Morgunblaðið - 17.05.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.05.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1989 Alyktun sljórnar SSH um Fossvogsdal: Amælisvert að rifta einhliða samningum milli sveitarfélaga Fulltrúi Kópavogs samþykkur ályktuninni STJÓRN Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu samþykkti á fundi sínum í gær ályktun, þar sem deila Reykjavíkur og Kópa- vogs um Fossvogsdal er hörmuð. Stjómin átelur jafnlramt þá ákvörðun Kópavogs að rifta samningi við Reykjavík einhliða og tekur undir tillögu skipulagsstjórnar ríkisins um hlutlausa könnun á áhrifum Fossvogsbrautar. Ályktunina samþykkti einnig fulltrúi Kópavogs í stjórninni, Richard Björgvinsson. Hann er bæjarfúll- trúi Sjálfstæðisflokksins. „Stjórn SSH harmar það ósætti er komið hefur upp milli tveggja stærstu sveitarfélaga á svæðinu. Stjórnin óttast að þeirri góðu sam- vinnu, sem verið hefur með sveit- arfélögunum á höfuðborgarsvæð- inu, stafí hætta af slíku ósætti, segir í ályktuninni. „Margir samningar eru í gildi milli sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu. Stjómin telur ámælisvert að samningfum sé rift einhliða." í ályktuninni minnir stjómin á svæðisskipulag af höfuðborgar- svæðinu, og segir að öll sveitarfé- lög, sem eiga aðild að SSH, hafí samþykkt skipulagið á aðalfundi sínum 1987. Skipulagið er ekki bindandi plagg, heldur ályktuðu sveitarfélögin um að nota það til viðmiðunar. í kafla 10.1 í svæðis- skipulaginu segir: „Lagt er til að þau vegstæði, sem sýnd eru á mynd 10.1.3, verði ekki lögð und- ir annað án þess að fyrst sé gaum- gæfilega kannað hvort þeirra muni þörf undir vegi.“ Á umræddri mynd er Fossvogsbraut sýnd sem hugsanleg stofnbraut. „Stjómin tekur undir tillögu Skipulagsstjómar ríkisins þess efnis að hlutlausir aðilar verði fengnir til að meta þörf á lagningu Fossvogsbrautar og þá með alla umferð á höfuðborgarsvæðinu í huga. Samhliða yrði gerð ítarleg athugun á umhverfislegum áhrif- um, verði brautin lögð,“ segir síðan í ályktuninni. „Stjómin vill undirstrika að öflugt samstarf hinna níu aðildarsveitarfélaga SSH er nauðsynlegt jafnt inn á við sem út á við og íbúum þeirra til hagsbóta." Ályktunin var samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum í stjóm- inni, en Kristín Ólafsdóttir, borg- arfulltrúi Alþýðubandalagsins í Reykjavík, sat hjá. Hæstiréttur dæmir í Súðavíkurmálum: Frosti og Tog sýknuð af kröfum hreppsins HÆSTIRÉTTUR hefúr sýknað Frosta hf. og Tog hf. á Súðavík af þeim kröfúm Súðavíkurhrepps að ógilt verði ákvörðun stjómar Frosta um sölu á um 42% hluta- Qár til Togs hf. og einnig yrði ógiltur samningurinn þar sem aðilamir gengu frá kaupunum. Hreppnum var gert að greiða hvorum gagnaðila 250 þúsund krónur í málskostnað. Súðavíkurhreppur var um skeið eini hluthafí í Frosta hf. og á þeim tíma var hlutafé sem félagið hafði keypt inn boðið til sölu. Fimm ein- staklingar mynduðu Tog hf. um kaup á hlutafénu en áður hafði hreppsnefnd hafnað forkaupsrétti. Meirihluti hreppsnefndar taldi að salan á hlutafénu hefði verið ólög- mæt og krafðist ógildingar. Fjöl- skipaður héraðsdómur sýknaði fyrir rúmu ári forsvarsmenn Frosta og Togs, af kröfum