Morgunblaðið - 16.03.1989, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 16.03.1989, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1989 Fylgst með nýbreytnistarfi í Gagnfræðaskólanum á Hvolsvelli og Grundaskóla á Akranesi Morgunblaðið/Ami Sæberg Kennararnir sem tóku þátt í nýbreytnistarfinu. Frá vinstri Þorvaldur Agústsson, Ragnhildur Bjamadótt- ir frá endurmenntunardeild Kennaraháskóla íslands, Guðjón Araason, Lárus Ágúst Bragason, Ragn- heiður Ásgeirsdóttir, Birgir Einarsson, Lars Andersen, Borghildur Jósúadóttir, Guðrún Geirsdóttir og Hannes Sveinbjörnsson. Ahugasainir kennarar og ánægðir nemendur Fullorðnu fólki myndi eflaust bregða i brún ef það settist inn í kennslustofu með nemendum í eldri bekkjum grunnskóla. Allt skólastarf hefur tekið miklum breytingum og samskipti nem- enda og kennara eru mun fijáls- legri en áður fyrr. Nemendur sitja ekkert endilega tveir og tveir saman í gluggaröð, miðröð og dyraröð heldur er borðunum raðað eftir því hvað verið er að vinna. En breyttar aðstæður i þjóðfélaginu kalla á sifelldar breytingar i skólastarfinu. Það finnst að minnsta kosti kennur- unum sem fyrir rúmu ári hópuðu sig saman til að reyna að koma á nýbreytnistarfi i eldri bekkjum grunnskólanna sem þeir kenna við. Upphaflega kom þessi hugmynd frá Hannesi Sveinbjörnssyni kenn- ara í Æflngaskóla Kennaraháskóla íslands. Hann fékk síðan til liðs við sig kennara í Gagnfræðaskólanum á Hvolsvelli og Grundaskóla á Akra- nesi, en í byijun var gert ráð fyrir að fjórir skólar tækju þátt í þessu starfl. Hannes vildi gera tilraun með nýbreytni í skólastarfí á ungl- ingastigi. Hann bar þetta upp við endurmenntunardeild Kennarahá- skóla íslands og fékk góðar undir- tektir. Þar hafði einmitt verið rætt um að styrkja kennara sem vildu koma á þróunarstarfí í sínum skóla. 100% mæting á fundum Markmiðið var að afla þekkingar um nýbreytnistarf á sviði uppeldis- og kennslufræði, bæði fræðiiegar forsendur þess og skipulegar til- raunir á þessu sviði. Markmiðið fólst einnig í að þróa og reyna nýj- ar aðferðir í kennslunni í þeim til- gangi að auka áhuga og virkni nem- enda, samhengi f náminu og að þroska ábyrgðartilfinningu og sjálfsákvörðunarrétt nemendanna. Með þetta veganesti hófst sam- starf kennaranna, sem þurftu að uppfylla það skilyrði að þeir færu út í þetta af einskærum áhuga á nýbreytnistarfL Úr Gagnfræðaskól- anum á Hvoisvelli komu þeir Guðjón Ámason skólastjóri, Lárus Ágúst Bragason og Þorvaldur Ágústsson og úr Grundaskóla á Akranesi þau Ragnheiður Ásgeirsdóttir, Birgir Einarsson, Lars Andersen, Borg- hildur Jósuadóttir og Guðrún Geirs- dóttir. Bókasöfii skólanna eru mikið notuð í nýbreytnistarfinu. Hér aðstoð- ar Einar Magnússon nemendur á Hvolsvelli. MorgunDiaoio/Asois Nemendur í 9. bekk Grundaskóla hlusta á einn bekkjarfélagann gera grein fyrir bókinni sem hann las. Hópurinn hefur nú hist mánaðar- lega í rúmt ár og þegar ég sat fund með þeim seint á síðasta ári sögðu þau stolt frá því að á þessum fund- um hefði alltaJf verið 100% mæting. Kennaramir vora sammála um að yflrleitt hefðu eldri bekkir grann- skóla setið á hakanum f skólakerf- inu. Lítið hefði verið íjallað um nýjungar í kennslu þessara nem- enda og námskeiðahaid fyrir kenn- ara þeirra verið í lágmarki. Hannes kvað þetta einmitt hafa orðið til þess að honum datt f hug að reyna að koma á þessu samstarfi. Þeir byrjuðu á því að lesa bækur og greinar um nýbreytnikennslu í nágrannalöndunum og ræða efni þeirra á fundunum. I sumar var starfíð mótað og gerðar áætlanir. Síðla sumars fór hópurinn saman til Danmerkur til að kynna sér ný- breytnistarf þar og fleira. Sögðu þau ferðina hafa verið bæði fróðlega og skemmtilega. Söguleg þróun á Njáluslóðum