Morgunblaðið - 16.03.1989, Side 54

Morgunblaðið - 16.03.1989, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1989 * Arný Marta Jóns- dóttir — Minning Fædd 1. janúar 1902 Dáin 23. febrúar 1989 Þá er jarðnesk bresta böndin blítt við hjörtu sorgum þjáð vonin segin Heilög höndin hnýtir aftur slitinn þráð. (H. Hálfd.) Nú er Marta móðursystir mín horfín sjónum okkar og við sem eftir sitjum og söknum verðum að sætta okkur við að þessi máttar- stólpi í lífi okkar er ekki lengur fyrir hendi. Aðalsmerki Mörtu í hennar langa og góða ævistarfí var að vera alltaf til staðar fyrir þá, sem unnu henni, ávallt veitandi og gefandi öllum sem til hennar Ieituðu. Ég held að ekki sé ofsagt, að allir fóru betri mann- eskjur af hennar fundi, slíkir voru hæfíleikar hennar að gefa af sjálfri sér, án þess nokkum tíma að ætl- ast til neins í staðinn. Ég minnist símtals við hana fyr- ir stuttu. Ér ég innti eftir heilsu hennar, en hún hafði átt við nokkra vanheilsu að stríða síðustu árin, þá sagði hún og hló sínum létta hlátri: Ég er nú svo þakklát, svona öldruð eins og ég er orðin, að geta verið heima og að mestu leyti hugsað um mig sjálf, bömin líta við hjá mér daglega, svo ég hef það gott! Það var aldrei kvartað, né gerðar kröfur og sínu mótlæti í lífínu mætti Marta af æðruleysi og reisn. Hún fékk að sofna svefninum hinsta á heimili sínu, sem henni þótti svo vænt um. Þeim stað helgaði hún líf sitt, hlúði að og líknaði öllum þeim fjölmörgu, sem þar áttu heimili um lengri eða skemmri tíma. Já, Marta gerði mannkærleikann að ævistarfí sínu bæði heima og utan heimilis og þrátt fyrir háan aldur, en hún varð 87 ára, þá varð hún aldrei gömul kona. Það gerði létt lund og jafnað- t Elskuleg eiginkona mín, ÚLLA LILL SKAPTASON, lóst á heimili sínu, Snekkjuvogi 17, þann 15. mars. Fyrir hönd barna minna, tengdabarna og barnabarna, Gunnar Skaptason. t Mófiir okkar, ÞURÍÐUR SIGMUNDSDÓTTIR, lést að kvöldi 13. mars á heimili sínu, Háaleitisbraut 18. Svava Þórisdóttir Eatough, Sigmundur Þórisson. örn Þórisson. t Móðir okkar, ÞURÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, lést í Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 15. mars. Maria Finnbogadóttir, Guðrún Finnbogadóttir, Guðjón Finnbogason, Pálmi Finnbogason. t Eiginmaður minn og stjúpfaðir okkar, PÁLL DANÍELSSON, Efstaiandi 6, Raykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 17. mars kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag (slands. Ebba Þorgeirsdóttir og börn. t Útför HREFNU BJARNADÓTTUR, Ásgarðsvegi 5, Húsavfk, ferfram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 18. mars nk. kl. 14.00. Óskar K. Þórhallsson, Elísabet M. Jóhannsdóttir, Höröur Þórhallsson, Ólöf H. Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLMI HALLDÓRSSON smlður, Bjarmastíg 8, Akureyri, sem lést fimmtudaginn 9. mars verður jarðsunginn frá Akureyrar- kirkju föstudaginn 17. mars kl. 13.30. Dagbjört Pálmadóttir, Bernhard Linn, Sverrir Pálmason, Oddný Friðriksdóttir, Elínborg Pálmadóttir, Jón G. Svelnsson, Reynlr Pálmason, Aðalheiður Vagnsdóttir, Stefán Þór Óskarsson, barnabörn og barnabarnaböm. Itt >»iíSwwá»i« TT”’1 T' ■ ’ r i "'t ; m i 'i i.. >. • i . argeð, jafnframt því að Marta var ákaflega falleg kona, sem geislaði af og hélt hún þessum eiginleikum