Morgunblaðið - 22.12.1988, Síða 14

Morgunblaðið - 22.12.1988, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988 Saga Þorlákshaftiar Bókmenntir Erlendur Jónsson Skúli Helgason: SAGA ÞORLÁKSHAFNAR til loka áraskipaútgerðar I.-III. Bókaútg. Óm og Orlygur hf. 1988. Þetta þriggja binda verk er geysi- mikið að umfangi og efni, samtals Qórtán hundruð síður! Hvert bindi ber sinn undirtitil: Byggð og búend- ur, Veiðistöð og verslun og At- burðir og örlög. Höfundur kveðst hafa unnið að verkinu í þrjá ára- tugi. »Tekið skal fram,« segir í formála, »að.hér verður engin heild- arsaga rakin, heldur aðeins brugðið upp svipmyndum úr sögu margra alda, þó að sjálfsögðu mest síðari tíma.« Svipmyndasafn? Kannski lýsir það verkinu best? Aðfangaleið- ir höfundar hafa vitanlega verið fleiri en nöfnum tjáir að nefna. Mikið telur hann sig t.d. hafa þegið af Þórði Sigurðssyni fræðimanni sem bjó á Tannastöðum í Ölfusi á fyrri hluta þessarar aldar. Þórður var kunnugur í Þorlákshöfn því þar hafði hann róið margar vertíðir; var HEILDSÖLU- MARKAÐUR Allt nýjar vörur fyrir fiillorðna jafnt sem böm Lcaugavegi 22a, gengid inn unt porlid Dæmi um yerð: Mjög gott verð Buxurkr. 1.470,- Karlmannaírakkar kr. 3.000,- Skyrtur kr. 900,- Úlpurkr. 1.500,- og margt, margt fleira. Sjón er sögu ríkari! þar að auki með fróðustu mönnum sinnar tíðar um fyrri alda menn og ættir og minnugur vel. Höfundur vitnar til Páls Eggerts Ólasonar sem sagði: »Engin saga verður ann- að en ágrip.« Það má til sanns veg- ar færa. En um þetta mikla rit má líka segja að það sé bæði saga og safnrit; svo margháttaður fróðleik- ur er þama saman dreginn: sagn- fræðilegar staðreyndir — þjóð- sagnaefni og allt þar á milli. Til að mynda er birt þama talsvert af frumgögnum. Ef nefna skal eitt- hvað sem undirrituðum þykir sér- lega forvitnilegt bendi ég á upp- skrift bús í Herdísarvík frá árinu 1878. Þess var þá jafnan krafist varðandi þvílíkan gjöming að hvað- eina væri skrifað upp, stórt og smátt, og ýtmstu nákvæmni gætt. Þess er þama getið hvemig húsa- skipan var háttað, hvaða áhöld og verkfæri vom til; og' bókaeign er auðvitað tíunduð: »Tvær biblíur, 2 sálmabækur, 1 grallari og Mynsters hugleiðingar; Njála, 4 Passíusálmar og ýmislegt bókamsl.« Hvorki hefur það verið guðsorð né fomrit sem kallað var msl í þá daga; líkast til þýddir reyfarar. Þarna var einnig til »ýmislegt kaðalmsl«, og em þar með upptaldar eignir sem ekki vom nefndar sínum réttu nöfnum. Til vom »4 pottar heilir og 1 bilaður« og hafa vafalaust fyrirfundist heim- ili með minni pottaeign. Þriðja bindið er reyndar skemmtilegast en þar em sagnir ýmsar tengdar Þorlákshöfn. Er þar fylgt þeirri gömlu hefð að byggt er á munnlegum heimildum sem síðar em treystar með skjalfestum gögn- um þegar því verður við komið. Kveðskapur er líka birtur þama, gamlar formannavísur svo dæmi sé tekið. Skúli Helgason Þegar öllu er á botninn hvolft nær saga þessi yfir talsvert víðara svið en Þorlákshöfn eina. Því margt hvað hefur þama almennt þjóð- fræðigildi þótt það tengist umrædd- um stað að nafninu til. Myndir setja ekki mikinn svip á ritið. En þeim mun merkilegri em þær sem þar em birtar. Til