Morgunblaðið - 15.04.1989, Side 33
!8SI .IÍíMA .51 H'JOAQHADUAJ QIQAxI9HUOHOM
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1989
28
33
Máltíð dagsins
(eggaldinréttur)
Imörg ár hefur verið til í
verslunum hér dökkflólu-
blátt, perulagað, glansandi,
stórt grænmeti, sem heitir
eggaldin á íslensku. Það hefur
verið ræktað hér á landi síðan
árið 1970, nánar tiltekið í Garð-
yrkjuskóla ríkisins að Reykjum í
Ólfusi. Þótt svo langt sé síðan
ræktun þess hófst, hefur það ekki
enn notið almennra vinsælda. Ég
hefi oft verið spurð að því hvers
konar grænmeti þetta sé og
hvemig mætti nota það. Svarið
er einfalt. Það má nota í alls kon-
ar rétti með kjöti, fiski eða græn-
meti og osti. Það er brytjan nið-
ur, holað út, skorið í sneiðar, soð-
ið eða steikt. Við Miðjarðarhafið,
þar sem notkun þess er mjög al-
menn, er það notað steikt í mik-
illi feiti. Ég er mjög mikið á móti
fitu og réttum steiktum í mikilli
fitu og mæli því ekki með þeirri
aðferð, enda algjör óþarfí að mat-
reiða það þannig. Að vísu má
steikja það á pönnu í lítilli feiti.
Eggaldin er ekki bragðmikið en
mjög ljúffengt. Sumum þykir örl-
ítið beiskt bragð að eggaldini, og
er mjög algengt að strá salti á
sundurskorið aldinið og láta það
standa með því í 30 mínútur.
Saltið dregur úr þennan beiska
vökva. Síðan er saltið og beiski
vökvinn með, skolaður af. Ég
geri þetta aldrei, mér er enginn
ami að þessum beiska vökva, sem
mér finnst raunar alls ekki tiltak-
anlega beiskur, heldur er til bóta
að mínu mati. Við ættum að nýta
okkur það grænmeti sem er á
boðstólum, það gerir rétti okkar
léttmeltari, vítamínríkari og fjöl-
breyttari. Með því að borða eg-
galdin, styðjum við h'ka íslenska
framleiðslu. Hér birtist auðveld
og mjög góð uppskrift með eg-
galdini og tómötum, en þar sem
æskilegt er að fólk borði meira
brauð með matnum og baki það
helst heima, er hér líka brauðupp-
skrift. Brauð er mjög auðvelt að
baka, það er ódýrt og gott, og ef
þið gætið þess að vökvinn sé ekki
of heitur og deigið sé lint, mis-
tekst brauðbaksturinn aldrei.
Eggaldin með nautahakki,
tómötum og osti
2 eggaldin, u.þ.b. 600 g
150 g nautahakk
1 meðalstór laukur
1 hálfdós niðursoðnir tómatar eða
5-6 ferskir íslenskir þegar þeir
fást
1 tsk. salt
nýmalaður pipar
fersk steinselja
100 g mjólkurostur
1. Þvoið eggaldinin, skerið í
sundur langsum. Skerið síðan nið-
ur með þeim, þannig að húðin
haldist heil. Skerið síðan allt aldin-
Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR
Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON
lcjöt úr hýðinu. Skerið það í litla
bita.
2. Hitið pönnu þar til rýkur úr
henni, setjið kjöthakkið á pönn-
una, látið þoma og brúnast. Hræ-
rið stöðugt í á meðan.
3. Setjið tómatana og safann
úr dósinni með á pönnuna. Ef þið
notið ferska tómata, eru þeir
brytjaðir og settir út í ásamt ör-
litlu af vatni.
5. Skerið laukinn smátt og setj-
ið út í ásamt eggaldinbitum.
6. Setjið salt og pipar út í.
Setjið lok á pönnuna og látið þetta
sjóða í 20 mínútur.
