Morgunblaðið - 22.12.1988, Qupperneq 44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988
44
Bráðabirgðalögin:
Borgaraflokkuriim var
klofinn í afstöðu sinni
Óli Þ. Guðbjartsson (B/Sl) og Aðalheiður Bjamfreðsdóttir
(B/Rvk) gerðu rikisstjórn Steingríms Hermannssonar kleift að
koma bráðabirgðalögunum í gegnum neðri deild Alþingis. Þau
ýmist sátu hjá eða greiddu atkvæði með stjórnarþingmönnum
í annari umræðu, þegar fram fór atkvæðagreiðsla um einstakar
greinar laganna.
Atkvæðagreiðslunnar var beðið
með nokkurri eftirvæntingu, þar
sem þingstyrkur stjómar og
stjómarandstöðu í neðri deild er
jafn og því ljóst, að frumvörp til
staðfestingar á bráðabirgðalögun-
um yrðu ekki samþykkt, nema
með fulltingi einhverra þingmanna
stjómarandstöðunnar.
Svo fór, að tveir þingmenn
Borgaraflokksins, þau Aðalheiður
Bjamfreðsdóttir og Óli Þ. Guð-
bjartsson veittu bráðabirgðalögun-
um brautargengi. Þau ýmist sátu
hjá, eða greiddu atkvæði með
stjómarliðum, þegar gengið var
til atkvæða um einstakar greinar
frumvarpanna. Aðrir þingmenn
Borgaraflokksins í deildinni, Al-
bert Guðmundsson, Hreggviður
Jónsson og Ingi Bjöm Albertsson,
greiddu hins vegar atkvæði gegn
braðabirgðalögunum.
Afstaða Aðalheiðar og Óla varð
ljós þegar við upphaf atkvæða-
greiðslunnar. Þá lýsti Óli því yfir,
að vegna stöðunnar í efnahags-
stjóm og atvinnumálum lands-
manna væri ábyrgðarleysi að
koma í veg fyrir samþykki bráða-
birgðalaganna.
Vegna þessarar afstöðu þeirra
vom allar breytingartillögur
stuðningsmanna ríkisstjómarinn-
ar samþykktar en.tillögur Sjálf-
stæðisflokks og Kvennalista felld-
ar. Hreggviður Jónsson hafði lagt
fram nokkrar breytingartillögur í
nafni Borgaraflokksins, en dró
þær til baka, þegar greiða átti um
þær atkvæði. Þegar það hafði
gerst nokkmm sinnum lýsti Albert
Guðmundsson því yfir, að hann
vildi gera þessar tillögur að sínum
og flytja þær við þessa umræðu.
Kjartan Jóhannsson forseti neðri
deildar komst að þeirri niðurstöðu
í samráði við Friðrik Ólafsson,
skrifstofustjóra Alþingis, að það
væri ekki mögulegt. Hins vegar
gæti Albert flutt þessar tillögur
við 3. umræðu um málið. Albert
lýsti því þá yfir, að hann hefði
með þessari ósk sinni viljað draga
athygli manna að því, að mikil
stefnubreyting hefði átt sér stað
hjá Borgaraflokknum.
Nokkrar umræður urðu um
þennan úrskurð forseta. Friðrik
Sophusson (S/Rvk) og Matthías
Á. Mathiesen (S/Rn) töldu hann
stangast á við þingsköp, en Sig-
hvatur Björgvinsson (A/Vf) studdi
úrskurðinn og sagði að þingmaður
gæti ekki flutt tillögu eftir að at-
kvæðagreiðsla væri hafin. Hregg-
viður Jónsson tók til máls í þess-
ari umræðu um atkvæðagreiðsl-
una og sagðist ætla að flytja breyt-
ingartillögumar við þriðju um-
ræðu, eins og gert hefði verið í
Morgunblaðið/Bjami
Frá afgreiðslu bráðabirgðalaganna í neðri deild í gær. Aðalheiður
Bjarnfreðsdóttir les þinggögn á meðan þingmenn stjórnarandstöð-
unnar greiða atkvæði á móti.
efri deild. Albert Guðmundsson
sagðist ánægður að heyra þetta,
þar sem það hefði ekki komið fram
áður. Eftir þessar umræður dró
Hreggviður ekki fleiri tillögur til
baka.
