Morgunblaðið - 16.12.1988, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 16.12.1988, Qupperneq 39
_____________________________________MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1988 Samþykkt Sambandsstj órnar VSÍ: Varað við efnahags- stefnu ríkisslj ómarinnar Á FUNDI Sambandsstj órnar Vinnuveitendasambands Islands i gær var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Horfur í efnahagsmálum hafa á skömmum tíma versnað til mikilla muna. Nýjar upplýsingar benda til þess, að þjóðartekjur verði ríflega 8% minni á næsta en því síðasta. Forsendur þjóðhagsáætlunar hafa því breyst í grundvallaratriðum og fjárlagafrumvarp, sem byggir á úreltum forsendum, er ónýtt gagn. Atvinnulífið hlýtur að gera þá kröfu, að stjómvöld endurmeti horf- ur í efnahags- og atvinnumálum áður en ríkisútgjöld og skattastefna fyrir næsta ár er endanlega ákveð- in. Sambandsstjórn VSÍ varar við þeirri stefnu sem fram kemur i tekjuöflunarfrumvörpum ríkis- stjórnarinnar og miða að stór- hækkun skatta. Þörf er á sam- drætti ríkisútgjalda en ekki aukinni skattheimtu, því samdráttur þjóðar- tekna réttlætir ekki aukinn hlut hins opinbera. Hækkun á beinum og óbeinum sköttum einstaklinga skv. skattafrumvörpum ríkisstjóm- arinnar mun skerða ráðstöfunar- tekjur alls almennings um nær 3% Bíóhöllin sýnir vin- sæla fjölskyldumynd Bíóhöllin hefur hafið sýningar á gamanmyndinni „Hver skellti skuldinni á Kalla kanínu?". Um þessar mundir er myndin frum- sýnd víða í Evrópu. Myndin var fmmsýnd í 285 kvik- myndahúsum á Bretlandi um síðustu helgi og sló aðsóknin öll met þar í landi. Aðsóknin hefur einnig verið mikil í Bandaríkjunum og má sem dæmi nefna að það tók aðeins fimm daga að hafa upp í útlagðan kostnað við gerð myndar- innar sem var um 40 milljónir doll- ara (um 1,8 milljarðar ísl. kr.). Framleiðandi „Hver skellti skuld- inni á Kalla kanínu?“ er Robert Zemkins en hann leikstýrði fjöl- skyldumyndinni vinsælu „Aftur til framtíðar“. Myndin er gerð eftir handriti Stevens Spielbergs og Kat- hljm Kennedy. Myndin var fjögur ár í vinnslu og er viðamesta verk- efni Wamer Brother-kvikmynda- fyrirtækisins frá upphafí. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 15. desember. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 60,00 60,00 60,00 1,061 63.660 Ýsa 99,00 46,00 84,87 0,904 76.692 Ufsi 24,00 24,00 24,00 0,079 1.896 Karfi 15,00 15,00 15,00 0,010 143 Steinbítur 19,00 19,00 19,00 0,035 Í363 Langa 24,00 24,00 24,00 0,236 5.664 Lúða 185,00 185,00 185,00 0,010 1.758 Keila 19,00 19,00 19,00 0,139 2.639 Samtals 61,93 2,472 153.115 Selt var aðallega úr Lómi SH, Jóni á Nesi SH og frá Hróa hf. ( dag verður selt úr bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 66,00 27,00 63,76 2,105 134.195 Þorskur(óst) 50,00 43,00 49,52 5,917 292.987 Ýsa 55,00 55,00 55,00 0,042 2.310 Ýsa(ósl.) 84,00 64,00 81,34 4,885 397.346 Karfi 38,00 38,00 38,00 0,097 3.686 Grálúða 32,00 32,00 32,00 1,347 43.104 Samtals 60,70 14,393 873.628 Selt var úr Skipanesi SH og netabátum. ( dag verður selt úr bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 48,50 