Morgunblaðið - 16.03.1989, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 16.03.1989, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1989 Barna- og unglingavika 12.-18. mars 1989 Vitinn — Hafnarfirði kl. 20.00 Háskólabíó kl. 14.00 Dagvistarheimili - Menntastofnun! Fjölskylduhátíó. Sóknarsalur kl. 20.00 Tómstundir bama og unglinga. Gerðuberg kl. 20.00 Áhrif f jölmiðla. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Alþýðusamband Islands, Kennarasamband íslands, Félag bókagerðarmanna, Bandalag háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna, Starfsmannafélag ríkisstofnana, Fósturfélag íslands, Sókn, Hið íslenska kennarafélag, Iðja FYRR EDA SEINNA VELUR ÞU RICOH TELEFAX Ricoh 1973 Ricoh var fremsti framleiðandinn i heiminum sem markaðssetti hraðvirk telefaxtæki með stafrænni tækni. RÍcoh 1973 Ricoh var einnig fyrst til að senda telefax- skeyti um gerfihnött frá Tokyo til New York. Ricoh 1975 Ricoh var fyrsta fyrirtækið í greininni sem hlaut Deming verðlaunin fyrir gæðastjórnun. Ricoh 1980 Eitt hundrað og fimmtiu Ricoh telefaxtæki voru notuð á Ólympiuleikunum í Moskvu. Ricoh 1986 Ricoh var fyrsta japanska fyrirtækið er hóf framleiðslu á telefaxtækjum í Evrópu — í Telford á Englandi. Ricoh 1986 Ricoh varð stærsti framleiðandi telefaxtækja í Japan með framleiðsluhlutdeild upp á 21.5% Ricoh varð einnig í 1. sæti í Bandaríkjunum, þarsem 15.7% allra telefaxtækja eru frá Ricoh. Ricoh í dag Nú birtist stærsti framleiðandi telefaxtækja í heiminum í fyrsta sinni á fslandi. Ricoh Fleira er óþarft að vita um telefax. w$m FnemstírmeÖ fax acohf SKIPHOLT117 105 REYKJAVlK SÍMI: 91-2 73 33 15. mars alþjóðadagur neytendaréttar: MEÐ EINOKUN GEGN NEYTENDUM eftir Jón Magnússon Þau lönd, sem byggja á svipuðu stjómkerfi og við, hafa sett í lög hjá sér ýmis ákvæði tál að hindra möguleika framleiðenda og seljenda til að bindast samtökum eða gera samninga um verð og dreifingu á vörum. Þessi lagaákvæði eru fyrst og fremst sett til hagsbóta fyrir neytendur, en þau byggjast jafn- framt á þeirri hugsun, að fijáls markaðsstarfsemi með aðhaidi og eftirliti tryggi best lífskjör og mestan hagvöxt. Þannig voru sett ákvæði um þessi efni í bandarísk lög 1890 og í sáttmála Efnahagsbandalags Evrópu eru sambærileg ákvæði. Samkvæmt þessum lagaákvæðum er fyrirtækjum eða einstökum fram- ieiðendum bannað að semja um verð á framleiðsluvörum sínum og um takmörkun á dreifingu þeirra. Slíkir samningar eða samráð er talið hindra eðlilega starfsemi á markaðn- um enda sett til að draga úr sam- keppni. Samkeppnishömlur vemdaðar í íslenskrí löggjöf eru ákvæði sem banna verðsamráð og samkeppnis- hömlur. Sfðan eru önnur lagaákvæði sem heimila og stuðla að einokun og verðsamráði. Þannig eru búvöru- lögin með þeim ósköpum að gjör- samlega er girt fyrir samkeppni framleiðenda mikilvægustu neyslu- vara. Jafnframt hefur verið og er markvisst unnið að því með stjóm- valdsaðgerðum að koma þeim grein- um búvöruframleiðslu, sem enn lúta markaðslögmálum, undir miðstjóm- arkerfi bændasamtakanna. í grein- um hér í blaðinu allt frá árinu 1983 hef ég bent á það hvert stefndi og varað við því sem þá mundi gerast. Þannig benti ég ítrekað á að verð- þróun á þeim vömm sem bundnar vom verðákvörðunum svonefndrar sexmannanefndar væri óhagstæðari fyrir neytendur en á þeim vömm sem lausar vom úr viðjum, þ.e. lq'úkling- ar, egg og svínaafurðir. Þessum ábendingum var stöðugt mótmælt af hálfu talsmanna bændasamta- kanna sem þó komu aldrei með nein rök máli sínu til stuðnings heldur Jón Magnússon „Ef einhverjum dettur í hug að hægt sé að ráða við verðbólgu í þessu landi og víxlverk- anir kaupgjalds og verðlags, þá gerist það allavega ekki meðan stjórnvöld hundsa brýn- ustu hagsmunamál neytenda.