Morgunblaðið - 16.03.1989, Síða 23

Morgunblaðið - 16.03.1989, Síða 23
MORGU.NBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR4& MARZ-1989 23 ofur eðlilegt. í sjónvarpsþætti fyrir nokkru þar sem hann reyndi að verja ófrelsið í viðræðuþætti við formann Neytendasamtakanna, þá lét hann þau orð falla að það væri miklu betra að fáir og skipulagðir aðilar önnuð- ust um kaup og sölu á vörum, slíkt væri miklu ódýrara. Neytendur fyrir austan jámtjald búa við slíkt kerfi sem og raunar víðar í veröldinni, en hvergi hefur þetta kerfi þó sýnt yfír- burði. Éinokunarkerfið og skömmt- unarkerfið sem formaður Stéttar- sambands bænda vill koma á, hefur alls staðar orðið dýrari kostur fyrir neytendur en frjálst markaðskerfi. Þrátt fyrir þá staðreynd hafa samt þrír stjómmálaflokkar, Alþýðu- bandalag, Pramsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, stuðlað að og staðið dyggan vörð um einokunar- kerfi í verðlagningu og sölumálum á búvömm sem og raunar á fleiri vörum. Nú hvarflar ekki að mér að meirihluti þeirra sem styðja þessa flokka styðji þessa fomeskju, en þeir sem ráða gera það og það ræð- ur úrslitum. Afleiðingarnar Afleiðingar einokunarstefnu framleiðenda og stjómvalda láta ekki á sér standa. Nú þurfa neytend- ur að kaupa egg og kjúklinga á mun hærra verði en væri ef samkeppnin hefði haldið áfram milli framleið- enda. Þannig hækka kjúklingar um 95,2% á tímabilinu júní 1987 til febr- úar 1989 eða meir en tvisvar sinnum meira en framfærsluvísitalan sem hækkar um 40%. Á sama tímabili hækka egg hvorki meira né minna en um 121,3% eða rúmlega þrisvar þvottavélar Úrvalsvestur- þýskar þvottavélar. 5 gerðir - hagstætt verð. Góð greiðslukjör. ___________ Einar Farestveit&Co.hff. BORQARTÚNI28, SÍMI1899B. L*iA 4 stoppar vlð dymar F/EST í BLAÐASÖLUNNI AJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI Nefiid lyflairæðing'a kannar náttúruvörur Lygafræðingafélag íslands hefur ákveðið að setja á laggirnar nefiid, sem velja á úr náttúrulyfjum þær vörur, sem teljast í háum gæðaflokki. Þetta er gert með það í huga að apótek bjóði upp á vönduðustu náttúruvörurnar, ef þau á annað borð vilja selja þær. sinnum meira en framfærsluvísital- an. Það er því ljóst að tilraunir stjómvalda til að koma einokunar- netinu og verðsamráðinu á framleið- endur þessara búvara hafa tryggt launþegum versnandi lífskjör, stjómvöldum meiri veðbólgu og framleiðendum aukinn gróða. Það hafa ýmsir haldið því fram að vöm- verð væri miklu hærra hér en í ná- grannalöndum okkar. Ég hef nú nýlega fengið í hendur verð á kart- öflum, eggjum og kjúklingum í Hol- landi og hér á landi. Kíló af kartöfl- um kostar hollenska neytandann innan við 10 krónur. Sama kart- öflukílóið kostar íslenska neytand- ann kr. 120 eða tólf sinnum meira. Kíló af eggjum kostar íslenska neyt- andann um 330 krónur en hollenska neytandann kr. 84. Þá kostar kíló af kjúklingum í Hollandi kr. 163 en á íslandi kr. 557. Nú skulu menn aðgæta það, að framleiðsla á kjúklingum og eggjum lýtur í dag sömu lögmálum og iðnað- arframleiðsla og er í raun ekkert annað. Ef íslenskir iðnrekendur reyndu að selja framleiðsluvörur sínar með jafnmiklum verðmun og búvöruffamleiðendumir sem njóta innflutningshafta og verðsamráðs, mundi enginn láta sér detta í hug að kaupa vörur þeirra. Þá hlýtur sú spuming að vakna hvort það er nokkur skynsemi í því að krefjast þess af neytendum að borga tólf sinnum hærra verð fyrir kartöflur til þess eins að nokkrir einstaklingar geti haldið áfram að rækta þær. Ef einhveijum dettur í hug að hægt sé að ráða við verðbólgu í þessu landi og víxlverkanir kaup- gjalds og verðlags, þá gerist það allavega ekki meðan stjómvöld hundsa brýnustu hagsmunamál neytenda eins og það að stuðla að hagkvæmu vömverði í stað þess að gefa framleiðendum einkarétt á verðlagningu langt yfir það sem eðlilegt getur talist. Höfundur situr I stjórn Neytenda- samtakanna. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, formaður félagsins, sagði að svo- kölluð náttúrulyf væm ekki viður- kennd sem lyf og um þau væri ekki fjallað í lyflafræðinámi. Inn- flutningur þeirra hefði hins vegar aukist mjög undanfarin ár og nokk- ur apótek seldu þau. „Lyfjafræðing- ar telja tímabært að fræðast um þessi efni og ræða hvort apótekin eigi að selja þau,“ sagði Guðbjörg. „Til þess að apótekin geti boðið fólki slíka vöm til sölu þurfum við að hafa vissu fyrir því að hún sé vönduð. Megnið af þessum náttúm- meðulum em vítamín og steinefni og dæmi em um að þau komi frá viðurkenndum lyfjaframleiðendum. Þessi mál viljum við einfaldlega kynna okkur, en það er auðvitað undir apótekunum sjálfum komið hvort þau vilja bjóða upp á náttúm- meðul,“ sagði Guðbjörg Edda Egg- ertsdóttir. ^ 4 ’ Aiaqna bcÉtiefni vellíðan og styrkur kvöldvonusgi^ 100 töflur Magna kvöldvorrósarolía Óæskilegt matar- æði, áfengisneysla, kvef og streita geta skert hæfni Ifkamans til að umbreyta Ifnól- sýru f gammalfnólen- sýru, GLA. Skammtur af Magna-kvöldvor- rósarolfu hjálpar Ifk- amanum til að hann geti starfað eðlilega. Magna kaik Konur á með- göngutfma eða með barn á brjósti þurfa rff- legan skammt af kalki. Einnig fóik um og yfir fimmtugt, einkum kon- ur, til að hamla gegn beinþynningu. Best er að viðhalda kalkforð- anum alla ævina. Magna B Finnurðu til þreytu eða sljóleika? Magna- B gæti gefið þér styrk til að standast erfiða daga, vegna þess að það inniheldur öli þau B- vftamfn sem líkam- inn þarfnast. Nauð- synlegt er að taka Magna-B reglulega. Magna Vörn gegn kvefi og smitsjúkdómum I skammdeginu. Skort- ur á C- vítamfni stuðl- ar að eirðarleysi, blæöingum f gómi og tannlosi. Ef þú reykir, þarftu meira af C-víta- míni til að fullnægja dagsþörfinni. Magna- C er lausnin. /Magna Það verndar önnur vítamín og fjölómett- aðar fitusýrur Ifkam- ans og eykur þannig vellíðan þfna. Skortur á E-vítamfni orsakar eyðingu blóökorna og getur valdið blóð- leysi.Láttu ekki deigan sfga. Taktu Magna-E. Lýsi hf. Grandavegi 42, Reykjavik. TTTT-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.