Morgunblaðið - 16.03.1989, Page 64

Morgunblaðið - 16.03.1989, Page 64
Fróöleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! SAGA CLASS í heimi hraða og athafna FLUGLEIDIR FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1989 VERÐ I LAUSASOLU 80 KR. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Félagar í Vöku fögnuðu sigri í félagsheimili sínu við HverSsgötu þegar úrslit lágu ljós fyrir á ellefta tímanum í gærkvöldi. Vaka með meirihluta í fyrsta sinn síðan 1965 VAKA, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, fékk hreinan meirihluta í Stúdentaráði i kosningunum í Háskólanum í gær. Er þetta í fyrsta sinn síðan 1965 sem Vaka hlýtur hreinan meirihluta í hefð- bundnum stúdentaráðskosningum. Hlutu Vökumenn 50,7% at- kvæða i kosningum til Stúdentaráðs en Röskva, samtök félags- hyggjufólks, 39,9%. í kosningum til Háskólaráðs hlutu Vökumenn 53,1% atkvæða en Röskvuliðar 39,6%. í fyrra munaði 32 atkvæð- um á fylkingunum tveimur. Á kjörskrá voru 4.422. Þar af greiddu 2.469 atkvæði, eða 55,8%, sem er hæsta hlutfall í mörg ár. Úrslit urðu þau að í kosningum til Stúdentaráðs hlaut Vaka 1.253 atkvæði, Röskva 986, en auðir seðlar og ógildir voru 230. í kosningum til Háskólaráðs hlaut Vaka 1.311 atkvæði, Röskva 978, en auðir og ógildir voru 181. Þessi úrslit þýða að fylkingin fékk sinn hvom Há- skólaráðsliðann, sem jafnframt sitja í Stúdentaráði, og Vaka sjö stúdentaráðsliða en Röskva sex. Þar sem Vaka hafði átta menn fyrir í Stúdentaráði er staðan þar því orðin 16-14 Vöku í vil. „Þetta eru virkilega ánægjuleg úrslit og sýna að við höfum verið á réttri braut í starfi okkar í Stúd- entaráði í vetur," sagði Lárentínus Kristjánsson, formaður Vöku, í samtali við Morgunblaðið. „Við Vökumenn höfum lagt áherslu á hagsmunamál stúdenta frekar en einhveija almenna pólitiska um- ræðu og teljum að barátta okkar hafi skilað árangri. Kosningamar snemst ekki síst um hvert ætti að vera eðli Stúdentaráðs og sýn- ist mér stúdentar hafa fellt ótví- ræðan dóm í þeim efnum. Starfið hefur verið mjög líflegt í vetur og sífellt fleira fólk bæst inn í félagslífið. Ég vil að lokkum þakka stúdentum það traust sem þeir hafa sýnt okkur og því fólki sem hefur starfað í þessari kosn- ingabaráttu.“ Ekki náðist í neinn fulltrúa Röskvu í gærkvöldi. Viðræður ASÍ VSÍ og VMS halda áfram í dag: Áhugi á að gera samn- ing fram í september Samningane&idir Alþýðusambands íslands, Vinnuveitendasam- bands íslands og Vinnumálasambands samvinnufélaganna hittast á fnndi klukkan 16 í dag til þess að ræða möguleikana á kjarasamn- ingi ófaglærðs fólks innan ASÍ til skamms tíma eða til haustsins, en til þess tíma gilda samningar flestra félaga iðnaðarmanna. Gera má ráð fyrir að það skýrist innan fárra daga hvort möguleiki er á slikum samningi. Þessir samningar iðnaðarmanna gefa þær forsendur, sem líklegt er að gengið verði út frá í viðræðunum um skammtímasamning. Þeir voru gorðir í skugga setningar bráða- birgðalaganna í fyrra og fólu meðal annars í sér tilfærslu á 2,5% áfangahækkun 1. september, sem bráðabirgðalögin afnumu. Þá eiga tvær áfangahækkanir samnings iðnaðarmanna eftir að koma til framkvæmda, 2% 1. maí næstkom- andi og 1,5% 1. ágúst. Verkalýðs- féiögin munu viija að slíkur skammtfmasamningur gildi til 1. september, eins og samningar iðn- aðarmanna, en vinnuveitendur munu vilja teygja samningstímann fram á haustið. Framkvæmdastjóm Verka- mannasambands íslands og for- menn svæðasambanda hafa verið boðaðar til fundar fyrir hádegið í dag til að ræða stöðuna og samn- inganefnd Alþýðusambandsins mun funda fyrir sameiginlega fundinn með vinnuveitendum. Þess sjónar- miðs hefur gætt innan VMSÍ að samningar til skamms tíma leysi tæpast þann vanda sem verkafólk eigi við að glíma, þó skammtíma- samningur sé ekki útilokaður. Ástandið geri kröfu um samning til lengri tíma, sem gefi tækifæri til víðtækra viðræðna við stjórnvöld, og telja sumir að