Morgunblaðið - 15.04.1989, Side 4

Morgunblaðið - 15.04.1989, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1989 Skagaströnd: Tveir brunar á þrem- ur árum hjá Marki hf. Skagaströnd. Tugmilljóna tjón var í plastverksmiðju Marks hf. aðfaranótt föstudagsins 14. apríl. Brunnu þar til kaldra kola mót, plastbátar á ýmsum byggingarstigum, lager, tæki og áhöld, auk verksmiðju- hússins sjálfs. Það var um klukkan 3.30 um nóttina sem slökkvilið Skaga- strandar var kallað út að verk- smiðjuhúsinu. Mikill eldur var í húsinu þegar slökkviliðið kom á staðinn og skömmu eftir að slökkvistarf hófst féll vestasti hluti hússins. Um tíma var nærliggjandi hús í hættu en slökkviliðinu tókst að veija það. Slökkvistarfið tók um tvo og hálfan klukkutíma en að því loknu var nánast allt brunnið í húsinu sem brunnið gat. í húsinu var einn 15 tonna bátur í smíðum og var búið að steypa hann að mestu leyti. Einn- ig var í húsinu annar bátur ca. 10 tonn sem var verið að vinna við. Þriðji báturinn stóð upp við vegg hússins utanverðan og brann hann það mikið að hann er ónýt- ur. Þá brann megnið af bókhalds- gögnum fyrirtækisins ásamt lag- ervélum, tækjum og verðmætum plastmótum. Þetta er í annað sinn sem stór- bruni verður hjá Marki hf. því ekki eru liðin full 3 ár síðan plast- verksmiðjan brann til grunna. Þá var fyrirtækið í leiguhúsnæði og var annar aðaleigandinn hætt kominn er hann lokaðist inni í eldinum og komst ekki út fyrr en sprenging inn í verksmiðjunni kastaði honum út um gluggann. Síðan hafði fyrirtækið byggt yfír starfsemi sína 480 fm stálgrinda- hús og verið rekið þar af krafti. Eðvarð Ingvason annar aðal- eigandi Marks hf. sagði að það væri hörmulegt að kóma að fyrir- tækinu í rúst í annað sinn á þrem- ur árum, sagði hann allt óljóst með framtíð fyritækisins og væru menn enn að reyna að átta sig á aðstæðum. Hann sagði að þegar menn hefðu hætt vinnu klukkan fímm á fimmtudag, hefði allt verið í stakasta lagi í verksmiðjunni og kunni hann engar skýringar á eldsupptökum. - Ó.B. Allt brann, sem brunnið gat og töluverð hætta var á spreningum vegna gashylkja, sem í húsinu voru. Hagnaður Landsvirkjunar á síðasta ári 186 milljónir Eigið fé 17 milljarðar HAGNAÐUR af rekstri Lands- virkjunar var 186 milljónir króna á síðasta ári, og er það fímmta árið í röð, sem rekstur fyrirtæk- isins er jákvæður. Eigið fé fyrir- tækisins nam um 17 miiyörðum króna um áramótin. Það eru 36,4% af heildareign fyrirtækis- ins, sem er um 46 milýarðar, og er meira en hjá nokkru öðru fyrirtæki eða stofhun hér á Iandi. Þetta kom meðal annars fram í skýrslu Halldórs Jónatanssonar, forstjóra Landsvirkjunar, á árs- fundi fyrirtækisins í Viðey í gær. Raforkuverð Landsvirlqunar til almenningsveitna lækkaði enn á árinu 1988; um 1,2%. Að sögn Halldórs Jónatanssonar hefur verð- ið þá lækkað alls um 32% að raun- gildi miðað við byggingarvistölu frá árinu 1984. Verð til Aburðarverk- smiðju ríkisins lækkaði einnig um 10,9%, en hækkaði um 24,6% til ísal og um 8,9% til Járnblendifé- lagsins. Landsvirkjun greiddi 838 milljón- ir króna í afborganir af langtíma- lánum á síðasta ári. Nýjar lántökur vegna framkvæmda voru hins vegar 573 milljónir króna, og lækkuðu skuldimar því um 265 milljónir. Hlutur Landsvirkjunar í heildar- skuld þjóðarinnar erlendis hefur Iækkað úr um 30% árið 