Morgunblaðið - 16.12.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.12.1988, Blaðsíða 10
10 MORGÚNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1988 JÓLAMARKAÐUR Jólatré, norðmannsþinur - Útiljósaseríur - Jólahús - Kerta- og hýasentuskreytingar - ýmiskonar fatnaður og aðrar jólavörur. BERGIÐJAN, vemdaður vinnustaður norðan við Miklagarð, sími 602600. Opið frá kl. 9-18 alla daga. *X< Jalbbbe ÖRYGGISSKÓR NÝ GERÐ OG BREIÐARA SNIÐ Nýja línan var framleidd til að gera fleirum mögulegt að nota þessa frábæru öryggisskó. JALLATTE öryggisskórnir eru með stáltá og stálþynnu í sóla, með stömum olíu- og 1 hitaþolnum Neotril sóla. JALLATTE er allt sem barf Skeifan 3h - Sími 82670 Metsölublað á hvetjum degi! Frábær orðabók barnanna Bókmenntir Jenna Jensdóttir Orðabækur Iðunnar: Barna- orðabókin. Ritstjóri Sigurður Jónsson frá Arnarvatni. Iðunn 1988. Ritstjóri Barnaorðabókarinnar getur þess í aðfaraorðum að hlut- verk hennar sé að vera fyrsta orða- bók barnsins um leið og hún er hugsuð sem kennslubók í því að nota orðabækur. „Bamaorðabókin gefur þrenns konar upplýsingar: 1. Fyrst er sagt hvaða orðflokki orðið tilheyrir og hvernig' pað beygist. 2. Næst er útskýrð merking orðsins og nefnd orð sem hafa sömu merkingu eða mjög svipaða. 3. Loks er gefið eitt eða fleiri dæmi um notkun orðsins." Um orðmyndir í bókinni segir ritstjóri m.a.: „Nafiiorð (eins og orðið maður) eru tekin upp í nefnifalli eintölu." „Sagnorð (eins og til dæmis fara) eru tekin upp í nafnhætti." „Lýsingarorð eru tekin upp í karlkyni eintölu.“ Um orðflokka og beygingu orða getur ritstjórinn þess að flest orð- in í bókinni séu af hinum þremur algengustu orðflokkum í íslensku, sem eru nafnorð, sagnorð og lýs- ingarorð. Einnig er nokkuð um atviksorð og forsetningar. í stærstu orðabókum eru um það bil eitt hundrað þúsund orð. En um 2.300 orð em hér. Með aðstoð tölvu var í fyrstu kannað hvaða orð væm algengust í islenskum bókum og síðan valið úr þeim orðalista þau sem komu langoftast fyrir. Ritstjórinn þakkar að lokum öllum þeim er veittu honum marg- víslega aðstoð. Það er sannarlega gaman að handleika þessa fallegu bók og vita að hún er einhver mikilsverð- ií’HNN asta bókin sem nú kemur út handa yngstu kynslóðinni. Og ekki ein- ungis handa henni heldur öllum þeim sem í dagsins önnum vilja vanda mál sitt og vita um leið til orðanna sem oft eru notuð. Þá er gott að hafa svona litla (orðabæk- ur era yfirleitt mjög stórar) þægi- lega bók, sem bæði inniheldur al- mennan orðaforða og er á allan hátt aðgengileg. Nú skal skyggnst lítið eitt um í bókinni og tekin upp fáein dæmi um innihaldið: „hönd (no. kvk.), til handar, ft. hendur: „Réttu upp höndina." „einkunn (no. kvk.), til ein- kunnar, ft. einkunnir ...“ Skyldi ekki mörgum fullorðnum vera þörf á að líta á þessar beyg- ingar? Frekar skal litið á og tekið allt sem sagt er um viðkomandi orð: „boðskapur (no. kk.), til boð- skapar: Boðskapur er inntak þess sem boðað er, skilaboð. Forsetinn flytur boðskap sinn á nýársdag." „kvíða (so.), kveið, kviðum, kviðið, ég kvíði, ég kviði: Að kvíða merkir að óttast eitthvað eða hafa áhyggjur af einhverju. Margir kvíða alveg óskaplega fyrir að fara í próf.“ „íhuga (so.), íhugaði, íhugað: Að íhuga merkir að hugsa um eitt- hvað, hugleiða eitthvað. Ragnar íhugar að skipta um vinnu.“ „dulur (lo.), dul, dult: Dulur er notað um þann sem segir lítið um sjálfan sig. Finnur er mjög dulur maður.“ „andspænis (fs.): Andspænis merkir á móti eða gegnt ein- hveiju. Þór sat andspænis Emi við borðið.“ „gær (ao.): Gær merkir daginn sem var á undan deginum í dag. Guðrún kom heim frá Moskvu í gær.