Morgunblaðið - 16.12.1988, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 16.12.1988, Blaðsíða 62
‘62 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1988 Ifclk f fréttum 25 MILUÓNIR „Þetta er ómetan- legt happ“ - segir vinning-shafínn Karitas Magnúsdóttir Nýlega hlaut sjötug kona í Reykjavík, Karitas Magnús- dóttir, stærsta happdrættisvinning sem um getur hérlendis, eða 25 milljónir króna. Féll vinningurinn á trompmiða, en hún hefur átt miða í HHÍ í um 40 ár. Karitas hefur starfað sem dag- mamma í fímmtán ár. Það geislar af henni hlýjan og starfsorkan þeg- ar hún er sótt heim daginn eftir gleðifréttimar. Það er erilsamt, og fyrir utan sex lítil böm sem þarf að gæta eru hjá henni nánir ættingj- ar og síminn hringir nær látlaust. En hefur hún áttað sig á gleðitíð- indunum? Hún segir það eflaust taka tímann sinn en fyrst segist hún hafa áttað sig á fréttinni þegar hún sá hana á prenti. Hana hafði raunar dreymt fyrir því að eitthvað myndi gerast, en hún segist ekki hafa búist við neinu þessu líku. — Svo þú ert berdreymin? „Já, og hef alltaf verið. En ég er ekkert að segja frá því. Ég var fullviss um að það myndi eitthvað gerast einmitt þennan dag, þó það kæmu engar tölur eða dagsetningar fram. Draumamir mínir koma alltaf fram á þriðja degi. Ég vissi að maðurinn í draumnum færði mér eitthvað gott, en svona miklu bjóst ég ekki við.“ Það hafði verið ákveðið að fleygja einhvetjum tveimur af þremur trompmiðum hennar enda hafði ekki komið vinningur á miðana í 36 ár. Tveir lentu í ruslakörfunni en Om Ingólfssson, sonur Karitas, fór að endumýja rétt fyrir lokun, og nú aðeins einn miða í stað þriggja áður. Tveim tímum síðar var dregið í happdrættinu. Karitas sagðist hafa verið búin að heita því að ef hún fengi ein- hvem tíma vinning á miða í happ- drættinu myndi félag lamaðra og fatlaðra njóta góðs af láni hennar. „Svo þarfnast húsið viðgerða, ann- ars er ég ekki komin lengra, þetta er svo mikið. Þetta er ómetanlegt happ," segir Karitas að lokum. Morgunblaðið/Emilía „Ég verð að halda utan um fólkið mitt,“ sagði Karitas er hún reyndi að halda ærslabelgjunum kyrrum meðan á myndatöku stóð. Frá vinstri á myndinni eru: Einar, Haraldur, Hildur, Karitas með Frey í kjöl- tunni, Viktor og Kristján. STYKKISHÓLMUR Afinælis- fagnaður Barna- stúkunnar Stykkishólmi. Frá Árna Helgasyni. Fyrir skömmu hélt bamastúkan Björk sinn 61. afmælisfagnað með pompi og prakt en hún var stofnuð árið 1927. Félagsmenn sáu sjálfir um skemmtiat- riði, eldri félagar um veitingar og var leikið fyrir dansi. Elísabet Jensdóttir fulltrúi unglingareglunnar mætti og færði stúkunni árnaðaróskir og gjöf. A myndinni má sjá nokkur böm á skemmt- upinpi._______ FERÐALÖG Vann í ferða- getraun Dregið hefur verið í ferðaget- raun tímaritsins Farvís sem er nýtt tímarit um ferðamál, gefíð út í sex þúsund eintökum. Verð- launin vom vikuferð fyrir tvo til Kýpur, frá ferðaskrifstofunni Úr- val. Þómnn Gísladóttir sem búsett er austur í Grímsneshreppi hlaut vinninginn og var það Þorsteinn Asmundsson sem afhenti verðlaun- in hjá umboðsaðila Úrvals austur á Selfossi. Á myndinni má sjá Þor- stein Ásmundsson, og Þómnni Gísladóttur með farseðil til Kýpur, vikudvöl á Apollonia Beach í Limas- soi. Hún hafði áður verið á Kýpur og kvaðst gjarnap leggja leið sína þangað aftur. í öðm tölublaði Farvís er einnig ferðagetraun, að þessu sinni em verðlaunin fjölskyl- duferð til Flórida. STYKKISHOLMUR Ný hljómsveit ásvið Stykkishólmi. Frá Árna Helgasyni. Busamir“ heitir ný og kraft- mikil hljómsveit sem tekin er til starfa í Hólminum og vekur hún góða athygli. Meðlimir hljóm- sveitarinnar hafa einnig spilað með Lúðrasveit Stykkishólms. HljómSveitin lék á afmæli barna- stúkunnar fyrir skömmu og mun leika á stærri skemmtunum í Hólminum og víðar. Á myndinni frá vinstri em: Siggeir Pétursson, Grétar E. Finnsson, Ólafur Stef- ánsson og Njáll Þórðarson. COSPER Það verður vafalaust erfítt að selja húsið með öllum þess- um draugagangi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.