Morgunblaðið - 22.12.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.12.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988 29 Námsgagnastofhun: „Syngjum saman“ - hljómsnælda og textabók SYNGJUM saman, hljómsnælda með tuttugn og þremur sönglög- um er komin út hjá Námsgagna- sto&iun ásamt texta- og nótna- bók. Á hljómsnældunni er sá háttur hafður á að öll lögin eru bæði sung- in og leikin. Fyrst er lagið leikið og sungið af hópi barna, en síðan er undirleikurinn endurtekin. Hljómsnældan hentar því vel til samsöngs. Þórunn Bjömsdóttir, tónmennta- kennari, valdi lögin og hafði umsjón með útgáfunni og börn úr Kársnes- skóla syngja undir stjóm Þórannar. Marteinn H. Friðriksson útsetti flest sörtglögin. Ærumeiðing- um mótmælt eftir Asdísi Kvaran Þorvaldsdóttur Einhver lúalegustu lögbrot sem fremja má era trúlega ærameiðing- ar um látna menn enda varða þau sektum eða varðhaldi samkvæmt íslenzkum lögum (240. gr. alm. hegningarlaga). Velsæmiskennd flestra manna veldur því sem betur fer, að ekki þarf oft á lagagrein þessari að halda. Mér krossbrá því að sjá bókmenntagagnrýnanda í dagblaði halda því blákalt fram, að iátinn maður mér náskyldur hafi haft „allar forsendur" til þess að verða morðingi. Svo ógnvekjandi orð, handan við mörk velsæmis og sannleika, get ég ekki látið kyrr liggja. Hér er átt við ritdóm í DV 12. des. sl. um bókina íslenska nasista, ritaðan af Páli Vilhjálms- syni, sem ég veit ekki önnur deili á en þau, að hann skrifar um bók- menntir í síðdegisblað þetta. Þau ummæli ritdómarans sem hér verð- ur fjallað um hljóða svo: „Margir urðu á endanum ómanneskjulegir pyntarar og morðingjar sem gerðu kvalaftill- ar tilraunir með lifandi börn og fúllorðna í fangabúðum nasista. Eiður S. Kvaran varð ekki morðingi. HANN HAFÐI ÞÓ ALLAR FORSENDUR TIL ÞESS...“ Hér verður að gera hlé til að jafna sig og hugsa. Að því loknu verður því miður ekki nema ein ályktun dregin af þessum ummælum. Fyrst Eiður S. Kvaran hafði allar forsend- ur til að verða morðingi (og e.t.v. bamapyntari o.fl.), en varð það ekki, hiýtur..einhver þeirra að hafa brostið. Ritdómarinn hefur ekki fyr- ir því að nefna þessa forsendu en hún getur tæpast nema ein verið. Hann dó þrítugur að aldri úr berkl- um árið 1939; en ef honum hefði auðnazt lengra líf, verður sem sagt að gera ráð fyrir því að hann hefði orðið morðingi. Ætla mætti, að ritdómarinn sækti morðingjanafnbótina í bókina sem hann er að ritdæma, en því fer fjarri. Þótt bókarhöfundar fari síður en svo mjúkum höndum um Eið S. Kvaran og skoðanir hans er þar hvergi að fínna svo voðalega ásök- un. Níðhöggið gefur Páll Vilhjálms- son því frá eigin bijósi í nafni bók- menntanna. Af þessu má ráða, að hann hafí alls ekki lesið bókina, nema kannski að hluta, en gefíð sér að óhætt væri að svívirða tak- markalaust þá sem þar era nefndir, Reyndar er annað dæmi þessu til sönnunar. Undir fyrirsögninni „íslenskir stríðsglæpamenn" nafngreinir Páll Vilhjálmsson tvo menn. Getur ekki greinilegra verið, að báðir teljast þeir stríðsglæpamenn að mati hans. En ef Páll dómari hefði nú lesið bókina, sem hann er að ritdæma, gat ekki farið fram hjá honum að, a.m.k. um annan manninn, komast bókarhöfundar að þveröfugri niður- stöðu, því um hann segja þeir, að hann hafí „sannanlega ekki drýgt neins konar stríðsglæpi HVERN- IG SEM Á MÁLIN ER LITIГ. Þannig era vinnubrögð Páls Vil- hjálmssonar er hann sezt í dómara- sæti yfír látnum og lifandi og þarf ekki að hafa um þau fleiri orð. En hver var þessi Eiður S. Kvar- an, sem að dómi Páls Vilhjálmsson- ar varð ekki morðingi af því að dauðinn miskunnaði sig yfír hann. Hann fæddist árið 1909, sonur Sig- urðar H. Kvarans, alþingismanns og læknis, bróður Einars H. Kvar- ans, rithöfundar, og Þuríðar Jak- obsdóttur frá Vopnafirði. Hann lauk stúdentsprófí 19 ára og prófi í mannkynssögu í Miinchen árið 1933. Hann lagði stund á mann- fræðirannsóknir (anthropologi) og var lektor í þeim fræðum við háskól- ann í Greifswald í Þýzkalandi. Arið 1936 hlaut hann doktorsnafnbót í Miinchen fyrir ritgerð um íslenzka ætt- og mannfræði til foma. Auk mannfræðirita skrifaði hann á þýzku kennslubók í íslenzku og einnig þýddi hann sögur Einars H. Kvarans, föðurbróður síns, á þýzku. Hann var tónlistarmaður góður og lék með strengjahljómsveitum í Þýzkalandi um árabil. Öllum sem hann þekktu varð hann harmdauði og auðvitað fýrst og fremst sínum nánustu en tvö systkini hans eru enn á lífí. Ekkert í lífí þessa manns, ekki einu sinni þær skoðanir hans, sem hlotið hafa harðasta 'dóma og hér verður ekki haldið uppi vömum fyrir, réttlæta það að flokka hann með morðingjum. Það er mikil meinloka að dæma verk manna á þeim forsendum er gilda hálfum eða heilum öldum eft- ir að þau vora unnin. í Morgun- blaðinu sl. sunnudag er vitnað í skrif Bertrands Russels frá 1927 um „blökkumenn sem eftirbáta hvítra manna“. Hann fékk bók- Eiður S. Kvaran „Ekkert í lífi þessa manns, ekki einu sinni þær skoðanir hans, sem hlotið hafa harðasta dóma og hér verður ekki haldið uppi vörn- um fyrir, réttlæta það að flokka hann með morðingjum.“ menntaverðlaun Nobels árið 1950. Engum myndi detta í hug að dæma Egil Skalla-Grímsson eftir núgild- andi hegningarlögum. Þau eiga hins vegar vel við Pál Vilhjálmsson. Höfundur er lögfræðingur. Hrafii Jökulsson „Síðustu IjÓð“ Hraftis Jökulssonar Bókaútgáfan Flugur hefúr sent frá sér bókina „Síðustu ljóð“ eftir Hrafii Jökulsson. „Síðustu ljóð" er fyrsta ljóðabók Hrafns, en hann hefur áður birt ljóð í blöðum og tímaritum. í „Síðustu ljóðum" eru sextán ljóð. Kápumynd er eftir George Grosz og prent- vinnsla fór fram í Prentsmiðju Áma Valdemarssonar h.f. Ný gleraugu geta breytt því hvemig þú sérð heiminn - og hvernig heimurinn sér þig. UNDIR GLERINU E IÐ I STO RG I mán.- fös. 10 - 19; lau. 10-16. Við í Gleraugna- versluninni Kóbra bjóðum frábært úrval af umgjörðum og allar tegundir sjónglerja. m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.