einars Jónssonar. Ert þú í húsgagnaleit? Frá Belgíu og Þýskalandi Nýjar sendingar af sófasettum með áklæði í miklu úrvali. VALHÚSGÖGN Ármúla 8, sími 82275. Valgeir í Óperunni. Ljósmynd/BS Það er draumur flestra íslenskra tónlistarmanna að ná árangri í útlandinu. Stuðmenn hafa alltaf verið taldir eiga litla möguleika á að komast á erlend- an markað þar sem sveitin sé of íslensk til að það sé hægt. Við skiptum nú samt um nafn ' og breyttum um ímynd, lögðum kúskinnsskóna á hilluna og réðum útlendan upptökustjóra og ameriskan umba. Það jákvæðasta við þetta var Kínaferðin góða, en hitt gekk ekki upp fyrir mér. Ég tók líka takmarkaðan þátt í gerð platn- anna sem bera nafn Strax. Það sem ég lagði af mörkum voru lög og textar sem ég samdi nánast eftir pöntun. Ég vissi vitanlega að hverju ég var að ganga og tek fulla ábyrgð á öllu sem ég gerði. Átt þú einhverja möguleika í útlandinu einn og sér? Ég held að allir sem hafa á ann- að borð eitthvað fram að færa eigi möguleika hvar sem er. Ef þú ert þjóðlegur og þú ert listamaður, þá ert þú líka alþjóðlegur. Hins vegar er sitthvað að gera enska texta eða íslenska. Ég hef gert nokkra texta á ensku og suma þerra hef ég verið þokkalega ánægður með, en það er allt annað en að semja á íslensku og ég ber það ekki sam- an að syngja á ensku eða á íslensku og það að spila fyrir fs- lendinga og útlendinga er ekkert sambærileg tilfinning. En tónlist sem sungin er á íslensku getur aldrei náð að vera meira á sama hátt og tónlist með textum á máli sem viö þekkjum ekki. Ég fór til Argentínu um daginn og hlustaði á stórkostlega tangótónlist með spænskum textum sem ég skildi ekki. Textarnir eru stór hluti af þessari tónlist, en það hjálpar mér lítið að vita að textarnir séu góðir ef ég skil ekki orð. Snúum okkur aftur að plöt- unni. Ert þú farínn að sjá hana í einhverju samhengi? Að gera plötu sem þessa er langt ferli og samhengið er löngu Ijóst fyrir mér. Platan var gefin út fyrir 10 dögum þannig að ég veit ekki enn hvernig umheimurinn skynjar hana. Á þessi ptata eft- ir að verða bakgrunnur f frysti- húsinu eða á leið í vinnuna? Hún á eflaust eftir að verða bakgrunnur í mörgum tilfellum. Vitanlega dreymir alla höfunda um að fólk sökkvi sér niður í þeirra hugverk og auðvitaö þarf að hella sér í að hlusta á hverja plötu til að ná öllu því sem þar er að finna. Þannig vil ég helst að hlustað sé á þessa plötu á meðan verið er að kynnast henni. Liggur þér mikið á hjarta? Auðvitað liggur mér mikið á hjarta og ég vona að einhverjar af þessum vangaveltum mínum verði botnaðar í hugskoti áheyren- dans. Er einhver texti eða lag sem standa þér nær en annað á þess- ari plötu? Ef ég á að nefna eitthvað um- hugsunarlaust þá er það lagið Dagur eins og nú, sem er síðasta lagið á plötunni. Það er lag sem ég hef lengi átt í huganum og ekk- ert verið að reka á eftir. Svo eru kannski önnur lög sem eru kannski meiri stemmningslög. Lag eins og Týpísk algjörlega vonlaus ást, sem er lag sem laust niður í mig án fyrirvara og kom.okkur félögunum ævinlega í gott skap á meðan á upptökum stóð. Textinn virðist al- vörulaus, en er að sjálfsögðu graf- alvarlegur. Þessi lög lifa öll sínu Iffi og ég er ekki kominn nógu langt frá þeim til að geta skoðað þau úr fjarlægð. Við höfðum úr mörgum lögum að velja þegar platan var unnin og það fór ekkert lag á plötuna sem við vorum ekki fullsáttir við. AA lokum: Sérð þú sjálfan þig fyrir þér sem metsölupoppsöngv- ara? Ég er ekki orðinn metsölumaöur ennþá, en það væri þó nógu gam- an, því það yrði mér hvatning til að halda áfram og víst væri það nógu hressandi fyrir egóið. Hvað ímyndina varöar er ég enn titlaður Stuðmaður, sem er sérkennilegur titill fyrir einn mann að bera. Ann- ar titill er poppari, en hvorugur tit- illinn fær inni í Símaskránni, þann- ig að mér er í mun að koma mér upp starfsheiti, sem lýsir mínum athöfnum betur, en þessir tveir saman eða hvor í sínu lagi. Svíar eiga til orð sem er „mángsysslare" og Danir „altmuligmand". Miðað við þetta allt ætti ég að vera í léttri ímyndarkreppu, en þegar öllu er á botninn hvolft er ég sáttur viö að vera bara Vaigeir Guðjónsson. Enn Joy Division Fyrrum samstarfsmenn lan Curtis í Joy Division, sem nú starfa undir nafninu New Order, halda áfram að selja hann endur- pakkaðan og endurhljóðblandað- an átta árum eftir að Curtis féli fyrir eigin hendi. Síðasta afurðin í þeim flokki er Substance. Ekki er nema gott eitt um téða endursölu að segja, enda er sú tónlist sem Joy Division setti sam- an á meðal þess merkara sem kom úr bresku nýbylgju áttunda áratug- arins. Lögin á Substance eru hvert öðru betra, þar fremst líklegast She's Lost Control, Transmission og Love Will Tear Us Apart (man einhver eftir Utangarðsmönnum flytjandi þetta lag?), en önnur lög eru ekki síðri: Warsaw, Autosug- gestion, Leaders of Men og Atm- osphere. Yfir öllu hvilir þunglyndis- fargið og alltaf er eins og Curtis sé við það að fara yfir strikið í hljóðláta örvæntingu í söngnum. Tónlistin er myrk og textarnir. enn myrkari með yfirbragði einskonar steinsteypuljóðrænu. Það er upp- lifun að hlusta á þessi lög aftur og rifja upp kynni af Joy Division, og það hlýtur að vera ekki síðri upplifun fyrir þá sem ekki þekkja sveitina að hlýða á þessi lög á Substance, enda aðgengileg kynn- Ing á Joy Division, ekki síður en á lan Curtis, þó tónlistin verði seint kölluð aðgengileg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.