Morgunblaðið - 17.05.1989, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 17.05.1989, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAI 1989 Guðrún Níels- dóttir - Minning Fædd 8. júní 1894 Dáin 17. janúar 1989 Laugardaginn 28. janúar sl. var jarðsett frá Kvennabrekkukirlq'u amma okkar, Guðrún Níelsdóttir, sem andaðist 17. janúar á sjúkra- húsinu í Stykkishólmi. Amma fædd- ist í Goðadal í Strandasýslu 8. júní 1894. Foreldrar hennar voru Ingi- björg Jónsdóttir og Níels Hjaltason. Eignuðust þau tvö böm, ömmu og Jón, fæddan 1896 sem nú er látinn, hann var ókvæntur, en átti einn son. Hálfbróðir þeirra, samfeðra, Jóhann, hann er látinn, hann var ókvæntur en átti einn son. Amma giftist 1923 Karli Jónssyni fæddur 22. júní 1899, dáinn 23. október 1968 frá Víðivöllum í Strandasýslu, foreldrar hans vom Katrín Jóns- dóttir og Jón Jóhannsson. Afa og ömmu varð sjö bama auðið: Tvö elstu, fædd 1924 og 1925, fæddust andvana. Katrín f. 1926, verkakona í Búðardal, gift Vigfúsi Baldvins- syni; Ingi Níels f. 1926, dáinn 1976, bóndi á Breiðabólsstað, kvæntur Huldu Hlíf Kristjánsdóttur, dáin 1964; Jón Svanberg f. 1931 bóndi á Breiðabólsstað, kvæntur Kristínu Guðmundsdóttur. Yngstir era tvíburamir Pétur Hoffman og Egg- ert Sigurðs, fæddir 1936, þeir era báðir rútubílstjórar og búa í Reykjavík. Pétur er kvæntur Lydiu Kristóbertsdóttur og Eggert er kvæntur Elínu Hassing. Þá ólu afí og amma upp bróðurson hennar, Kristján Ingibjöm Jóhannsson f. 1945, bílstjóri í Búðardal, kvæntur Sigurlaugu Jónsdóttur. Bamaböm- in era 21 og langömmubörnin 12. Frá 1926-’37 bjuggu afi og amma á Fitjum í Strandasýslu, 1937-’48 á Vatnshomi og á Hólmavík 1948-’52, þá flytja þau að Breiða- bólsstað í Sökkólfsdal í Dalasýslu. Þar bjuggu þau í sambýli við syni sína þar til heilsu afa fór að hraka. Tóku þeir þá við öllum búskap á jörðinni. Amma átti áfram heimili þar allt til síðla árs 1981. Eftir það dvaldi hún að mestu á dvalarheimil- inu Fellsenda. Amma var alla tíð mjög trúuð, ósérhlífin og dugleg kona. Hún tók öllu mótlæti í lífinu með stillingu og jafnaðargeði. Það var henni mik- il sorg þegar afi dó og 8 áram síðar sonur hennar aðeins 47 ára að aldri frá tveimur sonum, annar 15 ára og hinn á 17. ári, sem höfðu áður misst móður sína, þá aðeins 3ja og 5 ára. Þetta fannst ömmu óréttlátt að hún skyldi fá að lifa þó búin að missa manninn og orðin ein. En ekki skyldi fást um það þannig skyldi það vera. Alltaf hlökkuðum við systumar til þegar von var á ömmu í heim- sókn. Hun gaf sér alltaf tíma til að lesa fýrir okkur eða segja okkur sögur og ætíð hafði hún pijóna sína meðferðis enda skorti okkur aldrei ullarsokka og vettlinga. Ekki skorti ömmu þolinmæði, hún kenndi okkur að lesa og ekki var áhuginn alltaf ________________________ 63 mikill við námið. Svo við tölum nú ekki um allar heimsóknimar til hennar, þar var alltaf hlaðið borð af kökum og ýmsu góðgæti, enda myndarleg húsmóðir alla tíð hún amma. Það var henni mikil gleði þegar haldið var upp á 90 ára af- mæli hennar á Breiðabólsstað hjá Jóni og Kristínu. Þar var öll fjöl- skyldan saman komin. Ekki komst hún þó upp til sín, til að sýsla eitt- hvað í sínu dóti, eins og hún var vön þegar hún skrapp heim. Ekki urðu ferðirnar margar eftir þetta því heilsu hennar fór að hraka. Svo var það nokkram dögum eftir 91 árs afmæli hennar að hún veiktist mikið og náði sér aldrei að fullu síðan, þó var hún alltaf rólfær þar til á sl. ári. Guði sé Iof að hún kvald- ist lítið í þessum veikindum sínum. \ Að kvöldi 17. janúar