Morgunblaðið - 16.12.1988, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1988
45
Neðri deild:
Skattur samþykktur með
atkvæðum Kvennalístans
NEÐRI deild Alþingis samþykkti í gær firumvarp ríkisstjórnarinnar
um sérstakan skatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Þingmenn
Kvennalistans greiddu atkvæði með frumvarpinu auk stjórnarþing-
manna, en Borgaraflokkur og Sjálfstæðisflokkur voru á móti. Aðal-
heiður Bjamfreðsdóttir (B/Rvk) sat þó hjá við afgreiðslu málsins og
Óli Þ. Guðbjartsson (B/Sl) greiddi ekki atkvæði um þá breytingartil-
lögu sjálfstæðismanna að skatturinn héldist óbreyttur.
framkvæmdum víðsvegar um
Reykjavík og hlyti það að leiða til
þenslu. Albert kvað fáranlegt að auka
álagningu þar sem gjaldþol hefði
ekki aukist. Hann styddi því breyting-
artillögu Geirs H. Haarde.
Að lokinni annarri umræðu var
gengið til atkvæða og urðu lyktir
atkvæðagreiðslu sem áður segir. Þá
var efnt til þriðju umræðu. Enginn
kvaddi sér hljóðs og afgreiddi deildin
frumvarpið til allsheijamefndar.
Þorsteinn Pálsson.
Ámi Gunnarsson (A/Ne) sagði
sér þvert um geð að greiða skattinum
atkvæði sitt, þótt hann hyggðist ekki
ijúfa samkomulag stjómarflokkanna.
Hann myndi greiða atkvæði með
frumvarpinu, þó með hangandi hendi.
Ámi kvað skoðun sína að forsend-
ur slíkrar skattlagningar væru ekki
lengur fyrir hendi, þensla úr sögunni
og samdráttarskeið í atvinnulífí. Því
hefði mátt koma til móts við sjónar-
mið stjómarandstöðunnar í þessu
máli. Þingmaðurinn taldi réttast að
skattleggja hagnað fyrirtækja.
Óréttlátt væri að leggja skatta á alla
jafnt, án tillits til aðstæðna. Fyrir-
tæki á landsbyggðinni væru mörg
hver illa stödd en gætu ekki veitt
hækkuninni út í verðlagið, sem aftur
á móti væri hægt í þéttbýlinu.
Geir H. Haarde (S/Rvk) flutti
breytingartillögu við frumvarpið um
að skatturinn yrði áfram 1,1%, í stað
2,2% eins og ráðgert er. Sagði hann
tillöguna flutta til þess að bjarga
þeim Alþýðuflokksmönnum sem væru
andvígir hækkuninni frá þvi að greiða
því atkvæði.
Geir sagði það dæmi um tvískinn-
ung þessarar ríkisstjómar að sam-
kvæmt frumvarpinu gerði flármála-
ráðherra ráð fyrir að verslunarhús-
næði gæfi af sér 12,4% raunávöxtun
á ári. Þetta væri sú ávöxtunarkrafa
sem ríkið gerði, samkvæmt skatt-
prósentunni. Á sama tíma væri rætt
um að lækka vexti. Hann tók dæmi
um verslunarhúsnæði sem væri 7
milljónir króna að brunabótamati. Þar
myndu eignarskattar nema 320.000
krónum á ári eftir hækkunina, eða
4,6% af matsverði. Nær hel'mingur
upphæðarinnar væri nýi skatturinn.
Kristín Halldórsdóttir (Kvl/Rn)
sagði að afstaða sín til málsins hefði
verið blendin í fyrstu. Skoðun
Kvennalistans væri í meginatriðum
sú að þeir sem hefðu breiðust bökiri
ættu að bera þyngstu byrðamar. Þá
hefði áður verið talin full ástæða til
að slá á þenslu. En nú væru breyttar
aðstæður í þjóðfélaginu, samdráttur
á flestum sviðum. Hún hefði því vilj-
að kanna til hlítar hvort skatturinn
myndi skila þeim tekjum sem ætlast
væri til.
