Morgunblaðið - 22.12.1988, Page 80

Morgunblaðið - 22.12.1988, Page 80
Endurski í skam Höfðar til .fólks í öllum starfsgreinum! FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Fiskmarkaðimir að skáka þeim erlendu Á ÞVÍ rúma ári sem fískmarkaðir hafa starfað á suðvestanverðu landinu — i Reykjavík, Hafharfírði, Suðurnesjum og Vestmannaeyjum — hafa þeir selt um 69 þúsund tonn af físki fyrir rúma 2,2 milljarða króna. í grein sem Ágúst Einarsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðv- arinnar í Reykjavík, skrifar í Við- skiptablað Morgunblaðsins, segir hann að þetta séu ótrúlegar tölur, þegar þess sé gætt að árssala þeirra erlendu fiskmarkaða sem íslendingar hafa skipt við um árabil, sé á bilinu 30-70 þúsund tonn hjá hveijum þeirra. Ágúst gerir ráð fyrir að sala þessara fjögurra íslensku fískmark- „Ellefti var Gáttaþefur, aldrei fékk sá kvef...“ 2 DAGAR TIL JÓLA TVEIR DAGAR eru til jóla og í dag, fimmtudag, kemur jólasveinninn Gáttaþefur til byggða. Gáttaþefur heimsækir Þjóð- minjasafnið klukkan 11 í dag. aða verði um 2 milljarðar í ár og markaðshlutdeild þeirra um 30%. Ágúst Einarsson segir einnig að sé litið á heildarafla landsmanna, að loðnu undanskilinni, á sl. ári og hon- um skipt eftir landsvæðum og sölu erlendis, þá komi í ljós að suðvestur- landssvæðið sé með um 205 þúsund tonn eða 25% aflans og 24% aflaverð- mætisins, en til samanburðar eru Vestfírðir með um 10% aflans og 10% aflaverðmætisins, Norðurland eystra með um 14% aflans og 14% aflaverð- mætisins, og Austurland með 16% aflans en 9% aflaverðmætisins. Til útlanda fór einungis 13% aflans en 22% aflaverðmætisins, en frá því dregst síðan flutnings- og sölukostn- aður. Ágúst segir þannig að ljóst megi vera að yfírgnæfandi hluti af afla landsmanna sé nýttur hér heima fyr- ir. Hann leiðir hins vegar að því rök að erlendir fiskmarkaðir skili oft lægra verði en talið hefur verið og að íslensku fískmarkaðimir séu stærri og öflugri en almennt hefur verið álitið. Sjá nánar á bls. 6B Morgunblaðið/Sverrir Guðmundur Ólafsson spjallar við afkomendur sina í afinælisveislunni í gærkvöldi Haldið upp á 100 ára afinæli „Ég á 124 afkomendur en sumir segja reyndar að ég eigi fleiri,“ sagði Guðmundur Ólafsson frá Króki í Asahreppi i 100 ára af- mælisveislu sinni, sem haldin var með pomp og prakt í Reykjavík gærkvöldi. „Ég er sjálfbjarga og heilsan er góð. Hins vegar get ég ekkert unnið í höndunum lengur og sé orðið illa. Ég þekki bara bömin mín af gömlum vana. Ég hef ein- ungis verið nokkra mánuði á spítölum. Ég þurfti að fara á spítala í sumar vegna lungnabólgu og er búinn að biðja skaparann um að ég fái að fara, því ég vil ekki fara aftur á spítala." Mikið íjölmenni var í veislunni og þar vom m.a. mætt 13 böm hans. Borgaraflokkurinn klofiiaði við afgreiðslu stj órnarírumvarpa: Hef áhuga á að breikka sam- starfsgrundvöll sljórnarinnar - segir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra Borgaraflokkurinn klofiiaði í neðri deild í gær, þegar Aðal- Kind fyrir flugvél KIND varð fyrir flugvél og drapst á Vestmannaeyjaflugvelli um klukkan 8 í gærmorgun. Vél- in hafði náð flugtakshraða þegar þijár eða fjórar kindur birtust skyndilega á brautinni fyrir framan hana. Flugmaðurinn náði að heQa vélina á loft en höfuð einnar kindarinnar rakst í annan hjólalegg vélarinnar. Vélin, átta sæta Piper Navajo PA 31, var þéttsetin sjómönnum á leið í jólaleyfí. Flugmaðurinn, Pétur ^Jónsson, flaug vélinni einn hring en •^Tlínti strax aftur til að flugvirki gæti kannað ástand vélarinnar. Þeirri skoðun lauk skömmu eftir hádegi og varð niðurstaðan sú að vélin væri óskemmd. Að sögn eiganda vélarinnar, Vals Andersen, hafði starfsmaður Vest- mannaeyjaflugvallar nýlokið eftir- Hvít jól víða JÓLIN verða hvít víða um land, að sögn Veðurstofu en talið er að úrkomulaust verði að mestu á Suðurlandi. Á Þorláksmessu og aðfangadag er gert ráð fyrir hægri norðaustan- átt með éljum norðan- og austan- lands en úrkomulausu fyrir vestan og sunnan. Á jóladag er reiknað með austan roki og jafnvel byl með snjó- omu víðast hvar nema á Suðvestur- ídi þar sem gert er ráð fyrir slyddu eða rigningu. litsferð um brautina í niðamyrkri og gefið heimild til flugtaks. Valur sagði að ekkert væri hægt að setja út á girðingar og öryggisbúnað um flugvöllinn. „Þessar rollur eru svo þjálfaðar og sterkar að þær gætu vel stokkið yfír heilar girðingar," sagði Valur. heiður Bjarnfreðsdóttir og Óli Þ. Guðbjartsson sátu hjá við af- greiðslu bráðabirgðalaganna og Aðalheiður greiddi síðan atkvæði með stjómarflokkunum við af- greiðslu frumvarpa um vörugjald og tekju- og eignarskatt. