Morgunblaðið - 16.03.1989, Side 17

Morgunblaðið - 16.03.1989, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1989 Eitt horn eða tvö? Leiklist Friðrika Benónýs Leíkfélag Menntaskólans við Hamrahlíð: Nashyrningar Höfundur Eugéne Ionesco Þýðandi Erna Geirdal Leikstjóri Andrés Sigurvinsson Búningar Rósberg G. Snædal Grímur Hera Ólafsdóttir Leikmynd Magnús Loftsson Ljósameistari Alfreð S. Böðv- arsson Tónlist Hilmar Orn Hilmarsson og Óli Jón Jónsson Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur með því að setja upp Nashymingana eftir Ionesco. Þetta magnaða verk þar sem alvaran og fáránleikinn tog- ast á og háðið kraumar í grafal- varlegri dæmisögu um örlög síðasta mennska mannsins á jörð- inni. Nashymingamir vora fyrst settir á svið í París 1960 og hafa síðan verið sýndir víða um lönd í ýmsum útfærslum. í uppsetningu Leikfélags MH hefur leikstjórinn valið þá leið að stílfæra persón- umar og láta Berenger vera eina „venjulega" manninn allt frá upp- hafí. Ahorfandinn veit allan tfmann að hann mun ekki breyt- ast í nashyming einsog hinir, hann er utangarðs og nær ekki sambandi við aðrar persónur, jarðbundinn og feiminn. Sigurður H. Pálsson túlkar hann á hófstillt- an og næman hátt og era hann og Benedikt Erlingsson, sem leik- ur Jón, að öðram ólöstuðum stjömur kvöldsins. Framsögn þeirra er skýr og leikurínn sann- færandi og þeir ná báðir að skapa eftirminnilegar og heilar persón- ur. Aðrir leikendur standa sig einn- ig með ágætum, einkum Magnús Jóhann Guðmundsson í hlutverki Botards. Breki Karlsson og Anna Sóley Þorsteinsdóttir era dálftið óöragg í hlutverkum Dudards og Daisyar, en skila þó sínum hlut áfallalaust. Önnur hlutverk era smærri, svipmyndir fremur en persónur en kostulegir búningar Rósbergs G. Snædals undirstrika sérkenni hverrar persónu fyrir sig. Litagleðin og hugarflugið era alls ráðandi í búningunum og leggur það sitt að mörkum til að gera sýninguna líflega og skemmtilega á að horfa. Tónlist Hilmars Amar Hilmarssonar og Óla Jóns Jóns- sonar er markviss og skemmtileg og fellur vel að anda verksins og leikmynd Magnúsar Loftssonar er hugvitsamleg og falleg. Andrés Sigurvinsson, leikstjóri, leggur áherslu á að virkja áhuga og leik- gleði Ieikendanna, þeir era allir þátttakendur allan tímann, dreifð- ir út um sal, eða sprangandi um sviðið. Áhuginn og krafturinn skila sér til áhorfenda sem skemmta sér konunglega um leið og vaktar era upp áleitnar spum- ingar um einstaklinginn og hóp- sálina, hugsjónir og flokkaveldi. Og með gleði og þakklæti f huga gengur áhorfandinn út í vetrar- myrkrið með þá ósk f bijósti að þessir kraftmiklu og skapandi unglingar verði ekki að nashym- ingum þegar þeir eldast. snyrtivörukynning í Kaupstað í Mjódd í dag kl. 14-19. Förðunarfræðingur á staðnum. CoverGirl-umboðið, sími 688660. ÚTSAIA á kuldaúlpum og skíðaanórökum. Helmings afsláttur. Don Cano-búðin, Glæsibæ, sími 82966. Nýtt -Nýtt Páskavörurnar eru komnar. Glæsilegt úrval. Glugginn, Laugavegi 40 (Kúnsthúsinu). hetst í rlgqkl. 13.00 Opið daglega kl. 13-18. Laugardaga kl. 10-16. prr || |K | SkóverslunKópavogs, |U LlJ V/1 >1 Hamraborg 3, sími 41754. // HI v/Laugalæk, sími 33755.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.