1983 í 20% um síðustu áramót. Vegna hinnar hagstæðu rekstrarafkomu verður eigendum Landsvirlq'unar greiddur um 4% arður. Þar af fær ríkið 26,2 milljónir, Reykjavíkurborg 23,3 milljónir og Akureyrarbær 2,8 millj- ónir. Jóhannes Nordal, stjómarform- aður Landsvirlqunar, sagði í ræðu sinni að hann hefði miklar efasemd- ir um tillögu, sem lögð hefði verið fram á Alþingi, um að Rafmagn- sveitur ríkisins sameinuðust Lands- virkjun. „Landsvirkjun er æði stórt fyrirtæki á íslenzkan mælikvarða þegar í dag, og tæpast hollt að stefna í átt til enn meiri samþjöpp- unar í þessum efnum en þegar er fyrir hendi," sagði Jóhannes. „Þar að auki tel ég æskilegast, að skipu- lag aforkudreifingar sé með svipuð- um hætti alls staðar á landinu og frekar sé stefnt að aukinni aðild sveitarfélaga á hveijum stað að þeirri starfsemi en aukinni miðstýr- ingu. Út frá þessu sjónarmiði virð- ist það vænlegri kostur að stefna að sameiningu dreifíveitna í ein- stökum landshlutum með eignarað- ild ríkis og sveitarfélaga, eins og þegar hefur átt sér stað á Vest- fjörðum og Suðumesjum." Jóhannes sagði að ef ekki yrði stefnt að frekari sameiningu raf- veitna en orðið væri, kæmi annað hvort tii greina að Landsvirkjun keypti eða leigði flutningslínur og aðveitumannvirki af RARIK , eða að dreifíveitumar yfírtækju sjálfar þessi mannvirki og kæmust þannig í beint samband við Landsvirkjunar- kerfíð. Hann sagði að Iðnaðarráðu- neytið hefði fyrir nokkmm dögum óskað viðræðna við Landsvirkjun um þessi mál. Jón Sigurðsson iðnað- arráðherra fagnaði afstöðu Jóhann- esar, er hann ávarpaði fundinn. Hagsmunum best borgið með leigu -segir búsljóri um gjaldþrot Sigló BÚSTJÓRI þrotabús Sigló á Sigl- ufírði, Guðmundur Kristjánsson hdl, segir að hagsmunum þrota- búsins hafi best verið borgið með því að leigja Siglunesi hf rekstur- inn. Leigusamningurinn sé búinu hagstæður og tryggingar séu metnar fullnægjanndi. Samning- urinn gildir til 6. nóvember og segir Guðmundur að á skipta- fíindi verði efíii hans gert opin- bert en þangað til sé um trúnaðar- mál leigjenda og þrotabúsins að ræða, bæði hvað varðar leiguverð og tryggingar. Jón Guðlaugur Magnússon hlut- hafí í Siglunesi og fyrrum formaður Sigló segir að þar sem um leigu- samning sé að ræða sé ekkert því til fyrirstöðu að aðrir kaupi verk- smiðjuna á samningstímanum eða að honum liðnum. Hins vegar sé ólíklegj, að nokkrum öðrum aðilum hefði verið mögulegt að koma verk- smiðjunni í rekstur svo fljótt. Jón Guðlaugur segir skýringuna á því þá, að hluthafar Sigló hafí verið í persónulegum ábyrgðum gagnvart dönsku kaupleigufyrirtæki sem eigi framleiðslutæki verksmiðjunnar. Þeir hafí persónulegan samning við danska fyrirtækið sem heimili þeim afnot af tækjunum og ekki hefði veirð fallist á framsal þess réttar til annarra nema á móti kæmi yfírtaka þeirra ábyrgða. Hann sagði að þegar væri heimilt að auka hlutafé úr 2 milljónum í þijátíu og með samþykkt stjómar sé hægt að auka hlutafé enn frekar. Hann segir að ekki hafí ver- ið talið rétt að leggja of mikið í hlut- afé fyrr en ljóst yrði hvort fyrirtæk- ið fengist leigt. Hann sagði hugsan- legt að stefnt yrði að kaupum á verksmiðjunni. Aðspurður sagði Jón Guðlaugur Magnússon að leigu- samningurinn væri trúnaðarmál að ósk bæjarfógeta en frá sinni hendi væri ekkert því til fyrirstöðu