sínum alla tíð. Marta fæddist á Stokkseyri á nýársdagárið 1902, dóttir hjónanna Margrétar Ámadóttur og Jóns Vig- fússonar, móðir mín, Viktoría, fæddist árið 1905, þær áttu einn bróður, Jón, sem dó í bemsku, einn- ig áttu þær hálfbróður, Guðjón að nafni. Föður sinn, Jón, misstu þær í bemsku, en Ingibjörg amma kom dætmm sínum upp, að vísu í fá- tækt, sem svo algeng var á þessum ámm, en fagurt veganesti gaf hún þeim í ríkum mæli. Arin liðu, móðir mín, Viktoría, settist að á Selfossi og giftist Am- bimi Sigurgeirssyni, en þau em nú bæði látin. Marta settist að í Reykjavík og haustið 1935 giftist hún Vilhelm Sigurðssyni, húsa- smíðameistara. Hjónaband þeirra var ákaflega farsælt og hamingju- ríkt. Var mikill samgangur milli Mörtu og Villa og foreldra minna. Em margar af mínum björtustu bemskuminningum tengdar fjöl- mörgum heimsóknum Mörtu og Villa austur á Selfoss með bömin sín og okkar ferðum suður á Njáls- götu 75, en þar áttu Marta og villi sitt yndislega heimili allan sinn búskap. Ég, sem einkabam foreldra minna, leit gjaman á böm þeirra sem mín systkini. Böm Mörtu og Villa em þtjú. Elstur Jón Magnús, giftur Stein- unni Gísladóttur, eiga þau tvo syni, síðan Halldór Kristinn, giftur Ás- laugu Ólafsdóttur, og eiga þau tvær dætur og einn son, yngst er Kristín Sigríður. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ELÍAS GUÐMUNDSSON, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju föstudaginn 17. mars kl. 15.00. Sigþór Elíasson, Elfsabet Elfasdóttir, Jón Halldór Bjarnason og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar og afi, JÓNAS K. JÓSTEINSSON, Mávahlfð 8, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag, fimmtudaginn 16. mars, kl. 15.00. Gróta Krlstjánsdóttir, Kristfn Jónasdóttlr, Valdimar Örnólfsson, Kári Jónasson, Ragnhildur Valdimarsdóttir og barnabörn. t Faðir okkar, HAUKUR JÓHANNSSON, Hrafnlstu, DAS, sem andaðist 10. þ.m. verður jarðsunginn frá Kapellunni í Foss- vogi föstudaginn 17. mars kl. 15.00. Sigursveinn Hauksson, Jóhann Hauksson, Slgný Hauksdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Maðurinn minn, faðir, tengdafaöir, afi og langafi, BJÖRN BJÖRNSSON, skrifstofustjóri, Efstalandi 14, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 17. mars kl. 10.30. Blóm afbeöin en þeim sem vildu minnast hans er bent á Öryrkjabandalag íslands. ' Guðrún Pótursdóttir, Sigríður Björnsdóttir, Helga Björnsdóttir, Dagný Björnsdóttir, Ragnar Þ. Guðmundsson, Pétur H. Björnsson, Sigurdfs Sigurbergsdóttir, Björn Logi Björnsson, Petrfna Úlfarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNNÍAR GUÐBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Miðdalsgröf, sem andaöist á heimili okkar 7. mars fer fram frá Kollufjarðarnes- kirkju laugardaginn 18. mars kl. 13.30. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni föstudag kl. 10.00 og til baka að lokinni jaröarför. Guðjón Grfmsson, Guðfrfður Guðjónsdóttir, Björn Guðmundsson, Sigrfður Guðjónsdóttir, Kári Steingrímsson, Einar Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Villi lést árið 1973 og var hans sárt saknað af öllum sem til þekktu enda einstakt ljúfmenni. Synimir voru þá búnir að stofna sín heimili, en mæðgurnar bjuggu áfram saman og vom ákaflega samrýndar, var þeirra líf saman