Morgunblaðið - 16.12.1988, Page 72

Morgunblaðið - 16.12.1988, Page 72
ÆPiraiTi??T7 , TRYGGINGAR Síðumúla 39 ■ Slmi B2800 rooiiiifrlftfrlfe S/MANUMER 606600 FOSTUDAGUR 16. DESEMBER 1988 VERÐ I LAUSASOLU 70 KR. Hagfræðingur VSÍ um hækkun tekjuskatts: Leggst þyngst á þá tekjulægstu HÆKKUN tekjuskattsins leggst þyngra á tekjulægra fólk en tekju- hærra, þyngra á fólk með böm en barnlaust og einna þyngst á ein- stæða foreldra, samkvæmt útreikningum Hannesar G. Sigurðssonar hagfræðings Vinnuveitendasambands íslands. Skattar flestra launa- manna hækka um liðlega 2% samkvæmt frumvarpi fjármálaráð- herra. Svokölluð skattleysismörk verða samkvæmt frumvarpinu 47.513 kr., en hefðu orðið 50.682 krónur að óbreyttum lögum, sam- kvæmt útreikningum Hannesar. Samkvæmt tekjuskattsfrum- varpinu á skatthlutfallið að hækka úr 28,5 í 30,5% á næsta ári. Til viðbótar þessu kemur útsvar sveit- arfélaganna sem víðast hvar er óbreytt, 6,7%, þannig að stað- greiðslan verður 37,2% á næsta ári í staðinn fyrir 35,2% í ár. Hannes reiknar áhrif hækkunar staðgreiðsl- unnar á fólk með mismunandi heim- ilisaðstæður og tekjur: Skattur einstaklings með 60 þús- und kr. mánaðarlaun hækkar um 2,2% af tekjum en um 2,1% hjá einstaklingi með 150 þúsund kr. laun. Hjá hjónum með tvö böm, þar sem annað bamið er yngra en sjö ára, sem hafa samtals 130 þúsund kr. tekjur hækkar skattbyrðin, að frádregnum bamabótum, um 2,5% af launum, en um 2,2% ef þetta fólk væri með 250 þúsund kr. í laun. Skattbyrði (að frádregnum barna- bótum) einstæðs foreldris með tvö böm þar sem annað barnið er yngra en sjö ára hækkar um 2,7% séu launin 110 þúsund krónur en um 2,2% ef launin em 150 þúsund krón- ur. Niðurstaða Hannesar er því sú að skattahækkunin samkvæmt fmmvarpinu leggist þyngra á fólk með lægri tekjur en hærri, komi verr við bamafólk en bamlaust og verst við einstæða foreldra. „Sá fimmti, Pottaskefill, var skrítið kuldastrá ...“ 8 DAGAR TILJÓLA ÁTTA DAGAR eru til jóla og í dag, föstudag, kemur jólasveinninn Pottaskefill til byggða. Pottaskefill heimsækir Þjóð- minjasafnið klukkan 11 í dag. Umhleyping- artiljóla? ERFITT er að spá um jólaveðrið, enda mjög umhleypingasamt um allt land, að þvi er Veðurstofa íslands upplýsti i gær. Umhleyp- ingar gætu verið til jóla og óvíst hvort landsmenn fá hvít jól eða rauð. Veðurfræðingur sagði, að svo umhleypingasamt hefði verið und- anfarið að þeir vissu ekki lengur hvaðan á þá stæði veðrið. Ekki þorðu menn að spá nokkm um jóla- veðrið, en svo langt sem menn sæju, eða fram til 20.-21. desem- ber, verður veðrið hið sama og und- anfarið, umhleypingar um allt land. Vindur stendur úr öllum áttum, ýmist suð-austanátt, suð-vestanátt, norðanátt eða norð-vestanátt. Frá slysstaðnum Morgunblaðið/Júlíus Stórslasaðist í hörðum árekstri 18 ÁRA piltur slasaðist mikið í árekstri á mótum Laugavegar og Nóatúns aðfaranótt fimmtudagsins. Hann brotnaði á báðum fótum, og um úlnlið annars handleggs og hlaut áverka á höfði. Hann gekkst undir aðgerð eftir slysið en var í gær ekki talinn i lífshættu. Pilturinn ók Mazda-bfl sínum ur Nóatún. Talið er að grænt ljós austur Laugaveg og yfir gatna- hafi logað fyrir Daihatsu bílinn. mótin. Þar lenti hann í árekstri við Við áreksturinn missti ökumaður Daihatsubifreið sem ekið var nið- Mözdunnar vald á bíl sínum, hann hafnaði á steinvegg við lóð Heklu og staðnæmdist á hvolfi skammt frá. Daihatsu-bíllinn skemmdist mikið en ökumaðurinn slapp ómeiddur. Björgunarbíll slökkviliðsins þurfti að koma á vettvang til að losa piltinn sem sat fastur í flaki Mözdunnar. Bílaborg hf og Sveinn Egilsson hf sameinast FYRIRTÆKIN Bílaborg hf og Sveinn Egilsson hf sameinuðust í gær. Bæði fyrirtækin eru meðal stærstu bílaumboða landsins og mun hið sameinaða fyrirtæki þjóna um 35.000 bílum úr Kasparov og Karpov tefla í Reykjavík 1990 TVEIR sterkustu skákmenn heims, Garíj Kasparov og Anatolíj Karpov, verða meðal þátttakenda í landskeppni í skák, sem hald- in verður með stuðningi VISA í Reykjavík 12.