Morgunblaðið - 21.03.1989, Page 22

Morgunblaðið - 21.03.1989, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1989 ÞINGBRÉF Varíð land 1974: Áskorun helftar kjósenda — Fimmtán ár frá einstökum atburði — Myndin, sem tekin var 1984, sýnir tólf af forgöngumönnum Varins lands. Efri röð frá vinstri: Jónatan Þórmundsson prófessor, Ottar Yngvason hæstaréttarlögmaður, Unnar Stefánsson viðskipta- fræðingur, Valdimar J. Magnússon framkvæmdastjóri, Ragnar Ingimarsson prófessor, Hörður Ein- arsson hæstaréttarlögmaður, Bjarni Helgason jarðvegsfræðingur og Björn Stefánsson Qármála- stjóri. Neðri röð frá vinstri: Stefán Skarphéðinsson sýslumaður, Þorvaldur Búason eðlisfræðingur, Þorstemn Sæmundsson stjörnufræðingur og Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari. „Við undirrituð skorum á ríkisstjórn og Alþingi að standa vörð um öryggi og sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar með þvi að treysta samstarfíð innan Atlantshafsbandalagsins, en leggja á hilluna ótímabær áform um uppsögn vamar- samningsins við Bandaríkin og brottvísun varnarliðsins." Þannig hljóðaði áskorun 55.522 íslendinga á kosninga- aldri, sem afhent var Olafí Jó- hannessyni, þáverandi forsæt- isráðherra, í alþingishúsinu 21. marz 1974. Undir áskorun þessa ritaði tæpur helmingur Islendinga á kosningaaldri, en rúmur helm- ingur, ef miðað er við hefð- bundna þátttöku í kosningum. Þessi undirskriftasöfnun á sér enga hliðstæðu í árangri — og svo verður líklega um langa framtið. í stjómarsáttmála ríkisstjómar Olafs Jóhannessonar (1971-1974) var ákvæði, að kröfu Alþýðu- bandalagsins, þar sem kveðið var á um endurskoðun vamarsamn- ingsins við Bandaríkin og brottför vamarliðsins í áföngum á kjörtímabilinu. Sumarið og haustið 1973 vóm andstæðingar vestræns vamar- samstarfs hér á landi háværir mjög. Landhelgisdeilan við Breta gaf þeim byr í segl, en hún sáði tímabundinni tortryggni í garð Vesturveldanna inn í alla stjóm- málaflokka. „Herstöðvaandstæð- ingar", svokallaðir, nýttu sér þessar aðstæður sem þeir mest máttu. Á fullveldisdaginn, 1. desember 1973, kom síðan áskorun til stjómvalda frá 60 einstaklingum, þess efnis, að fylgja fram ákvæð- um stjómarsáttmálans um upp- sögn vamarsamningsins og brott- för vamarliðsins. Nú átti að láta kné fylgja kviði. Og sögur gengu um það, réttar eða rangar, að ýmsir alþingismenn væm ekki jafn stöðugir í þessu máli sem fyrr. Þegar hér var komið sögu skipulögðu Þorsteinn Sæmunds- son, stjamfræðingur, Þorvaldur Búason, eðlisfræðingur og Ragn- ar Ingimarsson, prófessor, mót- leik, sem hlaut nafnið Varið land , að tillögu Þórs Vilhjálmssonar, nú hæstaréttardómara. Alls vóm forvígismenn Varins iands fjórtán talsins. II Þeir, sem stóðu fyrir undir- skriftasöfnuninni Varið land 1974 settu sér það mark i upp- hafi að ná að minnsta kosti fimm þúsund undirskriftum undir þau tilmæli til Alþingis, sem tíunduð em í upphafi þessa bréfs. Upp- skeran var ekki 5.000 heldur 55.500 nöfn einstaklinga á kosn- ingaaldri, u.þ.b. helmingur kosn- ingbærs fólks í landinu. Mikil vinna var lögð í allan undirbúning. Undirskriftarlistar vóm númeraðir og ekki látnir af hendi nema á persónulega ábyrgð þeirra sem höfðu þá undir hönd- um. Staðið var að undirskrifta- söfnuninni með verklagi, sem spe- glaði sérstaka vandvirkni. Öll þessi nákvæmni kom sér vel síðar, því mikið gjömingaveð- ur var gert að söfnuninni og að- STEFÁN FRIÐBJARNARSON standendum hennar, einkum eftir að niðurstöður úr þessu sögu- fræga „þjóðaratkvæði" lágu fyrir. Eftirhreytur þessa gjöminga- veðurs stóðu lengi og ennþá eimir eftir af því, m.a. í umfjöllun stöku fjölmiðla. III Átakið Varið land, sem virkj- aði helft þjóðarinnar með svo eft- irminnilegum hætti, braut and- stæðinga vestræns vamarsam- starfs hér á landi svo rækilega á bak aftur, að þeir hafa ekki borið sitt barr síðan. Að þessu leyti gætir átaksins enn í dag, fímmtán ámm síðar. Og gerir trúlega lengi enn. Forvígismenn Varins lands urðu fyrir margs konar áreitni „herskárra" andstæðinga, einkum fyrstu misserin eftir söfnunina. Oft var ómaklega og ódrengilega að þeim höggvið. En það er göm- ul saga og ný að þeir sem upp úr rísa í framtaki, sem ber árang- ur, fá oftar á sig öldur umhverfís- ins en hinir sem hvorki hreyfa legg né lið. Það gnauða fleiri vind- ar um fjallstind en þúfuskoming. En sá þögli meirihluti þjóðar- innar, sem skrifaði undir texta Varins lands, gerði og gerir sér enn grein fyrir mikilvægi málsins. í hans hug býr þakklæti til forvíg- ismanna Varins lands, þótt hann berji ekki bumbur í tíma og ótíma. rv