Morgunblaðið - 22.12.1988, Page 31

Morgunblaðið - 22.12.1988, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988 31 FÓRN FINNA Békmennlir Jóhann Hjálmarsson Antti Tuuri: VETRARSTRÍÐIÐ. Njörður P. Njarðvík íslenskaði. Setberg 1988. Vetrarstríðið sem svo margir fínnskir rithöfundar hafa skrifað um var háð milli Finna og Rússa og stóð frá 30. nóvember 1939 til 13. mars 1940. „Þeir sem upplifðu Vetrarstríðið, munu aldrei gleyma þeirri einstöku þjóðareiningu og fómarvilja sem þá voru ríkjandi", skrifar sendiherra Fimja á Islandi, Anders Huldén, í greinargóðum eft- irmála íslensku útgáfunnar á sögu Antti Tuuris. Um friðarskilmálana segir Huldén að þeir hafi falið í sér „þjakandi fóm fyrir fínnsku þjóð- ina. Menn urðu að sjá af tíunda hluta landsins og ámóta mikill hluti þjóðarinnar varð heimilislaus, og honum þurfti að koma fyrir á ný í skörðu landi. En sjálfstæðinu var borgið. Þess vegna þóttust Finnar ekki hafa beðið ósigur, þrátt fyrir alit.“ í þessu stríði féllu 25.000 Finnar og að minnsta kosti 200.000 Rúss- ar. Antti Tuuri fann að eigin sögn þann frásagnarstíl sem hæfði efn- inu þegar hann hlustaði á lýsingu manns sem þekkti stríðið af eigin raun. í sögunni er hann bóndinn Martti frá Austurbotni sem ásamt bróður sínum og mörgum sveitung- um er sendur til Kiijálaeiðis til að beijast þar í fremstu víglínu og freista með því að veijast innrás rússnesku heijanna. Martti er óbrotinn hermaður og segir sögu sína að hætti alþýðu- manns sem engan dóm leggur á sögulegan eða stjómmálalegan þátt stríðsins. Stundum kemur hann að vísu með skýringar, en þá er venju- lega tekið fram að hann hafí heyrt þær. Skoðanir höfundar og viðhorf til stríðsins birtast aðeins í frásögn Marttis, en em þó síst af öllu dul- búnar. Hann leynir ekki beiskju hermannanna sem barist hafa við ofurefli liðs og unnið mörg afrek á vígstöðvunum, en verða eftir friðar- skilmálana að „þramma í þtjá sólar- hringa heimleiðis, áður en við kom- um að nýju landamærunum". Antti Tuuri vinnur enn á í Vetr- arstríðinu. Sagan er engin venjuleg stríðssaga með hetjum og stór- brotnum sigurhátíðum eða ævintýr- um á milli bardaga. Hér er lýst þreyttum og óhreinum mönnum. sem ekki leyna óttanum, en láta þó ekki bugast. Lýsingar stríðsins em átakanlegar, en fela í sér það æðmleysi sem í raun er eina völ hermannsins. Þegar Martti kemur að yngri bróður sínum, Paavo, fölln- um er komist þannig að orði: „ . . . Sprengjuvarpa hafði hitt beint í gröfína og sprengjan fallið á bakið á Paavo bróður og spmng- ið þar sem hann skreið eftir botnin- um á hlaupagröfinni. Hann lést samstundis. Mittið á honum var algerlega horfíð og hafði tæst út um botn og veggi á hlaupagröf- inni. Fætumir og neðri hluti búks- ins var heilt, og efri hlutinn fyrir ofan bijóstið. Mér féllust hendur. Mig langaði mest til að reyna að setja hann saman, en ég sá strax á staðnum að það vantaði svo mik- ið, að afgangurinn passaði engan veginn. Að það væri ekki hægt að fá hann heilan aftur. Ég dró efri og neðri hluta bróður míns í átt að vaktinni. Annar vaktmaðurinn kom til mín og hjálpaði mér að færa bróður minn.