Morgunblaðið - 22.12.1988, Side 18
-*—r
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988
Svart og bjart
Békmenntir
JennaJensdóttir
Ólafnr Haukur Símonarson:
Gauragangur.
Mál og menning 1988.
Ormur Óðinsson (ég) 17 ára pauf-
ast gegnum sortann með glás af
pappír, ritvélina, sængurfatapoka og
matarbirgðir. Ferðinni er heitið í
auða húsið hrörlega (sem faðir Höllu
á), sem er þarna handan við borgina
„til að skrifa sögu um það sem gerð-
ist í fyrravetur“.
Ef til vill ætti að hugsa vetrarsögu
Orms Óðinssonar út frá þessum orð-
um er höfundur leggur honum í
munn: „Síðan ég lá hvítvoðungur í
vöggu hefí ég nærst á tvennu: mis-
skilningi og saltfíski."
Strax í upphafí sögunnar er ljóst
að veröld Orms Óðinssonar er honum
fangelsi, þar sem tortryggni, mis-
skilningur, áreitandi þjóðfélags-
hættir, fjandsamlegar aðstæður og
samferðafólk (flest illþolandi), hefur
fest rætur í umhverfi hans öllu.
Foreldramir hafa skilið og móðir-
in býr með bömum sínum ijórum í
gömlum, þrílyftum timburhjalli við
Holtaborg. Þau búa á hæðinni. Elst-
ur er bróðirinn Hallfreður, sem bein-
ir fáorðum tilfínningum sínum í ást
á íþróttum og hatur á föðumum.
Systirin Gunnfríður með snefíl af
bókmenntaviti er í tygjum við norð-
lenskan risa með hrekklaus augu og
ber hún brátt merki samveru þeirra.
Ási litli, yngsti bróðirinn, er mál-
haltur og mátulega vel gefínn — en
slyngur þó á sumum sviðum. Móðir-
in „raunsæislega umburðarlynd og
afbrigðilega jákvæð" (ekki alltaf
gagnvart Ormi) og á drykkfelldan,
fjöllyndan sjómann að vini.
Faðirinn býr með ungri konu,
gerir það gott og gefur Ormi bjór
og peninga.
Gáfumaðurinn í fjölskyldunni,
Ormur Óðinsson, á stóra drauma um
sjálfan sig, en litla um aðra.
Eins og hendir mörg gáfnaljós
sýnist honum skólinn samfelld mar-
tröð og kennarar, að meðtöldum
skólastjóra, skilningslausir óþverrar
og ofbeldissinnaðir í þokkabót.
Ormur, sjálfur menningar- og
skáldlega sinnaður, er hrapallega
misskilinn í skóla, heima og raunar
alls staðar. Hann berst fyrir viður-
kenningu annarra á hæfileikum
sínum og persónuleika — en með
litlum árangri.
Þegar mikið blæs á móti í skólan-
um þráir hann að losna úr fjötrum
kerfisins. Og hann fær útrás í því
að sjá eftirmæli um sjálfan sig (17
ára) sem hann ímyndar sér birtast
í Morgunblaðinu:
„ .. .í Holtaskólanum var Ormur
liðsoddur í hinum ofurraunsæis-
hneigða skáldahópi Bomsunni, sem
gaf út listatímaritið Bamgóða hræ-
gamminn, en það rit bar með sér
ferskan anda inn í bókmenntir
Holtaskólans og íslensku þjóðarinn-
ar...“
Skólabróður sinn og vin, Rúnar,
kallar Ormur Ranúr. Þeir bralla
margt saman. „Við Ranúr vorum
talsvert að pæla í djöflatrú, svörtum
Ólafur Haukur Símonarson
messum, galdrastöfum og gull-
gerð...“
Tvær skólasystur hafa talsverð
áhrif á Orm og auka á sálaróróa
hans, stundum á jákvæðan hátt
hreinna tilfínninga. Linda sem býr
í sögufrægu húsi við Tjömina og á
óaðfinnanlega foreldra sem em í
„menningarhringiðu borgarinnar".
„Linda er gyðja“.
Halla, „Hún er feit, falleg og
helvíti klár...“ Foreldrar hennar
búa í blokk.
Hreiðar fombókasali og kötturinn
hans, Brandur, búa í kjallaranum
hjá Ormi. Þangað hefur hann sótt
frá því hann mundi fyrst eftir sér
og teygað þar ýmislegt þroskavæn-
legt í andlegu samneyti við Hreiðar.
Allar þessar persónur og margar
fleiri birtast í atburðum daganna, í
samskiptum við Orm, eða í afskipt-
um af honum.
Stundum virkar það á lesanda
eins og höfundur gangi nærri Ormi
er hann ljær honum í munn gróft
orðbragð og særandi beittar athuga-
semdir án áreitandi tilefnis. Þetta
virkar eins og hann ætli Ormi enga
útgönguleið.
Frá sjónarmiði Orms sýnist iðja
þeirra Ranúrs, er afla gnægð bóka
til jólagjafa, ósköp eðlileg. Einnig
aðferðir Orms við að tryggja það
að Ranúr nái grunnskólaprófi.
Er móðir Ranúrs hendir hægðum
þeirra vina sem þeir geymdu til gull-
gerðar í ískistu hennar, vekur það
reiði Orms.
Tilraunir Orms við að gerast áber-
andi í menningar- og skemmtanalífí
skólans mistakast vegna skilnings-
leysis yfírvalda og framúrstefnu-
skoðana hans.
En gegnum sögu Orms liggur
fíngerður, gullinn tónn sem leynir á
sér, svo fíngerður að ég óttast að
lesendur komi ekki allir auga á hann.
Skilningsríkur Ormur og góður
við Ása litla bróður sinn. Klökkur
Ormur er hann lítur mynd af foreldr-
um Ranúrs ungum og minnist örlaga
föðurins. Nærgætinn, sorgbitinn
Ormur þegar Hreiðar fombókasali
verður veikur og deyr.
Ormur heltekinn af sálarþjáningu
yfír samskiptum sínum við Lindu og
foreldra hennar, þegar ljóst er að
ástarsamband þeirra hefur borið
ávöxt sem á að deyða. Linda, sem
hann elskaði.
Vinátta Orms og HÖllu sem er
fögur í eðli sínu. Allt er þetta (og
raunar fleira) sameinað í undur fagr-
an tón.
Sagan endar vel. Ormur losnar
undan oki grunnskólakerfísins og
kynnist sjónum og sjómennsku í
fýlgd með sjómanninum drykkfellda,
vini móður sinnar.
í sögulok sameinar höfundur
skemmtilega það best í sundurlyndri
§ölskyldu og þeim sem næst henni
standa.
Þetta er stórbrotin saga og sann-
ferðug. Það vita þeir sem um ára-
tugi hafa, í kennslu, þekkt til ungl-
inga eins og Ornls, flosnaðra heim-
ila og grunnskólakerfísins, þar sem
kennarar eru nánast notaðir sem
sleggjukastarar í höfuð þeirra, sem
eyfa sér að vera betur eða verr
jefnir — eða öðruvísi — en fjöldinn.
Orðskrúð sögunnar virðist mér
stundum fullmikið og jaðra við orð-
mælgi — það laðar ekki unglinga
að henni, hversu góð sem hún er.