Morgunblaðið - 16.12.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.12.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1988 Jólaljósin í HabiarQaróarhirkjugarói verða afgreidd frá og með föstudegi 16. des. til föstudags 23. des. Opið frá kl. 10-19 alla daga. Guðjón Jónsson, s. 43494. Ingibjörg Jónsdóttir, s. 54004. Frábært ti Iboð Sófasett klætt úrvals anelínsútuðu leðri. Sófi + 2 stólar. Verð aðeins kr. 109.000 afb, 98.000 stgr. Ath.: Aðeins örfá sett. VALHÚSGÖGIM Ármúla 8, sími 82275. Schiesser’S' IvmpiT Laugavegi 26, s. 13300 — Glæsibæ, s. 31300 Miðarnir frá henni Dídí Briem Samt hittumst við aðeins í skól- anum, eiginlega aðeins í kennslu- stundum- og einstöku sinnum á skemmtikvöldum, sem hún sótti Kafli úr æviminningum séra Árelíusar Bókaútgáfan Reykholt hefúr ----------- gefíð út æviminningar sr. Áre- líusar Níelssonar, Horft um öxl af Hálogalandshæð. Morgun- blaðið birtir eftirfarandi kafla úr bókinni, sem gerist á námsá- rum höfúndar í Reykjavík. Hann er nýkominn til Reykjavíkur, tvítugur að aldri og kominn í Kennaraskólann. Ég hef áður minnst aðeins á bömin í bekknum, skólasystkinin og skal ekki endurtekið. Og ég, sem aldrei átti raunveru- lega ættingja frá upphafi, varð að láta mér nægja og gafst raunar vel annarra bræður og systur, fann þama systkini, sem aldrei hafa gleymst lífs eða liðin, íjær eða nær. Eins og áður er ymt að, urðu þijú en þó aðeins þijú þeirra bréf- vinir mínir nokkra tíð. Þau voru Lúðvík Kristjánsson, Gunnar Olafs- son og Kirstín Briem. En milli hennar og mín urðu nokkur bréf næstu ár líkt og fram- hald af miðunum, sem urðu mér svo kærir og dýrmætir, þótt þeir væru í raun eins og bamabrek í skólanum mínum, einu brek mín í skóla. Mig langar til að leyfa þessari sögu, ef hún verður einhvemtíma á vegum minnar þjóðar að geyma nokkur þessara bréfa frá henni Dídí Briem. Þau eru iíkt og geislar frá ljóma liðinna drauma. Þær kenndir, sem mótuðu og urðu veitendur og frumþættir þess- ara miða era svipir óframfærinnar hrifningar, sem vora einkenni vakn- andi ástar, sem var manni svo heil- ög í æsku, að hún var aldrei með orðum og snertingu tjáð, en þó eilífð vígð. Hér era örfá sýnishom þessara æðaslaga og ímynduðu drauma, sem aldrei gátu ræst. Þar geymir hvert smáorð miklu meira en það sýnist, annars hefðu þau aldrei orð- ið svo mikils virði fyrir viðtakanda að hljóta geymd í hálfa öld: „Alli, það sem þú skrifaðir í morgun er svo fallegt, alltof fallegt handa mér. Þú mátt ekki halda, að ég sé góð og hrein. Mig langar aðeins til að vera það. Langar til að geta alltaf verið hrein. Miðann, sem ég hætti við að senda um daginn, fann ég bögglað- an niðri í töskunni minni. Ég ætla að senda þér hann seinna, svo að þú getir séð, að þar var ekkert merkilegt. Það, sem er skrifað með blýanti, skrifaði ég í tímanum — en var eitt- hvað svo lokuð og óupplögð og hætti. Ég hætti svo oft við margt í miðju kafi". „Alli, finnst þér ekki að bros geti verið hræðilegt. Manni getur beinlínis orðið illt af að sjá brosað stundum. Bros era oft svo „væm- in“. Bros getur líka verið kalt — ískalt. Þá er