Morgunblaðið - 22.12.1988, Síða 78

Morgunblaðið - 22.12.1988, Síða 78
FRÁ RAFMAGNSVEITU REYKJAVÍKUR Rafmagnsveitunni er það kappsmál að sem fæstir verði fyrir óþægindum vegna straumleysis nú um jólin sem endranær. Til þess að tryggja öruggt rafmagn um hátíðirnar vill Rafmagnsveitan benda notendum á eftirfarandi: Reynið að dreifa elduninni, þ.e. jafna henni yfir daginn eins og kostur er, einkum á aðfanga- dag og gamlársdag. Forðist, ef unnt er, að nota mörg straumfrek tæki samtímis, t.d. rafmagns- ofna, hraðsuðukatla, þvottavélar og uppþvotta- vélar - einkum meðan á eldun stendur. Farið varlega með öll raftæki til að forðast bruna- og snertihættu. Illa með farnar lausar taugar og jólaljósasamstæður eru hættulegar. Útiljósasamstæður þurfa að vera vatnsþéttar og af gerð sem viðurkennd er af Rafmagnseftirliti ríkisins. í flestum nýrri húsum eru sjálfvör (útsláttar- rofar) en í eldri húsum eru vartappar (öryggi). Eigið ávallt til nægar birgðir af vartöppum. Helstu stærðir eru: 10 amper - Ijós 20-25 amper - eldavél 35 amper - aðalvör fyrir íbúð. Ef straumlaust verður skuluð þið gera eftir- farandi ráðstafanir: - Takið straumfrek tæki úr sambandi. - Ef straumleysið tekur aðeins til hluta úr íbúð, (t.d. eldavélar eða Ijósa) getið þið sjálf skipt um vör í.töflu íbúðarinnar. Ef öll íbúðin er straum- laus getið þið einnig sjálf skipt um vör fyrir íbúðina í aðaltöflu hússins. Hafi lekastraumsrofi í töflu leyst út er rétt að taka öll tæki úr sambandi og reyna að setja leka- straumsrofann inn aftur. Leysi rofinn enn út er nauðsynlegt að kalla til rafvirkja. Tekið er á móti tilkynningum um bilanir í síma 686230 hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur allan sólarhringinn. Á aðfangadag og gamlársdag er einnig tekið á móti bilanatilkynningum til kl. 19 í síma 686222, Við flytjum ykkur bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári, með þökk fyrir samstarfið á hinu liðna. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR ____^ (Geymið auglýsinguna) MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FTMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988 Lakers tapaði fjórum leikjum í röð í fyrsta skiptiítíuár Johnson sækir hér að Jordan, en það var Jordan sem stóð uppi sem sigurvegari Átta af bestu leikmönnum Dana koma ekki til Reykjavíkur FINN Andersen, liðstjóri danska landsliðsins, hefur ekki áhyggjur út af íslands- ferð danska landsliðsins, þó svo að Anders-Dahl Nielsen, þjálfari og leikmennirnir John Iversen, Jens-Erik Roepstorff, Helsingör (154 landsleikir), Erík Veje Rasmussen, Essen (143), Klaus Sletting Jensen, Hoite (111), Michaei Fenger, HIK (129), Kim G. Jacobsen, Uniexpres, Spáni (48) og Claus Bo Munkedal, Holte (58) leiki ekki í Reykjavík. o Andersen benti á að hann hafi eitt sinn farið með tíu leikmenn til íslands - og leikið nokkrum klukkutímum eftir lend- ingu á Keflavíkur- FráGrími flugvelli, og farið Fríögeirssyni með sigur af íDanmörku hólmi Per Skárup, þjálfari Gladsaxe/HG eru afar v''Í'Á Erlk-Veje Rasmussen kemur ekki til Islands. óhressir með íslandsferðina. Tveir leikmenn Gladsaxe/HG - Christ- ian Stadil Hansen, markvörður og Frank Jörgensen segjast ekki geta sleppt Islandsferðinni, þar sem þeir væru að berjast fyrir landsliðssætum sínum. Danir segjast hafa verið búnir að aðvara Islendinga um að það gæti farið svo að þeir kæmu ekki með sitt sterkasta landslið. Deild- ar- og bikarkeppnin hefur verið á fullu hjá dönsku liðunum. Danir koma hingað til lands 29. desember og leika þá um kvöldið og svo aftur daginn eftir, en þann dag fá leikmenn liðsins frí til að versla. Danska landsliðið, tólf leik- menn, sem leikur á Islandi - er þannig skipað: Karsten Holm, Kolding og Christian Stadil Hansen, Gladsaxe/HG, sem eru markverðir. Aðrir Ieikmenn eru: Otto Mertz, Uniexpress, David Nielsen, Gudme, Bjami Simonsen, Skovbakken, Lars Lundbye, Tastrup, Flemming Hans- en, Stavanger, Frank Jörgensen, Glad- saxe/HG, Niels Kildelund, Gudme, Peter Jörgensson, Virum, John Martensen, Ny- borg og Per Thomsen, Torup/Tarup. LOS Angeles Larkers mátti þola tap, 103:116, fyrir Chicago á þriðjudagskvöldið f NBA- deildinni. Þetta var fjórða tap Lakers í röð og er þetta í fyrsta skipti í tíu ár sem Lakers tapar fjórum leikjum í röð. Leikmenn Lakers voru yfir, 98:93, þegar aðeins fimm mín. voru eftir, en þá kom góður enda- sprettur hjá leikmönnum Chicago. Michael Jordan tók Gunnar leikinn í sínar hend- Vaigeirsson ur og skoraði flest skrifar stig Chicago á loka- sprettinum. Þegar upp var staðið var hann búinn að skora 42 stig, en Bill Cartwright setti 20 stig og hirti sautján frá- köst. Earvin Johnson skoraði flest stig Lakers, eða 31. Pétur Guðmundsson og félagar hans hjá San Antonio Spurs tapaði sínum áttunda leik í röð, þegar þeir léku gegn Phoenix, sem vann 128:110. Vinnie Johnson setti 22 stig fyr- ir Denver, en það dugði ekki gegn Portland, sem vann, 127:124. Dominique Wilkins fór á kostum þegar Atlanta Hawks vann Seattle, 121:118. Hann skoraði 30 stig. NBA-úrslit: Atlanta Hawks - Seattle...121:118 Cleveland Cavaliers - UtahJazz.110:94 Detroit Pistons - Miami Heat ...116:100 N:Y. Knicks - Indiana Pacers ...141:113 Dallas > Philadelphia.....108:102 Chicago Bulls - L.A. Lakers 116:103 Houston - Sacramento Kings ...105:104 Milwaukee - Charlotte Homets 125:115 Portland - Denver Nuggets.127:124 Phoenix - San Antonio Spurs ...128:110 G.S. Warriors - L:A. Clippers ...113:111 HANDKNATTLEIKUR / DANMORK Finn Andersen óttast ekki íslandsferðina KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.