-19. febrúar 1990. í þessari keppni taka þátt landslið Sovétríkjanna, Bandaríkjanna og Englands og úrvalslið Norðurlanda, en í því liði verða væntan- lega 5 íslenzkir skákmeistarar. Hvert lið verður skipað 10 mönn- um og tveimur varamönnum og því verða 50 sterkustu skákmenn heims meðal þátttakenda í þessu geysisterka móti. Einar S. Einarsson fram- tvöfóldumferðímótinuálOborð- kvæmdastjóri VISA ísland og rit- um. ari Skáksambands Norðurlanda hefur unnið að undirbúningi þessa móts. Hann var nýlega í Grikk- Riandi, þar sem hann gekk frá samningum við skáksambönd við- komandi landa. Jafnframt gekk hann frá því við Kasparov heims- meistara og Karpov fyrrum heimsmeistara að þeir myndu ör- ugglega tefla í mótinu. Kasparov hefur sem kunnugt er teflt hér áður en Karpov aldrei. Að sögn Einars verður tefld „Það má segja að í þessu móti mætist austrið og vestrið við skákborðið og viðureign Sovét- manna og Bandaríkjamanna verð- ur nokkurs konar endurtekning á einvígi þeirra Spasskíjs og Fisc- hers í Reykjavík 1972,“ sagði Einar S. Einarsson. VISA gekkst fyrir keppni milli Bandaríkjanna og úrvalsliðs Norðurlanda í Reykjavík 1986 og skildu sveitimar jafnar, 12:12. I kjölfar keppninnar, sem haldin verður í febrúar 1990, hefst Opna Reykjavíkurmótið og er búist við að fjölmargir af erlendu skák- meistumnum taki einnig þátt í því móti. Jóhann í heimsliðinu Tveimur umferðum er nú lokið í skákmóti, sem nú fer fram í Madrid á Spáni til styrktar Bama- hjálparsjóði Sameinuðu þjóðanna. Eigast þar annars vegar við átta sovéskir stórmeistarar og hins vegar jafn margir stórmeistarar víðs vegar að úr heimi. Er Jóhann Hjartarson þeirra á meðal. I fyrstu umferð tapaði hann fyrir Sergei Dolmatov en vann í gær skákina við Zúrab Azmaiparashvili. Stað- an er nú þannig, að Heimurinn hefur 10,5 vinninga en Sovétmenn 5,5. ísienska bílaflotanum, að því er segir í frétt frá hinu nýja fyrir- tæki, sem mun heita Sveinn Eg- ilsson-Bílaborg hf. Hvort fyrir- tækið um sig er helmingsaðili að hinu nýja fyrirtæki. Bílaborg hefur umboð fyrir Mazda og Lancia fólksbíla, Kor- ando jeppa, Daf vörubíla, Ko- matzu vinnuvélar og Bridgestone hjólbarða. Sveinn Egilsson hefiir umboð fyrir Ford, Suzuki og Fiat bíla og er eitt elsta bílaumboð landsins. Samanlögð velta fyrir- tækjanna á síðasta ári var rúm- lega 2,1 milljarður króna. Áætlað er að söludeildir hins nýja fyrirtækis verði áfram starf- ræktar í núverandi húsnæði í Framtíð við Skeifuna og að Foss- hálsi 1, en skrifstofuhald, viðgerða- og varahlutaþjónusta verði samein- aðar á Fosshálsi 1. Þórir Jónsson, forstjóri Sveins Egilssonar hf., sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að fyrir- tækin tvö hefðu verið með of mikið húsnæði og mundu komast vel af með hús annars aðilans, hið nýja stóra hús Bílaborgar á Fosshálsi. Við seljum Skeifuna 17, sagði Þór- ir Jónsson, en höldum starfseminni áfram í Framtíðinni. Ford og Mazda verksmiðjurnar hafa haft náið samstarf um nokk- urt árabil og Lancia og Fiat verk- smiðjurnar eru í eigu sömu aðila. í frétt frá stjórnendum fyrirtækj- anna segir að þeir telji þennan samruna munu geta af sér mjög öflugt fyrirtæki sem geti þjónað viðskiptavinum sínum vel um ókomna framtíð. Hofsóshreppur: Þrír skip- aðir í flár- haldsstjóm JÓHANNA Sigurðardóttir hefiir skipað þrjá menn í fjár- haldsstjórn fyrir Hofsós- hrepp. Formaður fjárhalds- stjómarinnar er Húnbogi Þorsteinsson, skrifstofiistjóri í félagsmálaráðuneytinu, en hinir stjórnarmennirair eru Karl Kristjánsson, viðskipta- fræðingur og Magnús E. Guð- jónsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Björn Níelsson, sveitarstjóri Hofsósshrepps, sagði í samtali við Morgunblaðið að ákvörðun félagsmálaráðherra um að skipa fjárhaldsstjórn hefði ekki komið sér á óvart og hún hefði verið rétt. Ástæðurnar fyrir erfiðleik- um hreppsins væru of miklar fjárfestingar og eins það að yfir- lit yfir stöðu sveitarsjóðs hefði ekki legið fyrir fyrr en í októ- ber. Bjöm tók við embætti sveit- arstjóra á Hofsósi í september.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.