langtímasamning- ur hafi ekki verið fullreyndur. Sjá fréttaskýringu á bls. 26. Könnun á kjötfarsi og kjöthakki: Þriðja hver verslun með ósöluhæft fars vegna gerlainnihalds ÞRIÐJA hver verslun er með ósöluhæft fars vegna of mikils gerlainnihalds, samkvæmt könnun sem Neytendasamtökin stóðu fyrir og kynntu í gær, á alþjóðlegum degi neytenda. Rannsökuð voru sýni af kjöt- farsi og kjöthakki frá 32 versl- unum af höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Verst var útkoma verslana í Vestmanna- eyjum, Qórar af fimm voru með ósöluhæft fars og þrjár með ósöluhæft hakk. Níu af 16 versl- unum á höfuðborgarsvæðinu voru með gallað eða ósöluhæft fars. „Neytendur eiga kröfu á því, ef verslanir sýni slíkan fádæma sóðaskap, verði þeim sýnd mikil harka. Það verður beinlínis að vera með innsiglið á lofti," sagði Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, þegar hann kynnti niðurstöðumar. Hann minnti á fyrri kannanir, sem gerð- ar voru 1983 og 1984 og sagði að þá hefði mátt sjá viðbrögð versl- unareigenda fyrst eftir að niður- stöður voru kynntar. Þá hafi verið tekið verulega á í hreinlæti. Hann sagði augljóst af niðurstöðum þessarar athugunar, að nauðsyn- legt sé að vera á verði og birta niðurstöðurnar, það veiti nauðsyn- legt aðhald. Alvarlegasta mengunin kom fram í kjötfarsi þegar mælt var saurkólígerlainnihald þess. Fjórð- ungur sýnanna reyndist vera yfir hættumörkum. Jóhannes kvað slíka gerlamengun vera ótvírætt merki um sóðaskap við meðhöndl- un matvörunnar. Sjá nánar á bls. 26. Landsvirkjun: Hagnaður 186 millj- ónir ífyrra Rekstrarhagnaður Landsvirkjunar nam alls 186 milljónum króna í fyrra. Afkoman varð neikvæð um 157 milljónir á tímabilinu janúar til september en snérist verulega til betri vegar á síðasta ársfjórð- ungi. Greiðsluafkoma Landsvirkj- unar var hagstæð um 762 m.kr. og hefur aldrei verið betri en á síðasta ári. Skýrist það af auknum tekjum af stór- iðjunni og minni afborgunum en gert hafði verið ráð fyrir. Heildareign Landsvirkjunar í árslok var 46,1 milljarður en þar af nam eigið fé 16,8 millj- örðum. Sjá nánar Bl. Ríkisstjórnin: Amarflugsmálið til lykta leitt á morgun RÍKISSTJÓRNIN mun á fundi sínum í fyrramálið ræða málefni Arnarflugs og er þess vænst að á þeim fundi verði tekin ákvörðun. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, er væntanlegur til landsins í dag, en samgönguráðherra hefur sagt að erfitt væri að ganga frá þessu máli, að honum fjarstödduin. „Við höfum enn ekki séð að hlut- hafamir í Amarflugi hafí Iagt fram fyrirheit eða áform um nægilega aukningu eiginfjár,, sem dugi til þess að það sé forsvaranlegt að •eggja enn fram fjárhagslegan stuðning frá ríkinu, svo hægt verði að halda rekstrinum áfram,“ sagði Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, er hann var spurður hver afstaða þingflokks Alþýðuflokksins væri til þessa máls. Steingrímur J. Sigfússon, sam- gönguráðherra, sagði það ákveðið að ríkisstjómin leiddi Amarflugs- málið til lykta á fundi sínum á morgun. Hann kvaðst efins um að tillaga Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherra, um afskrift á 150 milljóna króna skuld Arnarflugs og 200 milljóna króna láni yrði sam- þykkt. Togarar moka upp þorski MJÖG góð þorskveiði hefur verið við Suðausturland að undan- förnu, að sögn Þorbjörns Sig- urðssonar, skipstjóra á togaran- um Sólbergi OF. Þorbjörn sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði fengið þar 150 tonn, þar af 140 tonn af um góðum þorski, frá síðastliðnu föstudags- kvöldi til hádegis á þriðjudag. Þorbjöm sagði að undanfama daga hefðu 10 til 15 skip verið á þorskveiðum á svæðinu frá Skrúð og suðurundir Fót. „Þetta er slóðin sem loðnan gekk yfir og þorskurinn er í afganginum af henni," sagði Þorbjöm Sigurðsson. Hann sagði að einnig hefði fengist mjög góður þorskur, 2,60 til 2,70 kg, á Látra- grunni og í Víkurál að undanfömu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.