7. Skerið ostinn í litla teninga,
og klippið steinseljuna smátt.
8. Takið pönnuna af hellunni,
setjið steinselju og ost út í það
sem er á henni og hrærið vel sam-
an.
9. Hellið maukinu í eggaldin-
bátana (húðina utan af þeim).
10. Hitið bakaraofn í 2004(C,
blástursofn í 180-^C. Setjið eg-
galdinin með kjötkássunni á eld-
fast fat og bakið í ofninum í 15
mínútur.
Meðlæti: Brauð.
Brauð með maltöli og
sesamfræi
8 dl. hveiti
4 dl. heilhveiti •
4 dl. hveitiklíð
3 msk. þurrger
1 tsk. salt
3 msk. matarolía
1 msk. hunang
1 flaska maltöl
2 dl. vel heitt vatn úr krananum
1-2 msk. sesamfræ
1. Setjið hveiti, heilhveiti,
hveitiklíð, þurrger og salt í skál.
2. Setjið maltöl og heitt vatn í
aðra skál. Hrærið hunangið út í.
Setjið síðan matarolíu út í.
3. Hellið vökvanum í mjölið og
hrærið saman, t.d. í hrærivél.
4. Takið brauðið úr skálinni,
hnoðið örlítið með hveiti, fletjið
síðan þykkt út með kökukefli.
5. Veflið saman, setjið á bökun-
arpappír á bökunarplötu, látið
samskeytið snúa niður.
6. Smyrjið brauðið með volgu
vatni og stráið sesamfræi yfír.
7. Setjið heitt vatn í eldhúsva-
skinn, látið plötuna með brauðinu
milli barmanna á vaskinum. Legg-
ið stykki yfír brauðið. Látið lyfta
sér þama í 30 mínútur.
8. Hitið bakaraofn í 210-^C,
blástursofn í 190^C. Setjið
brauðið í miðjan ofninn og bakið
í 25-30 mínútur. Minnkið hitann
um 20-30^ ef brauðið verður of
dökkt að ofan.
9. Leggið hreint stykki yfír
brauðið þegar þið hafíð tekið það
úr ofninum og látið kólna þannig.
Afkoma ríkissjóðs 1988 í milljónum króna
Útkoma Fjárlög Útkoma
1987 1988 1988
l.Tekjur 48.963 63.579 64.382
2. Gjöld 51.688 63.527 71.583
3. Tekjuafgangur/halli (1-2) -2.725 52 -7.201
4. Veitt lán, nettó -99 -60 -779
5. Hlutafé og stofhframlög -873 -80 -116
6. Viðskiptareikningar, nettó -1.824 400 -211
7. Lánsfjárþörf ríkissjóðs, nettó (3+....+Ó) -5.521 488 -8.307
8. Afborganir af teknum lánum •2.877 4.635 -5.094
9. Lánsfjárþörf ríkisins, brúttó (7+8) -8.398 -5.123 -13.401
10. Tekin lán, brúttó 7.678 5.165 9.172
11. Greiðsluafgangur halli (9+10) -720 42 4.229
Heimild: Ríkisbókhald, fjárlaga- og hagsýslustofnun
Forsætisráðherra um lækkun skatta í vöruverði:
Kemur til greina 1 tengsl-
um við langtímasamninga
Afkoma ríkissjóðs 1988 í m.kr. Tafla úr skýrslu (jártnálaráðherra
til Alþingis.
Lækkun söluskatts á matvæli
og komvörur í 12,5% þýðir 3.700
m.kr. árstekjutap fyrir ríkissjóð.
Slíkt kemur ekki til greina í
tengslum við skammtímasamn-
inga. Lækkun matvælaverðs, með
minni skattheimtu, er ekki inn í
myndinni nema helzt í tengslum
við heildarsamninga til langs tíma.
