Morgunblaðið - 16.03.1989, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 16.03.1989, Qupperneq 1
80 SÍÐUR B 63. tbl. 77. árg.___________________________________FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1989________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Sovétríkin; Gorbatsjov boðar um- bætur í landbúnaði Moskvu. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov Sovétleiðtogi sagði í gær að óánægja almennings vegna skorts á matvælum í Sovétríkjunum feri vaxandi og lagði til að Gosagroprom- yfirráðuneytið, sem farið hefur með landbúnaðarmál undanfarin þijú ár, yrði lagt niður. Gorbatsjov sagði í ræðu sem hann flutti á furidi miðstjómar kommún- istaflokksins að í stað ráðuneytisins yrði komið á fót sérstöku ráði er færi með landbúnaðarmál. Sovétleið- toginn stofnaði yfirráðuneytið sjálfur í nóvember árið 1985 er hann hóf tilraunir sínar til að blása nýju lífi í sovéskan landbúnað. Gorbatsjov sagði að markmið hans væri að „gera róttækar breytingar á yfirstjóm landbúnaðarins" og gefa smábænd- Færeyjar: Hóta vaxta- lækkunum Kaupmannahöfn. Frá NJ. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. Landsstjórnin í Færeyjum hefur krafist þess, að banka- og Qármálastofiianir í Iandinu lækki vextina um 2%. Á vaxta- lækkunin að hjálpa sjávarút- veginum, sem stynur undan miklum Qármagnskostnaði, og takmarka um leið vaxta- tekjur spariQáreigenda. Landsstjómin hefur áður reynt árangurslaust að fá bank- ana til að lækka vextina og hef- ur nú látið þau boð út ganga, að streitist þeir við að þessu sinni muni vaxtalækkunin verða knú- in fram með lögum. Á vaxta- lækkunin að vera liður í öðmm aðhaldsaðgerðum stjórnarinnar. Sparifjáreigendur í Færeyjum hafa notið góðs af háum vöxtum og ekki síst vegna þess, að þeir greiða aðeins 0,5% skatt af vaxtatekjunum. f Danmörku er aftur á móti litið á vexti sem hveijar aðrar tekjur og á þeim er 50% skattur. Segir Iands- stjómin, að vegna þessa ættu vextir að vera lægri í Færeyjum en ekki hærri eins og verið hefur hin síðari ár. um „möguleika á að sýna sjálfstæði, framtakssemi og frumkvæði". Sam- kvæmt fréttum TASS-fréttastofunn- ar hyggst Gorbatsjov hins vegar ekki afnema samyrkju- ríkisjarðakerfið, sem komið var á þegar Stalín var við völd og hefur mætt vaxandi gagnrýni hagfræðinga. Sovétleiðtoginn sagði að Sovét- menn væru enn langt á eftir vestræn- um ríkjum hvað varðar landbúnaðar- framleiðslu. „Munurinn verður sífellt meiri í stað þess að minnka. Matvæl- askorturinn veldur ólgu í þjóðfélag- inu og óánægju meðal almennings," bætti hann við. Gorbatsjov tryggði sér sæti á full- trúaþingi Sovétríkjanna í gær. Kommúnistaflokknum hefur verið úthlutað 100 sætum á þinginu og valdi miðstjómin fulltrúa flokksins á fundinum. Auk Gorbatsjovs urðu ýmsir leiðtogar flokksins fyrir valinu, svo sem Níkolaj Ryzhkov forsætis- ráðherra og Jegor Lígatsjov, hæst- ráðandi í landbúnaðarmálum. . 'Xi ~ „Frelsisskilti“ í Varsjá Reuter Pólsk stjómvöld iétu í gær selja upp hvít skilti, sem þau nefndu „frelsisskilti“, á götur Varsjárborg- ar og var hugmyndin sú að gera borgarbúum kleift að veita óánægju sinni útrás með óritskoðuðu kroti. Skiltin vöktu mikla athygli meðal borgarbúa og notuðu margir þeirra tækiferið til að skrifa á þau slagorð gegn kommúnisma og Sovétríkjunum. Leiðtogafiindi EFTA lokið: Vilja kamia með EB leiðir til skipulegra samstarfs Fríverslun með fisk samþykkt fiú 1. júlí 1990 Ósló. Frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. LEIÐTOGAFUNDI aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) lauk um hádegisbilið í gær með útgáfu sameiginlegrar álykt- unar. Þar er lýst vi(ja tíl að kanna með Evrópubandalaginu (EB) leið- ir til að koma á skipulegra sam- Reuter Fjöldagöngur í Búdapest Þúsundir Ungveija gengu um götur Búdapest í gær og kröfðust þess að sovéski herinn yfirgæfi Ungveijaland og að lýðræði yrði