Morgunblaðið - 16.03.1989, Page 14

Morgunblaðið - 16.03.1989, Page 14
14 C8e; SHAM .31 HUOAaUTMMn GlgAJaVtUOflOM MÖRGUNBLAÐÍÐ FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1989 ESAB RAFSUÐUVÉLAR vír og fylgihlutir = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER 1 ermm^aríjiiib RITSAFN H.C. ANDERSENS er þrjár innbundnar bækur í vandaðri öskju. RITSAFN H.C. ANDERSENS er sígild eign sem fylgir eigandanum alla ævi. c ÆSKAN Haustbrúður eftir Þórunni Sigurðardóttur: María Sigurðar< Jóhann Sigurðarson (Níels Fuhrmann amtmaður yfir Islandi). MYRKVIÐIR Leiklist Jóhann Hjálmarsson Þjóðleikhúsið. H AU STBRÚÐUR. Höfundur og leikstjóri: Þórunn Sigurðardóttir. Tónlist: Jón Nordal. Leikmynd og búningar: Karl Aspelund. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Saga Appoloníu Schwartzkopf og Níelsar Fuhrmanns amtmanns hefur löngum verið mönnum hug- leikin. Dauða Appoloníu bar að með þeim hætti sem enn er ekki ljós, en Grímsstaðaannáll 1724 segir um það ár: „Á þessu sumri deyði Appol- onía Svartkopp á Bessastöðum, en hvemig hún dó veit eg ei: Það var sú kvinna sem amtmaður Fuhrmann ekta átti, en var sagt að ei hefði viljað, mæðgur tvær voru á Bessastöðum, danskar, sú yngri vildi eiga hann.“ Um Appoloníu skrifaði Guð- mundur Danlelsson skáldsöguna Hrafnhettu (1958). Þórunn Sigurðardóttir leitar fanga í þessari gömlu örlagasögu og nefnir leikrit sitt Haustbrúður. Þetta er ekkert nýtt eins og hún segir sjálf, höfundar „hafa alltaf sótt efnivið I fortíðina til þess að reyna að finna rætur sinnar sam- tíðar". Og Þórunn er líka að skírskota til samtímans með því að sýna „þá fjötra sem þjóðfélag- ið hneppir einstaklingana I, bæði að því er varðar kynhlutverk og embættisstöðu". Mestu máli hlýtur að skipta hvemig Þórunni hefur tekist að skrifa leikrit og gera því skil á sviði með leikstjóm sinni. Hér verður ekki einblínt á hlut Appol- oníu í jafnréttisbaráttunni eða það hvemig metorðasýki hrekur burt mannlegar tilfínningar og veldur því að menn lifa í raun aðeins hálfu lífi. Margt gerir þó höfund- urinn vel hvað þessa rýni varðar. Hin miklu átök sem eiga sér stað hjá þeim Níels Fuhrmann og Appoloníu Schwartzkopf, inra með þeim sjálfum og á milli þeirra, eru þungamiðja leikritsins. Þó- runni Sigurðardóttur auðnast að sýna okkur inn í hugskot þeirra, gera tilfínningar þeirra mannleg- ar og ljósar. Þómnn verður þó ekki sökuð um að leggja ekki rækt við fleiri persónur. Katharina Holm, ráðs- kona amtmannsins, og dóttir hennar, Karen, eru meðal þeirra sem hafa sterkt svipmót. Meðal annarra slíkra eru Kristján Se- hested aðmíráll, Komel íus Wulf landfógeti og Guðrún, stjúpdóttir amtmanns. Þar sem margar per- sónur koma við sögu, ekki síst í sögulegu leikverki, verða þær að sjálfsögðu ekki allar jafneftirtekt- arverðar. Leikritahöfundar ættu að spyrja sjálfa sig þeirrar spum- ingar hvort nauðsynlegt sé að fylla sviðið lifandi og dauðum skuggamyndum, hvort fáar per- sónur geti ekki komið merking- unni til skila. Þórunn gæti haft gagn af að velta