Morgunblaðið - 21.03.1989, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1989
Heimsmet í físksölu:
Ögri seldi fisk fyrir
36 milljónir króna
Már SH með hæsta meðalverð sem fengizt hefiir
SNÆBJORN Osssurarson, skip-
stjórí á Ögra RE, og áhöfin hans
settu i gær heimsmet í Gsksöiu
á markaðnum i Bremerhaven.
Þeir seldu 298,5 tonn fyrir sam-
tals 1.289.000 þýzk mörk, eða
36,3 milljónir króna. Meðalverð
var 121,54 krónur, 4,32 mörk og
hafði þá aldrei orðið hærra. Með
þessu sló Ögri tvö fyrri met Við-
eyjar RE og setti í raun Qórfalt
met. Reynir Georgsson og áhöfii
hans á Má SH bætti svo um betur
á síðara uppboði í gær og fengu
122,38 krónur, 4,35 mörk að
meðaltali á kíló. íslenzk skip
hafa selt undanfarna daga mikið
af fiski í Þýzkalandi og fengið
mjög gott verð eins og reyndar
oft verður í dymilviku.
Viðey RE seldi á fimmtudag og
föstudag 321,4 tonn í Bremer-
VEÐUR
Snæbjörn Össurarson, skipstjóri
á Ögra.
I DAGkl. 12.00:
Heimild: Veðurstofa íslands
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær)
VEÐURHORFUR I DAG, 21. MARS
YFIRLIT f GÆR: Gert er ráð fyrir stormi á Breiðafjarðarmiðum,
Vestfjarðamiðum, norðvesturmiðum, norðausturmiðum og á Vest-
urdjúpi, Norðurdjúpi, Færeyjadjúpi og suðausturdjúpi.
SPÁ: Hvöss norðaustan átt með éljum norðan- og austanlands
og einnig á Vesturlandi, en úrkomulaust sunnanlands.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Norðanátt með éljum
um landiö norðanvert en bjart veður sunnanlands. Frostlaust að
deginum syöra en annars 2-6 stiga frost.
TAKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
•s
m
x Norðan, 4 vindstig:
v Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
•J0 Hitastig:
10 gráður á Celsíus
Sfcúrir
$ «
— Þoka
—— Þokumóða
» , » Súld
OO Mistur
—Skafrenningur
Þrumuveður
w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl voftur Akureyrl 1 snjókoma Reykjavfk 0 snjókoma
Bergen 7 skýjað
Helslnkl 2 þokumóða
Kaupmannah, 7 rfgning
Narssarssuaq +26 heiðskírt
Nuuk +18 skýjað
Osló 8 súid
Stokkhólmur 8 skýjað
Þórshöfn 4 haglól
Algarve 18 lóttskýjað
Amsterdam 7 rigning
Barcelona 17 skýjað
Berlln 14 hslðskfrt
Chicago 2 alskýjað
Feneyjar 14 hálfskýjað
Frankfurt 8 Mttskýjað
Glasgow 6 hagiót
Hamborg 14 léttskýjað
Las Palmas 18 skýjað
London 6 Mttskýjað
Los Angelea 14 þokumóða
Lúxemborg 10 hítfskýjað
Madríd 14 lóttskýjað
Malega 19 UWnlnllaA tótlBKyjao
Mallorca 16 alskýjað
Montreal +7 alskýjað
New York 0 skýjað
Ortsndo 18 tógþoka
Parfs 7 rignlng
Róm 19 alskýjafi
Vfn 8 þokumóða
Waahlngton 2 alskýjað
Winnipeg +19 heiðskfrt
haven. Heildarverð var 955.369
mörk eða 26,9 milljónir króna.