Síðar um daginn hófst þriðja
umræða um bráðabirgðalögin en
henni var frestað fljótlega eftir að
hún hófst.
Vörugjaldsfirumvarpið:
Vísitöluhúsið hækkar um 200.000 kr.
FRUMVARP ríkisstjómarinnar um vörugjald kom til annarrar um-
ræðu í neðri deild í gær. Gagnrýndu stjórnarandstæðingar frum-
varpið og töldu að verið væri að koma á tilviljanakenndri skatt-
heimtu. Þá kom fram í umræðunum að kostnaður við visitöluhúsið
hækkar um 200.000 kr. við þessa breytingu á vörugjaldinu.
Geir H. Haarde (S/Rvk) sagði vantaði heilmikið upp á ef þetta
þetta annað veigamesta skatta-
hækkunarfrumvarp ríkisstjómarinn-
ar vera sama marki brennt og tekju-
skattsfrumvarpið. Verið væri að
níðast á þeim sem síst skyldi. Eftiis-
lega væri það að segja um þetta
frumvarp að það væri hinn mesti
„bastarður". Hverfa ætti frá þeim
meginsjónarmiðum í skattheimtu
sem Alþingi hefði markað stefnu um
á síðasta þingi. Nú ætti aftur að
koma á tilviljanakenndri skatt-
heimtu eftir því sem ráðamenn teldu
henta hveiju sinni.
Varðandi hið sérstaka gjald á syk-
urvörur þá myndi það bæði lenda á
hollustuvörum og vörum sem ekki
væru kenndar við sætindi. Einnig
ætti að vera sérstakur sætindaskatt-
ur. Ekkert hefði heldur komið fram
um hvemig ætti að innheimta þenn-
an skatt þegar um innflutning væri
að ræða. Ætti að mæla sykurmagn
í sælgæti sem kæmi til landsins eða
láta alla greiða sama gjaldið? Ef
síðari kosturinn yrði fyrir valinu þá
væri þama um að ræða tilviljana-
kennda skattheimtu sem ekki
byggðist á neinu nema peningag-
ræðgi Alþýðubandalagsins sem vildi
skattleggja allt og alla.
Gjaldið legðist ekki bara á sæl-
gætisiðnaðinn heldur líka aðrar at-
vinnugreinar s.s. byggingariðnað-
inn. Hefði það verið upplýst að þessi
breyting á vörugjaldinu hefði það í
för með sér að byggingarkostnaður
vísitöluhússins hækkaði um 200.000
krónur og hefði í för með sér 3,2%
hækkun byggingarvísitölu og 1,3%
hækkun lánskjaravísitölu. A sama
tíma og verið væri að tala fagurlega
um að koma til móts við húsbyggj-
endur virtist það vera sérstök stefna
að þeim yrði stórlega íþyngt.
Samkeppnisstaða innlendrar
framleiðslu yrði líka lakari við þessa
breytingu og virtist það vera sérstök
stefna að hygla innflutningi á kostn-
að hennar. Lýsti þingmaðurinn furðu
sinni á því hvemig frumvarpinu hefði
verið breytt innlendri framleiðslu í
óhag og sagði þama vera komna
stefnu stjómarinnar í hnotskum
gagnvart íslensku atvinnulífi.
Kristín Halldórsdóttir sagði
Kvennalistann ekki vera á móti
sköttum en það væri óforsvaranlegt
við núverandi aðstæður að sam-
þykkja skatta sem myndu leggjast
á heimilin. Mótmælti hún einnig
meðferð málsins og sagði engan
tíma hafa gefist til að vinna í fjár-
hags- og viðskiptanefnd með þær
tillögur sem meirihlutinn hefði lagt
fram munnlega í nefndinni og síðan
skriflega á óskiljanlegan hátt eftir
að nefndin lauk störfum.
Ingi Bjöm Albertsson gagnrýndi
einnig málsmeðferðina og sagði að
málið þyrfti að fara aftur til nefnd-
ar. Varðandi frumvarpið sjálft taldi
hann að gera þyrfti athugasemdir
við fjölmörg tollnúmer sem leggja
ætti nú vörugjald á. Það væri t.d.
mjög athyglisvert að í allri sykur-
skattssteftiunni þá ætti að setja
vörugjald á sælgæti sem hvorki inni-
héldi sykur né kakó. Óskaði hann
eftir því að fá skýringar á þessu.