að gera efni hans opinbert. Jón Guðlaugur segir að hluthaf- amir muni tapa stórfé á gjaldþroti Sigló. „Hveijir tapa á gjaldþrotum? Kröfuhafar, eigendur og starfs- menn,“ sagði hann. Ibúar Garðabæjar taldir verða um 8.600 árið 2005 Landnýtingarkort borið í hús á næstunni REIKNAÐ er með, að 1300 íbúð- ir verði byggðar í Garðabæ fram til ársins 2005 eða að jafnaði 65 íbúðir á ári. Kom þetta fram á fréttamannafundi í gær, þar sem Verkfa.il BHMR: Engin áhrif á útflutn- ing’lagmetis VERKFALL BHMR hefur ekki áhrif á útflutning lagmetis frá landinu. Verksmiðjur tengdar Sölustofnun lagmetis hafa til skamms tíma leitað til Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins til að fá metin gæði afíirða sinna. Nú hefur SL komið á fót eigin tæknideild og annast hún gæðaúttekt á afurð- unum í stað RF. Theodór S. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Sölustofnunar lagmet- is, sagði í samtali við Morgunblaðið, að SL hefði stofnað eigin tæknideild árið 1987 og hefði hún smám saman verið að taka yfír útgáfu gæðavott- orða vegna útflntnings'íiite^ríiétit * 14tfeá>æja*tóaíiðins tfræðáBtnáh i i atnrt i mai i sét3ttaíU landnýtingar- Ingimundur Sigurpálsson, bæjar- sljóri og Arni Ólafiir Lárusson, formaður skipulagsnefíidar gerðu grein fyrir aðalskipulagi bæjarins. Stefíit er að því, að halda sömu einkennum á nýrri byggð í bænum og þeirri, sem fyrir er, þannig að mestur hluti fyrirhugaðra íbúða verður í ein- býlis- og raðhúsum, enda þótt einnig sé gert ráð fyrir Qölbýlis- húsum. Á sviði atvinnumála er stefnt að því, að álíka mörg störf verði í Garðabæ og íbúafjöldi bæjarins krefst. Verður þannig þörf á nýjum störfum fyrir 3000 manns til loka skipulagstímabilsins. Atvinnusvæði verða víða um bæinn og má þar helzt nefna iðnaðarsvæði við Amar- vog og á vestanverðu Hraunsholti, iðnaðar og þjónustuhverfí í Moldu- hrauni við Reykjanesbraut og fyrir- hugaðan Alftanesveg og síðast en ekki sízt miðbæjarsvæði Garðabæj- ar við Vífilstaðaveg, þar sem gert er ráð fyrir margvíslegum verzlun- ar- og þjónustufyrirtækjum og stofnunum. Auk fyrrgreindra þátta tekur aðalskipulagið til og markar stefnu í ýmsum málaflokkum, sem snerta Morgunblaðið/Júlíus Aðalskipulagið var kynnt á ftindi með fréttamönnum í gær. Til vinstri á myndinni eru höfundar skipulagsins, Einar Ingimarsson og Pálmar Olason, arkitektar og skipulagsfræðingar, en til hægri eru Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri í Garðabæ og Arni Olafíir Lárusson, formaður skipulagsnefndar. félags-, menningar- og heilbrigðis- mál, samgöngur, umhverfi, útivist og opinbera þjónustu. Við gerð að- alskipulagsins er stuðst við íbúaspá Jóns Erlings Þorlákssonar trygg- ingafræðings og er þar gert ráð fyrir, að íbúar Garðabæjar verði um 8600 árið 2005. Aðalskipulagið, sem nær yfír 20 ára tímabil, verður kynnt bæjarbú- korti, sem borið verður í hvert hús í bænum á næstunni. Skipulagið var samþykkt í bæjarstjóm Garða- bæjar 12. marz 1987 og síðan sam- þykkt í skipulagsstjóm ríkisins og staðfest af félagsmálaráðherra 12. maí 1987. Það er fyrsta staðfesta aðalskipulag Garðabæjar, en höf- undar þess em arkitektamir og skipulagsfræðingarnir, Pálmar Óla- son, Gestur Olafsson og Einar Ingi- marsson___________________________

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.