Morgunblaðið tók Ólaf heitinn Jóhannesson, sem var forsætis- ráðherra 1974, tali 21. marz 1984, tíu ámm eftir að hann tók við umræddri áskomn 55.500 ís- lendinga. í því viðtali segir m.a.: „Eg sé persónulega ekki aðra skárri leið til að tiyggja öryggi íslands sem bezt en þessa sem við höfum valið, að vera í NATO og hafa vamarliðið, en alltaf þarf að huga að öllum samningum og breyta kannski einhveijum ein- stökum atriðum, einnig vamar- samningum." Og staðreynd er að Atlants- hafsbandalagið hefur tiyggt frið í okkar heimshluta í ijöratíu ár. Styrkur þess hefur knúið fram afvopnunarviðræður milli austurs og vesturs. Og það er betra að semja í styrkleika en veikleika. Requiem eftir Mozart Ténlist Jón Ásgeirsson Sálumessa eftir Mozart var strax að meistaranum látnum hin mesta ráðgáta og það var ekki fyrr en að ■ upphaflegt handrit verksins sem Walsegg greifi fékk, kom í leitim- ar, eftir að það hafði verið týnt í nærri hálfa öld, að marktækar rannsóknir vom gerðar á því hvað var eftir Mozart og hvem hlut Sussmayer átti í að ljúka við verk- ið. Þegar handrit þetta komst í eigu Keisarabókasafnsins í Vínarborg árið 1839, þar sem einnig var að fínna ófullgert fmmhandrit Moz- arts, var mögulegt að skera úr um þátt Siissmayers, sem fram að þess- Ættfræðiþjónustan ráðgerir að halda nokkur ættfræðinám- skeið á næstunni, bæði fyrir byij- endur og lengra komna. Haldin verða 7 vikna gmnnnám- skeið f Reykjavík og helgamám- skeið í bæjarfélögum á landsbyggð- inni. Einnig er boðið upp á fram- haldsnámskeið í Reykjavík. Leið- um tíma hafði átt erfítt með að sannfæra aðila um það hvað væri eftir hann en ekki eftir Mozart. Beethoven, eins og margir aðrir, trúði því ekki að Siissmayer hefði annað lagt til verksins en sem nam frágangi hljómsveitarradda og sagði meðal annars: „Ef Sussmayer hefur samið eitthvað af verkinu, þá er Sussmayer Mozart." Það rétta er, að fyrsti þátturinn er að öllu leyti eftir Mozart en í sjö þáttum þess er gmnngerðin eftir Mozart og Siissmayer mun aðallega hafa þurft að fullgera hljómsveitar- raddimar. Einn fallegasti þáttur verksins, Laerymosa (nr. 7) var það síðasta sem Mozart samdi en aðeins átta fyrstu taktana. Framhaldið er beinandi er Jón Valur Jensson. Skráning þátttakenda er hafín. Á námskeiðunum verður veitt fræðsla um ættfræðiheimildir og vinnubrögð, hentugustu leitarað- ferðir og uppsetningu ættartölu og niðjatals. Jafnframt gefst þátttak- endum aðstaða til að æfa sig í verki og rekja ættir sfnar, svo langt sem verk Sussmayers og auk þess em Sanctus, Benedictus og Agnus Dei hans tónsmíðar að öllu leyti. í niður- laginu notar Sussmayer hluta af upphafínu (Requiem ætemam) og lýkur verkinu með því að endurtaka tvöfóldu fúguna (Kyrie), sem byggð er á klassísku barokkstefí. þess er kostur, í gömlum fmm- heimildum jafnt sem síðari tíma verkum. Auk námskeiðahalds tekur Ætt- fræðiþjónustan að sér rannsóknir á ættum fólks og annast sölu á ætt- fræðiritum og hjálpargögnum við ættrakningu. (F réttatil kynning') Hvað sem má segja um gerð verksins er það á köflum ægifagurt og víst er að hlustendur teija sig eiga erindi við þessa meistarasmíð því húsfyllir var á þeim þrennum tónleikum sem söngsveitin Fílharm- onía stóð fyrir um síðustu helgi og fóm fram í Kristskirkju. Stjómandi kórs og hljómsveitar var orgelleik- ari Kristskirkju, Úlrik Ólason, en með þessum tónleikum hefur hann reist söngsveitina Fflharmoníu við, eftir nokkra lægð sem kórinn var í og margir töldu að gæti leitt til þess að hann yrði formlega lagður niður. Söngur kórsins var í heild mjög góður (á laugardagstónleikun- um) og einsöngvaramir vel sam- stilltir, eins og vera ber í „en- semble" og söng. Samsöngsþætti einsöngvaranna sungu Signý Sæ- mundsdóttir, sópran, Þuríður Bald- Ættfiræðinámskeið í Reykjavík og víðar ursdóttir, alt, Jón Þorsteinsson, ten- ór, og Guðjón Grétar Óskarsson, bassi. Hljómsveitin lék vel undir forystu Szymons Kuran, konsertmeistara, þó sérstaklega megi geta innkomu fagottsins í upphafí verksins, sem var sérlega fallega leikin en þar átti hlut að Bjöm Ámason, fagott- leikari. Einleikur Odds Bjömssonar, básúnuleikara, í Tuba mimm var einnig mjög hljómfagur. Samspil kórs, einsöngvara og hljómsveitar var í góðu jafnvægi og óhætt er að fullyrða, að Úlrik Ólason hefur unnið hér markverðan sigur sem stjómandi. Sem frumraun vora þessir tónleikar sérlega vel heppn- aðir, ekki síst fyrir kórinn sem stóð sig með prýði, er gefur fyrirheit um að með Ulrik Ólasyni sé kominn fram efnilegur kórstjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.