Morgunblaðið - 16.03.1989, Síða 44

Morgunblaðið - 16.03.1989, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1989 Athugasemdir við grein biskups eftirAra Halldórsson í sunnudagsblaði Morgunblaðs- ins (þann 12. febrúar sl.) ritar dr. Sigurbjöm Einarsson, biskup, grein -^undir fyrirsögninni „Innhverf íhug- un og heimsfriðurinn" þar sem hann telur meðal annars að hafa megi fagn af íhugun ef rétt sé að farið. msar upplýsingar um Innhverfa íhugun eru þó á misskilningi byggð- ar og ber að leiðrétta. 1. Eins og allir vita sem lært hafa Innhverfa íhugun er ekki um trú að ræða í neinum skilningi og iðkun tækninnar byggir ekki á trú- arlegum forsendum. Innhverf íhug- un er einföld, huglæg tækni sem byggir á því sem öllum mönnum er sameiginlegt eðli hugar og líkama. Við iðkun Innhverfrar íhug- unar skapast huglægt ástand sem einkennist af innri ró og vökulleika. Þetta á sér lífeðlisfræðilega sam- svörun, meðal annars í einstæðu samræmi heilasveifla (EEG) meðan á íhuguninni stendur og að henni lokinni (1). Þessi aukna samvirkni í starfsemi heilans stendur í beinu sambandi við aukinn árangur iðk- enda tækninnar á prófum sem mæla greind, minni, sköpunargáfu og siðferðisþroska (2). Það er með- al annars slík atriði sem átt er við þegar talað er um „hærra vitundar- stig“ einstaklinga og að það sé for- ♦ílenda aukins friðar í heiminum. Innhverf íhugun er iðkuð af millj- ónum manna um allan heim sem eru ólíkrar trúar. í þeim hópi er að finna kristið fólk, kaþólska sem lútherska presta, fólk sem er mú- hameðstrúar, búddatrúar eða hindúatrúar. Þetta fólk á það sam- NÝLEGA fór fram doktorsvöm '*íð Tækniháskólann í Þránd- heimi í Noregi þar sem Norðmað- ur varði doktorsritgerð um eigin- leika kísiljámkerfisins. Höfuðandmælandi við vöraina var dr. Þorsteinn Ingi Sigfusson eðlisftæðingur við Háskóla ís- lands en við Háskólann hafa ver- ið stundaðar rannsóknir á kísil- járni í samvinnu við íslenska járablendiféiagið undanfarin ár. í samtali við Morgunblaðið frá Þrándheimi sagði Þorsteinn að eiginlegt að fá einstæða líkamlega hvfld þær tuttugu mínútur sem íhugunin varir að morgni og aftur síðari hluta dags (3). í líkama þess- ara iðkenda Innhverfrar íhugunar losnar um spennu og streitu sem skilar sér í aukinni starfsorku, lífsgleði og árangri í daglegu lífí. Þeir sem iðka tæknina vita að hún er heilsusamleg og hefur ekkert með trú að gera. 2. Dr. Sigurbjöm staðhæfir að þau hljóð eða „möntrur" sem notuð eru við iðkun Innhverfrar íhugunar séu „nöfn á indverskum guðdómi". Þetta er rangt. Innhverf íhugun byggir á því að veita huganum reynslu af hljóðum stigum hugsana og til þess eru notaðar tilteknar hugsanir eða hljóð sem hafa þann meginkost að hafa enga merkingu. Möntrumar eru hljóð án merkingar sem valin eru vegna hljóðáhrifa sinna. Þessi áhrif eru uppbyggileg fyrir hugann og líkamann. Það sam- ræmi í heilasveiflum sem myndast með réttri notkun þessara hljóða á sér ekki stað ef einhver önnur hljóð, valin af handahófí eru notuð. 