“ létu upphrópanir duga. Þá hef ég einnig haldið því fram að með því að koma á svipuðu kerfi við sölu á kjúklingum, eggjum og svínakjöti mundi verð á þeim vömm hækka verulega. Sú hefur orðið raunin, eft- ir að framleiðendur eggja og kjúkl- inga tóku upp virkt verðsamráð. Vinir neytenda Nú eftir að fóðurbætisskatti og öðmm tiltækum aðgerðum hefur um nokkra hríð verið beitt af bænda- samtökunum með stuðningi og hvatningu framsóknarráðherrans fyrrvemadi Jóns Helgasonar sest þingmaður úr Alþýðubandalaginu í stól hans og heldur áfram að fram- fylgja sömu stefnunni og fyrirrenn- ari hans. Þannig verður sjálfsagt sá litli vísir að fijálsri verðmyndun á búvömm sem verið hefur þurrkaður út í ráðherratíð Steingríms Sigfús- sonar. Dagsbrúnarmennimir og Sóknarkonumar sem og Einingarfé- lagamir fyrir norðan geta þá sent ráðherranum sínum þakkir í hugan- um fyrir að launin þeirra skuli duga skemur og skemur til að kaupa þess- ar nauðþurftir og velt því fyrir sér hvemig á því stendur að ráðherra sem kennir sig við alþýðuna skuli beijast fyrir einokunarhagsmunum framleiðenda á kostnað neytenda í landinu. Þá geta sjálfstæðismenn líka velt því fyrir sér með hvaða hætti flokkurinn þeirra hefur staðið við ítrekaðar stefnumarkanir á landsfundum flokksins um að stuðia í auknum mæli að ftjálsari verð- mjmdun á landbúnaðarvörum. Sjálf- stæðismenn geta velt því fyrir sér hvemig á því stendur að málsvarar ftjálsrar samkeppni skuli mæra hana í orði en hafna henni á borði þegar hagsmunir einokunarsinna land- búnaðarkerfisins eiga í hlut. Kartöflustríð og viðbrögð kerfísins Fyrir nokkrum ámm háðu neyt- endur {landinu baráttu gegn úreltu sölukerfi á kartöflum og neituðu að kaupa skemmdar kartöflur á fullu verði eins og einokunarstofnun þess tíma, Grænmetisverslun landbúnað- arins bauð, upp á. Neytendur stóðu saman og það tókst að afnema ein- okunina um stund. Kerfið er þó samt við sig og leynt og ljóst var unnið að því að koma nýju einokunarkerfi á við sölu á kartöflum. í grein sem ég skrifaði þann 6.10. 1986 benti ég á að það væri verið að eyðileggja frelsið með álagningu svokallaðs jöfnunargjalds á kartöflur. Þau vamaðarorð sem þar vom sögð hafa nú reynst vera rétt. Því miður. Kerf- ið hefur verið að þoka sölumálum á þessari vöm til samræmis við það sem áður var. Menn skulu hafa það í huga að mörgum fínnst það eðlilegt að tak- marka frelsið. Þannig fínnst for- manni Stéttarsambands bænda það Neytendafræðslu þarf að efla eftir Raggý Bj. Guðjónsdóttur Vegna hins margflókna neyslu- samfélags sem við búum í þyrfti hver einstaklingur að vera vel upp- lýstur um neytendamál. í ljósi hinn- ar hröðu þróunar sem orðið hefur á neysluvenjum er orðið tímabært að neytendafræðsla verði efld með- al almennings með því móti að gera neytendur meðvitaðri og upplýstari hvað þessi mál varðar. Hvar á neytendafræðsla að fara fram? Neytendafræðslan gæti farið ffam innan menntakerfisins og einnig þyrftu ljölmiðlar meira að láta til sín taka á þessum vett- vangi. Til þess að fræðsla af þessu tagi innan menntakerfísins geti komið neytendum að verulegu gagni, þyrfti hún að vera fyrir hendi á öllum skólastigum, og þá ekki síst í kennaranámi. Þar sem til- gangur menntunar er að gera ein- stakiinga hæfari og virkari þjóð- féiagsþegna á neytendafræðsla fullt erindi til nemenda, þar sem neyt- endamál eru snar þáttur í daglegu lífi fólks. Margir kunna eflaust að spyija hvemig koma má neytendafræðslu inn í skólakerfið. Um það eru ugg- laust skiptar skoðanir. Því er brýn nauðsyn á að skólayfírvöld hugleiði þessi mál og leggi drög að mark- vissri fræðslu. Hér kemur til álita hvort skipuleggja megi sérstaka námsgrein eða skipta henni niður á þær námsgreinar sem fyrir eru og tengjast einna helst neytenda- málum. Spumingin er sú hvaða aðferð hæfi hveiju skólastigi. Á grunnskóiastigi ætti eflaust betur við að tengja neytendafræðslu fleiri en einni námsgrein. Aftur á móti gæti náðst betri árangur á fram- haldsskólastigi ef hún yrði kennd sem sérstök grein, þar sem hin ólíku svið neytendamála yrðu tekin fyrir og gætu þannig skapað nemandan- um heildarmynd i neytendamálum. UmQöllun Qölmiðla Fjölmiðlar hafa lagt í æ ríkara mæli sitt af mörkum við umfjöllun neytendamála. í því sambandi er vert að nefna þá fjölmiðla sem hafa gert neytendamálum hvað hæst undir höfði, en það em DV með sérstakri neytendasíðu og Stöð 2 sem var um tíma með neytenda- þátt. Einnig gefa Neytendasamtök- in reglulega út Neytendablaðið. Engu að síður gætu fyrmefndir fjöl- miðlar svo og aðrir tekið markviss- ar á neytendamálum og flallað um Raggý Bj. Guðjónsdóttir þau mál sem efst era á baugi hveiju sinni. Að lokum vil ég taka fram á aðalfundi neytendasamtakanna 15. október 1988, skoruðu Neytenda- samtökin á menntamálaráðherra að efla neytendafræðslu, þar sem hún hefur verið homreka í skólakerfínu. það er von mín að menntamálráð- herra verði við þeirri áskoran. Höfundur erístjórn Neytendafé- lags höfuðborgarsvæðisins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.