Morgunblaðið - 22.12.1988, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988
SIEMENS -gœði
HRÍFANDI OG ÞRÍFANDI
RYKSUGA FRÁ SIEMENS!
Tilvalin ryksuga fyrir minni heimili og skrifstofur.
Lítil, létt og lipur
Kraftmikil (800 W) en
sparneytin
Stór rykpoki og sýklasía
Sjálfinndregin snúra og
hleðsluskynjari
SIEMENS framleiðsla tryggir
endingu og gaeði
Verð kr. 8.320,-
SMITH&NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300
' ............................... " .............. 11111 " ""
.Okkar landsþekkta víkingaskip er hlaðið
gómsætum réttum þannig aðallirfinna
eitthvað Ijúffengt við sitt hæfi fyrir jólin.
Verð pr. mann aðeins kr. 995.-
Borðapantanirísíma 2 23 22.
j . I ; vr.i: •
„... En glíman þarf að
eignast æðri hylli
eftirLovísu
Einarsdóttur
Tilefni þess að ég sting niður
penna er að Jón M. Ivarsson skor-
aði á áhugafólk um glímu að láta
til sín heyra í grein sinni í Mbl. 17.
nóvember sl.
Spennuþrungið íþróttaefiii
íþróttagreinum fer stöðugt fjölg-
andi hér á landi og keppst er um
að fá sem flesta til að stunda grein-
amar, því styrkurinn felst í fjöldan-
um. Val og umfjöllun fjölmiðla á
íþróttum leikur stórt hlutverk, því
hingar mörgu íþróttagreinar eru
mjög misvinsælt sjónvarpsefni.
Tíðarandinn í dag virðist kalla á
spennu og hraða atburðarás til þess
að áhorfandinn sitji sem fastast við
tækið og lítið talið vera að gerast
nema andrúmsloftið sé þrungið
spennu frá upphafi til enda. Það
hefur ekki verið vísindalega rann-
sakað hér á landi hvort þetta
spennuefni sé það íþróttaefni sem
þjóðin vill og er það mjög svo tíma-
bært á tímum heilsuræktarvakning-
ar að spyrja að því og fá svör.
Barátta áhugasamra glímuáhuga-
manna fyrir lífí og menningargildi
glímunnar í nútímaþjóðfélagi er
aðdáunarverð þegar litið er á hve
fámennur þessi hópur er. Seigla
þeirra og baráttuþrek í að viðhalda
lífi glímunnar á það skilið að yfir-
völd mennta og fjármála í landinu
sýni vilja til þess að glíman haldi
velli, því hún hefur lifað með þjóð-
inni frá fomöld.
Frá fortíð til nútíðar
í íslendingasögum er glímunnar
getið vítt og breitt en í fomöld var
glíman algeng skemmtun á þingum
þar sem menn 'tókust á til að reyna
með sér fími, kraft og þor.
í Grettissögu er þess getið er
Grettir hittir Auðun:
„Tókust þeir þá fangbrögðum og
glímdu, þóttust menn þá sjá að
Grettir var sterkari en menn ætl-
uðu, því að Auðunn var rammur
að afli. Áttust þeir lengi við en svo
lauk að Grettir féll.“
í Fóstbræðrasögu er svo sagt frá:
„Með þeim fóstbræðrum Eyjólfi
og Þorgeir var vingott á unga aldri.
Þeir voru báðir knáir menn og ólat-
ir og var löngum mikið um þá en
framfærslukerling Þórdísar amað-
ist oft við þeim og glímum þeirra,
en þeir glettust því meir við kerl-
ingu sem hún angraðist meir við.“
Þjóðskáldin hafa gert glímu að
yrkisefni eins og Grímur Thomsen
og Matthías Jochumsson í kvæðum
sínum „Glámur“, þótt sú glíma hafi
verið bæði hatrömm og grimm og
þar verið glímt upp á líf og dauða:
„Allt í einu af draugnum dregur
dagsbrúnar sést fyrsta skíma
Grettir upp á öxl hans vegur
úr skálanum færist glíma.
Dettur Glámur - En dró frá mána
draugurinn mælti og rak upp skjána.“
Grímur Thomsen
K
•K
-3
VEL VALIN LEIKFÖNG • VÖLUSKRÍN • KLAPPARSTÍG 2«
Glímufélag Reykjavíkur er fyrsta
íþróttafélagið sem Islendingar
komu á fót, en það var stofnað 11.
mars 1873. Einn af frumkvöðlum
að stofnun þess var Sverrir Runólfs-
son. Fljótlega var ráðist í að gera
merki eða fána fyrir félagið og
skyldi það vera hvítur fálki á bláum
grunni. Þessi fáni varð síðar tákn
fyrir sjálfstæðisbaráttu íslendinga.