3. Innhverf íhugun byggir á æva- fomri þekkingu sem varðveist hefur óslitið fram á okkar dag innan veda- hefðarinnar á Indlandi. Þegar Inn- hverf íhugun er kennd framkvæmir kennarinn tveggja til þriggja mínútna athöfn, þar sem minnst er helstu fulltrúa þessarar hefðar frá öndverðu. Athöfnin er ekki trúar- legs eðlis og sá sem Iærir tekur ekki þátt í henni. Tilgangur athafn- arinnar er að viðhalda órofa tengsl- um kennarans við uppruna tækn- innar þá hefð sem hún á rætur f. Með því móti eru minni líkur á að tæknin glatist í tfmans rás. Athöfn- ánægjulegt væri fyrir Háskóla ís- lands að vera beðinn um þetta hlut- verk en Háskolinn hefur aðeins lagt stund á þessar rannsóknir síðastlið- in fjögur ár. Það væri ef vil vill sönnun þess að íslendingar væru fljótir að tileinka sér þekkingu og tækni með rannsóknum. Samstarf Háskóla íslands og Jámblendifé- lagsins hefur orðið til þess að sum- ar tækninýjungar hafa veirð teknar upp hér á landi fyrr en í Noregi þótt Norðmenn séu mjög framar- lega á þessu sviði. in og notkun hljóðanna er rækilega útskýrð á undirbúningsfyrirlestri sem öllum stendur opinn og haldinn er áður en kennsla fer fram. Það er því rangt að yfir þessu hvíli ein- hver leynd. 4. Einn rótgrónasti misskilningur á eðli og tilgangi íhugunar er sú hugmynd að til þess að bytja ástundun hennar þurfi svo og svo mikinn þroska eða „hollan innri við- búnað" eins og það er orðað í grein dr. Sigurbjöms. Innhverf íhugun er til þess að auka alhliða þroska. Nýlega birtist í einu þekktasta læknatímariti Bandaríkjanna, „Psychosomatic Medicine", rann- sókn sem staðfesti að iðkendur Inn- hverfrar íhugunar em að jafnaði mun heilbrigðari en aðrir (4). Skýr- inganna er m.a. að leita í því að „innri viðbúnaður" líkamans, við- gerðar- og ónæmiskerfi hans, ná hámarks virkni við þá djúpu hvfld sem íhúgunin veitir. 5. Dr. Sigurbjöm minnist á áætl- un sem kynnt var hér á landi um að kenna nægilega mörgum íslend- ingum svonefnt „sidhi-kerfi" til þess að hafa áhrif á efnahagsvanda þjóðarinnar. Á sínum tíma var talið að það mundi kosta um 60 milljón- ir króna. Þetta var áður en núllin tvö hurfu aftan af krónunni svo að í dag samsvarar þessi upphæð ein- ungis um 6,5 milljónum króna. Áætlunin byggði á þeirri kenningu Maharishi að efnahagslegur vandi þjóða eigi sér ekki efnahagslegar orsakir, heldur endurspegli hann fyrst og fremst ósamræmi þjóðar- vitundarinnar, þ.e.a.s. ósamræmi í vitund þeirra einstaklinga sem þjóð- ina mynda. Því miður var áætlunin ekki framkvæmd. Dr. Þorsteinn Ingi Sigfusson. Maharishi „Eins og- allir vita sem lært hafa Innhverfa íhugnn er ekki um trú að ræða í neinum skiln- ingi og iðkun tækninn- ar byggir ekki á trúar- legum forsendum.“ 6. Maharishi telur að þjóðfélags- ástand hvers lands endurspegli ná- kvæmlega samstillingu þjóðarvit- undarinnar. Þetta á auðvitað jafnt við um Indland og önnur lönd. Þekkinguna á Innhverfri íhugun og Sidhi-kerfinu hefur hann orðið að kynna frá grunni á Indlandi (þar sem hann er nú búsettur) lfld og hér á Vesturlöndum. 7. Dr. Sigurbjöm Einarsson telur að fríðurinn í heiminum eigi langt í land. Um það má auðvitað deila. Það er hins vegar margt fleira en minni spenna í samskiptum stór- veldanna sem bendir til aukins frið- ar í heiminum. Árið 1988 var ein- stakt friðarár. Eins og menn muna var samið um vopnahlé í hinu skæða stríði trúarfylkinga í íran og írak. Sovétríkin ákváðu að draga heri sína til baka frá Afganistan og víet- namskir hermenn fóru frá Laos og Kambódseu. Líbýa lýsti yfír enda- lokum Chad-stríðsins. Kúbumenn bjuggu sig til brottfarar frá Angóla og Suður-Afríkumenn frá Namibíu. í Nicaragua varð einnig friðvæn- legra. í leiðara Dagblaðsins í janúar síðastliðnum segir Jónas Kristjáns- son: „Reiknimeistarar hafa skýrt frá, að blóðugum ófriðarbálum á hnetti mannkyns hafi fækkað eða sé að fækka úr 26 í 14 í fyrra og í upphafi hins nýja árs.