48,50 48,50 1,650 80.025 Ýsa 100,50 98,00 98,99 1,660 164.130 Lúða 241,00 170,00 192,98 0,469 90.604 Tindaskata 5,00 5,00 5,00 0,296 1.480 Samtals 82,55 4,075 336.439 ( dag veröa meðal annars seld 25 tonn, aðallega af þorski, úr Eldeyjar-Hjalta GK og óákveðið magn af þorski og ýsu úr Happa- sæli KE. til viðbótar þeirri tekjuskerðingu, sem leiðir af breyttum ytri aðstæð- um. Áformaðar breytingar á tekju- sköttum fyrirtækja sýnast í reynd jafngilda því, að skatthlutfallið hækki úr 48% í um 70% af möguleg- um hagnaði. Þessum breytingum er auk þess ætlað að hafa aftur- virkt gildi fyrir allt yfirstandandi ár, svo fjárotólalegar ráðstafanir sem voru skynsamlegar í haust, reynast rangar vegna afturvirkra áhrifa boðaðra breytinga. Gangi þessi breyting fram mun það gera íslenskum fyrirtælq'um nær óger- legt að rétta úr kútnum eftir yfír- standandi þrengingar, koma í veg fyrir að fyrirtæki geti byggt upp sitt eigið fé með nauðsynlegum arði á við peningalegan spamað. Þetta gerist samtímis því að ráðamenn lýsa því opinberlega sem megin- vanda atvinnulífsins, hversu veik eiginfjárstaða fyrirtækjanna er og hve háð þau eru lánsfé. Skattafram- varpið eykur þennan vanda og stuðlar ásamt með öðram þáttum í efnahags- og skattastefnu stjóm- valda að hnignum íslenskra at- vinnuvega. Róttækar breytingar fram og aftur á sviði skattamála hafa kennt mönnum, að ekki sé því að treysta, að það sem sagt er að morgni standi að kvöldi. Boðaðar breytingar á vörugjöldum, tekjusköttum og framlenging lántökuskatts era lýs- andi dæmi um hringlandahátt í hagstjóm, sem til þess er fallinn að magna upp sveiflur í efnahagslíf- inu en ekki milda þær. Atvinnulífíð og þjóðin öll þarf á stöðugleika að halda og krefst þess að stjómvöld hagi aðgerðum sínum í samræmi við þær þarfír. Efnahagsstefna flestra ríkja heims beinist nú markvisst að auknu fijálsræði í gjaldeyrismálum og að horfið er frá sértækum að- gerðum og háum jaðarsköttum að almennari og óbeinni skattheimtu. Jafnhliða er víðast stefnt að minni skattlagningu fyrirtækja og minnk- andi áhrifum opinberra aðila á starfsemi þeirra. Allt miðar þetta að því að glæða viðskipti, fjölga störfum og bæta lífskjör. Það er því hörmulegt til þess að vita, að íslensk stjómvöld bregðist við að- steðjandi vanda í atvinnu- og efna- hagslífi með fullkomlega gagnstæð- um hætti. Þar er byggt á aukinni opinberri mismunun atvinnugreina og fyrirtækja og aukinni skatt- heimtu. Almennum aðgerðum til styrktar atvinnulífínu er hafnað en sértæk fyrirgreiðsla við einstök fyr- irtæki og atvinnugreinar er hafin til vegs á ný, fullum þrjátíu áram eftir að önnur ríki Vesturlanda köstuðu slíkum lausnum fyrir róða. Við þetta bætist óraunsæ opinber gengisskráning, sem á sér ekki markaðslegar forsendur, en leiðir taprekstur yfir atvinnulífið og skuldasöfnun yfír þjóðina. Stjómar- stefnan gengur þannig þvert á al- þjóðlega strauma efnahagsmála og dæmir íslendinga í efnahagslega útlegð frá öðram þjóðum á vestur- hveli jarðar, ef ekki verður breyting á. Sambandsstjóm VSÍ varar við afleiðingum efnahagsstefnu ríkis- stjómarinnar. Gangi hún fram verð- ur samdrátturinn í efnahagslífinu enn þungbærari en ytri aðstæður gefa tilefni til.