Þá mætti nefna ölkelduvatn, edik
og vörur til lækninga.
Minnihluti fiárhags- og viðskiptanefiidar:
Ríkisstjórnin hefur
uppi blekkingar og fals
GEIR H. Haarde og Ingi Björn Albertsson segja ríkisstjómina
hafa haft uppi „fálsanir" og „blekkingar“ varðandi fiTimvarp um
tekju- og eignaskatt. Benda þeir m.a. á að í frumvarpinu sé gert
ráð fyrir að hætta viðmiðun ýmissa stærða við lánskjaravísitölu
og miða þess í stað við skattvisitöiu. Þetta hafi hvergi verið út-
skýrt og fjármálaráðherra aldrei minnst á hvemig tekjuskattar
1989 hefðu orðið samkvæmt núgildandi lögum. Þegar það væri
gert kæmi í ljós að um gríðarlega skattahækkun væri að ræða.
Hér væri um að ræða slíka fölsun að þeir þekktu engin dæmi sliks.
Páll Pétursson, formaður fjár-
hags- og viðskiptanefndar neðri
deildar, mælti fyrir nefndaráliti
meirihlutans sem leggur til að frum-
varpið verði samþykkt með breyting-
um sem meirihlutinn flytur. Breyt-
ingamar eru þær að ákvæði gildandi
laga um gjafir til menningarmála
haldist óbreyttar, heimilt verði fyrir-
tæki að yfirtaka annað, enda sé það
í skyldum rekstri ellegar fyrirtækið
haldi áfram rekstrinum, skatthlut-
fall hækki um 2,3% frá gildandi lög-
um, . persónuafsláttur hækki í
214.104 kr., bamabætur hækki til
samræmis við gildandi lög, bama-
bótaauki hækki til samræmis við
gildandi lög, eignarskattur af eign
umfram 7 milljónir króna verði 2,7%.
Þeir Geir H. Haarde og Ingi Bjöm
Albertsson mynduðu fyrsta minni-
hluta nefndarinnar. Geir H. Haarde
mælti fyrir nefndaráliti þeirra þar
sem segir að m(;ð fmmvarpi þessu
séu lagðar til gífurlegar þyngingar
tekjuskatts einstaklinga, tekjuskatts
fyrirtækja og eignarskatts einstakl-
inga. Af hálfu fjármálaráðherra hafi
með ýmsum hætti verið látið í veðri
vaka að skattahækkanir þessar
væru minni en frumvarpið gerði í
raun ráð fyrir og væm slíkar blekk-
ingartilraunir vítaverðar.
Varðandi telquskatt einstaklinga
þá væri það sérstaklega ámælisvert
að fjármálaráðherra skyldi í greinar-
gerð með fmmvarpi, í framsögu-
ræðu og fjölmiðlum hvergi minnast
á hvemig telquskattar einstaklinga
hefðu orðið á næsta ári samkvæmt
gildandi lögum heldur einungis borið
saman skattbyrði ársins 1988 og
áætlaða skattbyrði fmmvarpsins.
í gildandi tekjuskattslögum væm
ákvæði sem væm þess valdandi að
skattbyrði lækkaði með minnkandi
tekjum en hækkaði með vaxandi
telqum. í fmmvarpinu væri gert ráð
fyrir að breyta þessu með því að
afnema viðmiðun persónuafsláttar,
húsnæðisbóta, bamabóta og fleiri
liða við lánskjaravísitölu en miða
þessar stærðir við skattvísitölu ár
hvert. Hér væri um að ræða slíka
fölsun að undirritaðir nefndarmenn
þekktu ekki dæmi slíks. Forsendum
núverandi kerfis væri breytt í gmnd-
vallaratriðum áður en það væri bo-
rið saman við afleiðingar fmmvarps-
ins og án þess að það væri útskýrt.
