Morgunblaðið - 22.12.1988, Qupperneq 76
SKÍÐI / HEIMSBIKARINN í ALPAGREINUM
MORGUNBLAÐED
ÍÞRÓTTIR
FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988
.V
Pirmln Zúrbriggan náði þriðja sæti í sviginu í St. Anton í gær. Hann er
nú aðeins þremur stigum á eftir Marc Girardelli.
Bittner sigraði í svigi
Marc Girardelli og Alberto Tomba úr leik
VESTUR—ÞJÓÐVERJINN Arm-
in Bittner varð sigurvegari í
svigi karla íheimsbikarnum
sem fram fór í St. Anton í Aust-
urríki í gœr. Bernhard Gstrein
frá Austurríki varð annar og
Pirmin Zurbriggen þriðji.
Bittner hefur aðeins einu sinni
áður unnið svigmót í heims-
bikamum það var í Hinterstoder
fyrir tveimur árum. Hann náði
þriðja besta tímanum í fyrri ferð í
gær, en keyrði vel í þeirri síðari og
lslenskir listmunir eru góðar jólagjafir.
X)líumálverk, vatnslitamyndir, teikningar og
grafíkmyndir. Keramik og allskonar listmunir.
Verð við allra hæfi.
^Rúmgóðir og vistlegir sýningarsalir við
Austurvöll, Austurstræti og nú einnig í Kringl-
unni 3. hæð.
við Austurvöll og Austurstræti 10
Sími 24211
Kringlunni, 3. hæð
Sími 35275
náði besta tímanum samanlagt,
1:43.87 mínútum.
Austurríkismaðurinn Bemhard
Gstrein varð annar á 1:44.15 mín.
og var hálfri sekúndu á undan Pirm-
in Zúrbriggen, sem náði besta
tímanum í fyrri umferð. Ole Christ-
ian Pumseth frá Noregi varð fjórði
og Felix McGrath frá Bandaríkjun-
um fímmti.
Marc Girardelli, sem er efstur í
heimsbikamum, keyrði út úr í fyrri
umferð. ítalinn Alberto Tomba, sem
hafði fímmta besta tímann í fyrri
umferð, féll úr í síðari umferð. In-
gemar Stenmark frá Svíþjóð hafn-
aði í 11. sæti og virðist ekki ná
sínu besta.
Brautimar voru mjúkar þar sem
snjóað hefur mikið síðustu daga í
St. Anton. Það voru 51 keppandi,
af 130 sem hófu keppni, sem kom-
ust í mark. Keppt verður í bmni í
dag og er það liður í tvíkeppninni
(svig og bmn). Zúrbriggen stendur
því vel að vígi og getur hugsanlega
náð Girardelli að stigum.
Girardelli er nú efstur með 80
stig, Zúrbriggen er næstur með 77
og Armin Bittner í þriðja með 67
og Tomba í fjórða sæti með 52 stig.
AMERISKI FOTBOLTINN / NFL
Mikil spenna í
lokaumferðinni
SEATTLE og Cleveland unnu
geysispennandi leiki um
síðustu helgi og tryggðu sór
þar með sœti í úrslitakeppni
NFL-deildarinnar. Tíu lið eru
komin í úrslitakeppnina, sigur-
vegarar riðlanna sex fá nú
tveggja vikna hvfld, en fjögur
lið keppa síðan sín á milli um
nœstu helgi um tvö síðustu
sætin í átta liði úrslitunum.
Liðin sem tryggt hafa sér sæti
í lokaúrslitunum em sigurveg-
aramir í riðlunum: Buffalo Bills,
Cincinnati Bengals, Seattle Sea-
!■■■■■ hawks, Philadelphi
Gunnar Eagles og Chicago'
Valgeirsson Bears. Auk þess
skrifar komust Cleveland
Browns, Houston
Oilers, Minnesota Vikings og Los
Angeles Rams í úrslit. Houston mun
þurfa að sækja Cleveland aftur
heim næsta laugardag og Minne-
sota tekur á móti L.A. Rams á
mánudaginn. Sigurvegaramir úr
þessum tveimur leikjum komast í
átta liða úrslitin sem háð verða á
gamlársdag og nýársdag.
New York Giants töpuðu óvænt
fyrir hinu New York liðinu, N.Y.
Jets, 27:21. Við tapið missti
Giants-liðið af sæti í úrslitakeppn-
inni. Þá vann Los Angeles Rams
góðan sigur gegn San Fransico
49ers með 38 stigum gegn 16 og
tryggði séríþar með sæti í úrsiita-
keppninni.
Telja verður Cleveland og L.A.
Rams sigurstranglegri í leikjunum
um næstu helgi og lið Buffalo og
Chicago lílegust til að vinna meist-
aratitilinn, en allt getur þó gerst í
úrslitakeppninni. Þess má geta að
stórlið Dallas Cowboys var með lé-
legasta árangurinn í deildinni í vet-
ur, vann aðeins 3 af 13 leikjum.
Dallas hefur um árabil verið eitt
af sterkustu liðinum í deildinni.
FRJALSAR / LYFJAMAL
Johnson vissi að
hann tók ólögleg
lyf í Seoul
- segir Carl Lewis
BANDARÍSKI frjálsíþrótta-
maðurinn, Carl Lewis, hélt því
fram f viðtali við kandadíska
útvarpsstöð fyrir skömmu að
Ben Johnson hafi vitaft að
hann hafi tekið ólögleg lyf f
Seoul. Johnson hefur ávallt
haldift því fram opinberlega
að hann hafi ekki vitsvitandi
tekið ólögleg lyf í Seoul. I i
Lewis segist ekki vera að
korssfesta Johnson með þess-
um ummælum sínum. „Ég held
að við verðum að upplýsa þessi
mál opinberlega. Eins lengi og
hann heldur þessu leyndu fyrir
alþjóð þá skaðar það íþróttimar
um heim allan," sagði Lewis.
Lewis segir að Johnson væri
með ummælum sínum eftilvill að
reyna að fá fólk til að trúa því
að hann hafí aldrei vitað af þessu
og fá þannig samúð þeirra.
Eins og kunnugt er var Ben
Johnson sviptur gullverðlaunum
sínum og heimsmetinu í 100
metra hlaupinu á Ólympíuleikun-
um í Seoul fyrir að hafa notað
anabóliska steran sanozolol. í
T6k hann vitsvitandi ólögleg lyf í
Seoul?
framhaldi af því fékk hann
tveggja ára keppnisbann hjá al-
þjóða fíjálsíþróttasambandinu.