Morgunblaðið - 16.03.1989, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 16.03.1989, Qupperneq 51
e8ei SHAM .81 HUOAaUTMMra aiaAJSKUOHOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1989 ’ANNA geta skroppið á bak. Þeir sem vilja eyða deginum við sjóinn þurfa þó ekki að vera aðgerðalausir, því þeim býðst að fara á sjóskíði, seglbretti, sjósleða, hjólabáta eða gömlu góðu vindsængina. Þá má benda á „go- kart“-kappakstursbrautir. Kjmnis- ferðir eru famar, til dæmis til Granada, Sevilla, Marbella, Gibralt- ar og Marokkó í Afríku. Utsýn býður einnig ferðir til Alg- arve í Portúgal, þar sem menn hafa einnig fjölmörg ráð til að drepa tímann, svo sem í golfi eða sem áhorfendur á nautaati, fyrir utan að sleikja sólina, svo fátt eitt sé nefnt. Ötsýn skipuleggur einnig ferðir til eyjarinnar Lignano fyrir ströndum Norður-Ítalíu, þar sem til dæmis er hægt að stunda skemmti- garðana eða taka seglskútu á leigu. Farið er í kynnisferðir til Feneyja, Róm-Siena-Flórens, Cortina D’Ampezzo og víðar. Af öðrum áfangastöðum Útsýnar má nefna borgina Limassol á Kýpur og þar eins og annars staðar er skipulagt starf fyrir bömin, kynnis- ferðir um víðan völl og af veitinga- húsum og skemmtistöðum er nóg. Þeir sem ekki vilja fara svo sunnar- lega á hnöttin geta farið með Útsýn til Svartaskógar í Þýskalandi. Loks bíður Útsýn upp á fjölda annarra möguleika til að eyða fríinu, svo sem nám í málaskólum, til dæmis í Englandi, Þýskalandi, Frakklandi og á Spáni. Pólaris: Heilsurækt í sumarfríinu Ferðaskrifstofan Pólaris legg- ur í sumar áherslu á ferðir til spænsku eyjanna Ibiza og Mall- orka. Á Ibiza hefur sú nýbreytni verið tekin upp að starfræktur er heilsuræktarklúbbur, Orku- klúbburinn, á vegum Pólaris. Hann er hugsaður fyrir þá sem ekki nægir ljúfa lífið og sólskin- ið, heldur vilja nota fríið til að hressa upp á líkamann. Pólaris hefur fengið þekkt íþróttafólk til að sjá um Orkuklúbb- inn, handboltaþjálfarana Erlu Rafnsdóttur og Magnús Teitsson. Á dagskrá verða íþróttir og heilsu- rækt af öllu tagi, meðal annars sjóskíði, seglbretti, sund, froskköf- un, skokk, leikfimi, gönguferðir, hjólreiðar, blak, fótbolti, tennis, borðtennis, golf og lyftingar. Fyrir þá, sem einnig vilja líta í kringum sig, er boðið upp á skoðun- arferðir. Má þar nefna gönguferðir, hringferð um Ibiza, skútusiglingu til eyjarinnar Formentor og ferð á hippamarkað. Gististaðir Pólaris á Ibiza eru við Bossa-ströndina. Á Mallorka er einnig margt um að vera, en gististaðir Pólaris eru við Alcudia-flóann. Pólaris starf- rækir þar Pjakka-klúbbinn, sem hefur ofan af fyrir þeim yngstu í fjölskyldunni með ferðum í dýra- garð, hjólreiðatúrum, íþróttum og leikjum, krabbaveiðum og fleiru. Mallorka-förum er boðið upp á ýmsar skoðunarferðir. Pólaris skipuleggur einnig ferðir til Bandaríkjanna, þar sem dvalið er í Orlando eða St. Petersburg Beach í Flórída. Loks má nefna ævintýraferðir til Tyrklands, Thai- lands, Mexico og Brasilíu, að ógleymdu „flugi, bíl og sumarhúsi". Þá geta þeir sem hyggja á tungu- málanám í fríinu, í Englandi eða Frakklandi, látið Pólaris sjá um skipulag ferðarinnar. Oö 51 áLMSSrfmHM!!! Þeir eru dýrir aflatopparnir 300 250 200 150 100 50 0 00 03 0S 09 12 15 18 21 ★ Er raforkukostnaður of stór hluti af rekstrarútgjöldum? ★ Nú er rétti tíminn til að gera úttekt á orkunotkuninni. ★ Reynslan hefur sýnt, að í aflfrekum iðnaði er í mörgun tilfellum hægt að lækka orkukostnað verulega með álagsstýringu, án þess að draga úr framleiðslu. ★ Við bjóðum sérhæfða þjónustu í mælingum og mat á möguleik- um til stýringa. ★ Við höfum hannað og framleitt staðlaða gerð álagsstýringa en bjóðum einnig að sérsníða þær að þörfum þínum. ★ Hafið samband við tæknimenn okkar í síma 91-681665. STÆKNIVAL Grensásvegi7, 108 Reykjavlk, Box8294, S: 681665 og 686064 Fyrir þá er bóka fyrir 1. apríl: Söguafsláttur: Kr. 3.500,- fyrir fullordna Kr. 1.600,- fyrir 12-15 ára Kr. 1.400,- fyrir 2-11 ára auk þess Hnokkaafsláttur 40% fyrir 2-14 ára Þetta gildir f öllum leiguflugs- ferðum í sumar. Verð frá kr. 39.700,-* FERÐASKRIFSTOFAN * HJón með 2 bom, 2-14 ára Suðurgötu 7 S. 624040 Gististaðir okkar, PRINCIPITO SOL og SUNSET BEACH CLUB, eru einhverjir þeir vinsælustu með- ai íslendinga. Á það bæði við um fjölskyldur og einstaklinga sem gera kröfu til þess að öll aðstaða sé fyrsta flokks. Fjölbreytt íþrótta- og skemmtidag- skrá fyrir alla aldurshópa. Islenskur fararstjóri. Sérstakar páskaferbir 17/3 og 20/3 Fyrir þá sem bóka fyrir 1. apríl: Söguafsláttur kr. 5.000,- í ferðir til 29/5 OTTÓ JÓNSSON Söguafsláttur kr. 3.500,- í ferðir eftir 29/5 12-15 ára kr. 1.600,- og 2-11 ára kr. 1.400,- verður okkar fararstjóri Barnaafsláttur kr. 16.500,- 2-11 ára í allar ferðir. á Kýpur í sumar Það er engin tilviljun að Kýpur er orðinn einn af vinsælustu ferðamannastöðunum. Eyjan er falleg og friðsæl, mannlífið Qölskrúðugt jafnt að nóttu sem degi. Fastar brottfarir um London og Amsterdam. FERDASKRIFSTOFAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.