sveitarfélagsins og þann dóm staðfesti Hæstiréttur í gær. í niðurstöðum hæstaréttardóm- aranna Guðmundar Jónssonar, Guðrúnar Erlendsdóttur, Haralds Henryssonar og Hrafns Bragason- ar, sem ásamt Gunnari M. Guð- mundssyni hrl. dæmdu málið, segir meðal að ekki hafi verið sýnt fram á að það bijóti í bága við hagsmuni Frosta að tveir stjómarmenn Togs hf. hafí jafnframt verið stjómar- menn í Frosta enda liggi ekki ann- að fyrir en að kaupverð og greiðslu- Iqor hlutabréfanna hafí verið sam- bærileg því sem giltu er Frosti hf. leysti þau til sín. Morgunblaðið/Bjami Forsætisráðherra Svíþjóðar, Ingvar Carlsson, og eiginkona hans, Ingrid Carlsson, ræða við Vigdísi Finnbogadóttur forseta á Bessastöðum i gær. Ingvar Carlsson forsætisráðherra Svíþjóðar í opinberrí heimsókn; Öll EFTA-ríkin hjálpast að í viðræðunum við EB - sagði sænski forsætisráðherrann eftir fiind með Stein- grími Hermannssyni og Jóni Baldvini Hannibalssyni „ALLIR samningamenn einstakra EFTA-landa eiga að nokkru leyti að aðstoða skrifstofu ráðherranefhdarinnar, en einnig það ríki sem hefúr forystuna á hendi í ráðherranefndinni," sagði Ingvar Carlsson forsætisráðherra Svfþjóðar í gærmorgun, eftir fúnd með Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra og Jóni Baldvini Hannibalssyni ut- anríkisráðherra í ráðherrabústaðnum. Carlsson hafði verið spurður hvort sænska samninganefndin yrði ekki Iátin aðstoða skrifstofú ráðherranefndar EFTA, þegar íslenski utanríkisráðherrann hefúr tekið við forsæti í ráðherranefndinni 1. júní næstkomandi. Ingvar Carlsson kom í opinbera heimsókn til íslands á mánudag, annan í hvitasunnu. í fylgd með sænska forsætisráð- herranum eru eiginkona hans, Ingrid Carlsson, og helstu ráðgjaf- ar um málefni EFTA og Evrópu- bandalagsins og um utanríkisvið- skipti. Opinber dagskrá heimsókn- arinnar hófst með fundi í ráðherra- bústaðnum í gærmorgun, þar sem Ingvar Carlsson ræddi við Steingrím Hermannsson og Jón Baldvin Hannibalsson. í hádeginu fóru sænsku gestimir til Bessa- staða og þáðu þar hádegisverð í boði forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur. Síðdegis heimsótti sænski forsætisráðherrann Nor- ræna húsið og í gærkvöldi bauð Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra gestunum til kvöldverð- ar á Hótel Sögu. Á meðan ráðherramir ræddust við, heimsótti Ingrid Carlsson Listasafn íslands í fylgd með íslensku forsætisráðherrafrúnni, Eddu Guðmundsdóttur. í dag fara sænsku forsætisráðherrahjónin til Þingvalla með viðkomu á Nesjavöll- um. Að þeirri ferð lokinni munu þau skoða Viðey í boði Davíðs Oddssonar borgarstjóra og konu hans, Ástríðar Thorarensen. Heim- sókninni lýkur á morgun eftir að gestimir hafa farið til Hafnar í Homafírði og þegið þar veitingar í boði sveitarstjómarinnar. Sjá ennfremur bls. 32: „Sam- starf við EB ...“ Frystideild Verðjöfiiunarsjóðs fískiðnaðarins: Aform um 400 milljóna lántöku tíl verðj öfhunar Líklegt að greiðsla lánsins falli á ríkissjóð SKIPTAR skoðanir eru innan frystideildar Verðjöfúunarsjóðs fiskiðnaðarins um fyrirætlan stjórnvalda að sjóðurinn taki að láni 400 milljómr til áframhald- andi verðbóta á útflutning á frystum fiski. Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir þessari lántöku í efina- hagsaðgerðum tengdum yfir- Sleipnir boðar verkfell SLEIPNIR, félag langferðabíl- stjóra, hefúr boðað þriggja daga verkfall á miðnætti annað kvöld, 18. maí, hafi kjarasamningar ekki tekist fyrir þann tíma. Fundur deiluaðila stóð yfír í gærdag hjá ríkissáttasemjara og helúr annar fúndur verið boðaður í dag klukkan 14. Félagið hefur hafnað samning- um Alþýðusambands íslands óbreyttum. Helstu kröfur eru að lágmarkslaun félagsmanna verði 51.500 krónur og að skýrt sé kveð- ið á um að bifreiðastjórar, sé þeim ekki tryggt lágmarksfæði og/eða gisting, fái greitt samkvæmt fæð- is- oggistireglum Ferðakostnaðar- nefndar ríkisins eins og þær eru á hvequm tíma. standandi lgarasamningum, en samkvæmt þeim mun greiðsla lánsins falla á ríkissjóð innan þriggja ára, hafi verðhækkanir á frystum fiski erlendis ekki orðið það mildar að til inn- borgunar í sjóðinn hafi komið. í tengslum við efnahagsaðgerðir síðastliðið haust tók frystideild Verðjöfnunarsjóðsins 800 milljónir króna að láni til verðbóta um 5 til 6% á frystan fisk til að auka tekj- ur frystingarinnar. Ríkissjóður mun greiða lánið, en fé þetta þrýt- ur nú í júníbyijun. Því leggja stjómvöld til nýja lántöku sjóðsins þar sem verð á freðfiski hefur ekki hækkað svo nokkru nemi frá haustmánuðum. Ætlunin er að verðbæturnar fari lækkandi og að þeim verði hætt í árslok. Fulltrúar sjómanna og útgerðar- ins lögðust gegn lántökunni síðast- liðið haust og hafa einnig lagzt gegn nýrri lántöku. Kristján Ragn- arsson, fulltrúi útvegsmanna í stjóm sjóðsins, segir að hann telji óeðlilegt að halda uppi tvöfoldu gengi með þessum hætti. Afurða- verð erlendis sé eðlilegt um þessar mundir, hækkanir séu ekki fyrir- sjáanlegar og því séu verðbætur sem þessar ekki rétta leiðin til úrbóta, heldur verði að skapa fryst- ingunni bærileg rekstrarskilyrði svo hún geti búið við núverandi verðlag á afurðum sínum. Árni Benediktsson, formaður Félags Sambandsfiskframleiðenda og fulltrúi þeirra í sjóðsstjóminni, telur fullvíst að greiðsla þessa láns falli á ríkissjóð, nema stórkostlegur búhnykkur falli frystingunni í skaut. Hann segist hlynntur því að frystingunni verði tryggðar nægar tekjur, þó það verði með manna í stjórn Verðjöfnunargóðs- þessum hætti. Sér fínnist hins veg- a.r ógeðfellt að mismuna greinum með þessum hætti, en hjá því verði hreinlega ekki komizt. Það sé held- ur ekki nýmæli og megi benda á verðbætur á loðnu á sínum tíma, en án þeirra hefði tæpast nokkur loðnuvertíð orðið. Hins vegar væri eðlilegt að verðbætumar féllu smám saman út, enda yrðu fryst- ingunni þá tryggðar tekjur með öðrum hætti. Ámi sagði, að í viðræðum stjórn- valda og aðilja kjarasamninganna hefði ekkert verið rætt um frekari lækkun gengis í júní, er draga færi úr verðbótunum. í bréfi frá ríkisstjóminni í tengslum við efna- hagsaðgerðir í kjölfar kjarasamn- inganna væri sagt að hún myndi tryggja útflutnings- og samkeppn- isgreinunum viðunandi afkomu. ,.Eg legg þann skilning í þá yfirlýs- ingu að þessum greinum verði tiyggður rekstrarhagnaður, en töluvert skortir á að svo sé nú,“ sagði Ámi Benediktssontl„__________j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.