Morgunblaðið - 21.03.1989, Page 36

Morgunblaðið - 21.03.1989, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1989 Hjúkrunardeildin Sel: Full nýting* allra rúma í sjónmáli FULL nýting allra rúma á hjúk- ''runardeildinni Seli er nú í sjón- Akopokinn: Reiknað með 10-20% samdrætti „VIÐ reiknum með að samdráttur- inn verði á bilinu 10-20% í fram- leiðslu burðarpoka, en enn sem komið er merkjum við ekki sam- drátt,“ sagði Tryggvi Sveinbjörns- son framkvæmdastjóri Akoplast, en verksmiðjan framleiðir plast- poka af ýmsum stærðum og gerð- um. Það er Sjálfsbjörg á Akureyri sem á og rekur Akopokann. Tryggvi sagði að samdrætti í notk- un plastpoka eftir að sala þeirra til neytenda hófst mætti verk- smiðjan með aukinni hlutdeild á markaðnum. Tryggvi sagði að aðalmarkaður Akopokans hefði verið á Norður- landi, en markaðsátak væri nú í gangi, m.a. á Austurlandi og á höfuð- borgarsvæðinu. Eftir að markaðs- sóknin hófst hefði hlutur verksmiðj- unnar aukist talsvert og þannig bætt upp væntanlegan samdrátt í notkun plastpoka. Þá hefði einnig verið lögð áhersla á framleiðslu svokallaðra heimilispoka, sem notaðir eru m.a. undir rusl. Á milli áranna 1987 og 1988 tvö- faldaðist veltuaukning fyrirtækisins, en Tryggvi sagði reksturinn þungan rétt eins og hjá öðrum iðnfyrirtækj- um í landinu. „Við höfum ekki farið varhluta af þeim gífurlega Qár- magnskostnaði sem er að sliga fyrir- tækin í landinu," sagði Tryggvi. Verksmiðjan flutti fyrir skömmu f húsnæði Sjálfsbjargar að Bugðusíðu og sagði Tryggvi það vera lið í ha- græðingu og spamaði í rekstrinum, nú væru báðar verksmiðjur fyrirtæk- isins undir sama þaki. Um tíu manns vinna við plastpokaframleiðsluna, en verksmiðjan er að hluta til vemdaður vinnustaður. Alls vinna um 35 manns hjá Sjálfsbjörg, en auk plastpoka- framleiðslunnar og Plastiðjunnar Bjargs er starfandi endurhæfingar- og Iíkamsræktarstöð í húsi Sjálfs- bjargar, sem og veggtennissalir. „í heildina gengur reksturinn þokka- lega vel,“ sagði Tryggvi. máli, en lengst af hafa rúmin ekki verið fiillnýtt. Deildin var tekin í notkun sumarið 1987 og á henni eru alls 30 rúm. Vegna skorts á faglærðu hjúkrunarfólki hefur ekki tekist að fullnýta öll þau páss sem fyrir hendi eru. „Við höfiun þarfir skjólstæðinga okkar í fyrirrúmi og viljum veita þeim þá þjónustu sem þeir eiga rétt á,“ sagði Sonja Sveinsdóttir hjúkrunarframkvæmdasfjóri. Af þeim 30 rúmum sem til stað- ar era á Seli verða 23 nýtt sem hjúkranarrúm fyrir langlegusjúkl- inga, þijú verða fyrir aldrað fólk sem er að koma út af öðram deild- um sjúkrahússins og þarfnast frek- ari aðhlynningar, tvö verða nýtt sem hvíldarpláss í skamman tíma og tvö sem dagvistanými og mun notkunin deilast á nokkra einstakl- inga. Halldór Jónsson framkvæmda- stjóri FSA sagði að nú hillti lokst undir að Sel kæmist í fulla nýtingu, en að jafnaði hafa 20-26 rúm verið nýtt á deildinni Frá því hún var tekin í notkun. Nú vantar einungis hjúkranarfræðing í eina stöðu til að af fullnýtingu deildarinnar geti orðið. „Skjólstæðingar okkar á Seli eiga rétt á sömu þjónustu og Fjórð- Morgunblaðið/Rúnar Þór Hjúkrunardeildin Sel hefur lengst af ekki verið fullnýtt, en fáist einn hjúkrunarfræðingur til starfa við deildina munu öll þau pláss sem fyrir hendi eru verða nýtt. Þessi mynd er tekin í dagstofu Sels. ungssjúkrahúsið býður sínum sjúkl- ingum upp á, við höfum forðast að falla í þá gryfju