Tvö þrep í virðisaukaskatti, sem
fælu í sér lækkun skatta á mat-
væli en hækkun skatta á aðra
vöm, er og íhugunarefhi.
Þessi var efnisþráður í máli for-
sætisráðherra i umræðu á þingi í gær
um frumvarp þingmanna Borgara-
flokks um lækkun söluskatts úr 25%
í 12,5% á matvæli. JÚlíus Sólnes
(B/Rn) sagði það farsælli kjarabót
fyrir landsmenn að lækka útgjöld
heimila með þessum hætti en að
stefna atvinnuvegum í rekstrarlega
tvísýnu eða stöðvun með útgjöldum
langt umfram tekjur.
I efri deild ræddu þingmenn
stjómarfrumvörp um aðför, félags-
málaskóla alþýðu, dýralækna, áfeng-
ismál, umferðarmál og framhalds-
skóla. í umræðu um síðast talda
málið Ijölmenntu kennarar á þing-
palla. Danfríður Skarphéðinsdóttir
(Kvl/Vl) gerði harða hríð að fjár-
málaráðherra og menntamálaráð-
herra Alþýðubandalagsins vegna
meintrar tregðu þeirra í samningum
við BHMR-fólk.
í neðri deild var íjallað um stjóm-
arfrumvörp um jöfnun á námskostn-
aði, leigubifreiðar, vörsluskyldu búíj-
ár á Reykjanesskaga og grunnskóla.
Afkoma ríkissjóðs 1988:
Gjöld umfram tekjur 7.200 m.kr.
Greiðsluhall-
inn 4.229 m.kr.
Skýrsla Qármálaráðherra um
ríkisfjármál 1988, sem dreift var
,á Alþingi í gær, sýnir veruleg
firávik milli Qárlaga 1988 og nið-
urstöðu ársins. Útgjöldin fóru
7.200 m.kr. fram úr ríkissjóðs-
tekjum.
Orsakir er tvíþættar. Tekjusam-
dráttur ríkissjóðs sem „fyrst og
fremst má rekja til samdráttar í
innlendri eftirspurn á síðari hluta
ársins í kjölfar versnandi ytri skil-
yrða þjóðarbúsins...“ Stóraukinna
útgjalda, umfram fjárlagaheimildir.
„Astæður aukinna útgjalda umfram
verðlagsbreytingar, svo sem hækk-
un vaxtagjalda, er vegna meiri
skulda við Seðlabankann en áætlað
var og að öðrum hluta er um að
ræða ákvarðanir stjómvalda vegna
efnahagsaðgerða o.fl.,“ segir í
skýrslunni.
Raguhildur Helgadóttir um kafbátsslysið:
Undirstrikar nauð-
syn geislamælinga
ÁKVÖRÐUN um að Geislavamir ríkisins fengju aðstöðu til að þiggja
og nýta tækjabúnað frá Alþjóöakjarnorkumálastofnuninni var tekin f
ríkisstjóminni eftir Chernobylslysið 1. mai 1986. Þetta átti að veita
Geislavömum ríkisins aðstöðu til að hefía reglubundnar mælingar á
geislavirkni á landinu og umhverfis það. Hafizt var handa á því ári
um undirbúning húsnæðis í þessu skyni.
Þetta kom fram í ræðu Ragnhildar málið. Vonandi styddi hann það nú,
Helgadóttur (S/Rvk) í umræðu á
Alþingi í fyrradag. Guðmundur
Bjarnason heilbrigðisráðherra upp-
lýsti hins vegar að rannsóknarstofan
væri ekki enn komin í gagnið.
Ragnhildur sagði að svo virtist
sem fjármálaráðherra hefði stöðvað
sem utanríkisráðherra, eftir þær
upplýsingar sem hann hefði fengið
vegna kafbátsslyssins um nauðsyn
geislamælinga. Yrði að vinda að því
bráðan bug að fá til landsins og
nýta þessi verðmætu tæki sem okkur
hefðu verið gefin.