Gengið hefði verið úr skugga um
að hér væri ekki um að ræða mistök
í framsetningu heldur vísvitandi föls-
un. „Slíkt siðleysi í vinnubrögðum
og málflutningi er bæði til vitnis um
spillt hugarfar í stjómmálum og
ömurlegan málstað í því máli sem
um ræðir," segir í neftidarálitinu.
Skattfrelsismörk einstaklinga
lækkuðu skv. frumvarpinu frá því
sem verið hefði í janúar nk. skv.
gildandi lögum úr 50.681 kr. í
47.513 kr. Sú breyting sem meiri-
hluti nefndarinnar legði til í persónu-
afslætti hækkaði mörkin um 65
krónur á mánuði og væri slík hækk-
un þvílík háðung að hún hefði betur
verið látin ógerð. Skattþynging ann-
arra hópa en einstaklinga væri síst
minni.
Varðandi tekjuskatta fyrirtækja
segir að sýnt sé að leitað hafi verið
allra hugsanlegra leiða í skattalög-
um til að þyngja tekjuskatt lögaðila.
Væri jafnvel gengið svo langt að
týnd væru til smáatriði sem á sínum
tíma hefðu verið sett inn í lögin til
einföldunar og til þess að hreinsa
út illframkvæmanleg eldri ákvæði.
Væri í þetta ráðist í frumvarpinu
þótt vitað væri að slíkar breytingar
myndu torvelda fyrirtækjum og
skattayfirvöldum framkvæmd og að
auki skila litlum peningum í ríkis-
sjóð.
Skatthlutfall fyrirtækja, sem
legðu í sjóði, væri hækkað úr 33,6%
í 42,5% og steininn tæki úr í blekk-
ingum þegar því væri haldið fram í
greinargerð með frumvarpinu að
þetta væri í samræmi við stefnu
fyrri ríkisstjómar, sem stefnt hefði
að lækkun heimilda til að leggja í
fjárfestingasjóði og raunar lækkað
hlutfallið úr 40% í 30% í fyrra. Marg-
yfirlýst væri að stefnan hefði verið
að þrengja þessar heimildir í tengsl-
um við Iækkun skatthlutfallsins. Nú
ætti hins vegar að hækka hlutfallið
samtímis takmörkun þessara heim-
ilda. Þá gerði frumvarpið ráð fyrir
verulega þrengri möguleikum til
fyminga í atvinnurekstri en verið
hefði og væri það í samræmi við
afstöðu þeirra sem teldu að afskrift-
ir væru í eðli sínu óeðlilegar og
óþarfar.
Loks mætti nefna að í fmmvarp-
inu væm ákvæði til þess ætluð að
koma í veg fyrir að hlutafélög láni
hluthöfum eða stjómarmönnum og
framkvæmdastjóm fé. Virtust
stjómarflokkamir telja í lagi að önn-
ur félög, s.s. samvinnufélög, gætu
lánað sínum forstjómm fjármuni á
vildarkjömm. Að dómi undirritaðra
væri rétta leiðin til að spoma gegn
misnotkun í þessu efni sú að skylda
aðila til að reikna markaðsvexti af
slíkum lánum og láta eitt yfir öll
félagaform ganga. Meirihlutinn
hefði ekki fallist á að gera breyting-
ar í þessa átt.
Varðandi ákvæði frumvarpsins
um eignaskatta einstaklinga segir í
nefndaráliti fyrsta minnihluta að
gert sé ráð fyrir gríðarlegum hækk-
unum. Svo miklum að jafnvel meiri-
hluta stjómarflokkanna í fjárhags-
og viðskiptanefnd blöskraði og flytti
nú breytingartillögu um að hækka
viðmiðunarmörk í ráðgerðu stór-
eignaskattsþrepi úr 6 í 7 milljónir
króna.
í nefndarálitinu segir að í fmm-
varpinu sé gert ráð fyrir því að ein-
staklingur í Reykjavík sem nú búi í
skuldlausri eign að fasteignamati 8
milljónir króna greiði á næsta ári
17.100 krónur á mánuði í eignar-
skatta til ríkis og borgar. Væri mið-
að við það tekjuskattshlutfall sem
frumvarpið gerði ráð fyrir, 37,5%,
að meðtöldu útsvari, jafngilti þetta
því að slíkur einstaklingur greiddi
sjálfum sér 45.600 krónur í húsa-