Eftir athuganir og viðræður við
atvinnurekendur kvaðst Kristín hafa
komist að þeirri niðurstöðu að skatt-
urinn skipti ekki sköpum um afkomu
fyrirtækja. Bæri að draga í efa þær
yfirlýsingar kaupmanna að skattur-
inn færi beint út í verðlagið. í fyrsta
lagi væri verðstöðvun. I öðru lagi
mætti ekki gleypa við þeirri stað-
hæfingu að hvergi mætti hagræða í
fyrirtækjum þannig að skatturinn
leiddi ekki til verðhækkunar.
Ragnhildur Helgadóttir (S/Rvk)
gagnrýndi Kvennalistakonur fyrir
afstöðu þeirra. Þær styddu frumvarp
sem miðaði að því að skattleggja
þjónustugreinamar þar sem konur
væru fjölmennastar í hópi starfs-
fólks. í raun væri hér lagður skattur
á allan atvinnurekstur í landinu. Öll
fyrirtæki þyrftu að sækja sér þjón-
ustu, koma vörum sínum til neytenda
eða reka skrifstofu. Afstaða Kvenna-
listans væri stórfurðuleg og lýsti lé-
legum vinnubrögðum.
Albert Guðmundsson (B/Rvk)
sagði það skoðun ríkisstjómarinnar
að í verslun og viðskiptum lægju
rætur allra efnahagsmeina þjóðarinn-
ar. Búið væri að skattleggja almenn-
ing til þess að bjarga atvinnulifinu,
en nú hyggðist ríkisstjómin skatt-
leggja þessi sömu fyrirtæki. Það hlyti
að leiða af sér að þörf yrði fyrir
meiri aðstoð ríkisins og þar af leið-
andi aukna skattheimtu.
Þingmaðurinn benti á að lýðveldið
væri aðeins 44 ára. í stríðslok hafi í
Reykjavík aðeins staðið íbúðarhús og
kofar á víð og dreif. Uppbygging á
þessum áram væri eðlileg þróun, en
engin þensla. Án grósku í atvinnulífi
væri ríkissjóður illa staddur. Þá
mætti á það benda að ríkið stæði í
Fjármálaráðherra:
Óeðlilega lágt hlut-
fall beinna skatta
Óbeinir skattar háir á íslandi, segir Þorsteinn Pálsson
skatta væri óeðlilega lágt hér á ýmsar skoðanir á fiumvarpi sem
landi. Þorsteinn Pálsson sagði að þessu. Hann sagði að eftir ýtarlega
það gæfl ekki raunhæfa mynd af athugun hefðu menn talið, að óeðli-
skattheimtunni, því hér væru legt væri að fastbinda hækkanir á
Umræður um frumvarp til laga
um tekju- og eignarskatt stóðu til
kl. 2 í fyrrinótt í neðri deild Al-
s. I umi
þingis. I umræðunum sagði Þor-
steinn Pálsson, að upplýsingar í
töflum frá Qármálaráðuneytinu
um skattbyrði væru villandi, þar
sem ekki væri gert ráð fyrir skipt-
ingu persónufrádráttar milli
tekjuskatts og útsvars. Tekju-
skattshækkunin væri þvf mun
hærri en þar væri sýnt. Ólafiir
Ragnar Grímsson fjármálaráð-
herra sagði að f sumum tilvikum
gæti komið mun betur út að taka
útsvarið inn f myndina. Ráðherra
sagði einnig, að hlutfall beinna
Fjárlagafrumvarpið:
Tekjuhliðin í lausu lofti
- segir Pálmi Jónsson
Önnur umræða um Qárlaga-
frumvarp rikisstjórnarinnar fer
fram á fundi sameinaðs þings f
dag. Fulltrúar stjórnarandstöð-
unnar f (járveitinganefnd segja
óhjákvæmilegt, að skattafrum-
vörp rikisstjórnarinnar fái af-
greiðslu og ríkisstjórain móti sér
stefiiu f efiiahags- og atvinnumál-
um, áður en þriðja umræða og
sfðasta umræðan um frumvarpið
fer fram. Pálmi Jónsson (S/Nv)
segir frumvarpið staðfesta stefiiu-
leysi ríkisstjórnarinnar f efha-
hagsmálum og að tekjuhlið þess
sé f lausu lofti.
