Morgunblaðið - 17.05.1989, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 17.05.1989, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1989 Guðrún Sigurðar- dóttir — Minning Fædd 15. júlí 1907 Dáin 7. maí 1989 Mín albesta og tryggasta vinkona í tugi ára, Guðrún Sigurðardóttir, Blómvangi 18, Hafnarfirði, lést 7. maí síðastliðinn og sakna ég hennar mjög. Við höfum þekkst allt frá því í gamla barnaskólanum í Hafnar- fírði, hjá okkar frábæra skólastjóra Bjama Bjamasyni. Síðan lá leiðin í Flensborg næstu þijá vetur. Man ég fyrstu árshátíðina þar, þá bauð Guðrún öðmm bróður sínum en útvegaði mér hinn sem herra. Guðrún er fædd í Hafnarfirði 15. júlí 1907, dóttir hjónanna Vilborgar Þorsteinsdóttur og Sigurðar Jóns- sonar, kaupfélagsstjóra, áður skips- stjóra. Hún átti tvo eldri bræður Jón og Jakob. Ung missti hún föður sinn, en ólst upp við mikið ástríki hjá móður og bræðrum. Árið sem hún fermdist fékk hún til dæmis mjög fallegan upphlut, sem ekki var algengt þá. Á ég mynd af okkur tveim, hún í upp- hlutnum en nég í alltof stórum peysufötum af mömmu minni. Um tíma var hún skátaforingi, fór svo á húsmæðraskólann Ósk Isafirði og lauk þaðan prófi. Við giftum okkur um líkt leyti, ég fylgdi mínum manni á nokkra staði hér heima, einnig til Þýska- lands. Árið 1932 bjuggum við í sjö mánuði í Stykkishólmi, með ný- fæddan elsta son okkar. Þá var ákveðið að við flyttum til ísaflarð- ar, þangað sem ég þekkti engan, frá þessu góða fólki í Hólminum. Þá kom í heimsókn uppáhalds bekkjarbróðir okkar úr Flensborg, sem var loftskeytamaður á Esju og ég segist ekki vera yfir mig ánægð, að flytja ekki suður til heimahag- anna, heldur vestur á ísafjörð. Þá segir Fiðrik en svo hét maðurinn: „Veistu ekki hver býr þar, það er hún bekkjasystir okkar, Gunna Sig- urðar, sem býr þar með sínum manni.“ Ég varð ofsakát og kvíði breyttist í tilhlökkun. Til ísaflarðar kom ég með „Drottningunni" í nóv- ember 1932. Hvergi sá ég Gunnu á bryggjunni. Þessum fyrsta degi mínum var búið að ráðstafa en næsta dag lét ég ekkert aftra mér frá því að fara í heimsókn til Guð- rún og Guðmundar. Oft minnist hún á það að ég hefði varla verið komin inn úr dyrunum þegar ég spurði hvatlega: „Hvers vegna mættir þú ekki á bryggjuna.“ Kannski var það vegna þess að hún var að því kom- in að eignast sitt fyrsta barn. Næstu daga hittumst við á hveijum degi. Fimmti desember rann upp, læknir og ljósmóðir voru sótt. Ég gat ekki beðið og dreif mig þangað heim og beið þess að Bragi fæddist um nótt- ina 6. desember. Finnst mér alltaf ég eiga svolítið í honum. Guðrún og Guðmundur byggðu sér fallegt hús upp við Túngötu og bjuggu þar uns þau fluttu suður. Þau eignuð- ust fimm börn sem öll eru fædd á ísafirði. Elstur er Bragi læknir í Hafnarfirði, kvæntur Rakel Áma- dóttur, eiga þau íjögur böm. Þá er Jón Páll rafmagnsfræðingur í Kanada, kvæntur Maríu Kröyer eiga þau fimm böm. Þriðja í röð- inni er Sigríður Vilborg, rekur hún bókabúðina Vedu í Kópavogi ásamt eiginmanni sínum Pétri Sveinssyni lögreglustjóra, eiga þau fjögur börn. Næst er Kristín húsmóðir í Hafnarfírði gift Ólafi Veturliðasyni múrara, þau eiga fimm börn. í þeirra húsi átti Guðrún yndislega íbúð. Naut hún aðstoðar þeirra og hjálpsemi, sem var til fyrirmyndar. Yngst er svo Guðrún Guðmunda hjúkmnarfræðingur í Ástralíu, hennar maður er Róbert Róbertsson lögregluþjónn, eiga þau tvær dætur. Margar góðar stundir áttum við saman fyrir vestan. Árið 1938 bjó ég í Kaupmannahöfn, fékk