Morgunblaðið - 15.04.1989, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ 'LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1989
GRAFIK OG
TEIKNINGAR
Myndlist
BragiÁsgeirsson
Listakonan Sigrid Valtingojer
hefur víða gert garðinn frægan á
undanförnum árum með hinum
tæknilega hámákvæmu grafík-
verkum sínum.
Efnivið sinn sækir hún í margs
konar fjalla- og landslagsform,
sem hún umbreytir á mjög fijáls-
legan hátt, þannig að útkoman
sýnist á stundum líkust hálf-
óhlutlægum kynjamyndum.
Á þeim tæplega tíu ámm, sem
liðin em, síðan Sigrid lauk námi
úr grafíkdeild MHÍ, hefur hún
haldið fimm einkasýningar ogtek-
ið þátt í fjölda samsýninga heima
og erlendis og m.a. hlotið þrenn
verðlaun á alþjóðlegum sýningum.
Þá hefur hún og selt verk sín til
fjölda safna víða um heim. Það
hafa þannig fáir ef nokkrir gert
það betur á vettvanginum þennan
áratug en þessi þýskfædda kona,
sem fluttist hingað með manni
sínum árið 1961, þá útlærður
auglýsingateiknari frá skóla í
Frankfurt am Main.
Það er og vissulega alþjóðlegur
menningarblær yfir sýningu
hennar á grafík og teikningum í
Gallerí Borg þessa dagana, og
fram til 18. apríl. Listræn fágunin
skín úr myndverkunum í allri sinni
hnitmiðuðu og á stundum fjar-
rænu einfeldni, sem einmitt er
kjaminn í áhrifamætti þeirra.
Grafíkmyndimar em allar nema
ein frá þessu ári, sem sýnir dugn-
að listakonunnar í ljósi hinna hnit-
miðuðu vinnubragða. Og hér er
hún á heimavelli, því að þær bera
flestar af öðm á sýningunni og
þá einkum myndimar „Kínverskt
ljóð“ (3) og myndaröðin „Lands-
lag“, sem í em þijár myndir.
Hér koma fram nokkrar breyt-
ingar frá hinum ofurnákvæmu
myndum ársins 1986, sem hún
hlaut svo margar viðurkenningar
fyrir erlendis, en höfðu í sjálfu
sér sterkt yfirbragð sérstakrar
japanskrar tækni, sem hún hafði
þá nýlega numið.
Það virðist þannig sem lista-
konan sé að þreifa fyrir sér á
nærtækari vettvangi, sem er mjög
virðingarvert, en óneitanlega
verða vinnubrögð hennar þá ekki
eins markviss svona á heildina lit-
ið. En það er einmitt fylgifiskur
allra breytinga og uppstokkunar,
og svo sem bestu myndimar á
sýningunni bera með sér, þá mun
Sigrid Valtingojer vissulega upp-
skera á þessum vettvangi, svo sem
til var sáð jafn fœr listakona og
hún er.
Sigrid Valtingojer
Teikningamar og pastelmynd-
irnar em án vafa þýðingarmikill
liður í þessum myndrænu rann-
sóknum og dijúg afslöppun frá
hinum yfírveguðu og hnitmiðuðu
vinnubrögðum í grafíkinni og
sýna nýja hlið á listakonunni. I
stuttu máli hámenningarleg sýn-
ing.
Pentskúfur arkitektsins
Björn H. Jóhannesson við verk sitt „Páskar“ á sýningu í Ásmund-
arsal.
í húsakynnum Arkitektafélags-
ins, sem em Ásmundarsalur við
Freyjugötu og Mímisveg, sýnir
um þessar mundir arkitektinn
Björn H. Jóhannsson olíumál-
verk og vatnslitamyndir.
Það er varla saga til næsta
bæjar, að arkitekt fáist við mynd-
list, jafn skyldar og þessar list-
greinar teljast og mætti nefna hér
mörg heimskunn nöfn langt aftur
í aldir.
En það telst algengara, að
myndlistarmaður söðli yfir í húsa-
gerðarlist, en að arkitekt taki upp
á því að gera myndlistina að
starfsvettvangi sínum, og þá er
iðulega um hjáverk og afþreyingu
að ræða. Lífsfyllingu og afslöpp-
un.
í ljósi sögunnar virðist sem
form- og sjónræn grunnmenntun
myndlistarmannsins sé uppmna-
legri ogjarðtengdari en arkitekts-
ins, og að þeir eigi þar með auð-
veldara að söðla yfir í húsagerðar-
listina. Myndlistarmaðurinn er
stöðugt að fást við form og á mun
fijálsari og óháðari hátt en arki-
tektinn, og liggur þar sennilega
hundurinn grafinn. Lítið sem ekk-
ert telst ég þekkja til arkitektsins
Bjöms H. Jóhannssonar og raunar
enn minna til málarans. Þó veit
ég nú, að hann hlaut ásamt öðmm
fyrstu verðlaun í skipulagssam-
keppni Mosfellsbæjar.
En allt skipulag virðist Bjöm
láta lönd og leið, þá er hann
mundar pentskúfínn, og gæti það
einmitt bent til þess, að hann leit-
ar burt frá ströngum formum
húsagerðarlistarinnar til nautnar-
innar við fijálsa sköpun og bein
hughrif frá náttúmnni.
