Morgunblaðið - 21.03.1989, Side 37

Morgunblaðið - 21.03.1989, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1989 37 Finnboga Rúts Valdemars- sonar minnzt á Alþingi Guðrún Helgadóttir, forseti sameinaðs þings, flutti i gær eftirfarandi minningarorð um Finnboga Rút Valdemarsson, fyrrverandi alþingismann: „Finnbogi Rútur Valdemars- son, fyrrverandi alþingismaður; andaðist í sjúkrahúsi hér í Reykjavík í gærmorgun, sunnu- daginn 19. marz, á áttugasta og þriðja aldursári. Finnbogi Rútur Valdemarsson var fæddur 24. september 1906 í Fremri-Amardal í Eyrarhreppi í Norður-ísafjarðarsýslu. Foreldr- ar hans vom hjónin Valdemar bóndi þar Jónsson bónda og há- karlaformanns á Melum í Ames- hreppi Jónssonar og Elín Hanni- balsdóttir bónda í Tungu í Naut- eyrarhreppi Jóhannessonar. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1927, las lög við Háskóla Islands veturinn 1927-1928 og var jafnframt þing- skrifari, en fór síðan utan og nam alþjóðarétt í París, Genf, Berlín og Róm á ámnum 1928-1933. Þegar heim kom frá námi varð hann ritstjóri Alþýðublaðsins 1933-1938, var síðan fram- kvæmdastjóri bókaútgáfu Menn- ingar- og fræðslusambands al- þýðu 1938-1944. Hann gaf út ásamt öðmm vikublaðið Utsýn 1945-1946 og var ritstjóri þess. Arið 1940 fluttist hann úr Reykjavík að Marbakka við Foss- vog og átti þar heimili síðan. Hann átti sæti í hreppsnefnd Sel- tjamameshrepps 1946-1947, í hreppsnefnd hins nýja Kópavogs- hrepps og jafnframt oddviti henn- ar 1948-1955 og loks í bæjar- stjóm Kópavogskaupstaðar 1955-1962, bæjarstjóri 1955- 1957. Hann var landskjörinn al- þingismaður 1949-1959 og al- þingismaður Reykjaneskjördæmis 1959-1963, sat á 15 þingum alls. Bankastjóri Útvegsbanka Islands var hann 1957-1972. Finnbogi Rútur Valdemarsson átti sæti í skipulagsnefnd atvinnu- mála 1934, í útvarpsráði 1939- 1945, í stjóm byggingarsjóðs kaupstaða og kauptúna, síðar Byggingarsjóðs verkamanna, 1957-1970 og í landhelgisnefnd 1957-1974. Hann sat á allsheijar- þingi Sameinuðu þjóðanna 1956 og 1967 og á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1974. Finnbogi Rútur Valdemarsson varð ritstjóri Alþýðublaðsins þeg- ar hann kom heim frá námi. Hann kom með nýjar hugmyndir um ritstjóm blaða, blaðið breytti um svip, stækkaði og hann varð brautryðjandi nýrra hátta í blaða- útgáfu. Hann hvarf frá ritstjórn blaðsins á umbrotatímum í stjórn- málum og stóð næstu árin með öðmm að bókaútgáfu með nýju sniði, útgáfu ódýrra en vandaðra félagsbóka. Finnbogi Rútur nam þjóðarétt og alþjóðastjómmál fyrst í París, en lengst í Genf. Hann bjó alla ævi yfír miklum fróðleik og góðri yfírsýn um þessi mál. Þau vom meginviðfangsefni hans á Al- þingi, hann var allan þann tíma í utanríkismálanefnd og málflutn- ingur hans á Alþingi var að stærstum hluta um utanríkismál Islands og samskipti þess við önn- ur lönd. Hann var í landhelgis- nefnd og fjallaði þar um land- helgis- og fiskveiðilögsögumál á tímum stórra ákvarðana. Finnbogi Rútur stofnaði nýbýl- ið Marbakka við Fossvog, skammt utan Reykjavíkur, árið 1940. Byggð á þeim slóðum jókst ört og breyttist í þéttbýli á fáum ámm, varð sérstakt sveitarfélag og síðar kaupstaður. Stofnað var Framfarafélag Kópavogs og unn- ið að hagsmunum