í haust hófst svo nýbreytnistarfið á Hvolsvelli og undirbúningur hjá þeim f Grundaskóla hélt áfram. Þau vandamál sem upp komu vora rædd á fundunum eftir það. Söguleg þróun byggðar, gróðurs og dýralífs á Njáluslóðum var yfir- skrift nýbreytnistarfsins á Hvols- velli. Guðjón Ámason skólastjóri sagði að markmiðið með þessu starfl væri mjög flölþætt og nefndi sem dæmi að það ætti að auka áhuga, virkni og sjálfstæði nemend- anna, bæta samstarfið í skólastof- unni, auka skilning nemenda á sam- spili manns og náttúra og vekja áhuga nemenda á umhverfí sínu. Við skrappum austur á Hvoisvöil Signý og Heiðrún í Grundaskóla biðja Borghildi að lesa smásöguna sem bekkurinn bjó til á Bókmenntavikunni. Morgunblaðið Sverrir Lárus kennari leiðbeinir nokkrum stúlkum sem eru að leggja síðustu hönd á verkefhi sitt í Gagnfræðaskólanum á Hvolsvelli. Valborg og Fjóla úr 9. bekk afhenda Lárusi afrakstur nýbreytni- starfsins í sögukennslunni, Qölritaðan bækling um farartæki fyrr og nú. til þess að sjá hvemig nýbreytni- kennsla fer fram. Þegar við komum þangað vora unghngamir niður- sokknir í verkefiiin, enda vora flest- ir að leggja síðustu hönd á þau. Sumir vélrituðu í gríð og erg, aðrir skrifuðu og nokkrir gengu frá stóra spjaldi með myndum, kortum og upplýsingum. Þrátt fyrir að nýbreytnistarfíð hefði aðeins verið skipulagt fyrir 7. og 8. bekk var það einnig tekið upp í nokkram greinum í 9. bekk. Þegar við komum inn f stofuna til Lárasar kennara vora tvær stúlkur úr 9. bekk einmitt að skila af sér afrakstri vinnu sinnar í sögu. Þær höfðu ásamt tveimur öðram gefið út fjölritaðan bækling um farartæki fyrr og nú. Greinilegt var að vel var vandað til hans í alla staði. Ég spurði þær Valborgu og Fjólu hvemig þeim hefði líkað nýbreytni- starfið í sögukennslunni. N ýbreytnistarfið smitandi „Þetta var mjög skemmtilegt," svöraðu þær f kór. Þær sögðu að hópurinn hefði byijað á að velja verkefhið. Þegar því var lokið hófst heimildaleitin og var leitað fanga í bókum. Sfðan skrifuðu þau upplýs- ingar hjá sér, vélrituðu þær skipu- lega upp og gáfu sfðan út f nokkrum flölrituðum eintökum. „Við lögðum mikla áherslu á textann, hvemig setningamar hljómuðu og ekki síst stafsetningu og uppsetningu, þannig að þetta var miklu meira en sögukennsla í raun og vera,“ sögðu þær. „Við höfðum fimm til sex vikur til að vinna þetta og fannst mjög skemmtilegt." En nýbreytnistarfið í sögukennsl- unni smitaði út frá sér. „Okkur fannst leiðinlegt í landa- fræði og það endaði með að Láras hélt fund með okkur og við ákváð- um að breyta kennslunni. Við hætt- um að nota landafræðibókina. Við völdum þijú lönd sem tekin vora fyrir í þremur lotum. Síðan hélt hver nemandi fyrirlestur um sitt land.“ Stelpumar sögðust hafa kynnst krökkunum í bekknum vel í þessari hópvinnu. Tíminn hefði nýst betur og siðast en ekki síst væri vinnan metin yfir allan veturinn, ekki bara prófið. Unglingamir í 7. og 8. bekk unnu að margskonar verkefnum. Einn hópurinn tók saman upplýs- ingar um jólahald fyrr og nú og allt sem því fylgir. Aðrir hópar fjölluðu um Þórsmörk, sögustaði á Njáluslóðum, kirkjustaði, drauga, bæi og höfuðstaði í Njálssögu. Þá vora hópar sem gerðu verkefnum um villta refinn, húsdýrin og búfjár- sjúkdóma, álftina og öndina, hund- inn og einn var að vinna verkefiii um hesta og var að skrifa um jám- ingar. í þriðju stofunni var meðal annars verið að kynna sér sögulega þróun útihúsa, eldgos og margt fleira. Þeir Guðjón, Láras og Þorvaldur voru ánægðir með þessa tilraun og sögðu að hún hefði smitað út frá sér í aðrar námsgreinar. Þá höfðu nemendur lært betur á bókasafnið með hjálp bókasafnsvarðarins, Ein- ars Magnússonar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.