Morgunblaðið - 15.04.1989, Side 22

Morgunblaðið - 15.04.1989, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. APRIL 1989 Mat Þjóðhagsstofiiunar á áhrifum BSRB-samningsins: Launaútgjöld 450 millj- ónir umfram flárlögin Fiskvinnsla og veiðar með 10% halla í lok samningstímans verði almennar launabreytingar í samræmi við BSRB-samninginn I SVARI sem Þjóðhagsstofnun hefur látíð frá sér fara vegna fyrir- spurna Vinnuveitendasambandsins og Vinnumálasambands samvinnufé- laga um áhrif kjarasamninganna milli ríkis og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og Reykjavíkurborgar við starfsmannafélag þess kemur fram að stofnunin telur að launahækkunin frá upphaS tíl loka samn- ingstímans sé um 9,5% fyrir félaga BSRB og þýði 8,5% hækkim verði almennar launahækkanir hliðstæðar þeim samningi. í svari Þjóðhagsstofnunar við fyrstu áhrifa kjarasamninganna tek- spumingu vinnuveitenda um mat á hækkun launa í prósentum frá upp- hafí til loka samningstíma kemur einnig fram að ýmiss ákvæði séu í samningnum, svo sem um rýmkun á bamsburðarleyfum, veikindaforföll- um og um ráðningarform sem hún telur sig þó ekki hafa tök á að leggja mat á en telur ekki um verulegar fjárhæðir sé þar að tefla. í svari við spumingu um mat á útgjaldauka ríkisins vegna samning- anna ef hliðstæð hækkun gengur á öll launaútgjöld ríksins kemur fram að Þjóðhagsstofnun telur þau munu hækka um nálægt 450 milljónir um- fram flárlög fyrir 1989. Þjóðhagsstofnun er einnig beðin um mat á rekstrarafkomu sjávarút- vegs og hvemig launabreytingar á borð við þær sem BSRB-samningur- inn felur í sér geti komið fram í rekstrarafkomu fískvinnslunnar. í svari sínu segir Þjóðhagsstofnun að miðað við afkomuna án verðbóta á freðfísk og sérstakri endurgreiðslu uppsafnaðs söluskatts séu veiðamar reknar með 4,5% halla og vinnslan með 3,5% halla og sameiginlega séu því veiðar og vinnsla reknar með 5,5% halla. Miðað við 4% hækkun launa er áætlað að afkoma greinanna tveggja verði í júnímánuði eftir að ur að gæta þannig að þær verði rekn- ar með 7,5% halla. Miðað við 9,5% hækkun launa eða eins og áætlað er að BSRB-laun hækki til nóvember- loka, þá hefur afkoma veiða og vinnslu enn versnað á þann veg í lok samningstímans yrði hallinn um 10%. (Sjá töflu). Einnig er spurt hvað afurðaverð erlendis þurfi að hækka mikið til að jafnvægi náist í rekstri fiskvinnslu við framangreind skilyrði og óbreytt gengi krónunnar, svo og hversu mikla gengibreytingu þyrfti ef ekki kæmi til hækkanir á afurðaverði. Þjóð- hagsstofnun svarar því til að almenn hækkun markaðsverðs botnfísksaf- urða um 1% leiði til afkomubata um tæpt prósent í frystingu og um hálft prósent í söltun, sem stafi af því að hækkun salfiskverðs dragi úr greiðsh um verðbóta úr verðjöfnunarsjóði. I þessu felist því að 1% hækkun afurða- verðs leiði til þess að afkoma físk- vinnslu batni um 0,7% auk þess sem hægar gangi á eignir verðjöfnunar- sjóðs. Lækkun á gengi krónunnar um 1% leiðir hins vegar til þess að af- koma fiskvinnslunar batnar um tæpa þijá fjórðu úr prósenti og er þá reikn- að með hækkun erlendra aðfanga vegna gengislækkunarinnar. Hreinn hagnaður sem hiutfall af tekjum, m.v. 6% ávöxtun stofnfjár Grunndæmi Dæmi I I)æmi 2 Dæmi 3 1 g 1 Ánverðbóta Ánverðbóta Ánverðbóta áfreðfisk á freðfisk á freðfisk á freðfisk % % % % Veiðarogvinnsla •j-3 +Sé +7y* +10 Veiðar +4fi +4y2 +5y2 +7 Vinnsla +y2 -r3/2 +5 +7 Frystíng +2 +7 +8y2 + lff/; Söltun 2 iy2 + 1 Taflan sýnir mat Þjóðhagsstofnunar á áhrifum BSRB-samninganna á afkomu veiða og vinnslu gangi þeir yfir allan vinnumarkaðinn. Fremstí dálkur sýnir ástandið nú en sá næstí afkomuna eftir að verðbótum og endurgreiðslum uppsaihaðs söluskatts Iýkur. í dæmi 2 sést afkoman eftir að fram er komin 4% hækkun launa eftir að fyrstu áhrifa hjara- samninganna gætir í júnímánuði og 3 dæmið ástandið undir lok samn- ingstíman þegar launahækkunin er öll komin fram. Þórarinn V. Þórarinsson um niðurstöðuna: Kemur mér