ég þá mörg bréf frá vinkonu minni, öll listavel skrifuð því hún hafði mjög fallega rithönd. Eitt þeirra fann ég nýlega, þar sem hún segir að hún sakni mín. Segist hafa farið niður í bæ og ætlað að kaupa jólagjafir, en ekkert orðið úr þar sem mig vantaði. Eftir að heim kom vomm við enn samrýndari en áður. Skmppum stundum suður með bömin til að heimsækja mæður okkar er báðar bjuggu í Hafnarfirði. Oft hef ég sagt dætmm mínum frá því hvað Guðrún var á undan sinni samtíð t.d. saumaði hún vegg- teppi fyrir elsta son sinn og merkti þannig: Bragi Guðrúnar Guð- mundsson. Svo kom að því að þau fluttu suður. Guðmundur varð kaupfélagsstjóri í Hafnarfirði, auð- vitað fögnuðu þau þvi. Flest þeirra fólk bjó jú þar. Mikið leiddist mér að sjá af þessari elskulegu §öl- skyldu, sem hafði verið mer svo mikils virði. Ég man svo vel er þau fóm öll sjö með lítilli Gmnmann flugvél, en ég stóð eftir í fjömnni og horfði á eftir þeim með miklum söknuði. Auðvitað heimsótti ég þau alltaf er leið lá suður. Skömmu eftir eina þessara heimsókna fékk ég þær sorglegu fréttir vestur að Guð- mundur hafi látist snögglega við hlið yngstu dóttur sinnar sem enn var óskríð. Það hafði alltaf eitthvað komið uppá, það var engu líkara en hún biði eftir nafninu Guðrún Guðmunda. Nú fóm dimmir dagar í hönd hjá elsku vinkonu minni. Þá sýndi hún hvað í henni bjó og æ síðan. Guð- mundur var einstakur eiginmaður og faðir. Hef ég engan mann þekkt sem var eins umhyggjusamur við konu sína og börn. Hjónabandið var það fegursta sem ég hef kynnst. Guðrún seldi húsið við Selvogs- götu, keypti annað við Reykjavíkur- veg og opnaði þar verslun, ásamt annarri konu, en hafði þar einnig íbúð fyrir sig og börnin. Seinna stofnaði Guðrún Gardínubúðina í Reykjavík og í mörg ár sá hún um verslunina Vogue í Hafnarfirði. Svo kom að því að ég flutti suður, hitt- umst við þá sjaldnar en áður. Höfð- um samt alltaf samband, þá var það síminn sem mest var notaður, komum samt hvor til annarrar en allt of sjaldan. Þá fór líka að gera vart við sig alls kyns krankleiki, beinbrot o.fl. Heilsu Guðrúnar hrakaði síðustu árin, var hún samt lengst af í sinni íbúð. Öll reyndust börnin henni af- burðarvel, eins og hún átti skilið, en auðvitað var það Bragi sem var hennar stærsta hjálparhella er veik- indin urðu meiri. Er hún varð áttræð héldu hann og hans kona henni veglega af- mælisveislu í glæsilegu húsi þeirra. Nú er komið að kveðjustund eftir langa og góða samfylgd. Það er alltaf sárt að kveðja. Hjartans þakkir fyrir allt. J.B.I. Amma okkar, Guðrún Sigurðar- dóttir, andaðist 7. maí síðastliðinn eftir erfitt lokastríð. Hún var fædd og uppalin í Hafnarfirði, dóttir hjón- .anna Sigurðar Bjarnasonar skip- stjóra frá Neðrahreppi í Skorradal og Vilborgar Þorsteinsdóttur frá Akrakoti á Álftanesi. Hún gekk í Flensborgarskóla og var virk í ýmissi félagsstarfsemi s.s. skátafé- íagi, fímleikafélagi og góðtemplara- reglunni. Amma giftist Guðmundi Sveinssyni frá Flateyri við Önund- arfjörð þann 20. febrúar 1932. Afi var kaupfélagsstjóri í Hafnarfirði en hann lést 7. júlí 1947, aðeins 42 ára. Afi og amma áttu fimm böm sem öll eru á lífi. Þau eru: Bragi f. 06.12.32, Jón Páll Vilmar f. 09.09.35, Sigríður Vilborg f. 12.10.39, Kristín Sveinbjörg f. 14.09.41 og Guðrún Guðmunda f. 28.08.45. Amma missti ung föður sinn og hún missti einnig manninn sinn ung frá fimm börnum, því elsta 14 ára og því yngsta tæplega tveggja ára. Það má því nærri geta að