byggðarinnar undir merkjum þess. Finnbogi Rútur stóð þar lengi fremstur í flokki, átti sem slíkur og sem oddviti og bæjarstjóri fmmkvæði að skipulagi byggðarinnar þar og nauðsynlegum framkvæmdum. Hann stóð fyrir því á Alþingi að Kópavogur hlyti kaupstaðarrétt- indi. í þakkarskyni fyrir mikil og árangursrík störf vom þau hjónin Finnbogi Rútur Valdemarsson og Hulda Jakobsdóttir, sem tók við bæjarstjórastarfi af honum 1957 og fram til 1962, kjörin fýrstu heiðursborgarar Kópavogskaup- staðar 8. október 1976. Þar unnu þau brautryðjandastarf sem lengi mun minnst. „Ég vil biðja háttvirta alþingis- menn að minnast Finnboga Rúts Valdemarssonar með því að rísa úr sætum." Vinnuvernd í verzlun: Vinnuvika getur farið upp í 70 til 80 klukkustundir Guðmundur H. Garðarsson (S/Rvk) mælti í gær fyrir tillögu til þingsályktunar um vinnuvernd í verzlun, sem hann flytur ásamt Daníríði Skarphéðinsdóttur (Kvl/Vl), Halldóri Blöndal (S/Ne) og Kristínu Einarsdóttur (Kvl/Rvk). Tillagan felur ríkisstjórninni, verði hún samþykkt, að hefja undirbúning að setningu laga um vinnuvernd i verzlun. Það kom fram i máli þingmanns- ins að vinnuálag á verzlunarfólki hefur aukizt gífurlega á síðustu ámm. Opnunartími verzlana hefur lengst og í stórmörkuðum getur vinnuvika farið í 70 til 80 klukku- stundir. Þrátt fyrir ítarlegar viðræður samningsaðila í verzlun hefur enn ekki tekizt, sagði Guðmundur, að ná viðunandi samkomutagi um til- högun vinnutíma. Þess vegna er ekki óeðlilegt að Alþingi komi til sögunnar og tryggi verzlunarfóiki ákveðna vinnuvernd. Þingmaðurinn lagði áherzlu á það að með þessari tillögu væri ekki stefnt að því að þrengja hag verzlunarfyrirtækja, heldur að tryggja verzlunarfólki eðlilega vinnuvemd. Auk Guðmundar mæltu Danfríð- ur Skarphéðinsdóttir (Kvl/Vl) og Hreggviður Jónsson (B/Rn) með samþykkt tillögunnar. Aðrir tóku ekki til máls. Tillögunni var vísað til félagsmálanefndar sameinaðs þings. AIMflCI Stuttar þingfréttir Sameining Landsvirkj- unar og RARIK? Ríkið hætti vínveitingum í gær var mælt fyrir nokkrum tillögum til þingsályktunar í sam- einuðu þingi : 1) um sameiningu Landsvirkjunar og Rafmagns- veitna ríkisins og jöfiiun raf- orkuverðs, 2) um afiiám vínveit- inga á vegum ríkisins, -3) um dagvistun fatlaðra barna, 4) um menningarráðgjafa í landshlut- um. JÖFNUN RAFORKUVERÐS Jón Helgason (F/Sl) mælti í gær fyrir tillögu til þingsályktunar, sem felur ríkisstjóminni, ef samþykkt verður, að vinna að sameiningu Landsvirkjunar og Rafmagnsveitna ríkisins, sem og að koma á jöfnun smásöluverðs á raforku í landinu. Birgir ísl. Gunnarsson (S/Rvk) benti m.a. á að Landsvirkjun seldi raforku í heildsölu samkvæmt sömu gjaldskrá á öllum sölustöðum, 21 talsins. Flutningskostnaður ork- unnar til notenda væri hinsvegar mjög mismikill. RARIK fram- kvæmdi og vissa verðjöfnun með því að leggja sama prósentuálag á verð Landsvirkjunnar, óháð vega- lengd og þar með raunverulegum flutningskostnaði. Ríkið hefði og árið 1988 veitt RARIK 80 m.kr. beinan styrk til rafvæðingar í stijál- býli. Þá greiði rikið raforku til hús- hitununar vemlega niður. RARIK og Orkubú Vestfjarða hafi fengið 58 m.kr. afslátt á orkuverði 1988. Ríkissjóður hafi og yfírtekið lán af RARIK eftir að sérstakt