Morgunblaðið - 16.03.1989, Síða 61

Morgunblaðið - 16.03.1989, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1989 61 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu . . Glæpsamlegir hrossaflutningar Viktoría hringdi: Það er eftirtekarvert að það er kona sem vekur máls á glæpsam- legri framkomu hrossaflutninga- manna í Morgunblaðinu 23. fyrra n.ánaðar, Halldóra Gunnarsdóttir, hafi hún þökk fyrir. Mín fyrsta hugsun var er mynd frá þessu var sýnd í sjónvarpi; eru virkilega til svona dýraníðingar á íslandi? Hvemig eru þeir menn gerðir sem senda hryssu sem komin er að því að kasta í slátur- hús eða til útflutnings? Svo vil ég spyija? Er búið að breyta lögum um dýravemd, en ég hef undir höndum lög frá 1957? Og svo önnur spuming: Em dýravemd- unarsamtök íslands ekld til leng- ur? Ég hef fylgst með málum er varða dýr í áratugi, en oft orðið býsna hissa á máttleysi dýra- vemdunarlaga. T.d. hef ég hvergi séð hiðurstöður mála er gæsir vom skotnar á hreiðmm morður í Eyjafirði. Né er kindur vora skotnar á færi vestur á íjörðum. Við þekkjum því miður alltof margar ljótar sögur af samskipt- um manna við dýr, en þessi hrossaflutningar em með því ljót- asta og grimmdarlegasta er heyrst hefur. Því er krafíst að menn þessir verði látnir sæta ábyrgð. Sleði fannst í Breiðhoiti Birna hringdi: Sonur minn fann svartan stýri- sleða f skíðabrekkunni fyrir ofan Jaðarsel í Breiðholti. Sleðinn var á kafí í snjó og því líklega búinn að vera þama í nokkra daga. Nánari upplýsingar f síma 71966. Hver ók á Escort? Svava Marteinsdóttir hringdi: Sá sem ók á hvítan Escort, R-16140, fyrir utan Staðarsel 3 aðfaranótt 12. marz sl. er vinsam- legast beðinn um að gefa sig fram við lögregluna. Ekki eftir Einar Ben. Ragnheiður Brynjólfsdóttir hringdi: Það birtist nýverið gáta í Vel- vakanda sem ég tel að sé ekki eftir Einar Benediktsson heldur afa minn, Indriða Jonsson frá Ytri-Ey á Skagastrond. Þó Einar sé mikið skáld hefur hann aldrei ort gátur. Mig langar því til að spyija Siguijón hvaða heimildir hann hafí fyrir því að gátan sé eftir Einar. Ég er að verða níræð og er búin að kunna gátuna síðan ég var bam. Auk þess var hún ekki rétt í blaðinu. í gleði og súr, hef ég gildi tvenn. Ti! gagns menn mig hljóta, til fagnaðar njóta. Er hafður í reiða, um hálsa ég renn. Til höfuðs ég stíg, en er bundinn til fóta Úrtapaðist Stállitað og gyllt orient-úr með svartri skífu tapaðist sl. föstudagskvöld milli Hálsasels og Hryggjarsels í Breiðholti. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 51603. Góð leiksýning í MH Sveinn Ólafsson hringdi: Mig langar til að þakka Menntaskólanum við Hamrahlíð fyrir mjög góða leiksýningu, sem ég sá hjá þeim á laugardaginn. Þau em að sýna leikritið Nas- hymingamir eftir Ionesco og standa sig svo vel að þetta er næstum eins og atvinnuleiksýn- ing. Búningar, sviðsmynd og leik- ur, allt er þetta mjög vel gert. Það er langt sfðan ég hef skemmt mér svona vel og vil ég eindregið hvetja fólk til að sjá sýninguna. Silfurarmband tapaðist Silfurarmband, breytt og gam- alt með útflúri, tapaðist á Hótel Borg eða fyrir utan, 18. desember sl. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 71536. Fundarlaun. Veski tapaðist Rauðbrúnt veski frá Etienne Eigner tapaðist í nágrenni við skemmtistaðinn Glæsibæ laugar- daginn 4. mars. í veskinu vom m.a. skilríki, peningar og snyrti- vömr, en það em fyrst og ffernst skilríkin og veskið sem saknað er. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 691155. Mmning Appólóníu svívirt Eldri kona hringdi: Ég var að horfa á fréttirnar í sjónvarpinu á mánudagskvöldið þar sem verið var að segja frá leikritinu Haustbrúði. Ég varð ákaflega særð fyrir hönd konunn- ar Appólóníu, sem leikritið fjallar um, og fannst sem verið væri að lítilsvirða minningu hennar. I fréttinni var sagt að hún gengi enn um á Bessastöðum sem draugur eða afturganga. Þetta em orð sem ekki ætti að nota um látið fólk. Mér fannst þetta vera skuggi á fréttinni og áhugi minn á að sjá þetta leikrit minnkaði mikið. íslenskukennsla í sjónvarpi Kristjana Þorvaldsdóttir hringdi: Ég var að lesa frétt í Morgun- blaðinu í morgun um tillögu sem lögð hefur verið fram á Alþingi um íslenskukennslu í sjónvarpinu. Ég fagna þessari tillögu og er rejmdar alveg undrandi á því að þetta hafí verið gert fyrr. Það er ekki vanþörf á að fara rækilega í gegnum notkun á málinu. Vísa án höfuðstafa Ingþór Sigurbjömsson hringdi: Ég sá f Velvakanda í morgun vísu til Hermanns Ragnars. Vísan er án höfuðstafa og er ég alveg hissa á Morgunblaðinu að leyfa birtingu á slíkri vísu. Þetta er hættulegt fyrir íslenska þjóðtungu og á ekki að hafa fyrir fólki. Góð þjónusta Halldóra hringdi: Mig langar að þakka fyrir góða þjónustu- og gott viðmót af- greiðslufólksins hjá Hans Peters- en í Kringlunni. AÐALFUNDUR Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis verður haldinn á Hótel Sögu (Arsal), kl. 16.00, föstudaginn 17. mars 1989. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi sparisjóðsins á árinu 1988. 2. Lagður fram til staðfestingar endurskoðaður ársreikningur sparisjóðs fyrir árið 1988. 3. Kosning stjórnar. 4. Kosning skoðunarmanna. 5. Tillaga um ársarð og ráðstöfun tekjuafgangs. 6. Tillaga um þóknun stjórnar og skoðunarmanna. 7. Tillögur til breytinga á samþykktum fyrir sparisjóðinn./ 8. Önnur mál. — SPARISJÓÐSSTJÓRNIN. SRRÍÍN Sparisjóöur Reykjavikur og nágrennis Fermingarfötin í ár fást í Kringlunni s. 689991 Laugavegi 621666 s. Keflavík s. 92-15970 ÞEIR, SEM KOMA EKKI í DAG, KOMA ÖRUGG- LEGA Á MORGUN Vegna þess að nú vita þeir að hjá okkur er að fá yfir 160 tegundir af sófasettum. ÞETTA ER EITT ÞEIRRA! VIÐEIGUM: VENJULEG SÓFASETT, ÓVENJULEG SÓFA- SETT, ÓDÝR'SÓFASETT, DÝRSÓFASETT, FALLEG SÓFASETT, STERK SÓFASETT. SEM SAGT ALLSKONAR SÓFASETT! Húsgagn&höllin REYKJAVI'K

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.