Morgunblaðið - 21.03.1989, Side 24

Morgunblaðið - 21.03.1989, Side 24
24 MORGUNBLÁÐÍÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1989 SNYRTJ VORUR SEM FAGFOLKIÐ VELUR fást í apótekum snyrtivörudeildum stórmarkaöa snyrtivöruverslunum snyrtistofum DUGGUVOGI 2 sími 91-686334 cfí o o o ítjji ernun^armo RITSAFN H.C. ANDERSENS er þrjár innbundnar bækur í vandaðri öskju. RITSAFN H.C. ANDERSENS er sígild eign sem fylgir eigandanum alla ævi. < ÆSKAN Hvalveiðar og heilsuhælisparadís eftir Einar Steinþórsson Þegar fólk flyst af landi brott og fær tækifæri til að skoða hlutina frá öðrum sjónarhóli, þá breytast oft skoðanir. Maður áttar sig á því að Islend- ingar eru ekki fleiri en það, að við erum eins og meðalstór bær á evr- ópskan mælikvarða. Nú er enginn að segja að við eigum að hafa minnimáttarkennd sökum fólks- fæðar, nei, við megum vera stolt af okkar þjóð. Við eigum fallegustu konu(r) heims, sterkasta mann í heimi, skáklandslið sem er í fremstu röð, handboltalandslið sem líka er í fremstu röð, fyrir utan að eiga margt annað afreksfólk og ótal heimsmet miðað við höfðatöluna frægu. Þessir hlutir gera sitt til þess að íslendingum mörgum hveijum finnst þeir vera stór þjóð sem geti boðið hverjum sem er birginn hvað sem það kostar. I næstum hvert skipti sem ég kaupi Morgunblaðið eða DV, er eitt- hvað skrifað um hvalamál okkar. Það getur verið einhver ráðherrann og þá sérstaklega sjávarútvegsráð- herra, að hreykja sér af að nú höf- um við unnið enn eina samningalot- una við Bandaríkjamenn, eða á hinn bóginn fréttir um að verslunarkeðj- ur hafa látið undan þrýstingi fá Grænfriðungum eða öðrum nátt- úruvemdunarsamtökum og hætt að kaupa af okkur sjávarafurðir. Nú hafa að auki dönsk fyrirtæki bæst í hóp þýskra og amerískra og neit- að að kaupa af okkur fisk, nema hann verði seldur undir öðru vöru- merki en íslensku. Að hugsa sér, nú verðum við að selja fiskinn okk- ar undir öðru en íslensku vöru- merki, því merki sem við erum svo stolt af og stendur fyrir hreint loft, hreinan sjó, hreint vatn og að öðru leyti mikil gæði. Á sama tíma og við neyðumst til að hætta að nota vörumerki okk- ar ISL., les maður í blöðunum grein eftir forsætisráðherra, Steingrím Hermannsson, að hann hafi skipað nefnd til að kanna möguleika á að gera ísland að alþjóða fundarstað, með sérstaka áherslu á friðarvið- ræður allskonar, og möguleika á að laða til landsins fólk sem sækir eftir hreinni og fallegri náttúru og rólegu umhverfi. Fleiri hafa skrifað og bent á möguleika okkar að gera ísland að „heilsuparadís“. Þá yrði reynt að fá hingað til lands fólk sem gjaman sækir heilsu- hæli allskonar og fær bót meina sinna (flestra ímyndaðra). Hug- myndin er í sjálfu sér góð, en ég held að hún sé alls ekki tímabær, meðal annars sökum fastheldni for- sætisráðherra, flokksbróður hans Halldórs Ásgrímssonar og annarra á hvalveiðar Islendinga. Það fólk sem styrkir og heldur uppi náttúruvemdarsamtökum ýmiss konar m.a. Grænfriðungum er einmitt þetta ríka fólk sem for- sætisráðherra vill fá sem ferðamenn til Islands. Flestir þeir ferðamenn sem sækja ísland heim, hvort sem það er til að ferðast eða slappa af á heilsuhæli, em miklir náttúmunn- endur. Fólk sem kemur til að njóta hreinleikans og náttúmnnar. Það er ótrúlegt að láta sér detta það í hug að reyna að auglýsa ísland sem heilsuhælisparadís fyrir náttúm- unnendur, á sama tíma og við höld- um hvalveiðum áfram í óþökk alls þorra almennings erlendis. Það væri gaman að sjá tölur um það hversu miklu það skiptir fyrir þjóðarbúið ef hvalveiðum yrði hætt. Eg hef ekki trú á að það séu háar tölur, a.m.k. ekki í samanburði við þá hagsmuni sem em í hættu ef veiðunum er haldið áfram. Þegar fólk reynir að bera í bæti- fláka fyrir hvalveiðamar, þá heyrist gjaman sú afsökun að „við íslend- ingar látum ekki aðrar þjóðir segja okkur fyrir verkum". Fólk virðist halda að Grænfriðungar séu fá- mennur hópur sérvitringa sem einskis má sín. Nei það er öðm nær. Félagsmenn Grænfriðunga em sjálfsagt töluvert fleiri en Is- lendingar og reka sterkan áróður sem mikið mark er