sl. sofnaði amma og vaknaði ekki aftur. Hún var loks búin að fá langþráða hvíld. Við kveðjum okkar elskulegu ömmu og vottum börnum, fóstursyni og fjölskyldum þeirra samúð okkar. Hvíli elsku amma okkar í friði. Kveðja frá dótturdætrum og ljölskyldum þeirra. Minning: Sigurgeir Guðbrands- son - Heydalsá Fæddur 13. maí 1936 Dáinn 10. april 1989 Sigurgeir föðurbróðir minn er dáinn. Geiri eins og hann var ætíð kallaður, fæddist á Heydalsá í Steingrímsfirði. Foreldrar hans vora Guðbrandur Bjömsson frá Smáhömram í sömu sveit og Ragn- heiður Guðmundsdóttir frá Ófeigs- firði á Ströndum. Geiri var yngstur tíu systkina sem komust til fullorðinsára. Það var mikið sungið á Heydalsárheimil- inu og þar var oft glatt á hjalla, þrátt fýrir að veikindi settu svip sinn á heimilið um skeið. Fjögur elstu systkinin dvöldu á sjúkra- stofnunum vegna berkla og síðar amma mín af sömu ástæðum. En það vora ekki einu áföllin sem á heimilið dundu. Þegar Geiri var aðeins 10 ára deyr afí minn eftir ströng veikindi. Þá taka tveir elstu bræðumir við búinu. En aðeins fjór- um áram seinna drakkna þeir báðir er bátur þeirra, Svanurinn, fórst á Húnaflóa í desember 1950. Það kom þá í hlut Geira og Braga bróð- ur hans að taka við búinu aðeins 14 og 17 ára gamlir ásamt systram sínum þeim Vigdísi og Matthildi. Ásamt móður sinni ráku þau búið næstu árin af mikilli atorku og myndarskap. Einnig héldu bræð- umir áfram ræktun og uppbygg- ingu jarðarinnar þó ungir væra. 1964 giftist Geiri eftirlifandi konu sinni, Halldóra Guðjónsdóttur frá Heiðarbæ í Steingrímsfirði. Þau eignuðust fjóra drengi, Guðbjörn, Guðjón, Guðbrand Ásgeir og Hrólf. Mikill myndarskapur einkenndi ávallt heimili þeirra og þangað var ætíð gott að koma. Geiri var mjög félagslyndur og mikill áhugamaður um íþróttir og hestamennsku. Þegar við systkinin fórum á héraðsmót í Sævangi var Geiri frændi þar alltaf mættur til starfa, því hann var ósérhlífinn í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Hann átti marga góða hesta og var t.d. formaður hestamannafélagsins Blakks. Hann var vinmargur enda skap- góður og hvers manns hugljúfi. Hann sá ætíð skoplegu hliðina á málunum og hafði lag á að koma fólki í létt skap. Þegar hann tók sjúkdóminn sem leiddi hann til dauða kom í ljós að hann bjó yfír hugarró og miklum sálarstyrk. Hann háði sína þöglu baráttu er stóð í tvö ár með aðdáanlegu hug- rekki og þolinmæði uns líkams- kraftar þrutu en sálarþrekið var óbugað til hinstu stundar og í þeim skilningi vann hann stóran sigur í dauðastríðinu. Hann kvartaði aldrei yfir hlutskipti sínu og ef ættfólk og hjúkranarlið var guggið og eitt- hvað áhyggjufullt í návist hans reyndi hann að brosa til viðstaddra og slá á léttari strengi. Þannig minnist ég hans. Elsku Dóra og synir, guð blessi ykkur og styrki í sorginni. Fríða Torfadóttir Jón Sigurðsson, Rjóðri - Minning Jón Sigurðsson, Rjóðri, Djúpa- vogi, andaðist skyndilega á pálma- sunnudag sl. Hress og kátur eins og venjulega var hann er ég hitti hann á fömum vegi fyrir helgina. Sá hinn sami og við höfðum þekkt hann í mörg ár með bros á vör, vísu og glettniyrði á hraðbergi. Ég ætla ekki að rekja æviatriði Jóns í Rjóðri í smáatriðum. Það hefur Brynjólfur bróðir hans gert vel og smekkvíslega í blaðagrein. En skylt er mér að mæla nokkur kveðjuorð eftir þennan vin minn og félaga. Svo löng og góð var viðkynning okkar orðin og verður aldrei full- þökkuð. Jón ólst upp á Melrakkanesi í Álftafirði hjá góðu fólki, Sigþóra Guðmundsdóttur og Helga Einars- syni. Mörg vora spor hans um