komið á. Um 31 óháð stjórnmálahreyfing skipulagði fjöldagöng- urnar til að minnast uppreisnartilraunar Ungverja gegn Aust- urríkismönnum árið 1848. Um 30.000 manns söfnuðust saman við þjóðminjasafhið í borginni, þar sem myndin var tekin. starfi, þar sem um sameiginlegar ákvarðanir og stjóniarstofnanir verði að ræða i því skyni að sam- vinna EFTA og EB verði árang- ursríkari. í ályktuninni segir einn- ig að EFTA-rikin ætli að styrkja samvinnu sína meðal annars með friverslun á fiski innan samtak- anna. íslenska sendinefiidin lagði höfuðkapp á, að ákvæði um þetta væri í ályktuninni. Vakti athygli að rétt fyrir blaðamannafund í fundarlok voru forsætisráðherr- arnir kallaðir út í horn á skyndi- fund og samþykktu þeir þar að ósk íslands neðanmálsgrein til skýringar ákvæðinu um fríverslun með fisk, þar sem segir að hún komi til framkvæmda frá og með 1. júlí 1990 og Finnar séu undan- þegnir ákvæðinu vegna sfidar og lax í Eystrasalti fyrst um sinn. Gro Harlem Brundtland, forsætis- ráðherra Noregs og fundarboðandi, lýsti ánægju sinni yfir niðurstöðum tveggja daga viðræðna forsætisráð- herra EFTA-ríkjanna, sem eru sjö, þegar Liechtenstein er talið með. Taldi hún fundinn marka tímamót. EFTA-ríkin væru að semja sín á milli um fijálsræði í verslun og þjón- ustu og ætluðu að snúa sér að menntamálum, umhverfismálum og síðan að Qármagnshreyfingum og flutningi vinnuafls milli þjóða. Leið- togamir hefðu ákveðið að svara frumkvæði Jacques Delors, forseta framkvæmdastjómar EB, um að kanna leiðir til frekari og skipulags- bundnari samvinnu með jákvæðum hætti. Þeir teldu að samningaviðræð- ur við EB gætu leitt til fijálsræðis fyrir vöm, þjónustu, flármagn og mannafla með það í huga að koma á fót virkri evrópskri efnahagsheild. í því skyni væm þeir reiðubúnir að kanna ýmsar leiðir til að styrkja stofnanasamband á milli EFTA-ríkja og EB. Þegar Gro Harlem var spurð, hvort fríverslun með físk fylgdi fríverslun með landbúnaðarvömr, sagði hún að öllum væri ljóst að það væri ekki ofarlega á dagskrá, hvorki hjá ríkis- stjómum né bandalögum. Á blaðamannafundinum ítrekaði Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra, að íslendingar gætu ekki gerst aðilar að yfirríkjastofnun. í samtali eftir fundinn sagði hann, að ekki væri einhlítt, hvemig skilgreina bæri slíka stofnun en þó væri ljóst, að um væri að ræða bandalag sem tæki ákvarðanir, sem þjóðþing ein- stakra landa gætu ekki breytt. For- sætisráðherra taldi, að fyrirvarar ís- lands í þessu efni ættu ekki eftir að valda erfiðleikum þegar það kæmi í hlut íslenskra stjómvalda síðar á þessu ári að vera í forsæti í ráð- herranefnd EFTA. Að öllu óbreyttu verður það Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra, sem hefur þar for- ystu fyrir íslands hönd, og í samtali eftir fundinn lagði hann áherslu á, að íslendingar hefðu samþykkt ályktun Óslóar-fundarins án fyrir- Sjá ummæli Steingríms Her- mannssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar í fimdarlok á bls. 30. Menningar- áíall á Italíu Flórens. Reuter. OF STÓR skammtur af lista- verkum Flórensborgar á ft- alíu gæti hæglega orðið til þess að erlendir ferðamenn þyrftu að eyða fríinu á sjúkra- húsi vegna skammtíma heyrn- arleysis, blindu, kvíðakasts eða hjartabilunar, að þvi er læknar skýrðu frá í gær. Nokkrir ítalskir læknar kom- ust að þessari niðurstöðu eftir að hafa fyrstir manna rannsakað svokallaða „Stendhals-veiki“, sem nefnd er eftir frönskum rit- höfundi er fyrstur ritaði um ein- kennin. Rúmlega hundrað manns hafa verið fluttir á sjúkrahús í Flórens á síðustu tíu árum vegna veikinnar, sem or- sakast af þeirri tilfinningastreitu er meistaraverk frá endurreisn- artímabilinu valda. Læknamir segja þá sem ferðast í fyrsta sinn vera einna líklegasta til að fá veikina, svo og fjölskyldur sem óvanar eru því að vera mik- ið saman.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.