Morgunblaðið - 22.12.1988, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988
47
SVFI selur líf-
hamra í bifreiðar
Slysavamafélag íslands hefur fengið nýja sendingu af svokölluðum
lífhömrum. Þeir eru seldir í húsi félagsins á Grandagarði og kosta
1.000 krónur stykkið, að sögn Ragnars Björnssonar í fræðsludeild
SVFÍ.
„Þótt öryggisbelti hafi bjargað
mörgum mannslífum getur lás
þeirra bilað í alvarlegum umferðar-
slysum og orðið óvirkur. í lífhamrin-
um er hnífur til að skera á öiyggis-
beltin við slíkar aðstæður. Þá er
hamarinn hugsaður til að bijóta
rúður sér til undankomu þegar þær
sitja fastar eftir umferðarslys.
Lífhamrinum fylgir einnig pijónn
til að losa um stíflur sem oft vilja
setjast í rúðuúðarana,“ segir í frétt
frá Slysavamafélagi íslands.
Morgunblaðið/Júlíus
Ragnar Bjömsson, í fræðsludeild SVFI, með lífhamar.
Námsráð-
gjafínn
kominn út
Námsráðgjafinn, félagsblað Fé-
lags íslenskra námsráðgj afa kem-
ur nú út i annað sinn. Að þessu
sinni flytur blaðið fréttir af störf-
um námsráðgjafa á öllum skóla-
stigum, í grunnskólum, fram-
haldsskólum og háskólum. Blað-
inu er dreift í alla skóla á landinu.
í fréttatilkynningu frá Félagi
íálenskra námsráðgjafa, segir að til-
gangur útgáfunnar sé að kynna störf
námsráðgjafa og vekja athygli á stór-
aukinni þörf á ráðgjöf í íslenskum
skólum.
Félag íslenskra námsráðgjafa var
stofnað 1981. Starfsemi félagsins
felst m.a. í fræðslu- og umræðufúnd-
um sem haldnir eru mánaðarlega og
á hveiju vori eru haldin endurmennt-
unarnámskeið fyrir námsráðgjafa.
SSðasta vomámskeið bar yfirskriftina
„Sérþekking námsráðgjafans" og var
þar rætt um ýmis stefnumarkandi
atriði varðandi námsráðgjöf í íslensk-
um skólum.
Lydía Egilsdóttir og Gunnþórunn Gunnarsdóttir í stórri og endur-
bættri Öldu.
Aldan í Sandgerði stækkuð
Sandgerði.
MIKLAR breytingar Imfe nýlega verið gerðar á Versluninni Öld-
unni, Tjarnargötu 6, Sandgerði. Þá var verslunin stækkuð um 50
fin og er það til mikils hagræðis fyrir viðskiptavini.
Hljómplata
með harmón-
ikkulögum
ÚT ER komin hljómplata með
átta harmonikkulögum og sex
sungnum dægurlögum.
Aðstandendur útgáfunnar em
Haukur Sveinbjamarson, sem
jafnframt leikur á harmónikku
á plötunni, og Axel Einarsson.
Söngvarar em Ari Jónsscm,
Barði Ólafsson og Hjördís Geirs-
dóttir ásamt Wilmu Young, sem
leikuur á fiðlu.
Verslunin Aldan er opin alla daga
vikunnar til kl. 23 á kvöldin og nýt-
ur sá opnunartími mikilla vinsælda
meðal fólks, sem stundar vinnu á
hefðbundnum opnunartíma verslana.
Aldan er eina verslunin í Sand-
Nýja íslenska lyfla-
bókin er komin út
gerði sem selur fatnað, leikfong og
gjafavömr.
Eigendur em þau Óli B. Bjama-
son, Gunnþómnn Gunnarsdóttir,
Bjöm Maronsson og Lydía Egils-
dóttir og hafa þau átt þessa verslun
í 17 ár. Auk þess reka þau sælgætis-
verslun og bensínstöð á Strandgötu
11 í Sandgerði. - b.B.
Fékkþynni
í andlitið
VINNUSLYS varð I Efoaverk-
smiðjunni Sjöfii á Akureyri í fyrra-
dag. Maður á miðjum aldri var
fluttur i sjúkrahús með brunasár
í andliti.
Áverkana fékk maðurinn þegar
leiðsla með þynni, sem framleiddur
er í verksmiðjunni, sprakk og vökvinn
skvettist á andlit mannsins.