verðjöfn- unargjald var lagt niður. Beint framlag ríkissjóðs til RARIK 1986 nam af þessum sökum rúmum 2000 m.kr. Nokkrar umræður urðu um mál- ið. EKKERT ÁFENGIHJÁ ÞVÍ OPINBERA Jón Helgason (F/Sl) mælti og fyrir tillögu til þingsályktunar, þess efnis, að dregið skuli úr vínveiting- um með það að markmiði að þær verði afnumdar að liðnum þremur árum. Þingmaðurinn sagði að áfengis- mál væru alvarlegasta heilbrigðis- vandamál þjóðarinnar. Alþjóðaheil- brigðisstoftiunin hafi sett sér það mark að draga úr áfengisnotkun, sem næmi fjórðungi núverandi neyzlu, fyrir árið 2000. Alþingi gæti lagt sitt af mörkum í þessu efni með því að samþykkja tillögu af þessu tagi, en hefðir í opinberum veizlum hefðu mikið fordæmisgildi. Enginn annar þingmaður tók til máls í umræðunni. Tillögunni var vísað til allsheijamefndar. DAGVISTUN FATL- AÐRABARNA Valgerður Sverrisdóttir (F/Ne) mælti fýrir tillögu sem hún flytur ásamt þingmönnum úr öllum þing- flokkum þess efnis, að gerð verði „könnun á þörfum fatlaðra bama fyrir dagvistun og hvaða úrræði og úrbóta er þörf í þeim málaflokki. Sérstaklega skal að því hugað hver eigi að bera ábyrgð á og kosta uppbyggingu þjónustunnar og rekstur hennar". MENNINGAR- RÁÐGJAFAR Valgerður Sverrisdóttir (F/Ne) mælti og fyrir tillögu, sem hún flyt- ur ásamt þingmönnum úr öllum flokkum þess efnis, að kjörinn verði nefnd fulltrúa úr öllum þingflokkum til að undirbúa og koma á fót starfí menningarfulltrúa í öllum lands- hlutum. Fjárveitinganeftid óánægð: Osamræmi í upplýsingnm ráð herra um aukafl árveitingar Gögnin ógreinileg og villandi, segir Pálmi Jónsson Fjárveitinganefiid hefiir gert athugasemd við þær upplýsingar sem henni hafa borist frá Qár- málaráðuneytinu um aukafíár- veitingar á síðasta ári. Telur nefiidin að tölur þær sem gefiiar hafa verið upp stangist hvor á aðra og því óskað eftir að fá skýrslu um aukafjárveitingarnar sem sett yrði upp með eðlilegum hætti. Ólafur Þ. Þórðarson, sem sæti á í nefiidinni, hefur opin- berlega skýrt frá því að hann telji að aukafjárveitingar séu stjórnar- skrárbrot. Hefur það verið rætt innan nefiidarinnar að biðja Laga- stofnun Háskóla íslands um að úrskurða í þvf máli en engin ákvörðun verið tekin enn þá. Pálmi Jónsson, sem sæti á í fjár- veitinganefnd, sagði við Morgun- blaðið, að fjárveitingarnefnd hefði 8. febrúar sl. fengið afhent minnis- blað um aukafjárveitngar frá 1. sept- ember til 31. desember á síðasta ári, þ.e. frá því Ólafur Ragnar Grímsson tók við fjármálaráðherra- embættinu. Samkvæmt þessum lista hefðu aukafjárveitingar á tímabilinu verið 1450 m.kr. en með íjárlaga- frumvarpinu var listi yfír aukaijár- veitingar Jóns Baldvins Hannibals- sonar sem Ijármálaráðherra fram að 1. september og voru þær sagðar 511 m.kr. Þessi listi væri einnig tek- in saman í minnisblaði frá 6. febrúar sl. og er þá upphæðin sögð 595 m.kr. í fréttatilkynningu sem Qármálaráð- herra sendi til fjölmiðla 2. febrúar segir loks að aukafjárveitingar á árinu hafí verið samtals 2.680 m.kr. Pálmi sagði að nú lægi það fýrir að útgjöld ríkissjóðs árið 1988 hefðu verið 8 milljörðum og 56 milljónum króna hærri en fjárlög gerðu ráð fyrir þó að hluta þessara umfram- greiðslna mætti rekja til verðlags- breytinga og