“ Kaldhæðni er víða áberandi í Vetrarstríðinu og í frásögn Marttis beinist hún jafnt að Rússum og Antti Tuuri Finnunum sjálfum. Óbeit hans á Rússum kemur glöggt í ljós og með líkum hætti og hann sem Austur- botningur fínnur Kiijálum ýmislegt til foráttu. Með því að halda frásögninni innan vissra marka og glata ekki þeim tóni sem einkennir frásögn Marttis verður sagan heilsteypt. Hún er vissulega tilbreytingarlítil á köflum; en lesandinn fínnur að með því móti er stríðinu rétt lýst. Vetrarstríðið er sjálfstæð saga, en engu að síður hluti þeirra skáld- sagna Antti Tuuris sem segja frá fólki í Austurbotni eða fólki ættuðu þaðan. Sama fjölskyldan og lesend- ur þekkja úr verðlaunasögunni, Dagur í Austurbotni, skipar stærst rúm í Vetrarstríðinu. Martti er fað- ir bræðranna sem mest láta að sér kveða í Degi í Austurbotni. Enn hermir frá þessari fjölskyldu í nýrri verkum. Njörður P. Njarðvík, þýðandi Vetrarstríðsins, nær þeim tal- málsstfl sem sagður er einkenna frumtextann. Þýðing hans er hin trúverðugasta. Njörður þýddi einnig Dag í Austurbotni. Vonandi fáum við að kynnast betur fjölskyldusögu Antti Tuuris í þýðingu Njarðar. 4-, Schiesser^ Velur-gallar Velur-sloppar Laugavegi 26, s. 13300 — Glæsibæ, s. 31300 SVERRiR STORMSKER Einn frumlegasti, afkastamesti og listfengasti tónlistarmaður /andsins kveður sér hljóðs að nýju með tveimur plötum. NÚ ER ÉG KLÆDDUR OG KOMINNÁ ROKK OG RÓL Hvaða krakki á íslandi kann ekki utanað lagið Sókrates (þú og þeir), jafnvel betur en eigið nafn og heimilisfang? Það væru þá helst fóstur. Núna er komin út 14 laga barna- plata eftir þennan dáða tónlistarmann, plata, sem börn jafnt sem fullorðnir hafa beð- ið eftir með óþreyju. Allir geta verið sammála um að þetta sé ein sniðugasta og skemmtilegasta barnapoppplata sem út hefur komið, enda eru nú þrjú lög plötunnar þegar farin að njóta vinsælda: „Fullorðinn og orðinn fullur'' með Stormsker og Rakel Axelsdóttur, „Útó-pía'' með Stormsker og Ladda, og „Bless" með Stormsker og Öldu Ólafsdóttir. Meðal annarra flytjenda má nefna Axel Einarsson (höfund lagsins „Hjálp^ um þeim") og Stefán Hilmarsson, en hann syngur á plötunni m.a. ensku útgáfuna af Sókrates. Við fyrstu hlustun gæti maður haldið að hérna væru um „the best of“ plötu að ræða. Við aðra hlustun virkar hún sem „greatest hits". Við þriðju hlustun virkar hún sem „the very best of greatest hits". ÚRVALS PLATA SEM ALLIR MANNALEGIR KRAKKAR OG KRAKKALEGIR MENN VERÐA AÐ EIGNAST J lici4riv movmðfftv NOTNABORÐHALD Óvenjulegri plata frá hendi popptónlistarmanns hefur ekki komið út á íslandi frá upphafi. Platan hefur að geyma leikin, melodísk píanóverk í klassískum stíl, ró|eg- ar, tregablandnar perlur, sem aðeins er á færi tónsnillinga að skapa. Hver hefði trúað því að „strigakjafturinn hann Stormsker" væri megnugur skapari svo gullfallegra meistaraverka sem þessara. Með plötu þessari brýtur Sverrir Storm- sker blað í íslenskri tónlistarsögu og tekur af allan vafa um það, hver sé hinn ókrýndi konungur tónsköpunarinnar á íslandi. Einu orðin sem megna að einhverju leyti að lýsa þessari plötu eru orð Kristjáns Albertssonar sem hann hafði um fyrsta sanna snilldarverk Laxness: „Loksins, loksins". Stormskerer Laxness tónlistarinnar. TÓNLISTARUNNENDUR AETTU AÐ SKAMMAST SÍN FYRIR PLÖTUSÖFN SÍN, EF ÞESSA PLÖTU VANTAR. Útgefandi: Stöðin (Axel Einarsson) Dreifing: Steinar hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.