Morgunblaðið - 16.03.1989, Side 52

Morgunblaðið - 16.03.1989, Side 52
f>2 52 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1989 GSvara ^ HamarshnfAfl 1 Hamarshöfða 1 Símar 36510 og 83 Minning: Jónas Jósteinsson ív. yfírkennari BOSCH ER BÍLLINN ÞINN MED BOSCH KVEIKJUKERFI? v BRÆÐURNIR t©) ORMSSON HF Lágmúla 9, sími: 38820 Mig í skyndi burtu bý bragar hrindi fleyi. Vekur yndi vorsól hlý vart fær myndast tregi. Þessi vísa Jónasar Jósteinssonar kemur mér nú í hug, er hann hefur hrint sálarfleyti sínu fram á móðuna miklu. Þótt hann væri aldinn orð- inn, bar brottfor hans brátt að, þar sem hann hafði haft fótavist allt fram til 19. febrúar sl., er hann varð fyrir því áfalli að hrasa og handleggsbrotna. 4. mars var hann allur, nítíu og tveggja og hálfs árs gamall. Hann gekk að vísu ekki heill til skógar síðustu mánuðina, en var þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vera heima í Mávahlíð hjá Grétu sinni, sem annaðist hann af hlýju og nærgætni. Þau höfðu lifað saman sætt og súrt í 56 ár í gagn- kvæmri virðingu og komið vel til manns bömum sínum, Kristínu og Kára. Kristín er gift undirrituðum en Kári er kvæntur Ragnhildi Valdi- marsdóttur. Eigum við Kristín, Jón- as, Ömólf og Kristján, en Kári og Ragnhildur, Þórunni og Daða. Tóku þau öll miklu ástfóstri við afa sinn og ömmu og munu bera afa sinn MAZDA626GTÍ: BILLSEM BER AFM 16 ventla vél/148 hö. og búnaður í sérflokki: Vökvastýri, rafmagns- rúðurog læsingar, sól- lúga, vindskeið (spoiler), álfelgur, hraðaksturs- dekk og margt fleira. HAGSTÆTT VERÐ OGKJÖR. BILABORG H.F. FOSSHÁLS11, SfMI 6812 99 r BOSCH síðasta spölinn í dag nema Jónas, sem er að störfum fyrir Rauða kross íslands í Eþíópíu. Veit ég að hann sendir sínar hlýjustu hugsanir og fyrirbænir hingað, og þakkar afa sínum samverustundimar. Vísuna, sem ég vitna til hér að ofan orti Jónas, þegar hann var að ferðbúast frá Hvítárbakkaskóla, þar sem hann hafði verið undir handleiðslu Sigurðar Þórólfssonar, skólastjóra, um tveggja vetra skeið. Minntist hann Sigurðar og sam- kennara hans, Hermanns Þórðar- sonar og Magnúsar Péturssonar ætíð með mikilli hlýju. Dvölin á Hvítárbakkaskóla var honum mikils virði og gott veganesti upp í Kenn- araskólann. Hvítárbakkaskóli var eins konar lýðháskóli og engin próf þaðan tekin, en Jónas fékk góð meðmæli frá Sigurði skólastjóra, sem dugðu til þess að hann fékk að taka próf upp í annan bekk Kennaraskólans. Á sumrin vann hann sér fyrir skólavist oftast í brúarvinnu og tókst honum að láta endana ná saman þótt knappur væri fjár- hagurinn. Það höfðu verið örlög Jónasar að alast upp hjá vandalaus- um, þótt hann ætti foreldra á lífi. Komungum var honum komið í fóstur hjá bláfátækum gömlum hjónum, þegar foreldrar hans skildu. Móðir hans Ingibjörg fékk að halda Svövu (móður Jóhanns Konráðssonar og ömmu Kristjáns Jóhannssonar, stórsöngvara), en Jónas varð eftir hjá föður sínum, Jósteini, sem var þess ekki umkom- inn að hafa hann hjá sér og var honum því komið í fóstur sem fyrr segir. Jónas var dulur maður og ekki fyrir það að flíka tilfinningum sínum og var fámáll um bemskuár- in. Fékk ég hann aðeins einu sinni á góðri stundu til þess að ræða um þau mál. Var átakanleg lýsing hans á örbirgð gömlu hjónanna, sem honum hafði verið komið fyrir hjá. Neyðin var slík, að engin hafði hann átt fötin til þess að fara í, og því hafður undir sæng, þegar Páll bóndi í Garði í Hegranesi, kom tjl þess að taka hann frá gömlu hjón- unum. Mundi hann að hann