ekkert á óvart „ÞESSAR niðurstöður koma því miður ekki á óvart,“ segir Þórar- inn V. Þórarinsson framkvæmda- stjóri VSÍ. „í fyrsta lagi er það orðið bert að launasamningar Ásmundur Stefánsson: Geng’isfell- ing er ekki einalausnin „ÞAÐ LIGGUR fyrir nýleg úttekt Þjóðhagsstofiiunar á stöðu sjávar- útvegs. Þessi nýja skýrsla er í meginatriðum útfærsla á þeirri áætlun. Það er þessvegna fátt nýtt í henni og getur hún því tæp- lega komið mjög á óvart. Það hefiir áður verið staðfest að sjáv- arútvegurinn stendur frammi fyr- ir erfiðleikum en hins vegar er rétt að árétta að stórfelld gengis- felling er ekki eina lausnin," sagði Ásmundur Stefánsson forseti Al- þýðusambands Islands um skýrslu Þjóðhagsstofiiunar um samninga BSRB og rikisins. Ásmundur taldi að ekki væri ágreiningur á milli foiystu ASÍ og vinnuveitenda að kauphækkanir til ASÍ-fólks gætu ekki orðið minni en fólk innan BSRB fengi. „Ég held að það sé mjög nauðsynlegt að atvinnu- rekendur bregðist við á þann hátt að hefja samningaviðræður við okkur enda er ákveðinnar þreytu farið að gæta i okkar röðum.“ Bjóst Ásmund- ur við að samningaviðræður hæfust um eða strax eftir helgina. „Ef þær viðræður skila ekki fljótlega árangri þá hljóta okkar aðildarfélög að verða að búa sig undir að veita frekari þrýsting," sagði Ásmundur; ríkisins við BSRB eru ekki innan ramma fjárlaga eins og fjármála- ráðherra hefur stöðugt hamast á. Þar munar um hálfum milljarði króna. f annan stað Iiggur það fyrir samkvæmt þessum gögnum að ef þessar launahækkanir gengju yfir fiskvinnsluna þá mundu þær setja veiðar og vinnslu úr því sem er í reynd í dag fimm og hálft prósent tap, sem þó er niðurgreitt um eitthvað tvö og hálft, í tíu prósent halla.“ „Skilaboðin frá ríkisstjóminni sem marka efnahagsramann eru dulítið misvísandi þessa dagana. Annars vegar segir fjármálaráðherra að at- vinnurekendur hljóti að haga samn- ingum sínum við launafólk í sam- ræmi við sitt bú, sem þýðir í reynd það, að við ættum að ganga til verka- lýðsfélaganna og kalla eftir launa- lækkun. En hins vegar segir forsæt- isráðherrann á fundi í Kópavogi í gær, að augljóslega hljóti þessi launahækkun að verða að koma til framkvæmda á almennum vinnu- markaði," sagði Þórarinn. Morgunblaðið/Sverrir Einar G. Baldvinsson verður heiðursgestur á sýningu Listmálara- félagsins. Listmálarafélagið sýnir á Kjarvalsstöðum: Ekki alltaf hægt að hjakka í sama fari -segir Einar Baldvinsson, heiðursgestur sýningarinnar FIMMTÁN listmálarar af liðlega tuttugu í Listmálarafélaginu opna samsýningu i vestursal Kjarvalsstaða í dag klukkan 14.00. Listmálarafélagið var formlega stofnað árið 1982 og hefur það síðan sýnt reglulega. Þeir listmálarar, sem nú sýna, eru: Ágúst F. Petersen, Benedikt Gunnarsson, Björn Birnir, Bragi ÁsgeirS- son, Elias B. Halldórsson, Einar Hákonarson, Einar Þorláksson, Einar G. Baldvinsson, Hafsteinn Austmann, Hrólfur Sigurðsson, Jóhannes Geir, Jóhannes Jóhannesson, Karl Kvaran, Pétur Már Pétursson og Sigurður Sigurðsson. Heiðursgestur sýningarinnar er akademíunni í Kaupmannahöfn Einar G. Baldvinsson, sem verður 70 ára þann 8. desember nk. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Einar þegar hann var að koma myndunum sínum fyrir á veggjum Kjarvalsstaða nú í vik- unni. „Ég hef líklega fengið áhug- ann á málaralistinni 10 ára gam- all. Eldri bróðir minn var þá í iðn- skóla og var mjög flinkur í teikn- ingu. Eg fór þá að sækja mál- verkasýningar hjá ungum lista- mönnum, sem þá voru að stíga sín fýrstu skref á listabrautinni, svo sem Snorri Arinbjamar, Jó- hann Briem, Þorvaldur Skúlason og fleiri slíkir. Þessar sýningar höfðu geysilega mikil áhrif á mig og eitthvert undarlegt aðdráttar- afl.