lífsbarátt- an var oft hörð hjá þessari fíngerðu konu. Amma var kaupkona fyrir og eftir að hún giftist afa og eftir lát hans hélt hún áfram þeim starfa. Við munum einmitt fyrst eftir ömmu í Hafnó þannig að hún vann í Vouge á Strandgötunni og átti heima uppí Bröttukinn. Heimsóknir í Hafnarfjörðinn höfðu oft á sér ævintýralegan blæ. Bæði var spennandi að leika sér í hrauninu og ekki var síður ævintýralegt að skoða dótið hennar ömmu sem hún gleymdi vel innpakkáð í merktum kössum. Smáhlutir urðu stórmerki- leg fyrirbæri fyrir okkur krakkana því amma var með natni sinni og glettni búin að gefa þeim dularfullt líf sem hún veitti okkur síðan hlut- deild í. í tækifærisgjafir gaf amma okkur iðulega einhveija slíka hluti, hluti sem jafnvel áttu sér langa sögu innan fjölskyldunnar. Þessar gjafir voru uppspretta vangaveltna um þá sem höfðu átt hlutina áður. Einnig er okkur minnistæð stór mynd af afa í ræðustól. Það var einkennileg tilfinning að þessi svip- sterki maður á stóru myndinni umkringdur blaktandi fánum væri afí okkar. Á myndinni minnti hann helst á myndir sem maður sá af frægum mönnum. Nú þegar leiðir skilja koma minn- ingarnar frá heimsóknum í Bröttu- kinn, Álfaskeiðið og Blómvanginn fram í hugann, minningar frá Ítalíu- ferðalaginu knýja einnig dyra og fleiri bjartar minningar um ömmu. Amma átti við andlát sitt 20 bama- börn og 14 barnabarnabörn. Ættin er dreifð um þijár heimsálfur og því hefur sú ganga sem amma og afi hófu árið 1932 teygt spor sín víða. Sú ganga lifir áfram með ættingjum þeirra eins og fögur minningin um þau. Systkinin á Snælandi t ÍVAR HELGASON, Grensásvegi 60, lést í Borgarspítalanum þann 15. maí. Lilja Ingimundardóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Faöir minn, SIGURSTEINN ÞÓRÐARSON, lést á elliheimilinu Grund sunnudaginn 14. þ.m. Fyrir hönd systkina minna og annarra vandamanna, Inga Rósa Sigursteinsdóttlr. Móðir okkar, t ODDNÝ V. GUÐJÓNSDÓTTIR, Furugerði 1, andaðist í Borgarspitalanum laugardaginn 13. maL Jóhanna Stefánsdóttir, Hermann Stefánsson. t Systir mín og vinkona, STEINUNN B. GUÐLAUGSDÓTTIR, Víöimýri við Kaplaskjólsveg, lést 13. þessa mánaðar. Fyrir hönd vandamanna, Þórunn Guðlaugsdóttir, Áslaug Cassata. t Maðurinn minn, SIGURBJÖRN BJÖRNSSON, Huldulandi 26, Reykjavík, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd barna okkar, tengdabarna, barnabarna og annarra aðstandenda. Fanney Guðmuntísdóttir. t Amma okkar, JÓNÍNA ÓLAFSDÓTTIR, andaðist 15. maí í Sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Hún verður jarðsungin frá Hvammstangakirkju laugardaginn 20. maí kl. 14.00. Systkininfrá Þorgri'msstöðum. Faðir okkar, t VIKTOR JAKOBSSON frá Hrfsey, lést að morgni 15. maí. Hallldóra Viktorsdóttir, Þórdfs Viktorsdóttir. t Maðurinn minn, faöir, tengdafaðir og afi, HELGI BERGVINSSON, Miðstrœti 25, Vestmannaeyjum, andaðist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja þann 16. maí. Fyrir hönd aöstandenda, Lea Sigurðardóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR JÖRUNDSDÓTTIR frá Hrísey, lést mánudaginn 15. maí 1989. Heba H. Júlíusdóttir, Gfsli Theodórsson, Sigrún Júlíusdóttir, Þorsteinn Vilhjálmsson, Júlíus og Alma Ólafsbörn, önnur barnabörn og barnabarnabörn. t Móðurbróðir okkar, JAKOB JÓHANN THORARENSEN, verður jarðsunginn frá Árneskirkju, Árneshreppi, fimmtudaginn 18. maí kl. 13.30. Elfsabet Thorarensen, Ólafur B. Th. Pálsson, Ragnhildur Pálsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.