launahækkana. Það væri þó eðlilegt, að hans mati, að gerð yrði grein fyrir þeim, til fjárveit- ingamefndar, engu að síður. Þau gögn sem hefðú verið sett fram væru ógreinileg og villandi og sömu sögu væri að segja um greinargerð fjármálaráðherra um afkomu ríkis- sjóð 1988 sem hann hefði kynnt fjöl- miðlum. Þar segði réttilega að halli á ríkissjóði hefði verið 7,2 milljarðar en þær skýringar verið gefnar að heildarútgjöld ríkissjóðs hefðu farið rúmlega 4 milljarða fram úr fjárlög- um á meðan tekjur hefðu verið 3 milljörðum lægri en gert var ráð fyr- ir. „Þetta er rangt,“ sagði Pálmi. „Tekjur ríkissjóðs á síðasta ári voru rúmlega 800 m.kr. hærri en fjárlög gerðu ráð fyrir en hins vegar lægri en ráðherrann vonaðist eftir.“ Gjöld- in hefðu hins vegar verið meira en 8 milljörðum meiri en gert hefði ver- ið ráð fyrir í fjárlögum. Það væri meira en lítið vafasöm skýring á halla ríkissjóðs að um tekjubrest hefði verið að ræða þótt veltuskattar hefðu eitthvað dregist saman. Á síðasta ári voru telq'ur ríkisins 25,4% af landsframleiðslu sem er sambærilegt hlutfall og verið hefði allan áratuginn og nærri 2% hærra en árið 1987. Þetta sýndi að tekjur ríkisins hefðu a.m.k. verið sambærilegt hlutfall af þessari hag- stærð og verið hefði undanfarin ár. „Á hinn bóginn urðu útgjöld ríkis- sjóðs 28,2% af landsframleiðslu sem er mun meira en nokkurt annað ár á þessum áratug og 3,3% hærra en árið á undan. Halli ríkissjóðs á síðasta ári stafar því fyrst og fremst af því að útgjöldin fóru úr böndun- um. Á sama tíma voru tekjur ríkis- sjóðs með svipuðum hætti og oft áður.“ Pálmi sagði að rétt væri þó að geta þess, að landsframleiðsla hefði dregist saman um 3% eða úr 118 í 115 miðað við 100 árið 1980. Þessi samdráttur væri ekki það mik- ill að hann dygði til að hagga þessum samanburði að marki. „Umsögn og greinargerðir fjármálaráðherra um þessi mál hafa verið villandi og að því er varðar aukafjárveitingarnar götóttar," sagði Pálmi. Ólafur Þ. Þórðarson, sem einnig á sæti í fjárveitinganefnd, telur að aukafj árveitingar standist ekki gagnvart stjómarskránni. „Ég og Geir H. Haarde höfum flutt frum- varp um takmörk á möguleika fjár- málaráðherra til að veita aukafjár- veitingar úr ríkissjóði," sagði Pálmi er hann var spurður álits á þessu „Ég tel að það sé mjög nauðsynlegt að kveða skýrt á um hvemig á þessum málum megi halda. Oft hafa aukafl- árveitingar farið úr böndunum og verið óeðlilegar. Fmmvarpið þýðir hins vegar að við lítum ekki á þær sem stjómarskrárbrot, enda langvar- andir hefð fyrir því, að aukafjárveit- ingar séu veittar og heimildar leitað á Alþingi eftir á. Eg hef hins vegar ekkert nema gott um það að segja að leitað sé álits Lagastofnunar Há- skóla íslands á stjómarskrárákvæð- um og öðmm sem um þetta gilda.“ Samkvæmt minnisblaðinu frá 8. febrúar em stærstu málaflokkamir sem hlutu aukaflárveitingar, eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, tók við embætti, niðurgreiðslur (350 m.kr.), útflutningsbætúr (327 m.kr.), og hallarekstur sjúkrahúsa (171 m.kr.). Ástæður sem tilgreindar em fyrir aukafjárveitingunum em m.a. ófyrir- séð útgjöld ársins (758,96 m.kr.) og ríkisstjómarákvarðanir (566,97 m.kr.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.