Stofiiun Glímusambands
íslands
Þegar Glímusamband íslands var
stofnað 1965 var hafist handa við
að endurskoða glímulögin,
þágildandi lög voru frá 1951.
1967 var sendur 15 manna
glímuflokkur á Heimssýninguna í
Það fór ekki á milli mála að
norrænir fræðimenn hafa mikinn
áhuga á þeirri sérstöðu sem
glímuíþróttin hefur skapað með
íslensku þjóðinni. Mikið var spurt
um þróun hennar og stöðu í dag
og hvemig varðveisla hennar hefði
þolað tímans tönn, en því er til að
svara að þrautseigja nokkurra
einstaklinga sem hafa haft
óþijótandi þolinmæði og elju, hefur
ráðið miklu þar um — en hvað dugar
hún lengi?
Að lokum
Islensk stjómvöld hafa fengið
erindi glímumanna til umfjöllunar
og afgreiðslu. Mikilvægt er að núna
verði lagt fram fé til þess að glíman
haldi lífi.
Nú takast stúlkur einnig á í glímu.
Montreal undir stjóm Þorsteins
Einarssonar. Undir stjóm sama
manns fór hópur 1975 til þess að
sýna glímu víðsvegar um Kanada
í tilefni 100 ára afmælis
íslandsbyggðar þar. 1971 sendi
Glímusambandið tvo menn til.
Japans til að sýna glímu fyrir
þarlenda sjónvarpsstöð.
Þetta kynningarátak hefur
tvímælalaust haft áhrifa en betur
má ef duga skal. í dag hafa örfáir
aðilar gert stórt átak til þess að
kynna glímuna í grunnskólum og
víðar, bæði heima og að heiman. I
grunnskólalögum um íþróttir
kveður svo á að öll börn eigi að fá
tilsögn í glímu. Þessu hefur ekki
verið framfylgt í hvívetna, sökum
þess m.a. að margir skólar eiga
ekki glímubelti. Þarf að ráða bót á
því.
Námskrá íþrótta-
kennaraskóla íslands
í íþróttakennaraskóla íslands fá
kennaranemar kennslu í
grunnatriðum glímunnar, þ.e.a.s.
karlkynskennarar. Undirrituð var
nemi í þessum skóla en var ekki
ætlað vegna kynferðis að læra neitt
um þjóðaríþróttina. í dag er verið
að endurskoða lög þessa skóla og
er því tímabært að kvenkynsnemar
Iþróttakennaraskóla íslands fái
kennslu í glímu, vegna þess að
kvenkennarar þurfa iðulega að
kenna fólki af báðum kynjum engu
síður en karlar úti á landsbyggðinni
þar sem ekki er alltaf fullskipað
kennaralið skólanna.
Sögnlegar rannsóknir
í október sl. sótti undirrituð
ráðstefnu og fundi heilbrigðis- og
rannsóknaráða íþróttasambanda á
Norðurlöndum. Þar voru flutt mjög
gagnleg og merkileg erindi um
íþróttasögur og hugsjónamenn í
norrænum löndum. Þar flutti erindi
um íslenskar íþróttir dr. Ingimar
Jónsson.
Eftir erindið voru afhent
kynningargögn frá íslandi, m.a. rit
á ensku samið af Þorsteini
Einarssyni sem heitir íslensk glíma.
Ég vil að lokum hvetja
stjómarmenn Glímusambands
íslands að láta ei deigan síga — og
forystumenn á Alþingi að taka við
erindi þeirra af menningarlegu
innsæi, þ.e.a.s. að sýna í verki hvers
þeir meta íslenska glímu. Vi ég að
síðustu láta fylgja með stöku sem
Helgi Seljan varpaði fram er hann
sleit Bikarmóti Glímusambands
íslands ’87:
Við ámum heilla þeim er héma kepptu
með hreysti, lipurð, fími, afl og þor.
Og ýmsir héma efstu sæti hrepptu
en aðrir tóku færri vinningsspor.
En glíman þarf að eignast æðri hylli
með undrafalleg brögð og leiftursnilli.
Þvi iþrótt snjöll mun efla hugans glóð
og íslensk er hún, sönn og fom og góð.
Eg bestu óskir ber til ykkar hér
og bikarglímu íslands slitið er.
Höfundur er íþróttakennurí ogi
sæti í framkvæmdastjórn
íþróttasambands fslands.
ÚRVALS LEÐURFATNAÐUR
Skólavörðustíg 17a, sími 25115.