Pálmi segir, að svo mikil óvissa
ríki nú um fjármál ríkisins, að minni
hluti fjárveitinganefndar flytji engar
breytingartillögur sameiginlega við
þessa umræðu, heldur bíði það loka-
afgreiðslu frumvarpsins. Hann sagði,
að minnihlutinn teldi óhjákvæmilegt,
að ríkisstjómin mótaði stefnu í efna-
hags- og atvinnumálum áður en efnt
verður til þriðju umræðu um íjárlög-
in, þannig að nýjar forsendur geti
óbeinir skattar mjög háir.
Stjómarandstöðuþingmenn, eink-
um sjálfstæðismenn, gagnrýndu
harðlega áform ríkisstjómarinnar um
skattahækkanir. Einnig lögðu þeir
áherslu á, að ekki væri hægt að af-
greiða raunhæf fjárlög fyrr en ljóst
væri hver yrðu afdrif skattafram-
varpanna. í umrseðunum sagði Þor-
steinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, að upplýsingar á töflum,
sem fylgdu frumvarpinu, væra vill-
andi, þar sem þar væri ekki gert ráð
fyrir að persónuafsláttur skiptist
jaftit á útsvar og tekjuskatt. Hækkun
tekjuskattsins væri því mun meiri en
þar væri sýnt. Einnig sagði Þor-
steinn, að sú hækkun á persónuafs-
lætti, sem nú væri boðuð, væri minni
en yrði að óbreyttum lögum. Nú mið-
aðist hækkun á persónuafslætti við
iánskjaravísitölu, en í framvarpinu
við sérstaka skattvfsitölu, sem hann
kallaði geðþóttavísitölu.
Ólafur Ragnar Grímsson fjármála-
ráðherra sagði eðlilegt að menn hefðu
persónuafslætti og bamabótum við
lánskjaravísitölu. Þörf væri á að geta
lagað þær hækkanir að skattheimt-
unni. Hann svaraði gagnrýni Þor-
steins Pálssonar á útreikninga í töfl-
um sem fylgdu frumvarpinu og sagði
að í sumum tilvikum gæti niðurstaðan
orðið betri fyrir skattgreiðendur, ef
útsvarið væri tekið inn í þessa út-
reikninga. Ráðherra sagði að um
þetta mætti fjalla nánar í ijárhags-
og viðskiptanefnd deildarinriar. -C.
Fjármálaráðherra sagði að sam-
kvæmt upplýsingum frá OECD væri
hlutfall beinna skatta hér á landi
óvenju lágt og ráðgjafar stofnunar-
innar hefðu lagt til að það hlutfall
yrði hækkað. Hann sagði að öll þau
ríki sem íslendingar vildu helst bera
sig saman við hefðu hærri beina
skatta og hlutfallið væri óeðlilega
lágt hér. Þorsteinn Pálsson sagði að
þessi samanburður væri ekki raun-
hæfur þar sem óbeinir skattar væra
miklu hærri hér á landi.
Pálmi Jónsson.
orðið grandvöllur að afgreiðslu
þeirra. Að sögn Pálma telur minni-
hlutinn einnig nauðsynlegt, að öll
skattaframvörp ríkisstjómarinnar
hljóti afgreiðslu Alþingis fyrir þriðju
umræðuna, þannig að þá verði unnt
að áætla tekjuhlið fjárlaganna.
Fjárlögin:
Tómt mál að
tala um samráð
- segir Þorsteinn Pálsson
VIÐ umræður um skatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði f neðri deild
Alþingis sagði Þorsteinn Pálsson (S/Sl) að sjálfetæðismenn litu svo á
að samráð ríkisstjórnar og stjóraárandstöðu við afgreiðslu Qárlaga
væri nú útilokað. Forsætisráðherra færi með fleipur um að leitað hefði
verið hófanna með samninga við stjórnarandstöðuna. Engar slíkar við-
ræður hefðu átt sér stað.
