Morgunblaðið - 16.12.1988, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1988
Pólland:
Viðræður við stj órn-
völd geta brátt hafíst
segir Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu
Varsjá. Reuter.
LECH Walesa, leiðtogi Samstöðu, hinna óleyfilegu pólsku verka-
lýðsfélaga, sagði í gær að hann vænti þess að viðræður fulltrúa
samtakanna og stjórnvalda gætu hafist innan tíðar. Walesa, sem
Iét þessi orð falla á blaðamannafúndi í heimaborg sinni, Gdansk,
bætti við að stjómvöld væm nærri því að uppfylla þau skilyrði
sem Samstaða hefði sett fyrir því að viðræður um framtíð Pól-
lands færu fram.
Danmörk:
Gjald lagt
á umbúðir
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun,
fréttaritara Morgunbiaðsins.
DANSKA Þjóðþingið samþykkti í
gær að leggja gjald á framleiðslu
iðnfyrirtækja sem nota efiiið fre-
on. Einnig var ákveðið að leggja
gjald á margskonar pappírs- og
glerumbúðir. Aðeins Framfara-
flokkurinn greiddi atkvæði gegn
samþykktinni.
Gjaldið fyrir hvert kg. af freoni
sem framleiðendur nota í vörur verð-
'ur 30 danskar krónur, 201 ísl. kr.
Þá var samþykkt á Þjóðþinginu að
banna notkun freons frá og með 1.
janúar 1990.
Gjald á mjólkurumbúðir verður 10
d. aurar og 70 aurar á ávaxtasaf-
aumbúðir. Gjald á aðrar umbúðir,
úr plasti eða pappír, verður á milli
0,40-2,25 d. kr..
Með umbúðagjaldinu vilja stjóm-
völd hvetja framleiðendur til að nota
umbúðir úr efnum sem hægt er að
endurvinna.
Viðræður um
loftferðafrelsi:
Islending-
ar óska eft-
ir þátttöku
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni,
fréttaritara Morgnnblaðsins.
í samhljóða bréfum sem sendiráð
íslands, Sviss, Finnlands og Aust-
urríkis hafa sent Stanley Clin-
ton-Davies, framkvæmdastjóra
samgöngumála innan Evrópu-
bandalagsins (EB), fara ríki þessi
fram á aðild að viðræðum á vett-
vangi EB um aukið frelsi í flutn-
ingum í lofti. f bréfinu er bent
á að mismunandi reglur innan
EB og EFTA muni skaða hags-
muni bæði flugfélaga og far-
þega.
A milli sendinefnda EFTA-ríkj-
anna utan Noregs og Svíþjóðar
hafa að undanfömu farið fram við-
ræður um mögulega aðild þessara
ríkja að breytingum á reglum um
flug og loftferðasamninga innan
Evrópubandalagsins. Markmið EB
er að skapa möguleika á aukinni
samkeppni í flugrekstri m.a. með
því að rýmka reglugerðir um flug
og flugrekstur.
Sendinefndimar leggja til að við-
ræður hefjist sem fyrst í ljósi þess
að mismunandi reglur um þessi efni
þjóni hvorki hagsmunum flugfélaga
.farþega né Evrópu í heild. Norð-
menn og Svíar reka þetta mál í
samvinnu við Dani vegna sameigin-
iegra hagsmuna þessara þjóða inn-
an SAS.
Walesa sagði að ummæli Jerzy
Urbans, talsmanns pólsku ríkis-
stjómarinnar, á blaðamannafundi
í vikunni þess efnis að stjómvöld
væru reiðubúin til viðræðna við
fulltrúa Samstöðu vektu vonir.
„Nú vantar aðeins punktinn yfír
i-ið,“ sagði Walesa. „Hann verður
settur á sinn stað á næsta blaða-
mannafundi," bætti hann við.
Samstaða hefur krafíst þess að
stjórnvöld lýsi yfir því að krafa
samtakanna, um að starfsemi
þeirra verði heimiluð, verði tekin
til athugunar. Verði slík yfírlýsing
gefín hafa Walesa og aðrir helstu
talsmenn Samstöðu skuldbundið
sig til að taka þátt í viðræðum
um umbætur á sviðið efnahags-
og félagsmála í Póllandi. .
Á blaðamannafundinum í gær
sagði Walesa að ýmis teikn væru
á lofti um að afstaða stjómvalda
til ftjálsu verkalýðsfélaganna væri
að breytast. Nefndi hann sem
dæmi þá ákvörðun stjórnvalda að
veita honum leyfí til að ferðast til
Parísar í síðustu viku og sjón-
varpskappræður hans og form-
anns hinna opinberu verkalýðs-
félaga, OPZZ, nýverið.
Walesa sagði leiðtoga Samstöðu
reiðubúna til alvarlegra viðræðna.
Sagði hann að mótmæli og of-
beldisverk kynnu að færast í vöxt
ef ákall þeirra yrði hundsað eins
og raunar hefði komið á daginn í
Varsjá á þriðjudag er stjórnarand-
stæðingar réðust í fyrsta skipti á
sveitir öryggislögreglu.
Sovétríkin:
Ratsjár-
stöðvum
fækkað
Washington. Reuter.
STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum
sögðu frá því á miðvikudag að
Sovétmenn hefðu ákveðið að eyði-
leggja nokkrar af þeim ratsjár-
stöðvum sem Bandaríkjamenn
telja að bijóti í bága vuf samkomu-
lag frá árinu 1972 um takmörkun
gagneldflaugakerfa (ABM-sátt-
málann). Charles Redman, tals-
maður bandaríska utanríkisráðu-
neytisins, sagði að þetta væri
skref fram á við. Hann sagði enn-
fremur að hér væri um ratsjár-
stöðvar í Gomel, norður af Kiev,
að ræða en ekki hina umdeildu
ratsjárstöð í Krasjtiojarsk i
Síberíu.
Bandaríkjamenn hafa litið svo á
að ratsjárstöðin í Krasnojarsk væri
eitt alvarlegasta brot Sovétmanna á
ABM-sáttmálanum og krefjast þess
að hún verði lögð niður áður en geng-
ið verður frá samkomulagi um niður-
skurð langdrægra kjamaeldflauga.
Ratsjámar í Gomel skutu upp kollin-
um í fyrra þegar stöðvar í Saríj Shag-
an vom lagðar niður. í ræðu sem
Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi hélt
á allsheijarþingi Sameinuðu þjóð-
anna í síðustu viku ítrekaði hann þau
áform Sovétmanna að breyta ratsjár-
stöðinni í Krasnojarsk í alþjóðlega
geimrannsóknarstöð. Redman sagði
að slíkar tillögur fullnægðu ekki
kröfum Bandaríkjamanna því engin
trygging'væri fyrir þvi að hætt yrði
að vinna við ratsjárstöðina auk þess
sem hvenær sem er væri hægt að
reka vísindamennina sem þar myndu
starfa á brott.
Reuter
Robert Urquhart. Myndin var
tekin árið 1944.
Bretiand:
Stríðshetja úr
orrustunni við
Arnhem látin
Lundúnum. Reuter.
ROBERT Urquhart undirhers-
höfðingi, sem stjórnaði breskum
fallhlífarhermönnum í bardögum
við hollenska bæinn Arnhem í
seinni heimsstyijöldinni, lést á
þriðjudag, 87 ára að aldri.
Urquhart og hermenn hans börð-
ust við nasista í níu daga í septem-
ber árið 1944 um mikilvæga brú
yfir Rínarfljót og áttu við ofurefli
að etja. Þeir gáfust þó ekki upp fyrr
vopnin þrutu og útséð var um að
önnur bresk hersveit kæmi til liðs
við þá í tæka tíð. Hersveit hans átti
að opna leið fyrir síðari hersveitina
og hefði það flýtt lokum stríðsins.
1.350 hermenn úr 10.000 manna
hersveit Urquharts féllu og nasistar
náðu rúmlega 6.000.
Urquhart, sem er Skoti, varð 42
ára gamali einn af yngstu hershöfð-
ingjum Bretlands og hafði aldrei
stokkið úr fallhlíf þegar hann tók
við hersveitinni.
Nýr forseti sovéska herráðsins:
Ný kynslóð að taka við?
Moskvu. Reuter.
DAGBLAÐ sovéska hersins,
Kraznaja Zvezda, skýrði frá því
í gær að hinn 49 ára gamli
undirhershöfðingi Míkhaíl Moj-
sejev hefði verið skipaður for:
seti sovéska herráðsins. For-
veri hans í embætti var Sergej
Akhromejev marskálkur er
sagði nýlega af sér, nokkrum
klukkustundum eftir að
Míkhafl Gorbatsjov Sovétleið-
togi skýrði frá því á allsheijar-
þingi Sameinuðu þjóðanna að
Sovétmenn hygðust fækka í
hernum og draga úr hefð-
bundnum vopnabúnaði.
Getum var leitt að því að Ak-
hromejev, sem er 65 ára að aldri,
hefði verið ósammála ákvörðun
Gorbatsjovs en talsmaður Sovét-
stjómarinnar, Gennadíj Ger-
asímov, lagði sama dag áherslu á
að Akhromejev hefði hætt af
heilsufarsástæðum og yrði fram-
vegis sérstakur ráðgjafí Gor-
batsjovs í vamannálum.
Mojsejev gekk í herinn 1958,
útskrifaðist 1972 frá Fmnze-
herskólanum og 1982 frá her-
skóla herráðsins. Frá janúar 1987
hefur hann verið yfírmaður her-
stjómarinnar í austasta hluta
ríkisins og bar m.a. ábyrgð á vöm-
um á landamærunum að Kína.
Jafnframt því sem hann verður
nú herráðsforseti tekur hann við
embætti fyrsta aðstoðarráðherra
vamarmála.
Gerasímov sagði nýlega að arf-
taki Akhromejevs yrði „ný
stjama," er ekki hefði barist í
síðari heimsstyijöld. Túlka sumir
stjómmálaskýrendur þessi um-
mæli svo að Mojsejev sé fyrstur
í röð nýrrar kynslóðar yfirmanna
landvama í Sovétríkjunum. í sov-
éskum fjölmiðlum hefur að und-
anfömu átt sér stað óvenju hrein-
skilin umræða um málefni hersins
og því m.a. verið haldið fram að
háttsettir yfirmenn hans væru um
of mótaðir af hefðum Stalín-
tímabilsins en þá var aðaláherslan
lögð á flölda hermanna og vopna.
Mikhail Mojsejev Reuter