“ Hafliði áritar í Hagkaupi Hafliði Vilhelmsson áritar nýjustu skáldsögu sína, Gleymdu ekki að ég elska þig, í bókadeild Hagkaups í Kringlunni, milli kl. 15 og 17 í dag, föstudag og færir sig þaðan í Hagkaup í Skeifunni og verður þar eftir kl. 17.30. Hafliði áritar einnig eldri bækur sínar. (Fréttatilkynning) SainliÍ! uni . byí-sint'ii tónlistnrfiúss í þessum bás á annarri hæð Kringlunnar fer “Kringlukastið“ fram. Kringlukast heldur áfiram í Kringlunni I DAG, föstudag, og á morgun, laugardag, munu Samtök um byggingu tónlistarhúss halda áfram með hlutaveltuna „Kringlu- kast“ á annarri hæð í Kringlunni. í fréttatilkynningu frá samtök- unum segir að mörg fyrirtæki í húsinu hafi lagt hlutaveltunni til vinninga. Þá muni hljóðfæraleik- arar og söngvarar láta í sér heyra meðan á “Kringlukastinu“ stend- ur. Klukkan 11 á föstudagsmorgun leikur strengjakvartettinn Seren- ata Vínartónlist, kl. 17 syngur Dómkórinn undir stjóm Marteins H. Friðrikssonar og kl. 15 á laug- ardaginn leikur Pétur Jónasson á gítar. 39 Bill Murray í hlutverki sínu í kvikmyndinni Jólasögu sem sýnd er í Háskólabíói. Jólasaga í Háskólabíói HÁSKÓLABÍÓ hefúr tekið til sýninga kvikmyndina Jólasögu (Scrooged) með Bill Murray, Karen Allen, John Forsythe, Boþ Goldthwait, Carol Kane og Robert Mitchum í aðalhlutverk- um. Leikstjóri er Richard Donn- er. í kynningu Háskólabíós segir m.a. að Frank Cross sé forstjóri stórrar sjónvarpsstöðvar í New York sem ætlar að senda út leikgerð hinnar frægu skáldsögu Charles Dickens um nirfílinn Scrooge og sinna- skipti hans á aðfangadagskvöld. Einn aðstoðarmanna hans leyfír sér að efast um réttmæti auglýs- ingar sem ætlað er að kynna þessa myndina og rekur Frank hann umsvifalaust. Frank svipar æ meira til nirfils- ins Scrooge eftir því sem við kynn- umst honum nánar. Honum birtast vofur í tvígang sem riQa upp fyrir honum óþægileg atvik úr fortíðinni og honum verður ekki um sel. Þegar Frank era sýnd ókomin jól bregður honum illilega í brún og tekur í raun sinnaskiptumm eins og Scrooge skröggurinn forð- um. Dregið í happ- drætti Keilis Dregið hefur verið í happdrætti Golfklúbbsins Keilis og féllu vinn- ingar á eftirtalin númer: 361, 823, 127, 1584, 1182, 713, 162. Vinningsnúmer era birt án ábyrgðar. (Fréttatílkynnmg) Syngja í sólarhring NEMENDUR Gagnfræðaskól- ans í Mosfellsbæ ætla að hefja söng um hádegi á laugardag og syngja samfellt til hádegis á sunnudag. Tilgangurinn er að safha fé til kaupa á húsgögnum og öðrum munum til að bæta aðbúnað nemenda í skólanum. Milli 50 og 60 nemendur ætla að taka þátt í söngnum og leysa hvort annað af, einn tekur við þá annar hættir. Þegar er hafín söfíi- un áheita og verður skólahúsið opið frá 17.00—20.00 á laugardag fyrir þá sem áhuga hafa á að styrkja framtakið. Hús Gagn- fræðaskólans í Mosfellsbæ er kom- ið til ára sinna og þykir nemendum skorta þar nokkuð á viðunandi aðbúnað. Þeir vilja með maraþon- söngnum leggja sitt að mörkum til að úr því verði bætt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.