að manna deildina með ófaglærðu fólki," sagði Sonja. Grænt ljós á kennslu í sjávarútvegsfræðum: Stór dagur í sögn Háskólans -segir Haraldur Bessason rektor „Síðasti föstudagur var stór dagur í sögu háskólans á Akur- eyri,“ sagði Haraldur Bessason rektor Háskólans í samtali við Morgunblaðið. Ríkisstjórnin heimilaði þá að frá og með næstu áramótum skuli kennsla i sjávar- útvegsfræðum heQast við Há- skólann á Akureyri. Mennta- málaráðherra mun endurmeta tillögur um Qárframlög í sam- vinnu við Qármálaráðherra, en endanleg ákvörðun verður tekin við gerð næstu fjárlaga. Haraldur Bessason sagði að með þessari samþykkt ríkisstjórnarinnar væri stigið merkilegt skref, en kennsla í sjávarútvegsfræðum hef- ur ekki verið kennd á íslandi áður. „Þetta skiptir háskólann hér mjög miklu máli og við eram afar ánægð með þessa samþykkt ríkisstjómar- innar,“ sagði Haraldur. Fyrirhugað er að nám í sjávarút- vegsfræðum verði fjögurra til fimm ára nám og sagði Haraldur að strangar kröfur yrðu gerðar varð- andi inntökuskilyrði. Hann sagði að miðað við fyrirspumir um námið mætti búast við góðri aðsókn og þegar litið væri til næstu fjögurra ár sagðist hann reikna með að 50-70 stúdentaryrðu við nám í sjáv- arútvegsfræðum við háskólann. Kaupfélag Norður -Þingeyinga: Greiðslu- stöðvun framlengd KAUPFÉLAG Norður-Þingeyinga á Kópaskeri fékk í gær framleng- inu um einn mánuð á greiðslu- stöðvun sinni sem varað hefiir siðustu þijá mánuði. Eysteinn Sig- urðsson kaupfélagsstjóri sagði að staða KNÞ væri erfið, en unnið væri að lausn vandans. Eysteinn sagði að möguleiki hefði verið á framlengingu um tvo mán- uði, en menn hefðu talið að best færi á því að hafa tímann sem styst- an. „Við eram að skoða ýmsar leið- ir, en höfum ekki neglt niður hvaða leið er heppilegust. Það er þó ljóst að við verðum að selja hluta af eign- um félagsins," sagði Eysteinn. Unnið er að úttekt á rekstri kaup- félagsins og sagði Eysteinn að henni yrði lokið undir lok mánaðarins. Um 40 manns vinna hjá KNÞ, en Ey- steinn sagði uppsagnir starfsfólks ekki á dagskrá þrátt fyrir erfiða stöðu. Flugfélag Norð- urlands: Ellefu millj- óna króna hagnaður RÚMLEGA ellefii milljón króna hagnaður varð af rekstri Flugfé- lags Norðurlands á sfðasta ári, þar af nam söluhagnaður af flugvél rúmum sex milljónum króna. Síðasta ár var eitt hið besta í sögu FN og verkefiii voru næg. Velta ársins 1988 var 144 miiyónir króna. Þetta kom fram á aðalfundi fé- lagsins sem haldinn var fyrir skömmu. Flugfélag Norðurlands hef- ur með höndum áætlunarflug til tfu staða og flutti tæplega 20.000 far- þega á þessum leiðum, auk þess tæplega 500 tonn af vöram og um 200 tonn af pósti. Félagið fór 96 sjúkraflug á síðasta ári og þáttur leiguflugs til Grænlands var með besta móti, en félagið hefur f hartnær tvo áratugi stundað leiguflug til Grænlands. Hjá félaginu unnu að jafnaði 26 manns árið 1988, þar af tíu flug- menn og átta flugvirkjar, en FN annast allt viðhald sinna flugvéla auk viðhalds fyrir önnur flugfélög og ein- staklinga. ASKIÐUM i SKEMMTIE6 MER í Hlíðarfjalli er gott færi og nægur snjór 03 O) 03 "O 75 *g Q_ o KlCAiTAÞlfí MUNIÐ FLUGLEIÐATRIMMIÐ 27. MARS Leikfélag Akureyrar sýnir Opið alla daga '&ve* esi fau&dctcvi aCá *VOupí*tíu Fjöldi af góðum vélfryst dagana 23., 25.fyÉlifl veitinga- og skautasvell og 27. mars skemmtistöðum .iji.rn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.