þessu fyrir sér og vissulega margir fleiri höfund- ar. Annað sem Þórunn, í senn höf- undur og leikstjóri, hefði þurft að gaumgæfa fyrir frumsýningu er lengd leikrits. Ég er viss um að hún hefði ekki náð síðri árangri með mun styttri sýningu. En henni til hróss skal það tekið fram að áhorfandi (að minnsta kosti undirritaður) fylgdist af áhuga með framvindunni, algjörlega inn- antóm og spennulaus atriði kann ég ekki að nefna. Haustbrúður nýtur þess ekki síst að vel hefur verið skipað í hlutverk. Jóhann Sigurðarson er glæsi- legur Fuhrmann og hefur sterk tök á hlutverkinu frá upphafínu til enda. Hann er fulltrúi karl- mennsku, gáfna og réttsýni, en veikur undir niðri, eiginlega mannleysa þegar betur er að gáð. María Sigurðardóttir leikur Appoloníu af ósvikinni tilfínningu og skilningi á þessari ógæfusömu persónu. Það er reisn yfír Maríu I hlutverkinu, en mest þótti mér hún innilokuð í eymd Bessastaða þegar öll sund eru lokuð, ekkert framundan nema dauðinn. Bríet Héðinsdóttir lék á marga strengi í hlutverki ráðskonunnar, Katharinu Holm, og á alla vel. FVá hendi höfundar er ráðskonan ein besta persónugerð verksins, kannski sú besta. Rúrik Haraldsson bætti í per- sónusafn sitt eftirminnilegu hlut- verki með túlkun Kristjáns Se- hesteds aðmíráls. Aðmírállinn er að vísu sígild manngerð og löngu kunn úr sögum og öðrum leikrit- um, en vekur engu að síður kátínu áhorfenda. Onnur sígild persóna er Komel- íus Wulf landfógeti sem Gísli Halldórsson fór létt með að gera lifandi og vekja samúð áhorfenda. Guðný Ragnarsdóttir í hlut- verki Karenar Holm, dóttur ráðs- konunnar, tókst með áreynslulitl- um hætti að laða fram persónu sem aðrir stjóma, en er einkar geðfelld. Það mætti að sjálfsögðu nefna fleiri. Jón Símon Gunnarsson gerði vicelögmanninum ágæt skil, Bryndís Pétursdóttir sýndi okkur glögglega innræti Marie Fu- hrmann, móður amtmannsins. Sigurður Siguijónsson bjó til eina af sínum kostulegu myndum með túlkun Þorgríms vinnumanns. Unnur Ösp Stefánsdóttir var blátt áfram og eðlileg stjúpdóttir amt- manns. Þórarinn Eyfjörð gerði sitt til að gæða lífí Hans Holm, son ráðs- konunnar, göfugmenni sem því miður er veigalítil persóna frá hendi höfundar. Svo er um fleiri persónur sem eru eins og eftir gamalkunnri uppskrift. Leikmynd og búninga sér Karl Aspelund um og lýsingu Bjöm Bergsteinn Guðmundsson. Sam- vinna þeirra sætir engum tíðind- um, en tala má um að þeir hafí komist mjög þokkalega frá verk- efninu. Ég hefði þó kosið eilítið frumlegri leikmynd, en hlutar hennar voru gerðir af hugkvæmni. Tónlist Jóns Nordals verkaði líkt og undirtónn við harmræn örlög verksins, þrengdi sér aldrei að marki inn á sviðið og það held ég að hafi verið rétt leið. Hin sagnfræðilega upprifjun, baráttan milli kynjanna, þjóðfé- lagsskilningurinn er ekki það markverðasta í leikriti Þórunnar Sigurðardóttur. Það er leikur til- fínninganna sem hefur mest gildi, ástin og fjarlægðin milli tveggja persóna sem eru dæmdar til að farast.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.