fagurt dæmi um mannleg samskipti eins og þau geta best verið. Fyrir tæpum 3 ámm fluttist Kristín í sambýlið í Víðihlíð, ég veit að söknuður Mörtu var mik- ill, en hún leit eins og ævinlega á björtu hliðamar í lífinu og var Guði þakklát að Kristín tók umskiptun- um ákaflega vel og undi hag sínum á nýja heimilinu, en kom oft í heim- sóknir til mömmu sinnar. Marta var einstaklega góð kona í þess orðs fyllstu merkingu, systur sinni stoð og stytta í hennar löngu og erfiðu veikindum, mér sem önnur móðir, er ég dvaldi hjá henni tvo vetur, er ég var í námi, sem eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma var hún afar ástrík og uppskar sem hún sáði. Hennar gleði og stolt á efri árum var að fylgjast með mann- vænlegum bamabömum sínum, sem virtu hana og dáðu að verðleik- um. Öll hennar fjölskylda var sam- huga og af mikilli umhyggju og alúð sáu til þess að Mörtu liði sem best heima, er heilsan fór að gefa sig. Nú á kveðjustundinni, megi minningin um þessa heilsteyptu, góðu konu lýsa okkur, sem vomm svo lánsöm að þekkja hana, skært um ókomin ár. Elsku Stína mín, Jón, Halldór, Steinunn, Áslaug og böm, megi algóður Guð styrkja ykkur og styðja í ykkar mikla missi. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Sigrún Arnbjarnardóttir Marta Jónsdóttir, Njálsgötu 75, er látin. Árný Marta, eins og hún hét fullu nafni, fæddist á nýársdag 1902 á Stokkseyri. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jón Vigfússon og Margrét Ámadóttir, er bjuggu í Bræðraborg á Stokkseyri. Marta eignaðist eina systur, Viktoríu, og bróður sem lést ungur. Einnig átti hún eldri hálfbróður, Guðjón Jónsson að nafni. Snemma hleypti Marta heim- draganum. Hún var í nokkur ár í Hraungerði hjá presthjónunum þar. Seinna lá leiðin til Reykjavíkur, þar sem hún réðst í vist á heimili séra Magnúsar Helgasonar skólastjóra Kennaraskólans. Þar var Viktoría systir hennar við nám og bjuggu þær systumar báðar í skólanum. Marta notaði tímann vel, fór m.a. á námskeið f fatasaumi og stundaði einnig fímleika. Var hún í sýningar- flokki sem Jón Þorsteinsson íþrótta- kennari stjómaði, og man ég fyrst eftir henni þaðan. Haustið 1935 gekk Marta f hjónaband með Vilhelm Sigurðssyni trésmið. Þau eignuðust þijú böm, Jón, kvæntan Steinunni Gísladótt- ur, Halldór, kvæntan Áslaugu Ólafsdóttur, og Kristínu Sigríði. Þegar dóttir mín giftist syni þeirra hjóna, Mörtu og Vilhelms, tengdumst við vináttuböndum sem aldrei bar skugga á. Áslaug og Halldór bjuggu fyrstu búskaparárin í húsi þeirra hjóna og þar fæddust böm þeirra þijú, Sigurður, Hildi- gunnur og Marta Guðrún. Öll áttu þau miklu ástríki að fagna hjá afa sínum og ömmu. Jón og Steinunn eiga 2 syni, Vilhjálm Frey og Gísla, svo bamabömin em fimm. Marta var glaðlynd og létt á fæti fram að því síðasta og bar ald- urinn vel. Heimilið á Njálsgötu var gestkvæmt og þangað var gott að koma. Vilhelm andaðist í marz 1973 og bar andlát hans brátt að og var hans sárt saknað. Nú kveður Marta með skjótum hætti, og tómlegt verður á Njálsgötu, þar sem hún hefur búið í hálfa öld. Hún verður kvödd frá Hallgrímskirkju, þar sem hún átti ófá spor, starfaði lengi í kvenfélagi kirkjunnar. Ég kveð Mörtu með þakklæti og óska henni góðrar heimferðar. Hildigunnur Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.