“ Á fundi með blaðamönnum fyrir nokkrum árum, þar sem Maharishi var að gera grein fyrir því að heimsfriður yrði óhjákvæmilegur vegna aukinna samstillingaráhrifa um allan heim, spurði blaðamaður hvenær það mundi gerast, þá svaraði Maharis- hi: „Það komið þið blaðamenn til með að segja mér!“ Á nýliðnu ári gat að líta algerlega nýja tegund fyrirsagna á forsíðum heimsblað- anna: „Ó, hvflkur friðarheimur!" stóð á forsíðu Economist þann 30. júlí, „Friður breiðist út um allan heim“ stóð í fyrirsögn Wall Street Journal þann 29. júlí og Newsweek birti fyrirsögn með stríðsletri 2. janúar síðastliðinn: „Ár krafta- verka“, „Árið sem friðurinn braust út“. Að lokum þetta: Áætlun Mahar- ishi til að skapa heimsfrið byggist meðal annars á því að mennta eins marga og mögulegt er í iðkun Inn- hverfrar íhugunar og Sidhi-kerfis- ins, þar sem iðkendurnir hafa gífur- leg samstillingaráhrif á umhverfið. Iðkun Sidhi-kerfisins í hópum sem telja þúsundir manna er einsdæmi í mannkjmssögunni. Hvort menn svo trúa því að þessir hópar hafi áhrif á friðinn í heiminum skiptir harla litlu máli hjá þeirri staðreynd að friðurinn „brýst út“ og lætur engan ósnortinn. Það verður að bíða betri tíma að útskýra í smærri atriðum í hveiju samfélagsleg áhrif Innhverfrar íhugununar eru fólgin og hvemig menn geta fullyrt svo mikið um þau. Hjá íslenska íhugunarfélaginu sem lögum samkæmt er ópólitískt og ótrúarlegt félag, er hægt að fá allar skýrslur og rannsóknir sem þetta varðar. Hcimildin 1. M.C. Dillbeck og E.C. Bronson, „Short-Term Longitudinal Effects of the Transcendental Meditation Technique on EEG Power and Coherence,“ International Joumal of Neuroscience (1981): 147-151. Banquet, J.P. „EEG and Meditation," Electroencephalography and Clinical Nerophysiology, Vol. 33,00.449—458, 1972. 2. M.C. Dillbeck, D.W. Orme-Johnson og R.K. Wallace, „Frontal EEG Coherence, H-Reflex Recovery, Concept Learning and the TM-Sidhi Program," Intemational Jo- umal of Neuroscience 15 (1981): 151-157. 3. M.C. Dillbeck og D.W. Orme-Johnson, „Physiological Differences Between Trans- cendental Meditation and Rest, „American Psychologist 42 (1987): 879-881. 4. D.W. Orme-Johnson, „Medical Care Utilization and the Transcendental Medit- ation Program", Psychosomatic Medicine 49 (1987): 493-507. Höfundurinn er kennari i Inn hverfri íhugun. Spunanámskeið í Kramhúsinu ANNE Kristíne Tischendorf frá Noregi og Martin Kloft frá Dan- mörku halda spunanámskeið í Kramhúsinu dagana 17. mars til 2. aprfl. Anne Kristine lærði dans og spunavinnu í Noregi og Hollandi og er útskrifuð frá „School for New Dance Development“ í Amsterdam. Martin Kloft er menntaður iþróttakennari, en hefur undanfarin ár unnið með kvikmynd og mynd- band í tengslum við dans og leikhús. (Úr fréttatilkynningu) íslendingnr andmælir doktorsvörn um kísiljárn RAUÐARÁRSTÍG 18 Sími 623350 JJ0TBL UjW kr. Ljúffengir pastaréttir meó súpu, brauði og kaffi á aöeins 490 kr. Frítt fyrir börn innan 6 ára aldurs og hálft gjald fyrir börn innan 12 ára. Slepptu eldamennskunni af og til og líttu inn í Lindina. Þar færöu fullkomna máltíð á frábæru veröi. Hótel Lind er staóur fyrir alla fjölskylduna. i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.