Morgunblaðið - 16.12.1988, Side 20

Morgunblaðið - 16.12.1988, Side 20
MORGUNBLABIÐ, FÖSTUDAGUR, 16. DESEMBER 1988 LITGREINING IVIEÐ CROSFIELD MYNDAMÓT HF VALHUSGOGN Krómuó stólgrind, klædd þykkri uxahúó. Sænsk gæðavara. Verðkr. 46.000,-stgr. VALHUSGOGN Ármúla 8, sími 82275. Sýning Jóns Engilberts og listaverkabók um list hans Morgunblaðið/Bjarni Það er ekki nein sjálfstæð hugs- un, sem hefur ráðið myndunum á sýningunni, heldur teknar myndir úr Listasafni íslands og ASÍ, sem misvitrir ráðamenn í þessum ráð- um og klíkum héldu að væri það eftirSvein Björnsson Loksins, loksins kom að því að gerð yrði Listaverkabók um meist- ara Jón. Hún hefði átt að koma út löngu fyrr hjá ASÍ, eiginlega um svipað leyti og bók Jóhanns Briem. Nú fyrst hafa menn í ASÍ séð að ekki mátti dragast lengur að sýna landsmönnum hvað mikill málari hann var. Þetta hefur verið vandlega falið og reyndar látið liggja í láginni. List hans látin afskiptalaus, legið á honum, þessu „trölli" í íslenskri málaralist. Bókin er falleg og vel gerð. Það er skrifað mjög mikið um Jón sem pólitískan málara, sem er kannski í þágu þeirra sem stjórna 5 Safn- ráði ASÍ, en minna talað um ai- vöru málverk og stórkostlega list eins og tvær stóru myndirnar í Landsbankanum og stóru myndina í Listasafni Islands. Þær eru reyndar ekki sýndar á sýningunni af því víst, að þær komust ekki þangað inn og húsið rúmar þær ekki. Það er og mikið á sýning- unni af myndum sem söfn eiga og margsinnis er búið að sýna og eftirprenta, en látið vera að sýna góð verk út um borg og bý sem fáir eða engir hafa séð. Þetta fínnst mér galli á sýningunni, því af nógu var að taka, en ráðamenn ASÍ komu ekki auga á vegna kredduhugsjóna og ákefð í verka- lýðsmyndir og fólk í náttúrunni, sem eru reyndar mjög góðar myndir, en ég tel að það hefði mátt sýna meira af höfuðverkum meistarans þó þau séu ekki í bók- inni. Það eru sýndar myndir sem eru keimlíkar hver annarri, gerðar á svipuðum tíma. Þar hefði mátt setja inn í eitthvað af þeim mynd- um, sem var kasserað. Það er eins og þröngsýni hafi ráðið uppheng- ingunni, einhver viss tímabil, sem stjómendur, alvitrir, halda að sé það besta, sem Jón gerði um dag- ana. Þó þessi sýning sé áferðarfal- leg, þá er eins og það vanti að sýndar séu myndir, sem gera Jón það sem hann er og var í íslenskri list, þ.e.a.s. eínn af okkar stærstu málurum. /^lafoss-búðin Gjafavörudeild, Vesturgötu 2, sími 13404 Iðavöllum 14b, Keflavík, sími 12791

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.