þess- ar æskuslóðir og þar þekkti hann hvem stein. Margsinnis leitaði hann á vit náttúrunnar, annaðhvort einn síns liðs eða sem fræðari og leið- sögumaður annarra. Jón var fyrsti bflstjóri á Djúpavogi. Hann ók um skeið vörubfl sem Kaupfélag Beru- ijarðar fékk vorið 1942. Stundaði hann akstur og ökukennslu um skeið, en annars ýmsa vinnu er til féll. Jóni í Rjóðri var margt til lista lagt. Kunnastur var hann fyrir kvæði sín og vísur. Oft var hann beðinn að yrkja ljóð við ýmis tæki- færi. Kom reyndar oft ótilkvaddur er mest lá við og flutti snjallt kvæði. Lausavísur gerði hann fjöl- margar af ýmsu tilefni. Hann hafði gott vald á móðurmáli sínu og setti saman ljóð af einstakri smekkvísi, enda þaullesinn í verkum hinna eldri meistara. íþróttir hugans vora hon- um tamar og kærar og hög var einnig hönd hans. Á síðari árum smíðaði hann báta- og skipalíkön af einstökum hagleik. Dvaldi löng- um í kjallaranum í Rjóðri við þá iðju er frístundir gáfust. Hafa skip hans víða farið. Jón var eftirsóttur félagi á mannamótum. Hafði hann alltaf á takteinum eitthvert efni til að gera fólki glatt í geði, frásögn, kvæði eða vísu. Lionsmenn á Djúpa- vogi þakka honum sérstaklega sam- fylgd og samstarf í 16 ár. Alltaf var hann hinn óeigingjarni og góði félagi tilbúinn að leggja góðu máli lið. Það er bjart yfir minningu Jóns í Rjóðri. Lítið sjávarþorp á Aust- fjörðum er eyðilegra og fátækara eftir að þorpsskáldið og sögumaður- inn er burt kallaður. Ég og fjöl- skylda mín vottum Jónínu, börnum, tengdabömum og bamabömum innilega samúð okkar. Ingimar Sveinsson t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SNORRI ÁSGEIRSSON rafverktakl, Þinghólsbraut 37, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni i dag, miðvikudaginn 17. maí, kl. 13.30. Kristjana Heiðberg Guðmundsdóttir, Björgvin Gylfi Snorrason, Guðfinna Alda Skagfjörð, Ásgeir Valur Snorrason, Hildur Gunnarsdóttir og sonardætur. t Hjartkær móðir okkar, INDÍANA KATRÍN BJARNADÓTTIR, Ljósheimum 4, verður jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtudaginn 18. maí kl. 15.00. Þeir, sem vilja minnast hinnar látnu, er vinsamlegast bent á líknar- félög. Albert Guðmundsson, Gfsli Guðmundsson, Guðjón Guðmundsson, Skarphéðinn Guðmundsson, Erla S. Guðmundsdóttir, Valentinus Guðmundsson, Steinþór Guðmundsson, Ingólfur Jónsson, Inga Magnúsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn Brynhildur Jóhannsdóttir, Þóra Sigurjónsdóttir, Guðbjörg Axelsdóttir, Þorbjörn Pétursson, Hafdfs Eggertsdóttir, Anna Georgsdóttir, Ingibjörg Arilfusardóttir, , og barnabarnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLBORG SIGURJÓNSDÓTTIR, Holtsbúð 49, Garðabæ, sem lést i Landspítalanum 6. maí, verður jarðsungin frá kirkju Óháða safnaðarins fimmtudaginn 18. mai kl. 15.00. Haraldur Guðmundsson, Sigurjóna Haraldsdóttir, Örn Zebitz, Ágústa Haraldsdóttir, Hafsteinn Gilsson, Eiður Haraldsson, Hrafnhildur Sigurbjartsdóttir, Ester Haraldsdóttir, Siggeir Ólafsson, Jón Ingvar Haraldsson, Edda Jóhannsdóttir, Hólmfrfður Haraldsdóttir, Helgi Lárusson, barnabörn og langömmubörn. 4 t Þakka innilega auðsýnda samúö og vinarhug vegna andláts og útfarar systur minnar, MATTHILDAR FRIÐRIKSDÓTTUR TINSAND. Sigrfður Friðriksdóttir. t Þökkum af alhug auðsýnda hlutteknlngu og samúð við andlát og útför konunnar minnar, dóttur okkar, móður, tengdamóður og ömmu, ELSU VALDÍSAR ENGILBERTSDÓTTUR, Bæ f Reykhólasveit. Jón A. Guðmundsson, foreldrar, börn, tengdabörn og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.