Meðalverð var 83,79 krónur. Þetta
var þá mesta upphæð talið í íslenzk-
um krónum, sem fengizt hafði fyrir
einstakan farm til þessa. Hærra
verð í mörkum talið fékk Viðey
fyrsta apríl 1985, 1.081.883 mörk
og stóð það met til gærdagsins. A
föstudag seldi Kolbeinsey ÞH 167,3
tonn í Bremerhaven. Heildarverð
var 13,8 milljónir, meðalverð 82,75
krónur. A laugardag seldi Snæfugl
SU 207,4 tonn á sama stað fyrir
17,8 milljónir, meðalverð 85,65
krónur. Þá seldi Hegranes SK 178,9
tonn í Bremerhaven fyrir 16,2 millj-
ónir króna, meðalverð 90,74 krón-
ur. Loks seldi Már SH 189 tonn
að verðmæti 23,1 milljón, meðal-
verð 122,38 eða 4,35 mörk, sem
er hæsta meðalverð sem fengizt
Ögri RE við löndunarbryggjuna í
hefur á markaðnum. Meðalverð fyr-
ir karfa í aflanum var 130 krónur
tæpar. Engey RE átti meðalverðs-
metið til dagsins í gær. Hún fékk
4,31 mark í meðalverð annan febrú-
ar síðastliðinn. í dag selur Sunnu-
tindur SU um 130 tonn af blönduð-
Bremerhaven. Morgunblaðið/HG
um afla í Bremerhaven og verður
hann síðasta íslenzka skipið sem
selur afla sinn þama fyrir páska.
Enginn gámafískur héðan er á
markaðnum ytra í þessari og næstu
viku vegna banns við útflutningi.
Frá vettvangi á Hringbraut.
Morgunblaðið/Ingvar Guömundsson
Slökkviliðsbíll í árekstri
Slökkviliðsbfll á leið í neyðar-
útkall á laugardagskvöld lenti
í árekstri á Hringbraut rétt
austan við Sóleyjargötu.
Tveir bílar hugðust víkja fyrir
slökkviliðsbílnum en tókst ekki
betur til en svo að þeir staðnæmd-
ust nær samhliða hvor á sinni
akrein. Þegar slökkviliðsbílum var
snögghemlað rann hann til, hafn-
aði á ljósastaur og aftan á öðrum
kyrrstæðu bílanna. Engin meiðsli
hlutust af.
Samið við Hagvirki um
íþróttahús og dagheimili
UNDIRRITAÐUR hefur verið
verksamingur milli Hafiiaifyarð-
arbæjar og Hagvirkis hf. um að
fyrirtækið sjái um byggingu
iþróttahúss í Kaplakrika og bygg-
ingu nýs dagheimilis, fyrir sam-
tals 200 milljónir króna.
Að sögn Guðmundar Árna Stef-
ánssonar er hér um svokallað al-
útboð að ræða og sér þá Hagvirki
um allar framkvæmdir, allt frá hönn-
un húsanna og jarðvinnu þar til þau
eru afhent tilbúin til notkunar. Gert
er ráð fyrir að íþrótta—húsið, sem
er 2.700 fermetrar að stærð, verði
afhent eftir 12 mánuði og að dag-
heimilið, sem er 600 fermetrar með
ijorum deildum, verði tilbújð eftir 6
mánuði. Framkvæmdir eru þegar
hafnar við bæði verkin.
Átta fyrirtæki tóku þátt í forvali,
sem efnt var til, en síðan voru þijú
þeirra valin og bárust tilboð frá
tveimur, SH verktökum og Hag-
virki. „Þetta eru gífurlega miklir
fjártnunir, sem vinna á fyrir á stutt-
um tíma og í fyrsta sinn sem við
reynum alútboð hér í Hafnarfirði,"
sagði Guðmundur Árni.
Margrét Thorlacius
frá Öxnafelli látin
MARGRÉT J. Thorlacius frá
Öxnafelli í Eyjafirði lézt á Akur-
eyri sl. sunnudag, 80 ára að
aldri. Hún var landskunn fyrir
miðilshæfileika sína og hæfileika
til andlegra lækninga.
Margrét var fædd á Öxnafelli 12.
apríl 1908, dóttir hjónanna Jóns
Thorlacius bónda og konu hans,
Þuríðar Jónsdóttur. Arið 1924 upp-
götvaðist að Margrét hafði hæfi-
leika til lækninga. Talið var að
lækningamar færu þannig fram að
dularlæknir, Friðrik að nafni, fram-
kvæmdi þær. Er talið að þúsundir
íslendinga hafí notið hjálpar Margr-
étar með þessum hætti. Hún tók á
móti hjálparbeiðnum fram á elliár
en átti við vanheilsu að stríða
síðustu ár ævi sinnar. Tvær bækur
voru skrifaðar um ævi hennar og
huglækningar, „Skyggna konan"
1-11, skráðar af Eiríki Sigurðssyni.
Eiginmaður Margrétar var Berg- -
Margrét frá Öxnafelli
sveinn Guðmundsson bygginga-
meistari. Þeim varð ijogurra bama
auðið. ...-...—....