líklega réttara að kalla það glott. Ég hefí sem betur fer ekki fengið að kenna á þvi öðram fremur, aðeins séð það“. „Alli, þú skalt ekki iðrast. Ég held, að ég hafi aðeins gott af að heyra sannleikann, gott á vissan hátt. Ég er heldur ekki hugsandi út af því lengur. En hvernig er hægt annað en vera dapur, þegar maður verður að valda öðram hryggðar. Mér fínnst það hræðilegt. Og svo er ég líka misskilin stundum. Fyrir- gefðu. Dídí“ „Heldurðu, að það sé alltaf hægt að vera brosandi. Ég held að sú manneskja, sem væri síbrosandi yrði hjákátleg. Nnars ætla ég að brosa svo oft sem ég get, af því að ég held, að með því gjöri maður ósjálfrátt lífíð bjartara, bæði sér og öðram. Ég á Sr. Árelíus Níelsson þar við alla yfirleitt, ekki mig sér- staklega!! Samhygð getur oft lýst sér í brosj, en ekki alltaff „Ég átti alls ekki við, að þú mis- skildir mig. Það er einmitt af því að ég fínn, að þú átt samúð og skilning, að ég get sagt þér og skrif- að svo margt. Eg held bara, að þú hafír of mikið álit á mér, eftir því sem þú skrifar. Mér finnst ég oft andstyggileg." „Alli, það gjörði ekkert til. Ég var bara dálítið hissa á því, að þú skyldir fara. En við urðum sam- ferða Amþóri og Óla. Mér þykir vænt um, ef þú vilt' skrifa mér — finnst þú skrifa dálít- ið líkt Svövu (kennari á Akranesi).“ „Ég veit varla, hveiju ég á að svara því, sem þú spurðir um í morgun. Ég hef varla tekið eftir því, að ég væri nokkuð öðravísi en í haust, svo hið innra eða í skapi, eins og þú heldur. Má vera, að það sé af því, sem ég hef fengið að sjá og heyra upp á síðkastið. „Drýpur sorg, diýpur hryggð“. Af hveiju sagðir þú „þögn“ í gær? Það er svo gott að geta gleymt, en hvað væri lífið án minninganna? Það getur enginn orðið miki'i, sem ekki er sannurf „Alli, já, þú fórst — en mér þýð- ir lítið að óska. Ég á enga hetju- lund. Er eiginlega hrædd við allt. Ég held ég hafí sagt þetta með- töskuna út í bláinn, ef til vill af því, að ég óska tækifæris til að tala við þig, eins og ég hef ákveðið — og svo líka til að losna við hina fylgdina." „Alli, vertu ekki svona höstugur. En mér fannst bara skrítið, að þú sagðir þér þætti vænt um spegil- garm, brotinn og bramlaðan! En trúirðu annars — ég þekki ekki vorblómið. Dídí.“ Stundum hlakka ég til að losna úr skólanum, losna við allt. En samt held ég, að ég sakni margs. Viltu að Rúna lesi? Hún misskilur ekki! „Ég er víst að verða kæru- laussiri! Finnst þér það gott? Á viss- an hátt getur sveitalífið verið gott og blessað — en ekki kann ég að meta það — jú, stöku sinnum. Náttúran getur verið yndisleg. En sveitavinnan er alveg hræðileg — og svo er oft svo einmanalegt í sveitinni." „Mér þykir vænna um lyngið, sem klæðir landið okkar. Það er okkur skyldara eða nákomnara en rósin. Fegurð hennar er að vísu meira heillandi, en á annan hátt en lyng- lautin — ég kýs hana heldur. Didí.