Morgunblaðið - 16.03.1989, Side 18

Morgunblaðið - 16.03.1989, Side 18
'ír18 11 SN YRTJ VORU-R SEM FAGFOLKIÐ VELUR fást í apótekum snyrtivörudeildum stórmarkaöa snyrtivöruverslunum snyrtistofum DUGGUVOGI 2 5 sími 91-686334 s Bakvörð f fermingargjöf fyr*r ^ mnmá _. 'áA’tím&Sfm/PSm njk: Þessi stóll styður vel við bakið og gœtir þess að þú sitjir rétt. Hann er með léttri hœðastill- ingu, veltanlegu baki og fimm arma öryggis- fœti. Petta er gœðastóll á góðu verði. W3& Þetta er góð fermingargjöf. cman Hallarmúla 2 Sími 83211 Söluaöili Akureyri, Tölvutœki — Bókval. „Þrælslund“ Pét- urs Péturssonar eftirHauk Eggertsson Pétur Pétursson, sennilega „þul- ur“, skrifar grein í Morgunblaðið 7. mars sl. undir heitinu „Þræls- lund og hemaðarósómi“. Þar er Jón Baldvin Hannibalsson heldur betur tekinn á beinið. Ég ætla ekki að taka upp hanskann fyrir Jón, hann mun fær um það sjálfur, finn- ist honum það þess virði. En ég get ekki að því gert, að ég varð mikið hissa; Pétri líka ekki skoðanir Jóns Baldvins um ákveðin atriði í landsmálum og þeim skal mótmælt. En byijað er á því að „rakka" Jón niður sem mann; þá liggur hann betur við högginu. Ég hélt að þessi baráttuaðferð, sem kennd var við frægan stjómmála- mann fyrr á árum, væri fyrir löngu liðin. Inngangsorðin Péturs: „Viltu heldur þrælnum þjóna, þeim sem hefur gull í lendum" (þingeysk vísa). Og svo: „Jón Baldvin Hanni- balsson er heitinn eftir Jóni Bald- vinssyni forseta Alþýðusambands- ins og foringja Alþýðuflokksins um árabil." Þetta er áskorun; hér má enginn miðlungur fara. Og Pétur segir enn, að 1925 hafi Jón Bald- vinsson brýnt raustina gegn „hern- aðarósóma“. Og meira: „Jón Bald- vinsson sagði...“ Hugsið þið ykk- ur, Jón Baldvinsson sagði eitthvað árið 1925, og þess vegna má Jón Baldvin ekki segja neitt né hafa skoðun, sem fellur ekki alveg inn í það sem Jón Baldvinsson sagði fyr- ir 64 árum, af því að hann ber sama nafn. Ég skal viðurkenna, að ég er hvorki fræða- né sagnaþulur. Ég er heldur ekki eins tungu- og penna- lipur sem Pétur, enda æfíngin minni. En við lestur greinarinnar um „þrælslundina", hrökk annar þingeyskur vísupartur fram í hug- ann: „Tælimáli tungan spýr, teygð og fægð og strokin.“ Þetta á sjálf- sagt ekki við Pétur. Pétur Pétursson lýsir Jóni Bald- vini Hannibalssyni sem úrhraki, jafnvel landráðamanni, af því að Jón vill vamir á íslandi en Pétur víst ekki. Minna mætti nú gagn gera. Ef litið er til sögunnar, þá virðist einmitt svona hugarfar og heift oft hafa komið illindum til leiðar, jafnvel styijöldum milli manna og þjóða. Og þá er stóra málið hvort að sá, sem árásina hef- ur í huga, þorir! Og hann þorir því aðeins að hann viti eða haldi að andstæðingurinn sé veikari og geti lítt varist? En fyrsta boðorðið í stríði er þó alltaf að ná mannorðinu af andstæðingnum, svo að stuðn- ings væri hvergi að vænta. Þá er það hlutleysið, e.t.v. getur það hjálpað? Hvar hefiir þó hlut- leysið dugað, ef stríðsaðili telur sér gagn eða þörf á að hremma? Hvers virði var þessum iöndum og mörgum öðrum hlutleysið í síðari heimsstyijöldinni: Belgíu, Hollandi, Danmörku, Noregi, Ppllandi, Eystrasaltslöndunum og íslandi? Hlutleysi þeirra var ekki virt. Þær þjóðir, sem í lok stríðsins lentu ekki undir kommúnismanum, fengu þó frelsi sitt á ný, hinar búa enn við kúgunina. Og enn skal vitnað í Pétun Jón Baldvinsson sagði árið 1925:... við íslendingar höfum verið laus- ir við hernaðarósómann, bæði þá siðferðilegu spillingu, sem viða hefiir af honum leitt, og það flár- hagsböl, sem vígbúnaðarbagginn hefur verið þjóðunum." Eiga þessi orð við nú? Nei, þau standast ekki, við lentum í soranum og meg- um þakka fyrir, að við lentum réttu megin. Það er því ósæmilegt að nota þau orð nú, spm vitnað er í hér að ofan, að JÓn Baldvinsson hafi sagt, í þeim tilgangi einum að rakka niður náungann. Ef Jón Bald- vinsson væri nú uppi og ætti um tvo kosti að velja: vamir eða ekki vamir, veit þá nokkur nema að hann væri að fullu sammála nafna sínum Hannibalssyni? Jón Baldvin er ekki eini kratinn, sem stendur ógn af kommúnismanum og metur friðinn líklegri með vömum en án. Vonandi eiga þeir tímar þó eftir að koma, að veröldin þurfi ekki að búa við ógn yfirgangsins, og þá þyrfti ekki að spjnja um vamir eða ekki varnir. Ég hef alltaf óttast kommúnism- Í9S9 BÍLL FRÁ HEKLU BORGAR SIG smrmmm í TAKT VIÐ TÍMANN Viltu skara fram úr á hörðum vinnumarkaði? Við bjóðum þér upp á hagnýta kennslu í viðskipta- og tölvu- greinum, ásamt því helsta sem gerir þig að hæfum og ciugandi starfskrafti. Þú getur valið um morgun- eftir- miðdags- eða kvöld tíma, eftir því sem þér hentar. Að námskeiðinu loknu útskrifast þú sem skrifstofutæknir. Innritun og allar nánari upp- lýsingar færðu í símum 68 75 90 og 68 67 90. Viö erum vift símann til kl. 22 í kvöld. Steinvör Gisladóttir, skrifstofumaður, Mjólkursamsölunni: „Námið er yfirgripsmikið og hagnýtt og reyndist mér vel. Það hefur styrkt mig í sessi og umfram allt var þetta skemmtilegur tími í góðum og samhentum hóp.“ Tölvufræðslan Borgartúni 28

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.