“ Eftir bamaskólanám fór Einar í héraðsskóla á Laugarvatni vetr- arlangt og síðan var hann fjögur ár í Iðnskólanum, sem þá var kvöldskóli. Með Iðnskólanum fór hann að stunda Handíða- og myndlistarskólann og lauk hann þar námi árið 1945 undir leiðsögn Þorvaldar Skúlasonar og Kurts Zier. Þá fékk Einar inni i Kunst- þar sem hann var frá 1946-50. Eftir heimkomuna kenndi Ein- ar teikningu við Kennaraskólann og Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. „Ég kom mér upp smá húsnæði inn í Laugamesi og fluttist þang- að árið 1950. Ég hef unnið ýmis- leg störf um ævina, var til dæmis við höfnina hjá Eimskip og fékkst síðan við almenna húsamálun. Maður varð jú að vinna fyrir sér í þá daga. Menn lifðu ekki aldeil- is af listinni einni saman. Ég var í Laugarnesinu til ársins 1969, en þá útvegaði ágætur maður mér risíbúð vestur í bæ og þar hef ég búið síðan og unað mér ágætlega. Þá gat ég fyrst farið að gera eitt- hvað að viti. Þá gat ég fyrst farið að mála í alvöru,“ sagði Einar. „Flestar myndanna eru eins- konar sjávarlífsmyndir enda hef ég haft gaman af svoleiðis mótív- um. Ég var í abstraktinni fyrir um 20 til 30 ámm og langar mik- ið til að fara út í hana aftur á meðan ég bý við sæmilega heilsu. Það er ekki alltaf hægt að hjakka í sama farinu," segir Einar. Skýrsla utanríkisráðherra: Æfingar 1000 manna varafiðs verða hér á landi í sumar - talið nauðsynlegt að hersveitin híjóti þjálfiin við íslenskar aðstæður í SKYRSLU um utanríkismál sem Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra Iagði fram á Alþingi í gær kemur fram, að í sumar, eft- ir 17. júní, er fyrirhuguð 1000 manna æfing varaliðs bandaríska landhersins á íslandi. Til viðbótar verða hér um 200-300 manns úr landher, flugher og flota vegna annarra þátta æfingarinnar og tíl að fylgjast með henni. Notuð verða um 45 ökutæki á hjólum (ekki beltum), þar á meðal fimm tonna flutningabílar og nýjasta gerð af heijeppum. Æfingarnar fara fram á vamarsvæðum. „Eg tel nauðsyn- legt, að hersveitin hljóti þjálfun við íslenskar aðstæður," segir ráð- herrann í skýrslu sinni. Utanríkisráðherra segir, að í ljósi þeirra umræðna, sem orðið hafí á Alþingi um æfíngar varaliðs banda- ríska landhersins hér á landi, telji hann ástæðu til að gera ítarlega grein fyrir æfíngunum. Fyrir tæp- um tveimur vikum kom til harðra deilna á Alþingi vegna þessa máls og lýsti Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, sig andvígan- æfíngunum ásamt með stuðningsmönnum ríkisstjórn- arinnar í Alþýðubandalaginu. Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra komst þannig að orði, að hann liti á æfíngarnar sem 1 „tímaskekkju“. í skýrslu utanríkisráðherra segir meðal annars um þetta mál: „Fyrirhugað er að halda „North- ern Viking“ æfinguna í síðari hluta 'júm'' og-"fyrstu - tvo dagana í júlf. Fyrstu sveitimar koma til landsins eftir 17. júní. Hér er um að ræða venjubundna æfingu á flutningum liðsauka til íslands. Á þessu ári felst æfíngin aðallega í eftirfarandi: - Æfíngu, í smáum stíl þó, allra þriggja stiganna í framkvæmd fyrstu vama á landi. Fyrsta stig er það lið sem er nú þegar í Keflavík, annað stig sá liðsauki sem kemur strax frá Bandarílqunum og þriðja og lokastigið varalið ARICE [US Army Forces Iceland]. - Allra fyrstu varnir á landi. Um 500 liðsmenn á Keflavíkurflug- velli munu annast þær. Flestir þeirra hafa önnur föst verkefni, en hafa hlotið þjálfun til að annast fyrstu vamir á jörðu niðri. - - ■ — Aðstoð og liðsauki við- liðs- mennina sem annast fyrstu vamirn- ar. í æfingunni verða það 240 manns úr stórfylki landhersins (Active Infantry Division) frá Kali- forníu (ekki varalið). - Sveitir úr varastórliðsfylki ARICE frá Nýja Englandi, sem hafa aðalstöðvar í Massachusetts, munu leysa sveitir landhersins (Ac- tive Infantry Dvision) af hólmi á þremur dögum, þótt í æfingunni sé látið svo sem það eigi að gerast á mun lengri tíma. Fastasveitin, sem er framvarðasveit, setur einnig á svið flutnings til annars staðar og dregur sig síðan til baka. - Auk þess verður æfð þjálfun sjúkraliðs og þar verða m.a. notað- ar þrjár litlar sjúkraþyrlur. - Nauðsynleg fjarskipti verða •ehmig'æfð:" --------——

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.