Það virðist og einmitt vera á
hughrifunum einum, sem Bjöm
fleytir sér í þessari viðleitni sinni
til beinnar sköpunar í litum og
formum, sálarástand frá ferðalög-
um og minningum um þau.
En eitthvað er þetta allt laust
í reipunum ennþá, þótt víða bregði
fyrir tilfmningu í lit, svo sem
kenna má í fyrstu og síðustu
mynd á skrá, sem báðar em í
vatnslit. Dettur mér og ósjálfrátt
í hug, að hér hefði mátt virkja
skipulagsgáfuna betur. Ákveðið
skipulag er jafnvel í vinnubrögð-
um villtustu slettumálara, svo sem
myndir þeirra bera með sér ásamt
auðsæjum átökum við efniviðinn.
Það er þetta sem ég hygg, að
Bjöm þyrfti að rannsaka nánar.
Harðir vefir
Myndllst
Bragi Ásgeirsson
í listhúsinu Nýhöfn við Hafnar-
stræti heldur um þessar mundir
ung listakona, Ingibjörg Jóns-
dóttir að nafni, sína fyrstu einka-
sýningu. Hún sýnir þar tólf lág-
myndir, sem maður hneigist til að
álíta skúlptúra og veflist í bland
svo og níu teikningar.
Ingibjörg mun fyrst og fremst
líta á sig sem vefara og vissulega
em myndir hennar ekki ósvipaðar
ýmsu því, sem getur að líta á Nor-
rænum veflistatvíæringum til að
mynda.
Hún útskrifaðist úr veflistadeild
MHÍ árið 1980, en í millitíðinni
stundaði hún einnig nám í hefð-
bundnum skúlptúr og vefnaði við
þjóðlistaskólann í Mexíkó,— verður
að telja það all óvenjulegan náms-
feril, en auk þessa stundað; hún
framhaldsnám í vefnaði í skólanum
fyrir brúkslist í Kaupmannahöfn í
eitt ár (1983—4).
Það er þannig næsta víða sem
dugmiklar ungar listaspímr leita
fanga, er svo er komið.
Verk Ingibjargar bera í senn
svip af traustu námi hennar svo
og áhrifum frá ýmsu í samtímalist,
sem er auðvitað eins og vera ber.
Uppistaðan í verkum hennar em
steinplötur, grágrýti, blágrýti, lín
og hrosshár, svo að ef nefna á
þetta veflist, verður að segjast, að
listakonan hefur á köflum allhart
á milli handanna.
En kannski er það nú ekki aðal-
atriðið, heldur sú nýjung sem hér
kemur fram í efnis- og formhugs-
un, og þó helst að þetta em á stund-
um bráðfalleg og svipmikil mynd-
verk, sem myndu sóma sér vel í
réttu umhverfí. Einkum vísa ég hér
til hinna einfaldari samsetninga svo
sem nr. 3 „Næturljóð", nr. 7
„Teikn", sem er lítil en snjöll, svo
og „Bergmál" (9), „Fljótið" (10)
og „Draumsteinn" (12).
Allar þessar myndir virka sem
hreinar og beinar lágmyndir í ein-
faldleika sínum og hreinleika og
staðfesta næma kennd fyrir skúlpt-
úr og sammna ólíkra efnisþátta.
Og jafn stutt og er í skúlptúr í
þessum myndum kæmi mér ekki á
óvart að sjá hreinan og kláran
skúlptúr frá hendi listakonunnar
fyrr en varir. Kjaminn í þessum
myndverkum er í öllu falli mótunar-
list af hárri gráðu. Ekkert ætti og
að vera til fyrirstöðu að rækta
hreinan skúlptúr og vef í sínu uppr-
unalegasta formi á sama hátt og
ýmsir hafa bæði málað og ofíð.
í heild er þetta falleg sýning,
er fer vel í mig og býr yfir krafti
og vaxtarmagni.
Æ> Arnarflui hf.:
Hlutafjársala
Á aðalfundi Amarflugs hf. í dag, var stjórn félagsins
heimilað að hækka hlutafé félagsins um allt að 315
millj. kr. með áskrift nýrra hluta. Hlutafjáraukningin
má fara fram í áföngum samkvæmt nánari ákvörðun
stjórnarinnar.
Á fundi sínum í dag samþykkti stjórn Arnarflugs hf.
að hækka hlutaféð í félaginu um 155 millj. kr. á
nafnverði.
Hluthöfum í félaginu er hér með boðinn forkaupsrétt-
ur að hlutafé í félaginu, og gildir forkaupsréttarboð-
ið til 21. apríl nk.
Hluthafar og aðrir, sem óska að kaupa hlutafé í
félaginu, eru beðnir að gjöra svo vel að hafa sam-
band við Þórð Jónsson, skrifstofustjóra, í skrifstofu
félagsins í Lágmúla 7, Reykjavík, sími 29511.
Reykjavík, 12. apríl 1989.
Stjórn Arnarflugs hf.
uaiíiijj iiiiig
á floti hjá Snarfara við Elliðavog
laugardag frá kl. 14-17.
BENCO hf.,
SÍMI 985-23500.
Sjón er sögu ríkari