ÚT er komin á vegum LyQabók-
aútgáfúnnar Nýja islenska lyQa-
bókin, eftir læknana Helga Krist-
bjamarson og Magnús Jóhanns-
son og Bessa Gíslason lyQafræð-
ing.
í fréttatilkynningu frá Lyfjabók-
aútgáfunni segir að bókin sé hand-
bók fyrir almenning um lyf. Þar sé
að finna nákvæmar upplýsingar um
öll lyf á markaðnum, settar fram á
aðgengilegu formi. Lyflum er raðað
f stafrófsröð og ýtarlega greint frá
verkun þeirra, aukaverkunum, inni-
haldsefnum, skammtastærðum og
fleiru. ---------------.....-
í bókinni er fjallað sérstaklega
um það hvemig iyf era flokkuð eftir
verlöin þeirra á líkamann og það
útskýrt á myndrænan hátt. Þá era
í bókinni kaflar um lyf við tilteknum
sjúkdómaflokkum, náttúrameðul, lyf
og alkóhólisma og fleira. Einnig ðr
Lokað
Lokað frá hádegi í dag vegna jarðarfarar GUÐMUNDAR
BJÖRNSSONAR verkfræðings.
Verkfræðist. Guðmundar og Kristjáns hf.
Laufásvegi 12.
þar að finna ráðleggingar til þeirra
sem ferðast til útlanda og fróðleik
um bólusetningar.
—
smáauglýsingar
Nýkomnar jólaplötur
m.a. mjög fjölbreytt unglinga-
plata frá Sparrow. Steve Taylor,
Deniece, Winans o.,fl. flytja. Auk
þess nýjar plötur meö Rez Band,
Stryper, Petra o.fl. Kassettan
„Jata kynnir" á 100 kr! Gott úr-
val bóka og Qjafavöru. Næg bíla-
stæði, heitt á könnunni.
l^erslunin
Hjálpræðisherinn
Samkoman fellur niður í kvöld.
Hittumst aftur á hátíðarsam-
komu jóladag kl. 14.00.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11796 og 19533.
Frá Ferðafélagi íslands
Uppselt í áramótaferð Ferðafé-
lagsins til Pórsmerkur. Ferðafé-
lagið notar allt gistirými í Skag-
fjörðsskála frá 30. des. til 2.
jan. Skrifstofa F.i. verður lokuð
frá hádegi á Þorláksmessu og
föstudaginn 30. des.
Ferðafélag islands.
Skipholti 50b, 2. hæð.
Samkoma í kvöld kl. 20.30.
Jódís Konráðsdóttir predikar.
Allir velkomnir.
fámhjálp
í kvöld kl. 20.30 er almenn sam-
koma í Þríbúðum, Hverfisgötu
42. Mikill og fjölbreyttur söngur.
Vitnisburðir. Samhjálparkórinn
tekur lagið. Ræðumaður er
Gunnbjörg Óladóttir.
Allir velkomnir.
Hátíðarsamkoma verður f
Þrfbúðum á aðfangadag kl.
16.00. Allir hjartanlega vel-
komnir. Gleðilega jólahátfð.
t Þökkum innilega öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og jaröarför móður okkar, tengdamóöur, ömmu Samhjálp.
Þú sralar lestraiþörf dagsins Á ásíðum Moggans!
og langömmu, GUÐRÚNAR JÚLÍÖNU JÓNATANSDÓTTUR frá Hrófá. . 1
Bjöm Sigurðsson, Helgi Sigurðsson, Benedikt Sigurðsson, Sigriður Sigurðardóttir, Birgir Kristjánsson, Jónatan Sigurðsson, Adda V. Þorsteinsdóttir, Maggi S. Sigurðsson, Unnur HafUftadóttir, Haukur H. Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. X-Iöfðar til XX fólks í öllum starfsgreinum!
Nf NILFISK Á KVNNINGARVERDI
KYNNINGARVERDIIi JÓLA
NÚ MED NÝJUM
Mótor med 2000 tíma kolaendingu
=20 ára notkun
Þreföld ryksíun
=mengunarlaus útblástur
10 lítra þappírspoki
=sá stærsti (og er ódýr)
Kónísk slanga
=stíjlast síður, eykursogaflib
stálrör, ajbragðssogstykki,
áhaldageymsla
lojtknúið teppasogstykki méb
snúningsbursta Jœst aukalega
Nilfisk ernú med nýrri
enn betri útblásturssíu
"Mikro-Static-Filter".
Hreinni útblásturen ádur
hefurþekkst. Þetta ergód
fréttfyrirasma og ofncemissjúka.
jFOmx
HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420