“ Mér þykir vænt um ákveðna afstöðu til orðsins sykur (no. kk.). í bemsku vandist ég því í hvorug- kyni, sykrið. Nú mun það fátítt. Ég sakna hér orðsins hveiti (no. hk.). Er ég á námsámm var í sum- arvinnu austur í Ölfusi bað hús- móðirin mig að sækja hveitina (no. kvk.) og ég sótti feitina. (Hveitin, staðbundið málfar.) Margræðum orðum eru gerð góð skil. Þegar ég í fyrstu renndi augum yfir innihald orðabókarinnar, virk- aði formið, — uppsetning, orðafar og orðaval, svo skemmtilega aðl- aðandi. Að loknum lestri staðfest- ist þetta í þægilega hlýrri tilfínn- ingu, þegar hugsað er til allra þeirra bama sem eiga þess kost að nota orðabókina, og fyrir vand- aða vinnu ritstjórans, einnig að njóta hennar. Teikningar sem víða fylgja orðum gefa aukið gildi og allur frágangur er til fyrirmyndar. Útgáfunni og öllum sem lagt hafa hönd að verki er sómi að Barnaorðabókinni. Hún ætti að eiga heima á hverju heimili sem vill virða og vanda til málsins í meðferð bamana. Fríkirkjan í Hafnarfirði 75 ára Þann 14. desember sl. vora 75 ár liðin frá vígslu Fríkirkjunnar í Hafnarfirði og verður tímamó- tanna minnst við aðventusam- komu í kirkjunni nk. sunnudag kl. 14. Fríkirkjusöfnuðurinn var stofn- aður á sumardaginn fyrsta árið 1913. Hafíst var handa við smíði kirkjunnar í ágústmánuði sama ár og kirkjan vígð fullbúin 14. desember. Var fyrsti prestur safn- aðarins sr. Ólafur Ólafsson sem þá þjónaði einnig Fríkirkjusöfnuð- inum í Reykjavík. í dag eru um 2.000 manns skráðir í söfnuðinn en stofnendur vom aðeins um 100. Óhætt er að segja að' safnaðarfólk horfi björt- um augum til framtíðarinnar því á þessum tímamótum verður tekið Fríkirkjan i Hafiiarfirði. í notkun safnaðarheimili í næsta nágrenni kirkjunnar á Austurgötu 24. Þar með rætist langþráður draumur því engin aðstaða hefur verið fyrir hendi til að sinna því félagslega starfi sem vænst er að kirkjan annist. Við aðventusamkomuna á sunnudaginn kl. 14 verður fjöl- breytt dagskrá í tali og tónum. Ræðumaður verður Guðmundur Ámi Stefánsson bæjarstjóri. Börn úr Tónlistarskóla Hafnarfjarðar sýna helgileik. Úr Tónlistarskóla Garðabæjar kemur blokkflautu- sveit ásamt kennara sínum, Lindu Hreggviðsdóttur. Einsöng syngur Magnús Gíslason tenór. Samko- munni lýkur með stuttri helgi- stund. Að lokinni þessari sam- verustund verður hið nýja safnað- arheimili til sýnis fram eftir degi. Einar Eyjólfsson safiiaðarprestur Jólasöngfvar fjölskyld- unnar í Neskirkju Fjórði sunnudagur í aðventu hefur lengi verið með sérstöku sniði í Neskirkju. Þá er lokasprett- ur jólaundirbúningsins hafinn og öllum hollt að taka sér hvíld frá amstri hins ytri undirbúnings til þess að eiga kyrrðarstund í húsi Drottins og búa hjörtun undir komu freisarans. Bamaguðsþjónusta með fjöl- breyttu efni verður að venju kl. 11 árdegis. Að sjálfsögðu setur nálægð jólanna mikinn svip á allt sem þar fer fram í söng og töluðu máii. Jólasöngvar Qölskyldunnar koma í stað hefðbundinnar guðs- þjónustu kl. 14. Auk almenns safn- aðarsöngs syngja þar félagar úr bamakór Melaskóla undir stjóm Helgu Gunnarsdóttur og ungar stúlkur syngja þrísöng. Þá sýna böm úr kirkjustarfinu helgileik undir stjóm Rúhars Reynissonar og sr. Guðni Gunnarsson skóla- prestur hefur hugleiðingu. Við væntum þess, eins og nafn samverunnar gefur til kynna, að þangað sæki sóknarböm úr öllum aldurshópum sér styrk óg frið í Neskirkja erli annasamra daga. Okkur finnst flestum miklu varða að allt sé undirbúið þegar jólin ganga í garð. Gleymum ekki að undirbúa okkur sjálf og opna hugi okkar fyrir Jesú Kristi, kon- ungi jólanna. Sr. Ólafur Jóhannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.