tekið á. Þeir vekja athygli á losun eiturefna á sjó og landi, illri meðferð á dýmm og veiðum á dýrategundum sem em í útrýmingarhættu ásamt mörgu fleim. Þó sjávarútvegsráðherra hafi getað talið erlendar ríkisstjómir á að setja ekki viðskiptahömlur á okkur, þá er það bara lítill frestur. Hægt og sígandi verða fleiri og fleiri til að fordæma veiðamar, og fólk vill gleyma því að íslendingar „Hægi; og sígandi verða fleiri og fleiri til að fordæma veiðarnar, og fólk vill gleyma því að Islendingar eru ekki milljónaþjóð sem getur leyit sér að hunsa al- menningsálit í við- skiptalöndunum“ em ekki milljónaþjóð sem getur leyft sér að hunsa almenningsálit í viðskiptalöndunum. Nú er ég heldur ekki viss um að meirihluti Islendinga sé fylgjandi hvalveiðum, reyndar trúi ég því ekki að óreyndu. Margir hafa hneykslast á nauta- ati sem tíðkast á Spáni. Á hvem hátt em hvalveiðar frábmgðnar nautaati? Það er erfitt að segja, nema ef vera að nú er dýrið hvalur upp á mörg tonn og drápið skeður á hafí úti. Það er furðulegum mór- all að hneykslast á nautaati og sam- þykkja hvalveiðar og kallast að sjá flísina í auga náungans en ekki bjálkann í eigin auga. Þeir sem em fylgjandi veiðunum benda gjaman á að þetta séu nauð- synlegar rannsóknarveiðar. Það er náttúmlega bara yfirskin sem allir vita, því veiðunum yrði strax hætt þegar ekki væri lengur til markaður fyrir hvalkjötið. Að halda þessum veiðum áfram á meðan almenningsálit umheims- ins snýst hægt og sígandi á móti okkur er algjör fásinna. Þjóðin þarf að gera það upp við sig hvort hún vill ríghalda í þetta fáránlega stolt, „láta ekki aðra segja okkur fyrir verkum", halda þessum veiðum áfram og fá almenningsálit um- heimsins á móti sér með tilheyrandi afleiðingum fyrir okkar útflutnings- markaði, eða fá lof frá sömu fyrir að hætta þessum svokölluðu rann- sóknarveiðum. Höfundur er nemi í rekstrar- tæknifræði í Kaupmannahöfh. Umbúðir og innræti Gamall starfsfélagi frá fyrri árum Ríkisútvarps, Haukur Egg- ertsson iðnrekandi, gulldrengur útvarpsvirkja, sem segist hafa lent í soranum, sendir mér kalda kveðju í Morgunblaðinu sl. fimmtudag. Heila lúku af bankabyggi skammt- ar hann og mylur nú ekki fugla- fóðrð fremur en fyrri daginn. Haukur er herskár, og fer mikinn, enda djarfur og kann illa hálf- velgju, en kýs hamfarir og stór- merki. Um það bera m.a. vott nöfn fyrirtækja hans, Katla og Etna. Það er sprengikraftur í karli og gaman að svona guðspjöllum, þar er þó einhver bardaginn. Svo sem vænta mátti af slíkum full- huga er hann kominn veg allrar veraldar, slær undir nára og stöðv- ar ekki fór fyrr en austur á Volgu- bökkum. Þar brýst hann um af slíkri herstjómarlist að banda- riskir stríðshaukar mættu teljast fullsæmdir af viðlíka prýði. Skort- ir nú bara hæfílega drykkfelldan og hóflega kvensaman banda- rískan vamarmálaráðherra til þess að ná Póllandi aftur úr greipum Sovétrílqanna. Svo sem kunnugt Pétur Pétursson er var seinasta heimsstyrjöld háð, að sögn Breta og bandamanna þeirra, til þess að standa við skuld- bindingar Vesturveldanna við Pól- land. Hvers vegna Haukur Eg- gertsson lét hjá líða að minna Churchill og Truman á þennan samning við undirritun friðar- samninga í stríðslok er mál, sem ekki er alveg ljóst, en hann gæti e.t.v. gert grein fyrir því. Milljónir féllu á vígvöllum Evrópu er þeir hlýddu kalli þeirra, sem þóttust m.a. ætla að tryggja landamæri Póllands. Þar er enn eitt dæmi þess hve valt er að treysta loforð- um þeirra, er ausa fé úr mann- virkjasjóði hemaðarbandalaga og fara með ófriði um kálgarða og engi. Má ég þá heldur biðja um Sólskríkjusjóðinn og taka snjótittl- inga Þorsteins Erlingssonar fram yfir orrustuþotur stríðshaukanna bandarísku, sem ætla að flæma rjúpú Guðmundar Friðjónssonar burt úr griðlandi því, sem hún átti „á vetuma og vorin“. Haukur Eggertsson starfrækir umbúðaverksmiðju. Innræti hans kom fram í greininni. Hann segist hafa lent „í soranum", en „réttu megin“. Vonandi hlotnast honum betra hlutskifpi áður en lýkur. Pétur Pétursson þulur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.