dæmis em þama myndir af kynjakvistum ýmsum sem kunnir vom um síðustu aldamót, Símoni Dalaskáldi, Eyjólfi ljóstolli og fleiri slíkum, auk bænda- fólks og embaettismanna sem við sögu koma. Em þær, margar hveij- ar, undraskýrar. Þá em þama all- margar myndir af skipshöfnum, aðallega frá aldamótum. Er ekki ofmælt að með saman- tekt þessa rits hafi Skúli Helgason unnið stórmikið starf og merkilegt sem skipi honum á bekk með okkar bestu fræðimönnum. Hugurinn fiillur af leyndardómum... Békmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Herbjörg Wassmo: Húsið með blindu glersvölunum. íslensk þýðing: Hannes Sigfús- son. Útg. Mál og menning 1988. Húsið með blindu glersvölunum er fyrsta verkið í þríbók höfundar um stúlkuna Þóm, seni í upphafi ferðar er telpukom sem býr með móður sinni og stjúpa á lítilli eyju við Norður-Noreg. Hinar tvær seinni em Det stumme Rommet og Hudlös himmel og Herbjörg Wassmo hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir verkið eftir að þriðja bókin kom út. Móðir Þóm, Ingiríður, hefur átt telpuna með þýskum hermanni sem var í hemámsliði Þjóðveija á stríðsámnum. Hlutskipti móðurinn- ar er því harkaleg fyrirlitning sem yfírfærist á telpuna. Móðirin hefur aldrei treyst sér til að horfast í augu við fortíð sína og það er ekki fyrr en Rakel frænka hennar út- skýrir fyrir henni liðnar stundir, að henni tekst að setja ýmsa atburði í samhengi í ungum huga sínum. Samt hefur nú móðirin náð sér í Henrik fyrir eiginmann, en það átti sínar ástæður á sínum tíma. Henrik er mesta dusilmenni og lydda, ekki sér hann fyrir fjölskyld- unni, svo að móðirin verður að vinna hörðum höndum. Einatt em þau Henrik og telpan ein heima á kvöld- in og hún ung þegar stjúpinn fer að misnota hana kynferðislega. Stúlkan bregst við eins og dæmi- gert er með böm sem em svívirt á þennan hátt, hún þegir þunnu hljóði, full andstyggðar og sektar- kenndar. Líf hennar er samt ekki samfelld martröð, henni auðnast að nota ímyndunarafl bamsins til að kom- ast í alls konar drauma og ímyndun- arheim, sem gerir henni lífið bæri- Herbjörg Wassmo legra og á stundum gott. Sam- skipti hennar við frænkuna Rakel og mann hennar Stmon opna henni nýja sýn, að ekki sé nú talað um, þegar mállaus piltur Friðrik kemur í litla bæinn og hún eignast vináttu hans. Vináttusambandi þeirra er lýst einkar ljúflega og lifandi. Und- ir lokin verður það hlutskipti Þóm að bjarga Henrik frá bana, en kannski þarf hún. ekki að óttast neitt í bráð, því að hann er hand- tekinn fyrir íkveikju og fluttur á brott. Höfundur hefur afar næmt auga fyrir tilfinningum telpunnar og lýsir þeim af mikilli nærfæmi. Þetta er mögnuð saga, með und- iröldu heitra tilfínninga. Allt er sagt á lágu nótunum, lesandi verður að lesa milli lína, því að hér er oft talað hljótt. Telpan, Þóra, verður mjög skýr persóna og fjöldamargar persónur sögunnar listavel gerðar. Hannes Sigfússon hefur unnið þýð- inguna af kunnáttusemi og vand- virkni eins og vænta mátti. En fullmikið af prentvillum er í bók- inni, sem skrifast á reikning útgáf- unnar, sem að öðm leyti er hin hugnanlegasta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.