Morgunblaðið - 22.12.1988, Page 65

Morgunblaðið - 22.12.1988, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988 65 mína. Gerða mín, við biðjum guð að styrkja þig og leiða um ókomin ár. Mig dreymir um eina alveldis sái, um anda, sem gerir steina að brauði. Minn hlátur er sorg. Við skrum og við skál í skotsilfri bruðla ég hjarta míns auði. Munngátin sjálf hún ber moldarkeim. Er mælt er eitt orð, sem ei fyrr var kunnað? Ég leita mig dauðan um lifenda heim að Ijósi þess hvarms sem ég gat unnað. (Einar Ben.) Guðlaug og Qölskylda. í dag er til moldar borinn frændi minn, Agnar Gunnlaugsson, garð- yrkjumaður. Agnar fæddist á Kol- ugili, Víðidal 10. desember 1915. Agnar vann lengst af sínum starfs- aldri við garðyrkju í Reykjavík, einnig rak hann jólatréssölu neðst í Bankastræti í allmörg ár. Agnar var gæfumaður í einkalífí þar sem eiginkonan Þorgerður Kristjánsdóttir er. Lengst af sínum búskap bjuggu Agnar og Gerða í Stóragerði 28 í Reykjavík. Það var bæði gott og gaman að koma í Stóragerðið, gestrisni þeirra var einstök. Þegar hugurinn reikar á slóð minninganna verður manni efst í huga sá eiginleiki Agnars að sjá björtu hliðamar á lífínu, og svo ein- staka greiðvikni sem einkenndi hann. Hann var einkar bókhneigður og átti fallegt bókasafn, þar fóru í hásæti ljóðabækur, en af ættjarðar- ljóðum og söng hafði hann mikið yndi. Agnar var mikill náttúruunn- andi og áttu þau hjónin sér lítinn sælureit efst upp á Vatnsenda sem þau notuðu til útivistar á meðan heilsa Agnars leyfði. Agnar hafði alltaf mikla ánægju af því að kom- ast á æskustöðvar sínar. Hann átti við mikla vanheilsu að stríða um alllangt skeið og í þeirri baráttu var gott að eiga Þorgerði að þrátt fyrir mikla vanheilsu hjá henni síðari ár. Með þessum fáu orðum vil ég fá að þakka Agnari frænda mínum fyrir okkar góðu samverustundir. Eg og fjölskylda mín vottum Þor- gerði og öðmm aðstandendum okk- ar dýpstu samúð. Guð blessi minningu Agnars Gunnlaugssonar. Jón AJbert KENWOOD ÞAÐ VERÐUR ENGINN FYRIR VONBRIGÐUM MEÐ KENWOOD HEIMILISTÆKIN FYRSTA FLOKKS HEIMILISTÆKI GOTT VERÐ-GÓÐ KJÖR-GÓP WÓNUSIA HEIMILIS- OG RAFTÆKJADEtLD hIheklahf ' £ Laugavegi 170 172 Simi 695500 Dósaopnari Rafmagns- steikarpanna Brauðrist, hraðsuduketill Samloku- brauórist PETUR ZOPHONÍASSON VDONGS LÆKIARÆITIV FANGINN OG DÓMARINN Þáttur af Sigurði skurði og Skúla sýslumanni Ásgeir Jakobsson Svonefnd Skurðsmál hófust með því, að 22. des. 1891 fannst lík manns á skafli á Klofningsdal í Önundarfirði. Mönnum þótti ekki einleikið um dauða mannsins og féll grunur á Sigurð Jóhannsson, sem kallaður var skurður, en hann hafði verið á ferð með þeim látna daginn áður á Klofningsheiði. Skúla sýslu- manni fórst rannsókn málsins með þeim hætti, að af hlauzt 5 ára rimma, svo ncfnd Skúla- mál, og Sigurður skurður, sak- laus, hefur verið talinn morð- ingi í nær 100 ár. Skurðsmál hafa aldrei vcrið rannsökuð sérstaklega eftir frumgögnum og aðstæðum á vettvangi fyrr en hér. VÍKINGSLÆKJARÆTT IV Pétur Zophoníasson Þetta er íjórða bindið af niðja- tali Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hrepp- stjóra á Víkingslæk. Pétur Zophoníasson tók niðjatalið saman, en aðeins hluti þess kom út á sínum tíma. í þessu bindi eru i-, k: og l-liðir ættar- innar, niðjar Ólafs og Gizurar Bjarnasona og Kristínar Bjarna- dóttur. í þessari nýju útgáfu Víkingslækjarættar hefur tals- verðu verið bætt við þau drög Péturs, sem til voru í vélriti, og auk þess er mikill fengur að hinum mörgu myndum, sem fylgja niðjatalinu. í næsta bindi kemur svo h-liður, niðjar Stefáns Bjarnasonar. ÞÓRÐUR KAKALI Ásgeir Jakobsson Þórður kakali Sighvatsson var stórbrotin pcrsóna, vitur maður, viljafastur og mikiil hermaður, en um leið mannlegur og vinsæll. Ásgeir Jakobsson hefur hér ritað sögu Þórðar kakala, eins ntesta foringja Sturlunga á Sturlungaöld. Ásgeir rekur söguna eftir þeim sögubrotum, sem til eru bókfest af honum hér og þar í Sturlungusafninu, íÞórðar sögu, í íslendinga sögu, í Arons sögu Hjörleifssonar og Þorgils sögu skarða og einnig í Hákonar sögu. Gfsli Sigurðsson myndskreytti bókina. ANDSTÆÐUR Sveinn frá Elivogum Andstæður hefur að geyma safn Ijóða og vísna Sveins frá Elivogum (1889-1945). Þessi ljóð og vísur gefa glögga mynd af Sveini og viðhorfum hans til lífs, listar og sam- ferðamanna. Sveinn var bjarg- álna bóndi í Húnavatns- og Skagaíjarðarsýslu á fyrri hluta þessarar aldar. Hann var eitt minnisstæðasta alþýðuskáld þessa lands og þótti mjög minna á Bólu-Hjálmar í kveð- skiip sínum. Báðir bjuggu þeir við óblíð ævikjör og fóru síst varhluita af misskilningi sam- tíðarmanna sinna. SKVGGSJA - BOKABÚÐ OUVERS STEINS SE

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.