“ Það má með sönnu segja, að hér er sagan hálfsögð. Allt era þetta svör við svipuðum miðum, sem sjálf- sagt eru allir orðnir að fisi eða ösku, mínir miðar til hennar. lítið. Við urðum — þótt ótrúlegt sé — aldrei samferða úr skólanum. Hún var líka alltaf í fylgd með vinstúlku sinni, Sigrúnu Guðbrands, sem einnig var bekkjarsystir okkar. Aldrei kom Dídí inn fyrir dyr hjá mér eða ég á hennar heimili j bæn- um á Sólvallagötu 23, að Ási hjá móðursystur hennar Guðrúnu Lár- usdóttur og sr. Sigurbimi Á. Gísla- syni. Samt hafa kynni okkar, svona smá, haft ævilangt gildi. Mér finnst hún enn í dag hafa verið bjartasta ljósið í bekknum og er þá mikið sagt. Mér fannst mikið til um alla persónulega. Hún var að allra dómi bæði fögur, greind og góð, en ákaf- lega innhverf, eiginlega fæddur ein- fari, en samt öllum ógleymanleg, hlédræg, hógvær, unnandi öllu góðu og fögra í lífí og listum og ekki síst ættfræði og fomfræðum. En það heyrði ég síðar. Nær mátti segja, er við kvödd- umst skólaslitadaginn, að þögn vor- kvöldsins hvíslaði: „Þið sjáist aldrei framar.“ En við skrifuðumst á um tíma og í fyrsta bréfinu mínu heimanað til hennar var þessi vísa: Fjöllin mín þau hugga þótt hrynji nokkur tár. Þau hafa fyrri lagt sín smyrsl á sárin. Þau breiða út stóra faðminn með gróður, fossa og gjár. Þar geymir lyngið þomuð bemsku tárin. Ég tel rétt að geta þess hér strax, að sjaldan bar fundum okkar saman síðar á ævinni, en þó þannig að ógleymanlegt er. Hún virtist alltaf vaka í vitund minni. Og mynd, sem hún gaf mér af sér, lét ég í lítinn en fallegan ramma og hafði ávallt á skrifborði mínu öll mín námsár og einnig eft- ir að ég varð prestur. En einu sinni, þegar ég kom heim úr utanlands- för, var hún horfin, en hafði verið á sama stað um áratugi. Ég lét sem ég veitti því ekki at- hygli. Fann að þarna var orðið eitt- hvað heilagt, hafði kannski alltaf verið það. Aldrei skyldu skuggar hversdagsleikans byrgja hana í minningum mínum. Það var nóg, og gyllti litli stokkurinn með skóla- miðunum gat opnað mér sólskin daganna í skóla minningalandsins, skólanum mínum. Hún gerði mér einnig þann óvið- jafnanlega greiða, þegar ég var að lesa menntaskólanámsefnið við kennslustarf vestur í Stykkishólmi, að fá frænda sinn ágætan, Láras Pétursson í Hofí við Sólvallagötu 25, til að senda mér mánaðarlega upplýsingar um, hvað lesið var í hverri námsgrein skólans allan vet- urinn, svo að unnt væri að fylgjast með og gera sér eigin stundaskrá. Eftir átta ár frá lokaprófi í Kenn- araskólanum var ég orðinn kandi- dat í guðfræði og kom í Hof á brúð- kaupsdegi mínum 2. maí 1940. Þá stóð hún þar við dyraþrepin með lítið bam sitt í vagni. Hafði verið í heimsókn hjá ömmu sinni og nöfnu, Kirstínu Pétursdóttur. Hún óskaði okkur allra heilla með heillandi brosi og framkomu. Við tókum aðeins tal saman tvö. En um leið og við kvöddumst, laut hún að mér og sagði Iágt, og enn trúi ég naumast eigin eyram: „Jæja, við erum þá bæði gift. Ekki veit ég nema ég skilji bráð- um.“ Aldrei fékk ég skýringu á þessum orðum hennar. Og nú fóra ekki lengur neinir bréfmiðar okkar á milli. En Iiðu árin til 12. júlí 1947. Þá var ég staddur í kirkjugarðinum á Eyrarbakka við opna gröf fimm ára gamals sonar míns. Umhverfis var mannfyöldi mikill og móðir drengsins veik norður á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.