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra segist hafa áhuga á að breikka samstarfsgrundvöll- inn í rfldsstjórninni, en segir eng- ar viðræður ákveðnar við Borg- araflokkinn sérstaklega, þrátt fyrir þessa afetöðu þingmanna hans. Albert Guðmundsson fráfarandi formaður flokksins og fleiri þing- menn flokksins voru á móti því að þingmennimir tveir stuðluðu að því að bráðabirgðalögin fæm gegnum deildina, en fyrir lá að ríkisstjómin segði af sér, féllu lögin á jöfnum atkvæðum. Júlíus Sólnes, sem tekið hefur við formennsku í flokknum, segir hins vegar að í ljósi breyttra aðstæðna, við brottför Alberts til Frakklands, sé eðlilegt að flokkurinn stuðli ekki að stjórnmálaupplausn og kosningum með því að fella bráða- birgðalögin. kor átm Sparnaðaraðgerðir boð- aðar hjá Iðnaðarbanka í rekstraráætlun Iðnaðarbankans fyrír næsta ár er gert ráð fyrir að rekstrarkostnaður bankans verði 13-14% Iægri en á árinu 1988. Bankinn hefur þegar tilkynnt um lokun siðdegisafyreiðslu en eina- ig er fyrirhugað að draga verulega úr launakostnaði með takmörk- un á yfirvinnu og feerri siunarráðningpun. Þá verður ekki ráðið í stað þeirra sem hætta störfiun á næsta ári. í áætlunum Iðnaðarbank- ans er gert ráð fyrir að vaxtamunur verði allt að 30% lægri á ár- inu 1989 en í ár. Valur Valsson, bankastjóri Iðn- aðarbankans, sagði í samtali við Morgunblaðið að afkoma bankans væri ágæt á þessu ári. Hins vegar væri tahð að árið 1989 verði erfítt fyrir bankana. „í fyrsta lagi gemm við ráð fyrir að það verði minni velta í bönkunum árið 1989 en í ár vegna minni umsvifa í þjóðfélag- inu. Við tðljum einnig að bankam- ir þurfí og muni taka á sig aukin útlánatöp vegna gjaldþrota og erf- iðleika fyrirtækja almennt. Ekki verði hjá því komist að lánastofnan- ir búi sig undir aukið útlánatap á næstu missemm og þurfi því að leggja í varasjóði af þeim sökum. Lækkun verðbólgunnar og ákvarð- anir um vexti leiða líka til lækkun- ar á vaxtamun. Allar þessar að- stæður höfum við verið að meta í áætlanagerð fyrir næsta ár og þær sýna fram á það að við þurfum að draga vemlega úr reksturskostnaði til að mæta þessari nýju stöðu." Valur sagði að ákvarðanir hefðu þegar verið teknar um minni út- gjöld til markaðsmála og ýmissa annarra kostnaðarþátta í bankan- um og einnig væri verið að kanna möguleika á að minnka aðkeypta þjónustu svo sem vegna pósts og síma. Þá hefðu verið teknar ákvarðanir um að greiða enga yfir- vinnu frá og með næstu áramótum. Valur sagði ennfremur að ekki yrði ráðið í störf þeirra sem hættu og þannig stefnt að því að starfsfólki fækkaði um 5% á næsta ári. Einn- ig væri stefnt að því að fækka sumarráðningum a.m.k. um 50% á næsta ári. „Við höfum haft náið samráð við starfsmenn um þessar aðgerðir og hafa þeir sýnt þeim mikinn skilning," sagði Valur Vals- son. Aðalheiður Bjamfreðsdóttir og Óli Þ. Guðbjartsson sögðu það hafa ráð- ið afstöðu sinni til bráðabirgðalag- anna, að þau vildu ekki stuðla að upplausn með því að fella þau og stjómina. Þegar ljóst var að ríkisstjómin hefði meirihluta í neðri deild sagði Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra við Morgunblaðið að hann hefði aldrei trúað öðm en stjómar- andstaðan, eða að minnsta kosti hluti hennar, léti málefnin ráða frekar en vera í stjómarandstöðu og það sýndi sig að Borgaraflokkurinn hugsaði þannig. Þingmenn Borgaraflokksins sögð-' ust aðspurðir vera tilbúnir til að ræða við ríkisstjómina um stjómar- þátttöku, ef óskað yrði eftir því. Hins vegar yrði það þá að vera á gmnd- velli nýs stjómarsáttmála og breyttr- ar ráðherraskipunar. Sjá samtöl og þingfréttir á bls. 44-45. Ein á forsetavakt: 14.500 ein- tök prentuð FJÓRÐA prentun af bók Stein- unnar Sigurðardóttur, Ein á for- setavakt, kom í verslanir á þriðju- dag. Að sögn Jóns Karlssonar, forstjóra Iðunnar, sem gefur út bókina, hafa verið prentuð alls 14.500 eintök af bókinni og er Ijóst að fímmta prentun næst ekki fyr- ir jól. „Þetta er stærsta upplag sem ég man eftir," sagði Jón í samtali við Morgunblaðið. „Ég man ekki eftir svona mikilli sölu á neinni bók hjá nokkm bókaforlagi. Þetta er langt umfram það sem venjulegt er.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.