hafði verið færður í ullarvettlinga til þess að honum yrði ekki kalt á fótunum, þegar hann var fluttur milli bæja, því enga átti hann sokkana. Hjá Páli og Steinunni, konunni hans, sem segja má að hafi verið bjargvættir hans, leið honum vel og eignaðist uppeldisbróður, Hall, son þeirra hjóna, sem var mikill afbragðsmaður. Eins og kemur hér að framan hafa fyrstu árin verið heldur gleðisnauður tími í lífi Jónas- ar og er þar eflaust komin skýring á því, hversu alvörugefínn hann ætíð var. Gaspur og grín voru hon- um framandi. Fyrir bragðið þótti sumum hann þurr á manninn og fráhrindandi, enda var hann ekki allra. En undir alvörugrimunni sló hlýtt og tryggt hjarta og stálheiðar- leg sál, er ekki mátti vamm sitt vita. Var öllum þetta vel ljóst, sem honum kynntust og naut hann ein- skærrar virðingar samferðarmanna sinna, sem dýrmætara er hveijum manni en fallvalltur veraldar auður. Jónas var því hamingjumaður. Með harðfylgni sinni, góðum gáfum og aðstoð góðra manna tókst hon- um að afla sér góðrar menntunar. Hann lauk kennaraprófi 1920 og var strax það sama haust veitt skólastjórastaða á Stokkseyri. Þar var hann til ársins 1931 og tók mikinn þátt í félagslífl á staðnum m.a. leikstarfssemi. Hann kenndi einnig leikfími og sund, en hann hafði lært að synda norður í Skaga- flrði sem unglingur og lagði ætíð BORVÉL 7.344.- Minning: 650 vött Höggvél Borun fram og aftur Stiglaus rofi Innbyggð borvarsla •10 mm patróna fentw L ®\ Gunnar Ásgeirsson h.f. Suðurlandsbraut 16 - Sími 680780 Sigurrós Inga H. Gunnarsdóttir J Fædd 2. september 1922 Dáin 7. mars 1989 Hörð orrusta var háð með hjálp eiginmanns og bama, sem studdu hana og styrktu eftir mætti. En við ofurefli var að etja og hinn „slyngi sláttumaður" bar sigur af hólmi eftir margra mánaða baráttu við banvænan sjúkdóm. „Sælir eru hjarta hreinir því þeir munu Guð sjá“ þessi fögru fyrirheit Krists, eru greipt í vitund mína, nú er ég skrifa þessi kveðjuorð um svilkonu mína. Inga Gunnarsdóttir var fædd í Reykjavík 2. september 1922. Dótt- ir hjónanna Ástu Hannesdóttur og Gunnars Stefánssonar, sem bæði eru látin. í skfminni voru henni gefln nöfn móðurforeldra sinna. Sigurrós Inga Hannea. Hún varð þeirrar gæfu aðnjótandi að auk heimilis með for- eldrum og systkinum fékk hún sitt annað heimili í litla húsinu hjá afa og ömmu og var þeirra yndi og augasteinn. Þetta var henni ómetanlegt sem og öllum bömum sem eiga þess kost að alast upp í stórfjölskyldu. Alla ævi bar hún þess órækan vott og var einstaklega frændrækin, mundi alla hátíðisdaga hjá hveijum einstaklingi í sinni stóru fjölskyldu og var bundin óijúfandi vináttu- böndum við hvem og einn. Ég hef oft dáðst að hversu náið samband var á milli þeirra systra Ingu, Lillu og Mundu, enda þótt Lilla búi í annarri heimsálfu, sýnir þetta vel hversu fjölskylduböndin eru sterk séu þau rækt. Um tvítugt giftist hún jafnaldra sínum Kristni Enok Guðmundssyni og stóð við hlið hans jafnt í blíðu sem stríðu. Þeim varð átta bama auðið: Guð- mundur Hanning, kvæntur og á 3 syni, Gunnar Reynir, lést af slys- förum á 3ja ári, efnis bam og harm- aður mjög, Magnús Birgir, kvæntur og á 5 böm, Sigrún Ásta gift, á 4 böm, Sigurður, kvæntur, á 4 böm, Ingólfúr, kvæntur, á 2 böm, Anna Guðrún, gift, á 1 bam, tvíburasyst- ir Önnu sem lést við fæðingu og langömmubam á hún sem heitir Freyr. Þetta er stór og mannvæn- legur hópur sem hún lifði og starf- aði fyrir, „heimavinnandi húsmóð-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.