Þorsteinn sagði að þar sem deildin
gengi nú til atkvæða um fyrsta tekju-
STUTTAR ÞINGFRETTIR
Ýmis ný þingmál hafa verið
lögð fram á sfðustu dögum og
verður hér gerð grein fyrir
nokkrum þeirra:
Lagafrumvarp um
sölu notaðra bifreiða
Ingi Bjöm Albertsson (B/Vl) o.fl.
hafa lagt fram frumvarp til laga
um sölu notaðra bifreiða. í greinar-
gerð segir að ákvæði laga um sölu
notaðra lausaflármuna frá 1979 um
bifreiðasölu séu afar ófullkomin og
tilgangur frumvarpsins sé að bæta
úr þvf.
Frumvarp til
þjóðminjalaga
Guðrún Helgadóttir (Abl/Rvk)
o.fl. hafa lagt fram frumvarp til
þjóðminjalaga. f því er meðal ann-
ars kveðið á um að skrá skuli allar
fomminjar sem þekktar era í
landinu. Einnig er þar gert ráð fyr-
ir að öll hús sem byggð voru fyrir
1850 skuli friðuð svo og allar kirkj-
ur, sem reistar voru fyrir 1918.
Breytingar á
útvarpslögnnum
Ingi Bjöm Albertsson (B/Vl) o.fl.
hafa lagt fram framvarp um breyt-
ingu á útvarpslögunum. Þar er gert
ráð fyrir því, að ef almenningur
eigi þess kost að taka þátt í beinum
útsendingum með símhringingum
þá skuli hver og einn segja til
nafns. Einnig verði stjómendum
slíkra útsendinga skylt að nota sér-
stakan útbúnað til að tefja útsend-
ingu símtalanna, til að koma í veg
fyrir að ærameiðingum um einstaka
menn verði útvarpað.
Athugun á lágmarks-
framfærslukostnaði
Stefán Valgeirsson (SJF/Ne)
hefur lagt fram tillögu til þings-
ályktunar um að Hagstofa íslands
kanni og skili greinargerð um lág-
marksframfærslukostnað í landinu.
Greinargerðin á að miðast við fram-
færslu í eitt ár á verðlagi desember
1988.
Fyrirspurnir
1. Friðrik Sophusson (S/Rvk)
spyr iðnaðarráðherra hvorit ríkis-
stjómin ætli að fara að tillögum
nefndar, sem skipuð var í vor og
gerði úttekt á samkeppnisstöðu inn-
iendrar kökugerðar.
2. Geir H. Haarde (S/Rvk) spyr
forsætisráöherra hvað líði störfiim
nefndar, sem fyrrverandi forsætis-
ráðherra skipaði til að gera tillögur
um meðferð opinberra trúnaðar-
skjala.
3. Friðrik Sophusson (S/Rvk)
spyr iðnaðarráðherra hvað líði
störfum nefndar sem kanna á notk-
un efna sem eyða ósonlaginu.
4. Guðni Ágústsson (F/Sl) spyr
landbúnaðarráðherra hversu miklu
sauðfé megi beita á einstaka af-
rétti landsins miðað við hóflega
nýtingu og hvaða rannsóknarað-
ferðum sé beitt við mat á beitarþoli.
öflunarfrumvarp ríkisstjómarinnar
yrði hér eftir tómt mál að tala um
samráð eða samninga. Til þess að
sjálfstæðismenn tækju á sig ábyrgð
á einhverjum gerðum ríkisstjómar-
innar yrðu þeir að hafa áhrif á mótun
efnahagsstefnunnar í heild. Eftir að
neðri deild væri búin að leggja bless-
un sína yfir aukna skattheimtu væri
stefnan mörkuð og ábyrgðin á herð-
um stjórnarliða.
Þorsteinn sagði að sjálfstæðismenn
hefðu verið reiðubúnir að ræða efna-
hagsstefnu ríkisstjómarinnar í heild.
Þeir myndu ekki skorast undan
ábyrgð og væra til viðræðu á réttum
forsendum. Nú væri öllum ljóst að
fögur orð forsætisráðherra um vænt-
anlegt samráð væru markleysa.
Raunar hefði Ólafur Ragnar
Grímsson §ármálaráðhera lýst því
yfir að ekki bæri mð taka orð
Stemgríms Hermannssonar alvar-
lega. Það væri nú daglegur viðburður
! þmginu að einhver af ráðherrunum
áréttaði að ekki mætti taka mark á
orðum hans.